Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 13
MATKRÁKAN Farsœlast aö fasta eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Heil og sæl! Fyrir síðustu jól gerði ég í stuttu máli grein fyrir föstu, hvatti fólk til að fasta í lækningar-, hressingar- og yngingarskyni. Sjálf hef ég ctldrei fastað nema í ss. 4 daga í einu og það er tæpast nóg til að endurfæð- ast. Hef lengi verið að bíða eftir hentugu tækifæri til að fasta í 10 - 14 daga með a.m.k. viku undirbúningi og viku „endur- hæfingu" og þykist nú hafa skapað mér temmilega hentugar aðstæður: hálfdösuð, nýkomin ur erilsömu fríi, og vil gjaman endumýja kretftana fyrir samningu nýrrar matreiðslubókar. Þegar þetta er ritað (27.7.) er þriðji dagur í eiginlegri föstu hjá mér; eftir 8 daga undir- búning eða „niðurát". Eg hef ekki fallið í neina freistni, jafnvel þótt ég væri með fullan ísskáp cif útlenskum ostum og pylsum og væri fyrstu 6 daga undirbúningsins að lesa próförk af þýddri matreiðslubók: Heimsins bestu brauð og kökur. Náttúrlega em litmyndir cif hverri einustu krás, en ég lcis mig nokkum veginn þrautalaust í gegn- um helgarfreistingar á borð við gríska ástarpunga og dönsk völundarhús, súkku- laðibroddgelti, sneiðcimar hctns Casanova og eftirlætistertu Madame Pompadour. Geri aðrir betur! Og það sem meira er: tóbakslöngunin er horfin - en eitt af mark- miðum föstu minnar var að reyna að hætta að reykja. Ýmsir halda frcim að fasta sé besta ráðið til þess! Þar sem margir viðmælendur mínir hafa sýnt þessu mikinn áhuga og bíða spenntir eftir árangrinum, hef ég ákveðið að greina frá föstuhaldi í þessum pistli og þeim næsta - mun ítarlegar en gert var á jjessum vett- vangi fýrir jólin - og lýsa eigin reynslu af föstunni í leiðinni. Enda finnst mér að varla sé hægt að krefjast þess af mér að ég skrifi um kræsingar við þessar aðstæður...! Það yrði seint safaríkur texti. I upphafi var fastan Fasta kemur fyrir í öllum helstu trúar- brögðum heims; í Biblíunni og Kóraninum kemur fram að fólk fastaði í ýmsum tilgangi: til að „hreinsa sig“ innvortis og verða þar með Guði þóknanlegra; til að öðlast meiri sálarstyrk og þar með trúarþrek; og síðast en ekki síst í lækningarskyni. Þannig fastaði Móses t.d. í 4Ö daga og 40 nætur meðan hann dvaldist með Drottni við að skrifa á töflum- ar orð sáttmálans, boðorðin tíu; enda er gott að fasta áður en eða meðan að fengist er við andleg þrekvirki. Ef við lítum til ríkis náttúrunnar kemur í ljós að flest villt dýr búa við mikinn matar- skort einhvern hluta ársins. En dýr og menn eru þannig gerð af náttúrunnar hendi að þau hafa varaforða í formi fitu sem líkaminn getur þá brennt í skorti á nýmeti. Dýrin virðast komcist ágætlega af meðan á þessu svelti stendur; fremur að þau lendi í erfið- leikum að því loknu vegna ofgnóttar að- gengilegrar fæðu. Maðurinn var (og er sums staðar enn) að sjálfsögðu einnig seldur undir jöetta nátt- úrulögmál eða temprun; á norðurhveli jarðar síðari hluta vetrar og fram á vor, í hitabeltislöndunum meðem á þurrkatíma- bilinu stendur. En nú hefur fólk í hinum svokölluðu (matar)-menningarlöndum fyrir löngu skotið náttúrunni ref fyrir rass með því að finna upp ótal möguleika á að geyma fæðu í lengri tíma. Og eftir því sem át hefur orðið okkur einhver hin fremsta nautn, borða flestir of mikið að staðaldri og bjóða með því ýmis konar heilsutjóni birg- inn, á borð við offitu og hjarta- og æðasjúk- dóma, m.ö.o. menn „grafa sér gröf með tönnunum". Kostir föstunnar Segja má að fasta sé allt í senn: innri hreinsun, sjálfslækning og orkugjcifi, þó það hljómi e.t.v. sem fjarstæða. Meðan á föstu stendur „afeitrast" líkaminn. Hann fær tækifæri tii að brenna upp dauðar frumur og fitubirgðir sem hafa safnast fyrir í honum og hann nær ekki að losa sig við á eðlilegan hátt, ef fæðan inniheldur of mikið af fitu og (dýra)eggjahvítuefnum (sem hún óhjá- kvæmilega gerir miðað við algengustu neysluvenjur hér um slóðir). Streita og hreyfingarleysi auka jafnframt á þessa vafa- sömu „birgðasöfnun" líkamans. Fasta hefur áhrif á bæði líkama og sál. Eftir því sem líður á föstuna verður fólk æ sprækara og andríkara og eftir svo sem viku er það endumýjað. Svokölluð nekro- hormón sem koma úr dauðu frumunum stuðla nefnilega að myndun nýrra fruma, þannig að líkaminni „yngist upp“ í bókstaf- legum skilningi. Þetta ferli getur jafnframt læknað sjálfkrafa marga „króníska" sjúk- dóma, s.s. gigt, hjarta- og æðasjúkdóma, ákveðna nýmasjúkdóma, offitu, illskýran- legt þreytuástand, höfuðverk, ofnæmi og vissa maga- og