Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 14
eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardótlur mynd Jim Smart Við erum sammála um að september sé besti mánuðurinn, enda bæði fœdd í honum. Jóhann PéturSveinsson verður tuttugu og fimm ára gamall í haust, fœddur 18. september 1959. Fimm ára gamall varhann lagður inn á Landspítalann, nánar tiltekið Barnaspítala Hringsins, vegna liðagigtar sem leiddi til fötlunar hans upp frá því. A Landspítalanum lá hann í um það bil tíu ár en fluttist um sextán ára gamall í Hátún 12 þar sem hann hefur búið síðan. Hann hlaut kennslu á spítalanum þar til hann fór í Menntaskólann við Hamrahlíð, en þaðan lauk hann stúdentsprófi þremur og hálfu ári síðar. í vor lauk hann síðan lagaprófi og starfar nú hjá Bjargráðasjóði. Jóhann er frá Varmalœk íSkagafirði ,,sem er að sjálfsögðu besta sveit landsins, “ segir hann. ,,Hún er ákaflega falleg. Mœlifellshnjúkur gnœfir yfir sveitina ogHéraðsvötnin eru ekki langtundan. “Vegna liðagigtarinnar segist hann bara hafa ,,alistþar upp svona hálft í hvoru. “ Við Jóhann hittumst fyrst á skrifstofu hans hjá sjóðnum en fluttum okkur síðan yfir í Hátúniðþegar einn afbílum Ferðaþjónustu fatlaðra kom til að sœkja hann að loknum löngum vinnudegi. Viðtalinu héldum við áfram í herbergi hans í Hátúninu. „Ósköp duglegur“ Fjölskylda Jóhanns stundar búskap eins og fyrr segir að Varmalæk í Skagafirði og á þar ein hundrað til tvöhundruð hross. Sjálfur segist hann frekar lítið vit hafa á hestum, þótt hann viti hvað snúi fram og hvað aftur á hrossi. Hvernig skyldi f jölskylda hans hafa brugðist við fötluninni út á við? ,3íddu nú við, nú er best að losa sig við tyggigúmmíið", segir hann og tekur út úr sér tugguna sem ég var nýbúin að bjóða honum. „Ég hef ekki verið mikið með fjölskyldu minni. Eg fór ungur á spítalann og stoppaði alltaf í stuttan tíma þegar ég kom heim. Tengslin innan fjölskyidunnar eru sterk en því miður get ég ekki sagt nákvæmlega hvemig þau hafa bmgð- ist við fötluninni út á við. Þó hef ég stundum tekið eftir að utanaðkomandi fólk hefur látið eitthvað í þessum dúr falla: „Ósköp er hann duglegur að geta þetta", ef ég hef eitthvað gert, sem er að vissu leyti fráleitt að segja. Fjölskyld- unni hefur alltaf samið vel þótt ég geti sagt þér svolítið í sambandi við yngsta bróður minn sem er töluvert yngri en við hin. Þegar hann var iítill og ég var að koma heim í fríin mín þá líkaði honum ekki alls kostar vel að missa skyndilega athygli móður okkar." Hann hlær við minning- una. „Einu sinni kom hann hlaupandi á móti mér, öskrandi og berjandi og ætlaði aldeilis að ná sér niðri á mér“. Það ískrar í Jóhanni af hlátri. ,J3örn em stundum dálítið afbiýðisöm þegar athyglin er tekin frá þeim. En þetta eltist nú af honum. Ha, ha!“ „Konungur í ríki mínu“ En hvemig hefur hann haft það, einn lítill drengur á spítala í Reykjavík? Hann hlær: ,JVIér líkaði það ágætlega. Eg var þama eins og kon- ungur í ríki mínu. Ég kynntist smám saman öilum sem unnu á Bamaspítala Hringsins eða vom þar að staðaidri. En þótt ég hafi haft það gott þá er það náttúrlega ekki það sama og að vera heima. Fyrstu árin þegar maður kom á spítalann úr frium var maður ekkert alltof hress. Það var stundum reynt að ala mann þar upp en ég var dálítið sjálfaia líka, það er ekki um neitt markvisst uppeldi að ræða þegar margir eru með puttana í því. Ég kynntist þarna fjölda fólks sem ég man ekkert eftir í dag, fólki sem dvaldist þama stuttan tíma. Og svo kynntist ég náttúrlega best þeim sem vom viðloðandi spít- alann eins og ég.