Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 7
| Mórallinn er góður hjá þessari ein- kynja fjölskyldu sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brenna. g Menn ruglast algjörlega í sólarhringn- um, tapa tímaskyninu og verða fram- lágir þegar dregur að hausti. B Á frívöktunum er lagt á stundarflótta frá mikilli vinnu með aðstoð hass eða brennivíns. | Unnið er að því að gera Hvalstöðina í Hvalfirði að alþjóðlegri vísindastöð. Michiya Arakawa kjötvinnslu- meistari ásamt félaga slnum úr fínskurðinum. Þeir eru hérna ( kókpásu, sem ku vera harla sjaldgæf sjón, en Japan- irnir f Hvalstöðinni þykja hinar mestu hamhleypur til verka. Þeir eru í stöðinni á vegum kaupanda afurðarinnar ( heimalandi sfnu. Að baki fé- laganna grillir ( Sighvat Karls- son,frystihússtjóra á staðnum en guðfreeðing ella. eftir Sigmund Erni Rúnarsson myndir SER Hvalfjörður. Innst inni í þessum óskaplega firði er sólarhringurinn óvenjulegur. Hann markast ekki af neinum tuttugu og fjórum stundum, birtu eða myrkrí, svefni eða vöku, hungri eða fylli, heldur vinnu. Lífið i Hvalnum er vinna. Þetta fimm stafa orð tifar ákaft í hjörtum starfsmanna allan tímann, sumarið á enda. Þú ert til dœmis rœstur á hádegi, skóflar í þig mat og mcetir síðan á planið og ert þar að ncestu átta tíma án pásu. Þá faerðu að éta, kemst svo í koju, en ert vakinn fjögur að nóttu, aftur á planið og köttar fram á há- degi Þá á víst að heita kominn nýr dagur, en þú veist varla af því, enda skiptir það þig engu máli. Það eru allir dagar eins í Hvalnum, nema sautjándi júní. Þá fœrðu kjúklingað borða. Og líka hitt: Það er hefð að flagga alltaf á sunnudögum undir Þyrli. Þannigfcerðu vissu fyrir því að ný vika er í uppsiglingu. ,,Þetta er dálítið ruglingslegt sam- félag hérna. Menn missa allt tíma- skyn, allan ballans í tilverunni", segir mér vanur hvalskeri á meðan hann gengur í skrokk á skepnunni á planinu og sundrar henni. Svo bcetir hann við með dcesi um leið og hann bregður brýni á flensihnífinn sinn: , .Þetta er bara svo andskotí sálfrceði- legt. Tímaruglið virkar á mann inn- an frá. Ogmókið maður; égget bara sagt þér, að stundum veit ég hrein- Stefán Jónsson, einn reyndasti flensar- inn í Hvalnum, bregður brýni á kutann. Skarphéðinn Sigurðsson, elsti hvalsar- inn, verður sjötugur á árinu. lega ekkert af mér héma á svæðmu, stend kannski fastar á því en fót- unum að ég sé ennþá í fasta svefni uppi í koju. Þetta er svo klikkað. Mest maður sjálfur þó. Hvalmenn eru ekki eðlilegir.'' Þad vinna um sextíu menn viö vinnslu hvalsins í landi. Þeim er skipt á tvær vaktir sem bera nöfn verkstjóra sinna; Andrésarvakt og Magnúsaravakt. Þessar vaktir sjá lítid hvor til annarrar. Við vakta- skiptin kasta menn þó kveðjum sín í milli en það fer lítið fyrir samræð- um, enda er sú vaktin sem er að yfirgefa planið jafnan orðin ör- þreytt, hungruð, syfjuð og þar af leiðandi framlág, en sú sem er að taka við eins og svefngenglar á að líta sem hrollur fer um þegar litið er út á planið og það sem bíður næstu átta stundir. Sjá næstu sídu.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.