þarmakvilla. Eg þekki t.d. mann sem heldur sér góðum af liðagigt með reglulegri föstu. Hvenær er best að fasta? Þegar lífsorkan virðist í lágmarki, þegar menn sýnast dauðir úr öllum æðum, sljóir og óeðlilega þreyttir, getur fasta gert krafta- verk. Rétt eins og fylla þarf bílinn af bensíni með ákveðnu millibili og setja í klössun, þarfnast mannslíkaminn sérstakrcir um- önnunar og úthreinsunar cif og til. Árangur- inn er sá Scimi: „gangverkið" vinnur betur, við öðlumst nýjan kraft og orku, verðum að öllu Ieyti hressari og glaðari. Allra best er að fasta snemma á vorin, séu aðstæður fyrir hendi. Með því móti má segja að menn séu vel undan vetri gengnir en ekki gráir og þróttlitlir, og geti notið sumarsins tvíefldir. Menn fara ekki neins á mis við að fara í bindindi á hálfsárs gcimlan mat eða meira. Annars er hægt að fasta á hvaða árstíma sem er, nema helst ekki yfir allra köldustu vetrarmánuðina. Meðan á föstu stendur lækkar líkamshitinn iítið eitt, menn eru hrollgjamari en við venjulegar aðstæður, og því er betra að ekki sé nístingsgaddur úti við. Við hvers konar aðstæður er best að fasta? Aðstæður þess sem fastar skipta miklu máli, einkum ef fastað er í fyrsta skipti. Menn verða að geta tekið lífinu með ró, treyst sér til að skrúfa fyrir hversdagsrifrildi, fjármála- áhyggjur og tilfinningakrísur. Til að auka sálarstyrkinn og úthaldið er t.d. mjög gott að sambýlisfólk eða vinnufélagar fasti sam- an. Og næg útivera og hreyfing skipta miklu máli! Best væri náttúrlega að geta flúið borgina á vit hreinna lofts og fuglalsöngs í stað eiturgass og hávaðamengunæ. En þess eiga ekki allir kost Enda held ég að innri aðstæð- ur skipti meira máli: að vera sáttur við sjálf- an sig (menn mega ekki hef ja föstu í einni taugahrúgu, t.d.!) og sáttur við þá ákvörðun að fasta, vera búinn að meðtaka það sem eitthvað jákvætt og tilvinnandi. Hvernig á að fasta? - Fasta er enginn venjuiegur megrunarkúr þótt menn missi um hálft kíló á dag meðan á henni stendur. Þau kíló koma bráðlega aftur ef menn breyta ekki lífsvenjum sínum og mataræði talsvert að föstu lokinni. Undir föstunni „borða" menn ýmsa drykki með skeið og tyggja rétt eins og venjulega, til að munnvatn myndist. Það má alls ekki inn- byrða neina fasta fæðu, ekki einu sinni ávexti. Best er að borða hvers kyns ósykr- aða ávaxta- og grænmetissafa, jurtate og ósaltan súpukraft, og svo náttúrlega vatn. Alla drykki skal innbyrða líkamsheita og menn þurfa að fá am.k. 2 1/2 1 af vökva á dag. Ahrifaríkast er að fasta í a.mk. 8-10 daga í fyrsta skiptið, gjarnan i hálfan mánuð. En þeir sem hafa reynt þetta áður geta flestir haldið út 20 - 25 daga föstu án óþæginda. F östuundirbúningur Þegar þú hefur ákveðið að byrja föstuna tiltekinn dag er rétt að undirbúa líkamann fyrir komandi breytingu. Siðustu dagana fyrir föstu er best að nærast mestmegnis á ferskum ávöxtum og grænmeti, siðasta daginn eingöngu á ávöxtum og jurtateum með laxerandi áhrifum. Borðið t.d. skv. eftirfarcmdi leiðbeiningum í eins marga daga og hægt er (5 er algjört iágmark): Morgundrykkur: Drekkið eitthvert þcirma- örvandi te um leið og þið vaknið, t.d. kamillu- eða rósberjate (nyponte í NLF), e.t.v. með dálitlu hunangi út í. Sítrónuvatn eða sveskjusoð er líka hentugt. Morgunverður: Hér á best við að borða disk af súrmjólk eða hreinni jógúrt með músli út í, og einhvem ferskan ávöxt. Hádegisverðurinn skal samanstanda af hrásalati úr nokkrum grænmetistegundum; hægt er að búa til létta sósu úr súrmjólk, sítrónusafa og kryddjurtum, en forðist alla dýrafitu. Hún er bannvara! Bökuð kartafla má gjarnan fylgja með hér. Kvöldverður: Hér fer vel á að elda sér gróf- an graut, eins og rúgflögugraut eða krúsku- graut og borða hann með dálítilli epla- stöppu (-mús, -purée) eða öðrum lítt sylmiðum ávöxtum. (Uppskrift að rúgflögu- graut handa einum: sjóðið 1 dl af rúgflögum í 3 dl af vatni, e.t.v. ásamt saltlús, í u.þ.b. 15 mín.) Millimál skulu ævinlega samanstanda af ávexti og jurtatei. í búð Náttúrulækninga- félags íslands við Laugaveg, Heilsuhúsinu og Kommarkaðnum við Skólavörðustíg og víða í „heilsudeildum" stórmarkaða fæst gott úrval af jurta- og ávaxtateum. I næsta pistli lýsi ég svo sjálfri föstunni og hvernig best er að brjóta hana. Þú færð gjaldeyrinn í utanlandsferðina hjá okkur. Ef eitthvað er eftir þegar heim kemur er tilvalið að opna gjaldeyrisreikning og geyma afganginn á vöxtum til seinnitíma. Iðnaðarbankinn Aðalbanki og öll útibú. HELGARPÓSTURINN 13

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.