Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 9
rýni í bláar eða annarra lita úrval af myndböndum sem finna má inni á Hótel Tempó, sem er menningar- miðstöð braggabyggðarinnar við Hvalstöðina, en þetta nafn fékk húsið á sig fyrir fáeinum árum þeg- ar verið var að bisa við að reisa það. Framkvæmdin dróst svo á langinn, þrátt fyrir ítrekuð hvatn- ingarorð starfsmanna, að þessi er- lenda sletta þótti við hæfi. Menn eru glaðastir ef hægt er að telja vínið í kössum sem til er í kampnum þegar komið er á frí- vaktina. , ,Menn eru andlega slakir eftir góða törn á planinu, og því finnst þeim þarft að kæta sig innan frá", segir frívaktin í einum kór með fáeinum undantekningum. ,,Það eru rosalegir búshestar hérna innan um, sem svo sópa að sér mönnum frekar en hitt, þannig að drykkjuskapurinn eykst alltaf eftir því sem nær dregur vertíðar- lokum og menn verða framlægri. ‘' Annars segja strákarnir mér líka að búsið sé litið heldur óhýru auga af yfirvaldinu, því auðvitað bjóði það hættunni heim í starfi. Samt er oft- lega drukkið í þetta fjóra fimm tíma af átta tíma frívakt, og þá gildir einu hvort það heitir helgi eða virkur dagur í almanakinu. Svefninn er þá svona um 2 tímar áður en menn eru ræstir út á plan- ið aftur. Þangað er þá mættur bæði svefndrukkinn og víndrukkinn hópur. ,,Blessaður vertu, maður er alltaf að mæta þunnur á vakt- ina, eða það sem betra er, ennþá svolítið fullur, því þá finnst manni það ekkert mál að vinna næstu átta tíma." Annar bætti við: ,,Það er nú ekki alltaf, því maður vill þreytast fyrr með víninu. Ég kýs persónulega hassið frekar, því það er ekki eins hættulegt að vera stónd á planinu eins og mígandi fullur ellegar bagalega þunnur." Meiðsli eða slys á mönnum berast í tal í framhaldi á þessu. Strákarnir voru á því að það væri lygilega lítið um slys, þrátt fyrir miður heppi- legt ástand á mönnum á stundum. , ,Það eru einstaka kauðar að kötta einhvað smáræði í sig, eða af sér,en stórvægilegar slysafréttir er nær aldrei að fá héðan. Já, það er kannski skrítið", sagði hann þessi og horfði á mig gáttaðan, ,,því planið er jú ekki beint hættulaust. Það sem gerir útslagið er sennilega það, að öllum er fullljóst hvernig og hve fjölbreytilega þeir geta murkað úr sér lífið með kæruleysi. Menn eru því alltaf á verði. Hassneyslan er nokkuð svipuð og brennivínsneyslan í Hvalnum, að því er strákarnir segja mér. Það er að segja mikil. ,,Það eru svona sex eða sjö manns í þessu daglega hérna, sem ganga fyrir þessu. Síðan er annar eins hópur sem fær sér í pípu svona vikulega, og loks allflestir sem eru eitthvað að prófa þetta ööruhvoru út vertíðina." Þeir bættu því við að þessi for- boðna iðja færi ekkert leynt á svæðinu. Það vissu allir af þessu, en þetta væri annars lítið rætt, „kannski svo sjálfsagður hluti af hvalskurðinum", hafði einn til málanna að leggja. En topparnir, yfirvaldið; ,,jú, þeim er þetta full- ljóst en gera aldrei skurk í þessu, enda þýðir það ekkert.'' Og það er rétt sem þessir strákar segja hér að ofan: hassreykingarnar fara ekkert leynt í kampnum, allar græjur til verknaðarins liggja á glámbekk í þeim herbergjum þar sem efnisins er neytt. Menn töluðu um ,,stundar- flótta'' þegar þeir voru inntir eftir þvl hversvegna þeir væru í hass- inu. ,,Maður kemst svo langt frá Hvalnum með því að reykja þetta, og svo eyðir þetta ekki eins mikilli orku frá vinnu og vínið gerir. Ég held hreinlega að maður vinni svo- lítíð betur í hassvímunni en væri maður streit á planinu. Maður vandar sig meira'', og þetta meinti sá sem talaði í alvöru. Alþjóðleg vísinda- stöð eða „systir Djúpavíkur“ Algengt orðatiltæki í Hvalnum er ,,að komast í gegnum vertíð- ina". Menn hryllir að sönnu við þessari endaleysu sem vaktirnar eru dag og nótt allt sumarið á Halldór Lárusson ræstur klukkan fjögur að nóttu til vinnu fram undir hádegi. Tilbrigði tómstunda má telja á fingrum annarrar handar: Lestur blaða, spjall á her- bergjum yfir víni eða pípu, heilsubótarhreyfing, ellegar vídeógláp. kannski helst út af bakinu. Það vill alveg fara í þessu striti. ‘ ‘ En hvort sem hvalmönnum líkar betur eða verr, verða þeir að hætta þessu þegar næstu vertíð lýkur. Eftir það verður bannað að veiða hval við íslandsstrendur. Við Kristján forstjóri