Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 16
A ií^^^sgeir Hannes Einksson hyggur á blaðaútgáfu eins og fram hefur komið i dálkum HP. Sam- kvæmt heimildum okkar ætlar hann ásamt fleirum að gefa út viku- blað, kallað ísafold. Asgeir mun sjálfur ritstýra blaðinu en það verð- ur í dagblaðsformi, prentað í Blaða- prenti. Eignaraðild að blaðinu verð- ur í hluthafaformi og eru margir áhugasamir um hlutina, að sögn... ir H^^arnival það sem haldið var á Akureyri um síðustu helgi mun frómt frá sagt hafa misheppnast. Kom þar m.a. til óheppni, þvð karnivalið lenti á fyrstu rigningar- helginni á Akureyri í sumar. En líka mun skipulag hátíðahaldanna hafa verið í molum. Heyrir HP að karni- valgestir hafi nánast þurft að leita að karnivalinu. Engin dagskrá lá fyrir. Einhver atriði voru á boðstól- um, en menn vissu ekki hvar og hvenær. Ein hrakförin henti annað Lionsfélaganna á Akureyri, sem hugðist standa fyrir mikilli útigrill- veislu og fékk til þess gríðarlega kjötskrokka.Hún hófst ekki á rétt- um tíma og þegar allt var tilbúið var veðrið orðið svo leiðinlegt að gestir voru farnir. Eftir sátu stórir og blautir kjötskrokkar. Ekki mun við framkvæmdastjóra karnivalsins að sakast að skipulag var í molum. Hann mun ekki hafa verið ráðinn fyrr en aðeins vika var til stefnu. Ekki bætti úr að hann mun leika í hljómsveit einni sem spilaði í Reykjavík á föstudeginum áður en karnivalið hófst. Var því fram- kvæmdastjórinn ekki til staðar þegar hátíðin átti að hefjast. Akur- eyringar munu allir á því að þarna hafi verið um mjög þarft og gott framtak að ræða sem framhald eigi að verða á næsta sumar. Þá þurfi bara að læra af þessari reynslu.. . u ngir jafnaðarmenn ætla að halda sambandsþing sitt í haust. Af því þingi er margra tíðinda að vænta en þar ber hæst þau manna- skipti sem búist er við að eigi sér stað. Forysta ungkrata Alþýðu- flokksins hefur nefnilega verið sú sama í mörg ár og bíður nú ungt fólk þess með óþreyju að komast að. Enda „gamla fólkið" langþreytt orðið, samkvæmt heimildum HP. Helst er talið að bitist verði um stöðu formanns Sambands ungra jafnaðarmanna en sagt er að núver- andi formaður þess muni ekki vilja halda þeirri stöðu. Að auki þykir staða formanns utanríkismála- nefndar eftirsóknarverð. Þau nöfn sem helst hafa verið nefnd í stöðu formanns sambandsins eru Krist- inn H. Grétarsson múrarameist- ari, Hauður Helga Stefánsdóttir markaðsfulltrúi og Davíð Björns- son rekstrarhagfræðingur sem þykir líklegastur til að hreppa hnossið ef hann gefur kost á sér. Fráfarandi embættismenn vilja helst hafa áhrif á hver komist að, eftir því sem við heyrum, og þar sem Davíð er góðkunningi þeirra og hefur auk þess mikið starfað með yngri jafnaðarmönnum þá þykir hann ekkert ólíklegur... 