Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 18
MYNDBÖND Bók — bíó — myndband eftir Árna Þórarinsson Góðar bækur verða ekki oft að góðum bíómyndum. Það kemur þó ekki í veg fyrir að vinsælar bækur verði að vinsælum bíó- myndum. Því vinsælli sem bíómyndin verð- ur, þeim mun vinsælli verður bókin og öf- ugt, ef þið skiljið hvað ég á við. Og nú hefur þriðji hlekkurinn bæst við í þetta ástarsam- band lesmáls og myndmáls: Vinsælar bæk- ur verða að vinsæium bíómyndum sem verða að vinsælum myndböndum. Mjög mörg af þeim myndböndum sem eftirsótt- ust eru á vídeómctrkaðnum núna eru ein- mitt ættuð úr bókum. Nokkrir og ólíkir full- trúcir slíkra mynda skulu nefndir að þessu sinni. Örlagasaga úr gettóinu Kvikmyndin Ég lifi er byggð á sam- nefndri áhrifamikilli sjálfsævisögu pólska gyðingsins Martin Grey. Sú bók hefur komið út í æsilegri þýðingu og notið sömu hylli hérlendis sem erlendis. Kvikmyndin naut einnig mikillar aðsóknar hér þegar hún var sýnd í Regnboganum s.l. vetur. Bókin Ég lifi þykir mikil upplifun fyrir lesanda, enda lýs- ing á dæmalaust viðburðaríkari ævi, grimmilegum örlögum og miklum and- stæðum í lífi eins manns. Kvikmyndin Ég lifi nær trúlega ekki þessum sömu áhrifum. Hún lifir ekki alveg af flutninginn frá bók í bíó. Hún er heldur sundurlaus og skiptist reyndar í tvennt. Fyrri hlutinn sem lýsir uppvexti Martin Grey innan um hryllinginn í póiska gettóinu í Varsjá er vel fullnægjandi og fagmannalega unninn. En þegar gettóinu sleppir tekur við nokkurt hundavað. Þá er söguhetjan orðin eldri sem kallar á annan leikcira í aðalhlutverkið. Sá er Michael York. Hann fer með hlutverk hins fullorðna Mart- in Grey og leikur einnig föður hans í fyrri hlutanum. Og York er ekki mjög sannferð- ugur leikari hér, frekcir en í öðrum myndum. Við þessi skipti rofnar nokkuð sambcind áhorfandans við persónuna. Það breytir þó ekki því að sú saga sem lýst er í Ég lifi kemur öllum við og lætur engcin ósnortinn. Og önnur góð gyðingasaga Nóbelsverðlaunahafinn Isaac Bashevis Singer hefur skrifað margar yndislegar fabúlur um fólk, margvíslegan breyskleika þess og styrkleika, og minnir stundum mjög á Halldór okkar Laxness. Hann hefur auð- vitað ekki sloppið úr greipum kvikmynda- gerðarmauna. Þeir hcifa sótt á hann eftir að hann hlaut Nóbelinn en fæst hefur heppn- ast sem skyldi. Nú síðast klúðraði Barbra Streisímd stórmyndinni Yentl eftir sögu Singers. Singer skrifar ekki nema út frá sjónarhóli þess gyðings sem hann er, alveg eins og Hcilldór Laxness skrifar sem íslensk- ur maður en ekki annarrar þjóðcir. Slík skáldleg einkenni vilja einatt glatast í kvik- myndum sem sjaldan eru jafn persónulegur miðill og ritlistin. En þegar horft er á bækur í bíó verður á endanum að reyna að meta myndina sjálfa; bókin þarf að komast í bak- grunninn. Og þá er mestumvert að myndin sé skemmtileg og velvirk heild. Ekki verður annað sagt um myndina Töframaðurinn frá Lublin, sem byggð er á samnefndri bók Isaac Bashevis Singer, en að hún sé skemmtileg. Myndin hefur enn ekki verið sýnd hér í kvikmyndahúsi, svo mér sé kunn- ugt, en er víða fáanleg á myndbandi. Þar leikur snillingurinn Alan Arkin töframann af gyðinglegum uppruna sem leggur gömlu Mið-Evrópu, einkcinlega kvenkyns, að fót- um sér, beitir töfrum sínum í eigin þágu án tillits til tilfinninga eða þarfa annarra uns hann að lokum uppsker sem hann sáir. Þetta er iostafull og safarík leiksýning sem ísraelski kvikmyndakóngurinn, Mencihem Golan, stýrir fyrir Cannonfélcigið sitt, en það er orðið stórveldi í vestrænum filmubransa, — að vísu meira í magni en gæðum. Metsöluhrollvekjur Frægar bækur þurfa hins vegar ekki að vera merkileg bókmenntaverk til að verða frægar. Afþreyingargildið er auðvitað stærstur mælikvarði á vinsældir og verður trúlega alltaf. Tvær nýlegar metsölubækur skulu hér nefndar sem dæmi um slíkt, og flokkast báðar með hrollvekjum. Bandaríski rithöfundurinn Peter Straub skrifaði