Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 12
YFIRHEYRSLA fulltnafn: Halldór Ásgrímsson heimilishagifl Kvæntur Sigurjónu Sigurðardóttur, 3 dætur fæddur: 8.9.1947 á Vopnafirði STAÐA Sjávarútvegsráðherra og gegnir embætti forsætisráðherra heimili: Skólabrú 1 á Höfn og Brekkusel 27 í Rvk. mánaðarlaun: 76.274 áhugamál: Skíði, sund, ganga, jazz og stjórnmál bifreið: Subaru árg. 1982. Vandann má rekja til halla á eftir Sigmund Erni Rúnarsson myndir Kristján Ingi Einarsson ASgerðir rikisstjórnarinnar í efnahagsmáium, sem kunngerðar voru á mánu- dagskvöld, hafa farið misvei í menn. Ábyrgðarmaður þeirra í fjarveru Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra er Halldór Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra. Hann er kominn í yfirheyrslu HP. - Er fjarvera forsætisráðherra ekki fáránleg um þessar mundir? ,JVei. Ráðherrar þurfa að sjáifsögðu að taka sér ieyfi frá störfum.eigi þeir að geta gegnt þeim embættum sem þeim eru íalin. Forsætisráðherra var fyrir iöngu búinn að ákveða að taka sér þetta frí á þessum tíma. Ég sé enga ástæðu tii þess að hann hafi þurft að breyta þeirri fyrirætlan." - En hefði ekki verið heppiiegra fyrir stjórnina sem hann er i forsvari fyrir að hann hefði vaiið frii sinu annan tíma? „Vandamál eru alltaf fyrir hendi, og því gildir í sjálfu sér einu hvenær stjórnendur fara í frí. Nú, Steingrímur hefur verið í góðu sambandi við okkur á meðan þessar nýju ráðstafanir voru í vinaslu og hann er þeim öllum sammála. Fjarvera hans hefur engu máli skipt og ekki komið að sök.“ - Þetta heitir þá ekki að hlaupa undan ábyrgð? ,JNei." - Snúum okkur þá að aðgerðunum. Söiumiðstöð hraðfrystihúsanna sendi þér plagg þar sem ráðstafanimar vom harðiega gagnrýndar. Meðal annars fullyrða forsvarsmenn hennar að að- gerðirnar auki vaxtabyrði útflutnings- greinanna og við það verði ekki unað. Sýnir þetta ekki vanmátt þessara neyð- arráðstafana ykkar ? „bessar aðgerðir fela ekki í sér hækkun vaxta á afurðaiánum, iieldur það að van- skilum sjávarútvegsins verði breytt í lengri lán. Það þýðir að vextir muni lækka í þess- um atvinnuvegi í heild." - Sömu aðilar segja líka að þessar aðgerðir lækni mein útgerðar og fisk- vinnslu aðeins um tvö prósent. Tap- prósentan hjá sumum þessara aðila er hinsvegar allt að þrjátíu prósent. Þetta er aum sárabót, ekki satt? Ja, það liggur fyrir að vandi þessara aðila feist í minnkandi afla og erfiðleikum á mörkuðum. Það getur ekkert leyst þann vanda nema aukinn afli og bætt staða á mörkuðum. Ég læt mér ekki detta í hug að við í stjórninni getum leyst þennan vanda að fullu fyrr en þessi bati sem ég nefni kem- ur fram.“ - Annað. Þið takið nýja stefnu í vaxta- máium. Efalítið leiðir hún tii hækkunar vaxta fyrir almenning. Bendir það ekki til þess að þið séuð búnir að gefast upp í verðbólguslagnum? ,J4ei, þvert á móti. Þá orrustu ætlum við að heyja til enda.