16 HELGARPÓSTURINN SÝNINGAR Alþýðubankinn Akureyri Menningarsamtök Norðlendinga kynna verk Örlygs Kristfinnssonar i Al- þýðubankanum næstu tvo mánuði. Ör- lygur lauk námi við Myndlista- og handíðaskólann 1973 og hefur siðan haldíð nokkrar einkasýningar. Árbæjarsafn I safninu stendur yfir sýningin „Fiskafólk" frá Færeyjum en henni er ætlað aðgefa innsýn i líf og starf fólks I Færeyjum á árabilinu frá 1920-40. Sýningin er á vegum Útnorðursfélags- ins. Safnið annaðist uppsetningu sýn- ingarinnar sem er í Eimreiðarskemm- unni og mun hún standa út ágústmán- uð. Safnið er opið alla virka daga nema mánudaga kl. 13:30- 18:00. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 Árleg sumarsýning Ásgrímssafns stendur nú yfir. Á sýningunni eru oliu- og vatnslitamyndir. Sýníngin er opin alla daga nema laug- ardaga kl. 13:30-16 fram í lok ágúst- mánaðar. Árnastofnun við Suðurgötu Handritasýning Stofnunar Árna Magn- ússonar er í Árnagarði við Suðurgötu á þriðjudögum, fimmtudögum og laug- ardögum kl. 14—16 til 15. sept. nk. Ásmundarsalur Freyjugötu 41 Laugardaginn 4. ágúst kl. 14 opnar Magnús Heimir Gislason málverka- sýningu sem mun standa fram til 12. þ.m. Verkin á sýningunni eru unnin með blandaðri tækni. Salurinn er op- inn kl. 14-22 um helgarog kl. 16-22 á virkum dögum. Bókasafn Kópavogs Fannborg 3-5 I bókasafninu stendur yfir sýning á fornmunum sem fundust á hinum forna þingstað i Kópavogi þar sem Kópa- vogsfundurinn var haldinn 28. júlí 1662 (Kópavogseiðarnir). Uppgröftur- inn fór fram sumrin 1973-'76 en á sýningunni gefur að lita skýringar, uppdrætti og Ijósmyndir. Guðrún Sveinbjarnardóttir fornleifafræðingur annaðist uppsetningu sýningarinnar. Safniðeropiðallavirkadagkl. 11-21. Eden Hveragerði Fimmtudaginn 26. júlí opnaði Jóna Rúna Kvaran málverkasýningu i Eden, Hveragerði. Þar eru til sýnis 40 mál- verk unnin með akrýllitum. Þetta er fyrsta sýning Jónu Rúnu en hún stend- urtil7. ágúst. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Fyrir viku opnaði frú Ingibjörg Eggerz málverkasýningu í galleríinu. Þar eru til sýnis um 20 oliumálverk, flest unnin á árunum 1955-'70. Ingibjörg lagði stund á listnám i Washington og Bonn og hefur siðan haldið einka- og sam- syningar, tók m.a. þátt i alþjóðlegri sýningu i París þar sem hún hlaut við- urkenningu fyrir verk sin. Sýningin i Galleri Borg, sem er fyrsta einkasýn- ing Ingibjargar hér á landi, er opin kl. 10 - 18 virka daga og kl. 14 - 18 um helgina en henni lýkur n.k. miðviku- dag. Einnig eru í Galleri Borg til sölu og sýnis grafik, gler, keramik, vefnaður o.fl. verk eftir ýmsa listamenn. Gallerí Djúp Hafnarstræti 15 Á mánudaginn kemur, kl. 18:30, opnar Dagur Sigurðarson málverkasýningu i Djúpinu. Myndirnar eru 17 að tölu og málaðar með akrýllitum. Þær eru flest- ar unnar á árunum '83 og '84. Sýningin er opin á venjulegurn opnunartima Hornsins og stendur út ágústmánuð. Gallerí Langbrók Amtmannsstíg 1 f Langbrók eru til sölu og sýnis mjög fjölbreytt verk, má þar nefna grafik- myndir, textíl, keramík, vatnslita- myndir, gler, fatnað og