Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 20
„ÞAÐER EITTHVERT AÐDRÁTTARAFL..." Ríkharður Már Pétursson vann við að leggja síma fyrir 30 milljónir dollara gegnum myrkviði vanþró- aðasta lands Afríku, Qíneu, — síma sem aldrei verður notaður. hann segir frá snauðri þjóð í auðugu landi, dauðasellum, mannáti, konum til sölu og 5Ígarettupökkum sem kosta daglaun. eftir Sigríði Halldórsdóttur myndir: Jim Smart og Ríkharður Mór • / Gíneu í Vestur-Afríku er álf- an líklega svörtust. Fólkið er há- vaxið og það klœðist að nokkru leyti að hœtti Vesturlandabúa, myndi einhver segja, þróunar- hjálpardressum. Einn lœtur sér nœgja að nota eingöngu skálm-. arnar af buxunum frá góða fólk- inu, bindur þœr umhnén ogsnarar sér svo í gamlan rykfrakka utan- yfir. Þetta er vaktmaður norska stórfyrirtækisins sem tók að sér að byggja síma fyrir hann og landa hans inní miðjum frumskóginum. Um jólin var skýrt frá miklum jarð- skjálftum í Gíneu og sagt að ekkert hefði spurst til íslendings sem þar dveldi við að setja upp símakerfi. • Sá sem ekki gat látið vita af sér símleiðis er rafiðnfræðingurinn Ríkharður Már Pétursson sem væri þar sjálfsagt enn efTouré einrœð- isherra landsins hefði ekki gefið upp öndina. • „Herinn tók völdin meðan verið var að grafa Touré. Ég var búinn að vera þarna ár í þessu, lokaðist inní landinu í tíu daga eftir þessa hávaðalausu byltingu í apríl, fór þaðan til London og lok- aðist inní leigubíl í tíu klukkustund- ir fyrir utan lýbíska sendiráðið þegar þeir voru að skjóta þar. Það voru œgileg viðbrigði að koma til London. En það má segja að mér hafi liðið verr i svarta leigubílnum á Leicester Square heldur en nokk- urntíma inní svörtustu Afríku. “ - Fékkstu kúltúrsjokk? „Það er kúltúrsjokk að koma til vanþróuðu ríkjanna, antíkúltúr- sjokk kalla þeir það þegar maður kemur þaðan aftur—ég fékk það.“ -Afhverju fórstu til Gíneu? „Ég fór sem starfsmaður hjá norsku fyrirtæki sem heitir ,JVera“. Eg hafði unnið hjá því áður á Sval- barða 1979.“ Troðnir til dauða - Hverskonar land er Gínea? „Gínea er í Vestur-Afríku. Þetta er vanþróaðasta land í Afríku eftir því sem ég best veit. Kommúnista- ríki að nafninu til frá 1958-1984. Þetta var frönsk nýlenda áður. Touré kastaði Frökkunum út 1958 og varð einræðisherra uppfrá því. Eftir frönskum fréttum átti hann 100 milljónir dollara í svissneskum bönkum þegar hann dó. Herinn stakk allri fjölskyldu hans inn, hengdi stjómina. Opinberar heng- ingar tíðkuðust í landinu en þeir gættu sín mjög gagnvart vestræn- um fjölmiðlum. Þeir segjast vilja halla sér að Evrópu og Norður- Ameríku núna. Ferðamenn eru al- veg bannaðir þama. Þetta er auð- ugt land, þar em ríkustu boxít- námur heims og einhverjar dem- anta- og gullnámur. Undanfcirin ár hcifa horfið þama um 2000 manns á ári. Ég kom í fangabúðir sem vom opnaðar og sýndar eftir að bylting- in var gerð. Aðkoman var hroðaleg. Dauðasellumar þeirra vom þannig að inní þær var troðið svo mörgu fólki að það gat hvorki setið né staðið, það tróð hvað annað til dauða. Maður veit ekki hve mikið er upplogið própanda hjá þessari nýju stjóm. í 3-4 daga eftir að hún tók völdin dugðu til dæmis ekki mútur, viku seinna var allt komið í sama horfið." Ríkharður er með vænt mynda- safn. Rikki að bjóða innfæddum skvísum Carlsbergbjór, þær færa honum dauða eðlu í staðinn og brosa breiðu aðdáunarbrosi til hans. „Þeir em múhameðstrúar og drekka ekki áfengi, nema eftir föst- una, þá er drukkið pálmavín. Það er einsog lélegur landi. Þeir skera rákir í börkinn á trénu, setja svo til dæmis hálfa melónu undir og láta drjúpa úr sárinu í ávöxtinn, einföld gerjun:“ - Eru eðlur góðar? ,Jú, þú getur nú ímyndað þér það, þessi fíni matur, allt í sósum og kryddi. Ég veiktist einusinni illa þama og var sendur með hraði til Noregs. Það em náttúrlega engin sjúkrahús þama.