“ - En sjáðu; ef vextir af lánum hækka núna verður það væntanlega tilefni frekari verðhækkana og erfiðleika ungs fólks við að taka lán vegna hús- næðiskaupa. Varla heitir þetta orrusta gegn verðbólgu? Jú, ég tel svo vera. Það er hinsvegar uppgjöf að grípa ekki til ráðstafana þegar þensla myndast. Sú leið sem við völdum út úr þessum vanda, er að okkar dómi vænleg- ust þegar á heildina er litið." - Vænlegust fyrir hverja? Er launa- fólkið ekki enn skílið eftir? ,3kilið eftir.... Sko, þeir sem eru í íorystu í stjómmálum verða að líta til stöðu landsins í heild sinni. Við búum við miklar erlendar skuldir og verulegan viðskiptahalla. Það er ekki launafólki til hagsbóta að þjóðfélagið sé rekið þannig að viðskiptahallinn fari upp úr öllu valdi. Hann safnar upp vandamálum sem verður einhvemtíma að leysa. Það markmið höfum við sett okkur í ríkisstjórn- inni. Það er launafólki til hagsbóta." - Ekki er nú sjáaniegt í þessum ráð- stöfunum ykkar að slegið verði af tii dæmis erlendum lántökum, eða fyrir- greiðslu til almennings? „Það er verið að skapa svigrúm fyrir at- vinnuvegina sem þýðir það að lán til ann- arra hluta verður að takmarka, til dæmis ýmissa ríkisframkvæmda." - Það á þannig að stefna öilum lán- um, meðal annars erlendum, til sjávar- útvegsins úr viðskiptabönkunum? „Viðskiptabankarnir hafa mjög ákveðin fyrirmæli um hvaða takmörkum lánafyrir- ^réiðsla þeírra verður háð. Þetta er ekki svo frjálst að þeir fari að ausa úr sjóðum sínum með erlendum lántökum." - Nú var þessi vandi sjávarútvegsins, sem aðgerðimar snúast að miklum hluta um, fyrirsjáanlegur fyrir löngu. Hefði ekki átt að vera svigrúm til að gera samfelldar langtímaáætlanir fyrr, í stað þess að bíða og skvera síðan af neyðarráðstöfunum um eina helgi þeg- ar í aigjört óefni var komið? „Við erum búnir að gera meira í sjávarút- veginum en svo að heimfæra megi það upp á verk einnar helgi. Vissulega voru erfið- leikar í þessari grein fyrirsjáanlegir. Hins- vegar gátum við ekki séð það á síðasta vetri að það yrðu eins miklir erfiðleikar á inörk- uðum og raun ber vitni." - Þið ætlið að standa undir þessum ráðstöfunum með ýmsum hætti, svo sem sparnaði í ríkisgeiranum sem menn deila um hvort hægt sé að gera meira en orðið er. Verður almenningur ekki einfaldiega skattlagður til að redda þessu á endanum? ,JVei. Hinsvegar vil ég benda á það að mikill halli er á ríkisfjármálunum. Sá halli hefur skapað mikla erfiðleika á þessu ári. Ef okkur hefði tekist að koma á jafnvægi í ríkisfjármálunum þá værum við ekki að striða við þann vanda í peningamáJum sem við stöndum nú frammi fyrir." - Það sem á að víkja segið þið að sé Seðlabankahús, flugstöð og útvarps- hús. Sá sparnaður reddi kostnaði ráð- stafana. En forsvarsmenn þessara húsa hafa nú engu að síður neitað að víkja. „Það verður að sjálfsögðu að standa við þá samninga sem gerðir hafa verið. Að því loknu er ákveðið að hlé verði gert á. Ég sá að útvarpsstjóri sagði í blaði í gær að það þyrfti lagabreytingu til að stöðva hans byggingu, en það er ekki rétt, vegna þess að ríkisstjórnin hefur heimild í lögum til að grípa inn í þessi mál.