fyrir nokkrum árum sögu með því yfirlætislausa heiti Ghost Story eða Draugasaga, og náði hún metsölu vestan- hafs. Breski leikstjórinn John Irvin hefur nú gert úr bókinni mynd sem Laugarásbíó sýndi fyrir nokkrum mánuðum og fæst hér á myndböndum. Myndin fer furðu illaog reik- ult cif stað, en sækir stöðugt í sig veðrið í uppbyggingu óhugnanlegrar sögu af f jórum öldungum (leiknum af kempunum John Housemcm, Fred Astaire, Melvyn Douglas og Douglas Fciirbcmks jr.) sem eru sóttir til saka af svip fortíðarinnar. Þetta efni hljóm- ar kunnuglega, en Irvin, sem Vcikti á sér athygli fyrir sjónvarpsseríuna Tinker, Taylor, Soldier, Spy, nær þegar á líður traustum tökum á því, þannig að Ghost Story verður óvenju mögnuð nútímahroll- vekja, prýdd seiðandi, síbyljandi tónlist Philippe Scirde og sérkennilegum leik AJice Krige í hlutverki afturgöngunnar. Frægasti og vinsælasti hrollvekjuhöfund- ur Bandaríkjanna er auðvitað Stephen King. Bækur hans hafa verið kvikmyndaðar hin sfðari ár hver af annarri og við stjórnvölinn verið ekki ómerkari menn en Stanley Kubrick (The Shining), Brian DePalma (Ccurie), Lewis Teague (Cujo), og nú síðast David Cronenberg (Death Zone) og John Carpenter með Christine. King skrifar um bandarískt millistéttarfólk sem lendir í helvíti fyrir tilstilli illra afla, annað hvort innan frá eða utan. Síðasttalda myndin, Christine eftir John Carpenter, hefur þegar náð miklum vinsældum á vídeóleigunum hér þótt enn hafi hún ekki komist á tjald í reykvísku kvikmyndcihúsi. Christine er af ætt barnapíuhrollvekjanna sem Carpenter hleypti af stokkunum með Halloween (fyrsta hluta), þar sem unglingar á gelgju- skeiði lenda í hryllingi sem oft speglar innri hræringar þeirra sjálfra, vaknandi kenndir og andóf gegn ráðandi gildismati hinna full- orðnu. Christine er þó ekki unglingur, held- ur gamall kaggi sem lifir sjálfstæðu og næsta grimmdarlegu lífi. Og þegctr kúgaður gleraugnaglámur í gaggó kaupir Stínu verða ýmsar og gasalegar breytingar í næsta nágrenni. Ccirpenter er tæknilegt undrabarn sem hefur öll bellibrögð á takteinum, en skortir hér sem oftar gott handrit. Þessi saga er einfaldlega ekki nógu góð og glás af vondum ungum leikurum ræður ekki við langsótt efnið. Það er í sjálfu sér rennileg vinnsla á ýmsum atriðum þeg- ar morðóður bíllinn æðir um og stráfellir gengið um leið og hann spilar gamlar rokk- lummur í glymskrattanum sínum. Ekki eru það hins vegar beysin eftirmæli um bíó- mynd og bíllinn hafi staðið sig best. Stjörnugjöf: kvarðinn 0-4 Ég lifi ** Töframaðurinn frá Lublin *** Draugasaga ** Christine * Ég lifi — átakanleg saga fær yfirborðs- vinnslu og Christine — bíllinn leikur best. POPP Spákerling er ég engin. . . eftir Gunnlaug Sigfússon Þar sem fremur dauft hefur verið yfir plötuútgáfu, bæði innlendri og erlendri, undanfarið, datt mér í hug að kanna hvort ekki færi að lifna eitthvað yfir nú með haustinu og það fer ekki hjá því að ég hafi haft ýmislegt forvitnilegt upp úr krafsinu. Á innlendum vettvangi er það helst að gerast að Steinar h.f. mun í september senda frá sér tvær plötur með efnilegum hljómsveitum, sem eru Kikk og Pax Vobis. Allt virðist enn óráðið um útgáfumál hjá Fálkanum en þeir hafa þó einhver leyndar- mál í pokahominu. Hjá Gramminu og Skíf- unni náði ég ekki í neinn sem gat orðið fyrir svörum en ég mun greina frá þeirra útgáfu- málum nú á næstunni. Ef við lítum hins vegar út fyrir landstein- ana er greinilegt að þar er margt á döfinni en það skal þó tekið fram að þær útgáfur sem minnst verður á geta einhverjar dregist til jóla og jafnvel fram á næsta ár, þótt von- andi verði ekki mikið um slíkt. • David Bowie mun hafa lokið við upptök- ur á nýrri plötu, þar sem hann ku njóta aðstoðar flestra þeirra sem léku með hon- um á Let’s Dance. Enn er ekki komið nafn á plötu þessa en hún var tekin upp í Montreal og á að koma út í september. Þá er það einnig að frétta af Bowie að hann mun hafa