Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 11
íþróttafréttamaður útvarpsins, er í launalausu leyfi í sumar og hefur hann starfað sem skemmtikraftur með Sumargleðinni. Sagt er að Hermann hafi í hyggju að hætta hjá Ríkisútvarpinu og snúa sér að öðr- um störfum. Væri sannarlega skaði að því ef Hemmi hætti sem íþrótta- fréttamaður þar sem hann er einkar lífiegur og íþróttalýsingar hans með því allra besta sem gufuradíóið býð- ur upp á. .. v W ara sem flokkuð er sem „kínverskir peningaskápar" hefur verið flutt hingað til lands um skeið á vegum Péturs nokkurs í Glerinu, sem svo er nefndur. Petta munu í reynd vera eldtraustar hillur með lás. Af þessari gerð var einmitt pen- ingaskápurinn hjá skiptaráðandan- um í Reykjavík sem bankabókun- um var stolið úr og frá hefur verið skýrt. Maður sá sem mest hefur verið yfirheyrður út af þjófnaðinum hefur borið við yfirheyrslurnar að hann hafi aðeins þurft að hrista eld- trausta „kínverska peningaskáp- inn“ svo að han opnaðist. Þessu vildu rannsóknaraðilar ekki trúa, sem vonlegt er. Uns þeir fóru að lok- um og könnuðu málið. Og mikið rétt, — aðeins þurfti að hrista skáp- inn til að hann opnaðist. Fer ekki frekari sögum af eldtraustum kín- verskum peningaskápum að sinni... |4 I ingað til lands mun á næstunni væntanlegur á vegum Tryggingastofnunar norskur augnsmiður. Nú bíða hér milli 40 og 50 manns eftir því að fá gerviaugu. Þessi Norðmaður mun aðeins geta annað augum í u.þ.b. tíu af þeim. Hinir fara svo á kostnað ríkisins til London að fá sér augu... v W ið sögðum 1 siðasta blaði að stefndi í nokkrar sviptingar í flokks- vél Sjálfstæðisflokksins vegna ráðn- ingar í stöðu framkvæmdastjóra fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Áhuga á henni hafa tveir ungir sjálfstæðismenn á uppleið en hvor úr sínum arminum. Þeir eru frjálshyggjumaðurinn Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson og Gústaf Níelsson, sem kenndur er við frjálslyndari arminn. Nú hefur þessu máli verið frestað, eins og sumum öðrum sem erfið þykja í flokknum. HP heyrir að meginástæðan fyrir frestuninni sé sú að Guðmundur H. Gardarsson, formaður fulltrúa- ráðsins, sé hlynntari Gunnlaugi, en eigi erfitt með að ganga framhjá Gú- staf, sem er sagnfræðingur og er nefnilega aðstoðarmaður Guð- mundar við ritun sögu Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna sem nú er í smíðum... M . , dag (fimmtudaginn 2. ágúst) er að koma á markaðinn í Englandi lítil plata með fönkhljómsveitinni Puzzle sem hefur að geyma syrpu af þekktum fönklögum undir heit- inu „I love funkin’". — Og hvað hef- ur það með Mezzoforte að gera? Jú, þeir, Shady Owens og Ellen Krist- jánsdóttir skipa einmitt Puzzle, að ógleymdum söngvaranum Chris Cameron, sem útsett hefur strengi fyrir Mezzoforte, er þekktur sem' hljómborðsleikari í hljómsveitinni Hot Chocolate og hefur nýverið gert sólósamning við Steinar Re- cords Ltd. Þetta ku vera mjög líkleg- ur smellur. .. Hvað ungur nemur- gamall fo temur... gujJFEROAR Grillréttir, ferðavörur, bensín, olíur. Veiðileyfi seld. veitingaslcölinn FERSTIKLU mHERJÓLFUR ÁÆTLUN UM ÞJÓÐHÁTfÐINA 1984: Föstudag3.8. Frá Vestmannaeyjum kl. 05:00 — — Frá Þorlákshöfn kl.09:30 — — Frá Vestmannaeyjum kl. 14:00 — — Frá Þorlákshöfn kl. 18:00 Laugardag4.8.FráVestmannaeyjum kl. 10:00 — — Frá Þorlákshöfn kl. 14:00 Sunnudag 5.8. Frá Vestmannaeyjum kl. 10:00 — — Frá Þorlákshöfn kl. 14:00 Mánudag 6.8. Frá Vestmannaeyjum kl. 05:00 — — Frá Þorlákshöfn kl. 09:30 — — Frá Vestmannaeyjum kl. 14:00 — — Frá Þorlákshöfn kl. 18:00 HERJ ÓLSFERÐ ER GÓÐ FERÐ HERJÓLFUR H.F. S Skrifstofa Vm. 98-1792 og 98-1433 S Vöruafgreiðsla Vm. 98-1838 S Vöruafgreiðsla Rvík 91-86464 HELGARPÓSTURINN 11

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.