“ - Þið ætlið semsagt að þvinga þessa aðila til að hætta að byggja? „Við erum ákveðnir í að stöðva þensluna á höfuðborgarsvæðinu. Við vonumst til þess að forystumenn ofangreindra stofnana skilji þá nauðsyn. Ef þeir skilja það ekki verðum við í stjórninni að beita þeim ráð- um sem við höfum til að stöðva þessar byggingar um tíma." - Þessi sparnaður er ekki nóg. Það verða tekin meiri erlend lán. Er ekki svo? „Það getur vel verið að það þurfi að taka meiri erlend lán. En með því að draga úr á öðrum sviðum á það að koma þannig fram að önnur eriend lán verði greidd, til dæmis skammtímaskuldir banka, þannig að í heild á þetta ekki að verða til að auka erlendar skuldir okkar." — Talandi um skuldir bankanna. Er það rétt sem HP heyrir að erlend lán- taka Útvegsbankans hafi verið svo óhófleg að undanfömu að hún hafi verið meðal stærstu vandamálanna sem þið þurftuð að glíma við um síðustu helgi? „Það var nú ekki fjallað um Útvegsbank- ann sérstaklega í þessum aðgerðum. Það er hinsvegar rétt að erlendar skuldi'- þessa banka eru mjög miklar." - Við höfum það eftir ábyggilegum heimildum að þessi viðskiptabanki hafi veitt til gjaldþrota útgerðarfyrirtækja upphæð allt að 6000 milljónum króna. Er þetta rétt? ,JV1ér er ekki kunnugt um hvað þessi upp- hæð er há.“ - Er þetta ekki hneykslanlegt ef talan sem ég nefndi stenst? / s „Eg hef enga trú á að Útvegsbankinn hafi lánað gjaldþrota fyrirtækjum 600 milljón- ir...“ - Hver er þá þessi upphæð? Þú ert búinn að játa að hún sé há. „... spurðu Útvegsbankastjórann." - Það em svo svona viðskiptabankar sem þið ætlið mjög aukna ábyrgð í pen- ingamálum þjóðarinnar. „... með akveönum takmörkunum. Þú mátt ekki gleyma því. Það er fjarstæða að ætla að þeim verði ekki veitt aðhald þrátt fyrir aukna ábyrgð." - Er ekki nokkuð Ijóst að þið emð að færa markaðnum aukin vöid með þessum aðgerðum ykkar í pen- ingamálunum? „Nei, ég tel að þessi ákvörðun okkar í peningamálum sé jákvætt skref. Við veitum bönkunum meira svigrúm og þar með meiri ábyrgð. Ég tel að íslenska bankakerfið hafi ekíci staðið sig sérstaklega vei á síðustu árum. Það hefur þanist alltof mikið út. Þar þarf að koma til ákveðin breyting..." - Er Sjálfstæðisflokkurinn að tosa ykkur til hægri eða emð þið að halda inn í markaðskapítalismann af fúsum og frjálsum vilja? „Við framsóknarmenn höfum aldrei verið fyrir kreddur. Við teljum að hinn óhefti kapítalismi sé ekki af hinu góða og við telj- um að kommúnisminn sé enn verri." - Sem sagt að síga á hægri vænginn? „Ég hef nú aldrei skilið hvaða tilgangi það þjónar að vera að draga menn til vinstri eða hægri. Þetta er áróðurshjai sem ekkert mark er á takandi. Mér skilst að þeir sem eru lengst til vinstri hafi mjög gaman af að brjóta heilann um þetta atriði, en þeir gera líka lítið annað." „Það er ákvörðun Sjálfstæðisflokksins hverja hann velur í ráðherraembætti. Við viljum ekkert skipta okkur af því." - Nú segja sumir framsóknarmenn að til greina komi að Þorsteinn Pálsson verði gerður að forsætisráðherra til að styrkja stjórnina, en þið fengjuð i stað- inn fjármála- og utanríkismálastólana? „Þetta er fráleitt. Þetta er ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar. Og meðan hún situr, verður hún hans stjórn." - Er Steingrímur sterkur eða veikur forsætisráðherra? „Sterkur." - Sterkur stjórnandi á flótta undan einhverjum mesta vanda sem hefur steðjað að stjórn hans? ,JVIér finnst þetta ómaklega að orði kom- ist hjá þér." - Hvert ferð þú svo í frí á næstunni? „Ég átti þess kost að fara til Sovétríkjanna fyrir nokkru og tók mér stutt frí að þeirri heimsókn lokinni. Ég ætla mér ekki lengra leyfi frá stjórnartaumunum."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.