skartgripi. Opið er daglega, á virkum dögum kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Gallerí Grjót Skólavörðustíg 4a Aðstandendur gallerisins sýna ýmiskonar verk; grafik, keramik, handprjónaðar peysur, gullsmiði og málverk. Opið er á virkum dögum k I. 12:00-18:00. Héraðsbókasafnið Markholti 2, Mosfellssveit „Skin milli skúra'' nefnir Lísa K. Guðjónsdóttir myndlistarmaður sýn- ingu sína en i safninu sýnir hún 20 grafíkmyndir og 10 teikningar. Lísa lauk prófi úr grafíkdeild Myndlista- og handiðaskólans árið 1976 og hefur síðan haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Hótel Ljósbrá Hveragerði Sunna Guðmundsdóttir hannyrða- kona sýnir í Hótel Ljósbrá 45 myndir gerðar með japönskum pennasaumi (kúnstbróderí) sem erforn listgrein þar í landi. Einnig eru á sýningunni myndir unnar með góbelínsaumi. Sýningin, sem stendur til 6. ágúst, er opin kl. 9-22. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún „Vinnan í list Ásmundar Sveinsson- ar“ er yfirskrift sýningar sem stendur yfir í safninu. Á henni er hvort tveggja sýnd hin tæknilega hlið höggmynda- kúnstarinnar, s.s. tæki, efni og að- ferðir, sem og höggmyndir þar sem myndefnið er ,,Vinnan“. Safnið er núorðið opið ,,eins og kjör- búð“ kl. 10:00 - 17:00, sýningin stendurtil næsta vors. Listamiðstöðin hf. Lækjartorgi Myndir eftir ísl. listamenn eru til sýnis í Listamiðstöðinni. Einnig eru til sýnis 12 myndir eftir Hauk Halldórsson sem tengjast tröllasögum úr ísl. þjóðsögum. Sýningarsalurinn er opinn daglega kl. 14-18 og á fimmtudags- og sunnu- dagskvöldum, þá í tengslum við þjóð- lagadagskrá ætlaða ferðamönnum. Mokka Skólavörðustig 3a Guðmundur Hinriksson sýnir á Mokka um 20 myndir, unnar með vatns- og vaxlitum (blönduð tækni). Sýningunni Iýkur20. ágúst nk. Norræna húsið Um siðustu helgi var opnuð i kjallara hússins samsýning 6 textíllistamanna frá Norðurlöndum en hópurinn kallar sig Hexagon. Þar af eru tveir íslend- ingar, Þorbjörg Þórðardóttir og Guð- rún Gunnarsdóttir. Á sýningunni gefur m.a. að líta ýmis textílverk eins og batik, vefnað, silkiþrykk og góbelín („tekník"). Farandsýning þessi varfyrst.i Svíþjóð en island er siðasti viðkomustaðurinn. Sýningin stendur til 12. þ.m. og er opin daglegakl. 14-18. I anddyri er sýning á skordýrum en hún var sett upp í samvinnu við Náttúru- fræðistofnun íslands. Erlingur Ólafs- son skordýrafræðingur annaðist upp- setningu sýningarinnar. I bókasafni stendur yfir sýning á isl. prjóni ( sam- vinnu við Þjóðminjasafn isl. Elsa Guð- jónsdóttir sá um uppsetningu sýning- arinnar. Sýningarnar standa fram i miðjan ágústmánuð. Sýningarsalurinn íslensk list Vesturgötu 17 i tengslum við dagskrá Listahátiðar stendur enn yfir sýning á málverkum félaga í Listmálarafélaginu. Sýningin er opin kl. 9-17 á virkum dögum og um helgar kl. 14-19. BÍÓIN * * * * framsúrskarandi * * * ágæt ★ * góö * þolanleg O léleg Austurbæjarbíó Ég ferifriið (National Lampoon’s Vacation) Auga fyrir auga ...og tönn fyrir tönn. Slagsmálagaurar eins og Chuck Norris ganga lausir i þesari mynd. Endursýnd i sal 2, kl. 9 og 11. Breakdance Aðalhlutverk: Lucinde Dickey, Shabba-Doo, Boogaloo Shrimp, o.fl. Sýnd i sal 2, kl. 5 og 7. Bíóhöllin i kröppum leik (The Naked Face) * Bandarisk. Árgerð 1984. Handrit: Bryan Forbes, eftir skáldsögu Sidney Sheldon. Leikstjóri: Bryan Forbes. Aðalhlutverk: Roger Moore, Rod Steiger, Elliott Gould, Art Carney. „Mér er fyrirmunað að sjá að Sidney Sheldon geti byggt upp skammlausa frásögn, með persónum og innri rökum sem ráða úrslitum um það hvort saga er góð eða ekki... Ekkert, nákvæmlega ekkert i þessu er trúverðugt: Hver ruglupersónan flækist hér fyrir ann- arri. ... sagan sjálf erógleymanlegaidiótisk og Roger Moore með gleraugu er, þrátt fyrir nokkra viðleitni til annars og meira, aðeins James Bond með gler- augu... Einstaka sinnum tekst að kreista upp smáspennu en henni er klúðrað jafnharðan. Og hlálegri dramatisk endalok hef ég bara varla séð en i The Naked Face... Hinu tóma andliti." -ÁÞ Sýnd i sal 1, kl. 5, 7, 9 og 11. Utangarðsmenn (TheOutsiders) *** Bandarisk. Árgerð: 1982. Leikstjóri: Francis Ford Coppola (The God- father). Aðalhlutverk: Matt Dillon, C. Thomas Howell. Byggð á sögu eftir S.E. Hinton. Sýnd í sal 2, kl. 5, 7, 9 og 11. Hetjur Kellys (Kelly's Heroes) ** Bandarísk frá M.G.M. Leikstjóri: Brian G. Hutton. Aðalhlutverk: Clint East- wood, Telly Savalas, Donald Suther- land, Don Rickles. Stríðsmynd i léttum dúr. Sýnd i sal 3, kl. 5, 7:40 og 10:15. Einu sinni var í Ameríku, s.hl. (Once upon a time in America, 2). "ítölsk-bandarisk. Árgerð 1984. Handrit: Sergio Leone, Leonardo Benevenuti o.fl. Leikstjóri: Sergio Leone. Aðalhlutverk: Ítölsk-bandarísk. Árgerð 1984. Hand- rit: Sergio Leone, Leonardo Bene- venuti o.fl. Leikstjóri: Sergio Leone. Aðalhlutverk: Robert DeNiro, James Woods, Elisabeth McGovern, Tues- day Weld. Sýnd i sal 4, kl. 7:40 og 10:15. Einu sinni var i Ameríku, f.hl. (Once upon a time in America). Sýnd i sal 2, kl. 5. Háskólabíó 48 stundir (48 Hrs.) ... Bandarisk. Arg. 1983. Handritog leik- stjórn: Walter Hill. Aðalhlutverk: Nick Nolte, Eddie Murphy, Annette O'Toole, James Remar. „48 Hrs. er ekki frumleg og reynir ekki að vera það. En þvilík skemmtun. Orðljótt og krassandi handrit... sam- leikur þeirra Nolte og Murphys, rífandi fín rokkmúsík, vöðvastæltur og til- brigðamikill myndstíllinn, - allt á þetta sinn þátt í að skapa einhvern skemmti- legasta lögregluþriller seinni ára." Sýndkl.5, 9:05 og 11:05. -AÞ. Laugarásbíó Tilgangur lífsins (The Meaning of Life) *** Bresk. Árgerð 1983. Aðalhlutverk og handrit: Graham Chapman, John Cleese, Terry Gilliam, Michael Paiin, Terry Jones. Leikstjóri: Terry Jones. „Tilgangur lifsins er óvenjuleg kvik- mynd vegna makalausrar uppbygg- ingar hennar og efnistaka... og ... er sko engin