afþakkað boð um að leika í nýju Bond- myndinni. • Frankie Goes To Hollywood, sem gert hafa það gott að undanfömu með lögunum Relax og Two Tribes em að vinna að breið- skífu um þessar mundir og Bronsky Beat, með lagið Small Town Boy ofarlega á listum fyrir skömmu, eru með stóra plötu, sem nefnist Why. Þá má búast við að dans- fríkin kætist yfir nýrri 12 tommu plötu frá Malcom McLaren, þar sem hann flytur lagið Madam Butterfly. • George Michael í Wham! er að senda frá sér stóra plötu og búist er við nýrri plötu frá þeim félögum saman áður en árið er úti og Duran Duran hafa lofað nýrri lítilli með haustinu. • Þungarokksunnendur fá svo sannarlega sinn skammt. Quiet Riot em með nýja breiðskífu, sem heitir Condition Critical. Nú, Iron Maiden em að koma með eina litla með laginu Two Minutes og er það aðeins forsmekkurinn að nyrri stórri, PowerSlave, sem mun væntanleg. Eftir einhverjar mannabreytingar em Kiss komnir á fullt aftur og væntanleg frá þeim plata sem mun heita Ánimal Eyes og ef einhver man eftir Nazareth þá em þeir með eina sem heitir The Catch. Frá Motorhead er að koma sam- safnsplatan No Remorse og verður hún í leðurbundnu albúmi. Og rúsínan í þið vitið hvað, fyrir þungarokkarana, er að frést hef- ur að AC/DC hyggi á plötuútgáfu og er ekki ósennilegt að um hljómleikaplötu verði að ræða og rúsínan í hinum endanum er auð- vitað að Deep Purple em byrjaðir aftur og þeir em að taka upp um þessar mundir. • Yoko Ono er ekki alveg af baki dottin þótt bóndinn sé allur og nú er að koma frá henni plata, þcir sem hún hefur fengið ýmsa merka söngvara til liðs við sig, eins og t.d. Ehns Costello, Harry Nilson, Robertu Flack ofl. Einnig syngur Lennon þar eitt áður óútgefið lag. Annars em lögin öll eftir Yoko og platan á að heita Every Man Needs A Woman. Það em fleiri fréttir af Bítlafólki, því Paul Mc- Cartney ætlar að fara að senda frá sér nýja skífu á næstunni og mun þar vera um að ræða kvikmyndatónlist og þá líklega úr mynd sem heitir Give My Regards To Broadstreet og ef svo er þá nýtur hann þar aðstoðar manna eins og Ringo Starr, Dave Edmunds, Chris Spedding og Eric Stewart. Annairs gæti allt eins verið um einhverja aðra mynd að ræða og víst er að Palli er að sýsla við hitt og þetta um þessar mundir. Fyrst verið er að tala um gamla fólkið þá er hér fín frétt fyrir mig og aðra Kinks aðdá- endur. Það er nefnilega komin út ný lítil Kinks plata, sem hefur að geyma lag sem Yoko Ono — ný plata með svolítilli aðstoð frá vinum. heitir Good Day og þá er vonandi ekki langt í að fari að glytta í stóra skífu frá þeim. Meistari Davies er jú alltaf meistari Davies. • Mick Jagger mun vera að senda frá sér sólópiötu og þar nýtur hann aðstoðar sömu hljóðfæraleikara og David Bowie en pró- dúser er Billy Lashwell úr Material, sem m.a. hefur unnið sér það til frægðar að stjórna upptökum á Rock lt með Herbie Hancock. Eric Clapton verður með nýja plötu í haust og sömuleiðis Van Morrison. • Ef litið er til Bandaríkjanna, þá er vænt- anleg sín skífan frá hvorum þeirra Lindsey Buckingham og Stevie Nicks, Fleetwood Mac meðlimum. Ricky Lee Jones er tilbúin með plötu og Stevie Wonder hafði People Move Human Play tilbúna fyrir siðustu jól og hver veit nema hún komi einhvem tíma út. Santana verða bráðum á ferðinni með Appeárances og bestu fréttimar að westan eru líklega að Talking Heads senda á næst- unni frá sér plötuna Stop Making Sense. Af þessari upptalningu má sjá að eflaust verður eitthvað gott í plötubúðunum á næstu mánuðum, og raun;ir líka eitthvað spennandi sem ekki hefur verið talið upp hér. Einkum hefur verið minnst á vel þekkt nöfn en ekkert hefði ég á móti því að eitt- hvað nýtt og hressilegt bættist í þennan hóp, það hefur ekki verið of mikið af slíku upp á síðkastið. Svo væri heldur ekkert á móti því að fara að fá plöturnar nýjar til landsins (taki til sín hver sem vill). 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.