Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 25
eftir Óla Tynes „Jújú, audvitaö haföi ég heyrt um Island áður en mér barst þetta boð, “ sagði Ringo Starr í viðtali við Helg- arpóstinn. „Hvernig er hœgt annað en heyra um land sem er með eitt eldgos í mánuði og hefur unnið hvert stríðið af öðru gegn breska flotanum? Ég verð nú samt að við- urkenna að við þurftum að líta á landakortið til að finna nákvœm- lega hvar þið eruð staðsettir á hnettinum. “ Það eru líklega ekki margir ís- lendingar sem ekki vita að Ringo Starr kemur til íslands á morgun, föstudag, til að taka þátt í hátíðinni t Atlavík. Og það eru líklega ekki heldur margir íslendingar sem ekki vita hver maðurinn er. í tilefni af heimsókninni leitaði HP eftir viðtali við Ringo og tókst að ná sambandi við hann í London. , ,GOTT AÐ VERA SÓLARMEGIN f LÍFINU“ Starr, sem réttu nafni heitir Richard Starkey, varð 44 ára gamall 7. júlí síðastliðinn. Hann er fæddur og uppalinn í Liverpool eins og ailir hinir Bítlarnir og eins og hinir Bítl- arnir fékk hann ungur áhuga á popptónlist. Þegar Bítlarnir voru rétt að vinna sér sess var Ringo trommari í hljómsveit sem hét „The Hurricanes". Þegar trommu- leikari Bítlanna, Pete Best, lést úr krabbameini árið 1962 hófst mikil leit að einhverjum sem gæti komið í staðinn fyrir hann. Ringo Starr ,,Var latastur af Bítlunum11 varð fyrir valinu en honum var sett það skilyrði að hann rakaði sig, því hann var hárugur mjög í framan. Ringo tók upp rakvélina og skóf sig í framan. Það er fórn sem hann hefur ekki þurft að sjá eftir því „The Hurricanes" er löngu fallin í gleymsku en trommuleikarinn sem rakaði sig er einn af frægustu mönn- um heimsins. Og hvernig ætli það sé að vera einn af frægustu mönn- um heims? John Lennon vakti eitt sinn gífurlega reiði fólks þegar hann sagði að Bítlarnir væru frægari en Jesús. Sumir urðu svo reiðir að þeir fóru út og brenndu bækur og plötur Bítlanna. En hvernig finnst Ringo Starr að vera einn af frægustu mönnum heimsins? „0, það má venjast því.“ Þetta er dálítið dæmigert svar. Þeir sem til þekkja eru nokkuð sammála um að Ringo hafi verið lát- lausastur Bítlanna og ljúfastur í um- gengni. í einni bókinni um þá segir Nicholas Shaffner: „Ringo þurfti aldrei að gera ann- að en vera hann sjálfur. Hinir voru kannski meiri hæfileikamenn á tón- listarsviðinu og langtum frama- gjarnari, en litli trommarinn þeirra (Ringo er 1,72 hinir voru 1,80) varð heimsfrægur fyrir elskulegan per- sónuleika. Ringo þurfti ekki að sanna neitt. Hann var ekki að reyna að bjarga heiminum eða sálum okk- ar. Hann vildi bara fá okkur til að brosa og líða vel og það tókst hon- um með því að vera bara hann sjálfur." „Ég var nú bara latastur af Bítlun- um,“ segir Ringo. „Ég hefði alveg verið til í að bjarga heiminum ef ekki hefði þurft að hafa mikið fyrir því. En það á ósköp vel við mig að gera sem allra minnst." Þfir félagarnir voru miklir vinir fyrstu árin og máttu helst ekki hver af öðrum sjá. Þeir höfðu sömu áhugamál og unnu að þeim saman. Ýmsir sögðu þó að Ringo væri um margt ólíkur hinum; hann væri heldur jarðbundnari. Merki um það mátti sjá þegar þeir félagar fengu áhuga á austurlenskri dulspeki. George Harrison uppgötvaði jógann Maharishi og Paul og John urðu líka geysihrifnir af honum. Eftir nokkra stutta fundi með karlinum var ákveðið að Bítlarnir sæktu þriggja mánaða námskeið hjá Maharishi. Jóginn var