fjölskyldumynd... Grínið felst í þvi að fjalla á galgopalegan hátt um það sem venjulegu fólki er heilag- ast, og að taka af ýktri alvöru á þvi sem þótt hefur fremur léttvægt. Öll þykist myndin vera leit að svarinu við spurnigunni stóru: Hver er tilgang- ur lifsins?... Hún er kostuleg stil- blanda, stundum er irónian hárfin, stundum eru kimnitilraunirnar gróf- lega yfirkeyrðar. Þeir félagarnir sem að henni standa hafa áður farið svip- aðar leiðir (Holy Grail, Life of Brian) en eru sýnist mér að þróa þetta brjálaða form í réttu áttina. Meldingarnar eru ekki eins langsóttar og húmorinn þvi beittari. Þetta er krassandi skemmtun. -GA. Sýndkl. 5, 7:30 og 10. : Nýja bíó Man from Snowy River. Áströlsk. Framleiðandi: 20th Century Fox. Handrit: John Dixon. Byggt á Ijóði e. A.B. Paterson. Tónlist e. Bruce Rowland. Leikstjóri George Miller (ekki sá er gerði Mad Max). Aðalhlut- verk: Kirk Douglas, sá eini sanni, Tom Burlinson, SigridThornton. Þessi er e.k. fjölskyldumynd, að því er best verður vitað. Gerist í Viktoríufylki Ástralíu, þó ekki á Viktoriutimanum. Hún gengur vist útá menn sem vilja koma upp hestastóðum... eða þannig. Sýndkl.5,7, 9og 11. Útlaginn *** Leikstjóri: Ágúst Guðmundsson. ís- lenskt tal. Enskur texti. Sýnd á föstud. kl. 7. Regnboginn Ziggy Stardust Þeir sem hyggjast sólunda tima sinum i borginni um helgina, þurfa ekki að örvænta. Regnboginn frumsýnir að þessu sinni hljómleikamynd með Deivid Bávi i A-salnum, kl. 3, 5, 7. 9 og 11. Góða skemmtun. Löggan og geimbúarnir Skyldi þeim heiðursmönnum lynda vel saman? Hlátursmynd að frönskum hætti. Aðalhlutverk: Louis de Funes, Michel Galabru, Maurice Risch. Sýnd i B-sal kl. 3:05, 5:05, 7:05, 9:05 og 11:05. Footloose ** Sýnd í C-sal kl, 3, 5,7 og 11:15. Under Fire *** Bandarisk. Árgerð 1983. Handrit: Ron Shelton, Clayton Frohman. Leikstjóri: Roker Spottiswoode. Aðal- hlutverk: Nick Nolte, Gene Hackman, JoannaCassidyo.fi. Rýtingurinn Byggð á skáldsögu Harold Robbins. Leikstjóri: Bernard Kowalsky. Aðal- hlutverk: Alex Cord, Britt Ekland. Myndin fjallar um morð, eins og titill hennar gefur til kynna, og hefndir Mafiunnar í New York og á Ítalíu. Endursýnd í D-sal kl. 3:15, 5:15, 7:15, 9:15og 11:15. Slóð Drekans Strákar: í myndinni geisa bardagar á milli Bruce Lee og Chuck Norris. How exciting... Endursýnd i E-sal kl. 3, 5, 7, 9 og 11. Stjömubíó Einn gegn öllum (Against All Odds) *** Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd kl. 5, 7:30 og 10 í A-sal og kl. 11 i B-sal. Maður, kona og barn. (Man, Woman and Child). Bandarisk. Árgerð 1983. Leikstjórn: Dick Richards. Handrit: Eric Segal og David Z. Goodman, eftir samnefndri metsölubók eftir Eric Segal. Kvik- myndun: Richard H. Kline. Aðalleikar- ar: Martin Sheen, Blythe Danner, Seb- astian Dungan, Craig T. Nelson, David Hemmings, Natalie Nell. „Þetta er stórvel leikin mynd á köflum. Viðbrögð persóna við aðstæðum eru trúverðug... En leikstjórin