“ Talið berst að fötluninni og ég spyr hvort hann hafi fæðst fatlaður. „Nei, ég fékk liðagigt þegar ég var fimm ára og fötlunin er afleiðing af því. Hún varð mjög svæsin, lagðist á liðamót og fleira svo ég hætti að vaxa, liðirnir skemmdust og puttarnir til dæmis leika svolítið lausum hala“, segir hann og hristir höndina svo ég sé puttana að leik. Út úr mér dettur þá: .Hveming er að vera fatlaður?" sem ég sé fljótiega að er heimskuleg spurning. „Ofsalega gott“, segir hann og hlær hátt og hveilt, .Jivernig er að vera ófatiaður?" Spuming sem var mátuleg á mig. „Þetta er ekkert öðmvísi tilfinning. Maður er stundum óánægður þegar við blasa alltof skemmtilega rnargar tröppur sem maður ætlar um en kemst ekki. Það em nefnilega viss atriði sem maður getur ekki gert en það em líka ótal hlutir sem ófatiaðir geta ekki gert“. ,,Ég var aldrei þunglyndur“ Og hann heldur áfram eða segja mér frá æsku sinni. „Þegar ég var yngri var maður kannski öðm hvom ekkert sérstakiega ánægður með að þurfa að sitja og horfa á aðra krakka í fotbolta... manni líkaði þetta stundum ekki sem skyldi. Spurði sjálfan sig hvers vegna í ósköpunum þetta þurfti að vera svona en ekki einhvem veginn allt öðm vísi. Ég veit ekki hvemig öðrum líður en það hugsa flestir einhvem tíma í Ííf- inu: hvers vegna í ósköpunum er þetta svona, af hverju ekki hinsvegin? Ég var aldrei þungiyndur en stundum var maður ékki ánægður með þetta. Það er alltaf gott að geta vorkennt sjálfum sér svolítið öðm hvom, þótt ég sé eiginlega hættur því núná. En áður reyndi ég það einstaka sinnum — og gekk álveg sæmilega, held ég. Svo óx ég smám saman upp úr þessu.” Jóhann segist vera og hafa verið í æfingum, þó á stundum hafi lítið orðið úr þeim vegna sjúkdómskvala. „Það var ekkert markvisst. Á þessurn tíma þegar kvaJiméu- vom miklar var erfitt að eiga við það því maður treysti sjálfum sér ekki til neins. Núna, þegar gigtin er orðin svo til óvirk, er ég frekar farinn að byggja mig upp enda er það gjörólíkt hvað ég get núna miðað við fyrir um það bil fjórum árum. Það er með óvirka gigt eins og óvirkan alkóhólisma. Óvirkur alkólisti drekkur ekki og ég finn ekki fyrir óvirkri gigtinni. Þó er kannski ekki hægt að líkja þessu saman því það er ekki mikil hætta á að hún komi aftur." Bækur lets hann mikið, var vitlaus í þær og kláraði flestcillar bækumar á spítalanum. „Þetta var skemmtilestur, ekkert til að muna, þótt maður myndi náttúrlega alltaf eitthvað af þessu. Ég las cills kyns reyfara, bctmabækur þeg- ar ég var á þeim ctldri; bíddu nú við: Bob Moran- bækumar," hann kímir,, Hrartk og Jói og stelpu- bækur iíka, Nancy? Á spítalanum hlaut hann kennslu ásamt fleirum sem þctr dvöldust. Það var sett upp kennslustofa fyrir hann og fleiri en til að byrja með kom einn ákveðinn kennari tvisvar í viku. Síðan var kennsla á hverjum degi. „Ég fór í landspróf í Vörðuskóla, helming ársins lærði ég á spítalanum en eftir áramót sótti ég tíma í skólanum. Um haustið flutti ég af spítal- anum inn í Hátún 12 og hóf samhliða því nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð. „Lööie spegilmynd þjóðarinnar“ Eftir stúdentspróf tók ég mér hálfs árs frí en hóf síðan nám í Iögfræði í Háskólanum. Á tíma- bili kom til greina að fara í viðskiptafræði. Nokkrir vinir mínir ætluðu í lögfræði svo það varð ofan á. Auk þess er húsið aðgengilegra. Ég held að ég hafi gert rétt, því ég trúi því að lögfræði sé skemmtilegra fag. Þetta er f jölbreytt svið sem maður getur staríað við. Lögin eru spegilmynd þjóðarinnar, má segja, því maður getur oft lesið úr þeim lögum sem í gildi eru hvemig þjóðskipulag tiltekið Icind býr við. Þau gefa vissa mynd af því sem fyrir hendi er. Ef við tökum sem dæmi þegar í lögum var sérstakt ákvæði um sauðaþjófnað þá sjáum við að meðal mestu lífsgæðanna var sauðkindin. Nú er þetta venjulegur þjófnaður. Við sjáum það líka síð- ustu ár að það er ekki iangt síðan lög um mál- efni fatlaðra tóku gildi. Fatlaðir hcifa samt sem áður verið til um aldir alda.