þá orðinn heimsfrægur fyrir þá athygli sem Bítlarnir sýndu honum og ýmsir aðrir frægir skemmtikraftar tóku þátt í þessu námskeiði, þeirra á meðal Mia Farrow og Bob Dylan. Námskeiðið var haldið í sérstök- um búðum sem Maharishi hafði komið sér upp og þar var allt gert eftir sérstökum formúlum. Ringo hélt út í tíu daga en kvaddi þá og fór. Honum fannst þetta líkjast alltof mikið sumarleyfisbúðum og svo var maturinn alltof kryddaður. Hinir héldu út lengur en Lennon rauk burt r „Islenskir hestar litlir og skapgóðir“ í fússi þegar hann þóttist sjá jógann líta Miu Farrow girndaraugum. Hann skrifaði síðar háðslegt lag um þessa lífsreynslu. En þótt Bítlarnir hyrfu entist jóg- anum frægðin vel og í dag má öðru hvoru sjá frá honum opnuauglýs- ingar í Time og Newsweek þar sem hann boðar alheims sameiningar- stefnu sína og býðst til að senda rík- isstjórnum fulltrúa sína til að kippa öllum vandamálum í lag. Meðal annars hefur hann sent íslensku ríkisstjórninni sérstök boð um að- stoð sem ekki hefur enn verið þeg- in. Kannski Steingrímur hafi frétt að Bítlarnir gáfust upp á kraftaverka- manninum. Lílíll vafi er á að Maharishi jógi væri enn í bílskúrnum sínum í Lond- on ef tengsl hans við Bítlana hefðu ekki gert hann heimsfrægan. Bítl- arnir voru langt frá því að vera einir um að hagnast á list sinni. Fáir gerðu það þó af jafnmikilli hug- myndaauðgi og nokkrir starfsmenn WBKB-útvarpsstöðvarinnar í Chicago. Fjáröflunaraðgerð þeirra gefur líka nokkra hugmynd um frægð og vinsældir Bítlanna; menn gátu hagnast á ótrúlegustu hlutum ef hægt var að koma nafni þeirra einhversstaðar að. Það var í Bandaríkjareisu Bítlanna sem starfsmenn WBKB urðu loðnir um lófana. Þeir fengu tvö hótelanna sem Bítlarnir gistu á til að selja sér rúmfötin sem þeir höfðu sofið við, fyrir 1.150 dollara. Þegar kapparnir fjórir tékkuðu út voru herbergin inn- sigluð þartil hægt var að kalla til lögfræðinga og vitni. Þá voru rúm- fötin tekin af og skorin í fertommu bleðla. Þessir bleðlar voru svo límd- ir á löggiltan skjalapappír þar sem hótelstjórarnir rituðu líka nöfn sín undir eið, þess efnis að þeir særu og sárt við legðu að Bítlarnir hefðu leg- ið á pjötlunni. Þessir minjagripir voru svo boðnir á einn dollar stykk- ið og seldust upp á svipstundu. Ut úr rúmfötunum fengust 150.000 pjötl- ur, svo útvarpsmennirnir hafa gert dágóða þénustu. Ringo hló við þegar hann var spurður um þetta: „Ég vissi nú aldrei um þessa sögu en hún kemur mér ekki á óvart. Það reyna auðvitað allir að græða peninga á skemmtikröft- um og ég hef svosem ekkert á móti því að fólk nái sér í aura ef það get- ur. Það var selt gríðarmikið af alls- konar minjagripum þegar Bítlarnir voru á toppnum og ef menn eru svo hugmyndaríkir að geta hagnast um 150.000 dollara á rúmfötum þá eru þeir vel að þvi komnir." Ringo er tregur til að tala mikið um fortíðina og vill ekkert nema gott segja um félaga sína. „Við Paul og George erum góðir vinir og höfum ágætt samband," segir hann, „við vinnum líka tölu- vert saman og það samstarf gengur ágætlega." En þannig hefur það líka ævin- lega verið hvað hann snerti. Hann gat alltaf talað við vini sína þrjá þótt þeir töluðust ekki við innbyrðis. Það munaði jafnvel ekki miklu að honum tækist að sameina hópinn á ný. Deilumr hófust út af Apple Cor- pwration, fyrirtæki sem Bítlarnir stofnuðu. Paul McCartney varð fljótlega óánægður með rekstur fyr- irtækisins