og handritshöfundurinn kunna sér ekki hóf í væmninni. Sum atriði eru langtum tilgerðarlegri en þau hefðu þurft að vera með smá raunsæi að leiðarljósi. Og lokaatriðið er það bagalegasta. Ef það hefði verið sleppt einum litra af tárum hefði ég gengið talsvert sáttur út af þessari mynd." -SER Sýnd í B-sal kl. 5 og 9. Educating Rita Sýnd í B-sal, kl. 7. Tónabíó Um helgina ráðgerða forráðamenn bíósins, í tilefni að hingaðkomu trymb- ilsins frv., hins eina og sanna frá Liver- pool, að taka til sýningar myndina Hellisbúann (The Caveman). Myndin er bandarísk. Árg. 1981. Hún er grin- útgáfa af lifinu sem er dregið upp í Leitinni að eldinum (The Quest for Fire). Aðalhlutverk: Hjónakornin Ringo Starr og Barbara Bach. Sýningartimi ókunnur. LEIKLIST Listamiðstöðin hf. Lækjartorgl „An Arrey of the best known Folkartists in lceland". Listamiðstöðin gengst i sumar fyrir dagskrá sem einkum er ætl- uð ferðamönnum og unnendum þjóð- laga- og visnatónlistar. Tónlistina flytja þau Bergþóra Árnadóttir, Gisli Helga- son, Ingi Gunnar Jóhannsson, Steini Guðmundsson og örvar Aðalsteins- son. Þjóðlagadagskráin verður á fimmtudögum og sunnudögum og hefst kl. 20:30. Tjarnarbíó Tjarnargötu 10 Á vegum Ferðaleikhússins (Light Nights) standa nú yfir sýningar sem ætlaðar eru ferðamönnum og fluttar á enskri tungu. Þrir þættir eru fluttir; brugðið er upp svipmyndum úr nútim- anum, þáer skyggnst inni baðstofu þar sem kvöldvaka fer fram og loks er fjall- að um víkingatímann. Kristin G. Magn- ús leikkona er sögumaður en auk þess verða sýndar skyggnur og tónlist flutt. Sýningar hefjast kl. 21:00 á fimmtu- dögum, föstudögum, laugardögum og sunnudögum. Þeim lýkur 1. sept. n.k. TÓNLIST Kuklað á ýmsum stöðum f tilefni af nýútkominni plötu sinni Augað mun hljómsveitin Kukl efna til nokkura tónleika hér á landi áður en hún leggur Evrópu að fótum sér í fyrir- hugaðri tónleikaför. Fyrstu tónleikarn- ir verða haldnir i Safari 2. ágúst ásamt Oxsmá. Kuklarar munu koma tvisvar fram á útiskemmtuninni i Viðey, þann 4. ágúst kl. 13.00 og siðan að kvöldi þann 5. ágúst. Loks mun hljómsveitin spila á tónleikum í Safari, þá með hljómsveitunum Baraflokknum og Vonbrigði, þann 9. ágúst. Dómkirkjan Sunnudagstónleikar verða haldnir i Dómkirkjunni i Reykjavik og hefjast þeir kl. 17. Þarverða leikin áorgel verk eftir ýmis valinkunn tónskáld. VIÐBURÐIR Norræna húsið Fimmtudagskvöldið 2. ágúst kl. 20:30 verða sýndar tvær kvikmyndir eftir Ósvald Knudsen i Opnu húsi. Það eru myndirnar Eldur í Heimaey (um eldgosið í Heimaey 1973) og Sveitin milli sanda (mynd um Óræfasveit). Sýningartimi hvorrar myndar um sig er um hálf klst. Árbæjarsafn: Um helgina gefst fólki kostur á að skoða Gullborinn i safninu, laugard. og sunnud. á milli kl. 14-18. Gunnar Sigurjónsson, sem manna lengst vann á bornum, fræðir fróðleiksþyrsta sýn- ingargesti um gripinn.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.