“ Þar sem við erum farin að ræða lögfræði forvitnast ég um áhuga- svið hans innan fagsins. ,J>að má segja að fé- lagsmálarétturinn standi manni næst“, segir hann, „og ýmislegt í sambandi við hann. Ég á við alls kyns lög um almannatryggingar, málefni fatlaðra og svo framvegis." Síðar sagði hann mér að hann væri að velta fýrir sér að fara í framhaldsnám, ekki þó langt. Fara ef til vill til Norðurlandanna að læra en segist ekkert vera búinn að ákveða. „Ekkl líkað of vel að tapa“ Við ræðum áhugamál. Hann hefur teflt mikið skák, tekið meðctl annars þátt í mótum og spilað mikið bridds. Ég veit að hann hefur tekið mikinn þátt í félagsmálum, farið utan og setið ráðstefn- ur og fundi fyrir hönd fatlaðra. Hann hefur að vísu aldrei ferðast einn en með kunningjum si'num. Og hann hefur verið í fjöldanum öllum af nefndum, stjómum og ráðum. ,J lögfræðinni sótti ég skernintanir og var með í félagslífinu, þótt ég hafi cúdrei verið neitt sérstaklega virkur í Orator, ,Jélagi lögfræðinema", segir hann. ,J!g var að vísu eitt árið í framboði til formanns Orators en tapaði þeim kosningum með giæsi- brag, sem er náttúrlega ekki það skemmtileg- asta sem maður gerir. Það getur komið fyrir á öllum bæjum. Þetta er alltaf að gerast, ekki satt? Maður sættir sig við það þótt mér hafi ekki líkað alltof vel að tapa“, hcmn hummar, .Jivort heldur það em kosningar eða eitthvað annað. Enda er það kannski svo hjá flestum. Ég held mér hafi samt tekist að dylja það sæmilega hvort mér líkaði þetta kosningatap vel eða ekki. Það er nefnilega alltaf erfitt, ef maður hefur keppt að einhverju settu marki, að ná því ekki. Og þótt það sé ekki gcunan að tapa kosningum þá gildir eftir þær „sameinaðir stöndum vér — sundraðir föllum vér“. Maður fer bara af stað á fullum krcifti með þessum aðila sem náði kosningu." Ég minni hann á að ég hafi heyrt eitthvað um að rökin gegn honum í kosningabaráttunni hafi einmitt verið fötlun hans. ,Jú, það vom ein rökin að ég væri ekki fær um að sinna Jjessu. Það komust alls konar sögur á kreik eins og til dæmis að ég gæti ekki einu sinni hringt í síma, sem er ekki alls kostar rétt“, segir hann og það er bersýnilegt að honum þykir lítið til koma. „Að mínu áliti skipti fötlunin ekki neinu máli. Ég tók eiginlega ekki mark á þessu, mér fannst þetta svo vitlaust. Ég á ekki von á því að ég hafi tapað þessum kosningum neitt frekar út af þessu, en það gæti hafa spilað inn í án þess ég segi nokkuð um það. Ég varð svolítið vondur yfir þessu en það gerði mig bara staðráðinn í að berjast fyrir málefnum fatlaðra, að breyttu ai- menningsáliti." „Fatlaðir annars flokks fólk“ „Númer eitt, tvö og þrjú er að fólk líti á fatlað fólk sem venjulega borgara eins og mig, þig og alla hina. Venjulega borgara sem það hvorki vorkennir né er haldið fordómum gagnvart í sambandi við hvað það getur og hvað ekki. Þetta er kannski svipað og með kynþáttafor- dóma. Það er litið öðru vísi á svertingja sums staðar. Þegar fcirið verður að líta fatlaða sömu augum og aðra er þessu markmiði náð sem við þurfum að berjast fyrir. Fötlun er kannski svo- Iítið skilgreiningaratriði. Ef aðstæður í þjóð- félaginu eru þannig að fatlað fólk kemst um; getur gert það sem það þarf, byggingar eru aðgengilegar og fólk lítur það ekki öðrum aug- um, hvort sem það lítur öðru vísi út eða getur ekki allt sem aðrir geta, þá er takmarkinu náð. Það er nefnilega hægt að breyta öllu, öllum byggingum, og það er hægt að aðlaga aila hluti ■þótt það geti stundum kostað dálítið. í mörgum tilfeilum er það ekki kostnaðarsamt ef það er tekið inn í skipulagninguna strax. Þegar þetta draumaskipulag verður komið á er á mörkun- um að hægt sé að tala um að einhver sé fatlað- ur. Hann ber náttúrlega sín líkamlegu einkenni en fötlunin háir honum ekki Iengur, það er að segja ef hann gétur náð því fram sem hann þarf á að halda og gert þáð sem hann vill. Hindran- irnar má yfirleitt yfirvinna á tæknilegan hátt. En almenningsálitið vegur mjög þungt. Þó svo að allt væri aðgengilegt, maður gæti komist um allt og aðstæður væru þannig að maður gæti gert flestallt sem hinir gætu, annað hvort með hjálpartækjum eða einhverju fiðru, en almenn-

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.