“ 30 milljón dollara prójekt - Segðu okkur frá þróunarhjálp- inni. „Tja. Kúbumenn hafa verið ár- um saman að leggja vegi... Ég vissi um tvö stór prójekt sem vom í gangi þama, trjákvoðuverksmiðju og aðra sem bjó til mjöl úr rót- um. Það vom Englendingar sem byggðu þetta og gáfu. Eftir að rót- armjölsbyggingin var búin komu Englendingamir til að kenna þeim á tækin. Þeir höfðu gefið díselelds- neyti til árs, en verksmiðjan gekk bara þessa viku sem Englending- arnir vom þama að kenna þeim á tækin. Eldsneytið hvarf allt ein- hversstaðar á leiðinni til verk- smiðjunnar. Englendingamir urðu að fá lánað eldsneyti á bflana sína hjá okkur til þess að komast aftur til höfuðborgarinnar og heim til tt sin. - Hver stal eldsneytinu? „Líklega einhverjir háttsettir embættismenn." -Var þetta þróunarhjálp sem þið unnuð að? ,JVei, þeir ætluðu að borga þetta sjálfir. Þetta var 30 milljón dollara prójekt. Þegar valið var pláss undir þetta þurfti náttúrlega að borga okurleigu. Auðvitað var það bróðir forsetans sem átti landið, hann var gúvemor í sýslunni og þeir skil- málar fylgdu að hann ætti svo að eiga öll mannvirkin þegar við vær- um farnir." -Hvað var þetta norska pró- jekt? „Við byggðum stöðvar, battarí sem gengu fyrir sólarorku. Eftir jól- in og frammá vor var starfið hjá mér að halda gangandi þessum rafstöðvum sem vom tilbúnar. Þá var ég á flækingi einn milli staða á jeppa. Maður varð að taka allt með sér - vatn og matarbirgðir, margra vikna birgðir. Við vorum tveir hvít- ir þama um jólin, vomm einir í tæpcin mánuð. Það kom einu sinni hvítur maður til okkar." - Skreyttuð þið pálmatré? ;rIá, við skreyttiim einhvem and- skotans búsk þama, það fór mjög vel um okkur. Við vorum með f imm manns í þjónustuliði, sinn bojinn hvor... svo vomm við með fimmtán manns að hjálpa okkur í jardinum að þrífa og dytta að tækjum og þessháttar." - 77/ hvers hafðirðu bojinn? „Við höfðum allir boj. Til þess að laga til hjá okkur, þvo af manni... þjóna manni.“ Það er bara þarna - Duglegt fólk Gíneumenn? „Þeir þekkja ekki svona vinnu einsog við eigum að venjast. Okkur finnst þeir húðlatir. A föstunni neyta þeir einskis í 40 gráðu hita frá sólarupprás til sólarlags. Undir föstulokin veiktust þeir í hrönnum og urðu flestir óvinnufærir. Annars em það náttúrlega konumar sem vinna mest.“ -Hver er helsta atvinna fólks- ins? „Við hvað á fólk að vinna í eitt- til tvöhundmð manna þorpi inní miðjum frumskógi?" spyr hann sjálfur. ,Tólkið á ekkert, það er ekkert þama... mikið af þessu landi er á regnskógarsvæði svo það hef- ur alltaf nóg af ávöxtum... það er allt og sumt." - Lœst og skrifandi? „Það heyrði til undantekninga. Margir tala samt frönsku, mállýsk- urnar em ótrúlega margar - milli tveggja þorpa geta verið gerólík mál. Mánaðarlaun em svona tíu dollarar. Sígarettuframleiðendur em að koma sér þama fyrir, Marl- boro. Pakkinn kostar sirka dag- laun.“ ,JÞetta er kaupfélagið," segir Rík- harður og réttir fram mynd af sölu- borði umkringdu homðu fólki sem horfir löngunaraugum á vaming- inn. Það er spariklætt í þessari himnesku múnderingu, gömlu pólíestertuskum sjálflýsandi, sem Bretar og Frakkar senda því á jól- unum. - Hvað fœst í kaupfélaginu? „Sígarettur, sykur, kók, japanskt smádrasl, glingur... hringir úr plasti. Það þykir ákaflega fínt að geta reykt, Það er statussymból. Það er sama með kókið, innihaldið kostar daglaun, maður verður að skila glerinu... þú sérð hvaða verð- mæti em í einu gleri." 50 kíló af manna- kjöti - Afhverju er Ginea svona van- þróuð? „Hún liggur á svokallaðri Death Coast sem er órannsakað pestar- svæði, frægt fyrir að vera hættu- legt af sjúkdómum og kanmbölum. Meira en helmingurinn af okkur veiktist af malaríu. Ég slapp samt.“ - Kanníbölum? „Meðan ég var þcima vom fjórir skotnir fyrir mannakjötsát. Einn sá ég tekinn með fimmtíu kfló af mannakjöti í skottinu. Þeir selja kjötið mikið til Líberíu. Þar er hcfld- in hátíð einusinni á ári. Þá er Sólarorkubattarí — partur af milljónaprójektinu sem bróðir forsetans græddi á. Á neðri myndinni er norskur starfsfélagi Ríkharðs með innfæddum verði sem býr við hlið batt- arísins og gætir þess árið um kring.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.