Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 2
Að blása í tölvu SUNDLAUG ÓLAFSVÍKUR ☆ Þetta tæki er alkóhólmælir sem byrjað er að flytja inn til landsins. Löggan notar það að vísu ekki, hún heldur sig við blöðrurnar, en tækið ku samt sem áður vera mjög gott til síns brúks. Þeir hjá Bræðrunum Ormsson fluttu það inn „svona upp á djók“, eins og þeir orðuðu það.og minnir það á vasatölvu að sjá. Tækið mælir alkóhól- magnið í andardrættinum og á þá að blása í þar til gert gat. Úrslit birtast samstundis eins og um tölvu væri að ræða. Ekki þykir ólíklegt að tækið geti komið einhverjum að góðum notum.* eropin alla virka daga frá 7til9, 15til 19og20til 22. Sunnudaga frá 13 til 16. Laugardaga frá 13 til 17. _________VERID VELKOMM____________ / sundlauginni ereinnig heiturpotturmeð vatns- og loftnuddi. Tilvalið fyrir fólk á ferðalagi um Snæfellsnes að slappa afí Sundlaug Ólafsvíkur ÚTISAMKOMA í Þjórsárdal um verslunarmannahelgina Diskótekið Studio Dansað á tveimur pöllum öll kvöldin kl. 21—03. Aðgangseyrir aðeins krónur 900,- Sætaferðir frá BSÍ Föstudag kl. 16.00 kl. 18.30 Ikl. 20.30 Laugardag kl. 14.00 kl. 21.00 Sunnudag kl. 21.00 Farið verður til Reykjavíkur allar nætur kl. 03.00. Allir sem mættu I fyrra velkomnir oa svo auðvitað allir hinir sem bætast við. Innreið SATT é plötumarkaðinn ☆SATT (Samtök alþýðutón- skálda og tónlistarmanna) eru þessa dagana að gefa út óvenjulegt plötusafn. 3 plöt- ur í pakka með tónlist eftir og flutta af milli 150 og 200 músíköntum, - allt efni sem safnað hefur verið saman en ekki heyrst áður. „Þetta kom þannig til að auglýst var eftir efni í þeim tilgangi að gefa það út á einni plötu, en út- koman varð sú að svo mikið efni barst frá fjölmörgu hæfi- leikafólki að ráðist var í að gefa það út á 3 plötum," segir Jóhann G. Jóhanns- son, einn af forvígismönnum samtakanna. „Þetta er mjög breið út- gáfa og á að endurspegla allt það í popptónlist sem er að gerast á íslandi um þessar mundir. Tilgangurinn er að kynna sem flesta tónlistar- menn sem búa yfir efni og hæfileikum en eru þó margir hverjir óþekktir, enda sam- dráttur ríkt undanfarið. Ann- ars koma við sögu jafnt þekktir sem óþekktir tón- listarmenn og hljómsveitir," segir Jóhann. Fyrstu 1000 eintökin verða gefin út í einum pakka á verði einnar hljómplötu og verða umbúðir tölusettar og eru handgerð- ar, því þarna á að vera veg- legur safngripur á feröinni. Einnig verður hægt að kaupa eina plötu sér og kemur ekki að sök, því hver þeirra hefur heilsteypt yfirbragði. Platanr. 1 inniheldur hefö- bundna íslenska dægurtón- list með mönnum eins og Ingva Þór Kormákssyni, Jóni Ragnarssyni og Bergþóru Árnadóttur. Plata nr. 2 spannar allt frá nýrómantík til blústónlistar en þar eru eingöngu lög með enskum textum. Meðal flytj- enda má nefna Jón Þór Gíslason myndlistarmann, hljómsveitina Dron, Einar Vilberg og Magnús Þór Sig- mundsson. 3. platan vottar nýbylgj- unni virðingu sína með flutn- ingi hljómsveita á borð við Grafík, Með nöktum og Kútsa frá Keflavík, hverra upptaka er gerð í bílskúrsaðstöðu sveitarinnar, ákaflega fersk að sögn, og einnig má nefna til instrúmentalhljómsveitina Byl - eru þó aðeins fáir nefndir til sögu af þessum fjölmenna hópi íslenskra al- þýðutónlistarmanna. „Þetta er leið SATT til að kanna markaðinn og ýta við fólki til að hlusta á efni þessa fólks sem margt hvert hefur ekki borið á áður, því jafn- framt þessari útgáfu verður efnt til tónleika í haust með flytjendum sem valdir verða af plötukaupendum með seðli sem fylgir hveri plötu, - nokkurskonar skoðanakönn- un, og fá útvaldir 300 tíma í stúdíói til upptöku áefni sínu. SATT standa sem sagt í miklum umsvifum þessa dagana og segir Jóhann HP að fjölmargir aðilar hafi veitt þeim fyrirgreiðslu og stuðn- ing.* 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.