Loftsson vorum að ræða þessi fyrirsjáanlegu enda- lok íslenskrar hvalveiði uppi á plani á meðan Andrésarvakt var að kötta 1 eitt hinna síðustu hálm- stráa. , ,Ætli maður fari ekki bara á atvinnuleysisstyrk eftir þetta'', sagði hann. En Hvalstöðin sjálf? , ,Hún fær líklega að grotna niður í rólegheitum eins og hún leggur sig, þvx það verður líkast til ekkert hægt að hirða úr henni til nota á öðrum vettvangi. Þetta verður systir Djúpavíkur", sagði hann í þeim tregatón að maður fór að ímynda sér blóðrautt sólarlag yfir Þyrli þar sem sólarhringurinn myndi aftur komast í lag eftir fjörutíu og átta vertíða ,,tíma- rugl". Aðrir starfsmenn á svæðinu ætl- uðu Hvalstöðinni önnur örlög. Þeir greindu frá „svolitlu trixi", sem forstjórinn hefði staðið í á allra síðustu árum. Um og upp úr 1980 hefði hann, þegar ljóst var hvert stefndi með hvalveiðar hérna, byrjað að laða að stöðinni alls kyns vísindamenn, bæði utan úr heimi og innlenda. Þetta hefði aukist gríðarlega upp á síðkastið, og væri nú svo komið að aldrei liði svo dagur að ekki skyti nýr vís- indamaður upp kollinum við hval- skurðinn. Þessum séríræðingum héldi Hvalur hf. algjörlega uppi, þeir fengju bestu bústaðina að dvelja í, fritt fæði og klæði án end- urgjalds, og svo merkilegt sem það væri, fengju þeir að stöðva vinnsl- una hvenær sem þeim líkaðí til að líta á eitthvað í hvalnum, á meðan það væri alla jafna dagskipanin að kötta skepnuna eins fljótt í sundur og hægt væri, enda ekki liðið að menn færu í kaffitíma í miðjum hval. , ,Ég held það sé nokkuð ljóst hvað það er sem verið er að reyna með þessu. Toppamir eru að reyna að koma því í kring að Hval- stöðin verði gerð að alþjóðlegri vísindastöð til hvalarannsókna þegar ekki verður lengur leyft að veiða skepnuna' ‘, sagði mér einn mikilsmetinn starfsmaður á staðn- um. „Kristján er að fá vísinda- mennina á sitt band. Þetta er flott .hjá honum, því ef honum tekst þætta, þá verður stöðinni leyft að veiða hvaða tegund sem er og hverja þeirra í nokkuð miklum mæli til þess að rannsóknimar verði marktækar. Auðvitað væri 'þetta allt gert í rannsóknarskyni, isem myndi vissulega tefja vinnsl- :una eitthvað, en engu að síður væri hægt að vinna úr hráefninu með sama hætti og nú er gert.“ Þessar líkur á áframhaldandi .hvalveiði styrkjast þegar haft er í |huga að á sama tíma og hvalveiði- bannið er á næsta leiti, hefur fyrir- tækið tekið upp á því að koma upp allgóðri aðstöðu fyrir vísindamenn á planinu, auk þess sem ekkert hefur verið slegið af í viðhaldi húsakosts og tækja þó að yfir- standandi vertíð eigi að heita sú inæstsíðasta. Þvert á móti hefur iviðhald og endurnýjun aukist og starfsmenn segjast ekki skilja hversvegna akkúrat núna sé verið að taka flestalla bragga í gegn, istækka plön og malbika það sem jáður var möl. ; Þegar ég bar þetta undir Kristján Loftsson var hann loðinn í svör- um, neitaði þessu hvorki né játaði, heldur sagði bara: „Það er nátt- úrlega ljóst að það á eftir að vinna griðarmikið start í rannsóknum á hvalnum. Og ef þær eiga að vera marktækar, þarf náttúrlega að veiða skepnuna áfram." Undir Hyrli gæti sólarhringurinn ;því allt eins haldið áfram að vera ruglaður á sumrin. enda. Undir haustið strengja menn þess heit, heldur framlágir, að mæta aldrei aftur á staðinn. En þegar komið er yfir á annað ár og næsta vertíð nálgast með vori, fara menn að sjá Hvalstöðina í rósrauð- um bjarma, hittast kannski nokkr- ir á balli og fara að rif ja upp spaugi- leg atvik frá síðustu vertíð. „Menn fá taugar tíl þessa staðar. Hann á mann allan þann tíma sem dvalið er á honum. Hann er algjörlega líf manns, sorgir og gleði þessa þrjá mánuði ársins. Það er mönnum rosalegt uppgjör að ætla að hætta alveg í Hvalnum. Menn eru frekar að melta það með sér nokkrar ver- tíðir hver skuli verða sú síðasta. Svo er það líka bara hvalurinn sjálfur sem heldur í mann. Það er engu líkt að vinna að þessu stærsta dýri í heimi. Ef menn hætta, er það Það vill stundum bregða við að hvalkýrnar séu með kálfi þegar þaer eru veiddar. Hér sést um þriggja mánaða gamalt hval-fóstur á planinu, á að giska metri að' lengd, en meðgöngutími hvala er um níu mánuðir eins og hjá mannfólkinu. helgarpósturinn’ 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.