og sérstaklega þó með framkvæmdastjóra þess, sem Lenn- on hafði fengið til starfans. Hann krafðist þess loks að fyrirtækið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Hinir þrír mótmæltu og Paui höfðaði mál „Leiðinlegar deilur á tímabili“ gegn þeim, sem hann vann. Eftir þetta töluðu John og George lengi vel ekki við Paul. Það gerði hins- vegar Ringo sem vildi reyna að koma á sáttum. „Við vorum búnir að gera svo marga skemmtilega hluti saman," segir hann. „Þetta voru leiðinlegar deilur á tímabili en þær voru ekki langvinnar og þótt við færum ekki að spila aftur saman þá urðum við allir góðir vinir.“ RlMe var allan tímann góður vinur þeirra allra. Og þegar hann var að undirbúa sína fyrstu LP-plötu eftir skilnaðinn komu þeir allir þjótandi þegar hann spurði hvorft þeir vildu aðstoða sig. Bítlarnir fjórir komu því allir saman á plötunni „Ringo“ þótt þeir hittust aldrei allir í einu. Sömuleiðis var Ringo boðinn og búinn ef einhver hinna leitaði til hans. Eins og til dæmis þegar George Harrison hélt tónleika til styrktar Bangladesh ásamt Bob Dylan. George leitaði til Johns sem hummaði framaf sér og til Pauls sem sagði „kannski" en mætti svo ekki, nema rækilega dulbúinn á tónleikunum sjálfum. Ringo hins- vegar sagði „sure“ og mætti, við gífurlegan fögnuð áhorfenda. Ýmsir spáðu því að Ringo væri búinn að vera þegar Bítlarnir slitu samstarfinu. En það var öðru nær. Fyrst á eftir bar hann einna hæst þeirra og sendi frá sér plötur sem seldust í milljóna upplcigi. Það voru plötur eins og „Ringo", „Photo- graph", „You‘re 16“ og „Oh MY MY“. Lennon, sem hafði ekki sent frá sér ,,hit“ plötu í tvö ár sendi honum skeyti: „TIL HAMINGJU. HVERNIG VOGARÐU ÞÉR? VIN- SAMLEGAST SEMDU METSÖLU- LAG FYRIR MIG.“ Ringo hefur ekki unnið nein stór- afrek á tónlistarsviðinu í nokkurn tíma. Hann hefur nóg að gera við meðstjórnun ýmissa fyrirtækja sem hann á hlut I og í frístundum dundar hann gjarnan við að hanna hús- gögn. Hann hefur líka leikið í fjöl- mörgum kvikmyndum og þótt engin þeirra hafi orðið Óskarsverð- launamynd, þykir hann vera ágæt- ur gamanleikari. Eins og Nicholas Shaffner sagði: „Hann vildi bara fá okkur til að brosa." Og M er þessi ágæti drengur sem- sagt að koma í heimsókn til okkar hér á íslandi, þar sem hann á stóran hóp aðdáenda eins og annarsstaðar í heiminum. En hvað fékk hann til að samþykkja að koma til íslands? „Mér fannst það bara góð hug- mynd. Ég hef gaman af að ferðast um ókunn lönd og þótt ég viti ekki mikið um ykkar, þá hef ég ekki heyrt nema gott eitt um það. Skín ekki sólin allan sólarhringinn yfir sumarið? Mér þykir gott að vera sól- armegin í lífinu." — Ætlar þú eitthvað að ferðast um landið? „Það verður því miður ekki mikið í þetta skiptið. Við þurfum að fara aftur til Englands strax eftir að há- tíðinni í Atlavík er lokið. Barbara „Grýlurnar og Egó indælis fólk“ (eiginkona hans, leikkonan Barbara Bach) vonast þó til að komast á hestbak. Hún hefur heyrt að ís- lensku hestarnir séu litlir og mjög skapgóðir." — Þekkirðu eitthvað til ís- lenskrar popptónlistar? „Nei, mjög Iítið. Það hafa tvær ís- lenskar grúppur, Grýlurnar og Egó, verið við upptökur í stúdíóinu mínu í London. Það var allt indælis fólk og flutti skemmtilega tónlist." — Hvað viltu svo segja við aðdá- endur þína á íslandi? „Mér þykir mjög gaman að fá loksins að sjá ykkur." HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.