Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 26
HELGARDAGSKRAIN Föstudagur 3. ágúst 18.00 Ólympiuleikarnjr í Los Angeles. 19.35 Umhverfis jörðina á áttatíu dög- um. 13. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Auglýsingarog dagskrá. 20.40 Á döfinni. 20.50 Skonrokk. 21.15 Uppreisnin á Bounty. Bandarísk Óskarsverðlaunamynd byggð á sannsögulegum heimildum. Leik- stjóri Frank Lloyd. Aðalhlutverk: Charles Laughton, Clark Gable. Franchot Tone, Herbert Mundin og Movita. Á herskipinu Bounty unir áhöfnin illa harðstjóm Blighs skipstjóra og gerir loks uppreisn undir forustu Christians Fletchers tyrsta stýri- manns. Einhver besta ævintýra- mynd állra tíma með afburðaleik Charles Laughton. 3 stjörnur. 23.20 Ólympíuleikarnir í Los Angeles. 00.50 Fréttir í dagskrárlok. Laugardagur 4. ágúst 16.00 Ólympiuleikarnir í Los Angeles. 18.30 Ég hélt við ættum stefnumót. Danskt sjónvarpsleikrit um hass- reykingar unglinga á skólaaldri. 19.05 Ólympíuleikamir i Los Angeles. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20 00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Í fullu fjöri. Þriðji þáttur. 21.00 Fred Ákerström á Listahátið. Sænski söngvarinn Fred Áker- ström flytur lög eftir Bellman og Ruben Nilsson. Upptaka frá hljóm- leikum í Norræna húsinu þann 7. , júni síðastliðinn. 21.55 Flóttinn mikli. Bandarísk þíómynd frá 1963. Leikstjóri John Sturges. Aðalhlutverk: Steve McQueen, James Gamer, Richard Atten- borough, James Donald, Charles Bronson, Donald Pleasance og James Coburn. Bandarískum striðsföngum, sem hafa orðið uppvísir að flóttatilraun- um, er safnað saman í rammlega víggirtar fangabúðir nasista. Þeir gera þegar í stað ráðstafanir til að undirbúa flóttann mikla. Fyrsta flokks hasarmynd. 00.30 Dagskrárlok. d Sunnudagur 5. ágúst '17.00 Ólympíuleikarnir í Los Angeles. 18.00 Sunnudagshugvekja. 18.10 Geimhetjan. Sjötti þáttur. 18.35 Mika. Sænskur framhaldsmynda- fiokkur. 19.00 Hlé. 19.45 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingarog dagskra. 20.35 Sjónvarp næstu viku. 20.45 Ást Guðs á þar aðveitustöð. Her- mann Sveinbjömsson ræðir við Ey- þór Stefánsson, tónskáld á Sauðár- króki. Eyþór Stefánsson er lands- kunnur fyrir sönglög sín og heima i héraði hefur hann verið burðarás tveggja menningarþátta, leiklistar og tónlistar, um áratuga skeið. 21.10 Hin bersynduga. Annar þátf ur. 22.00 Ólympiuleikamir i Los Angeles. 23.20 Dagskrárlok. © Föstudagur 3. ágúst 14.00 „Lilli" eftir P.C. Jersild. 14.30 Miðdegistónleikar. 14.45 Nýtt undir nálinni. Hildur Eiríks- dóttir. 16.00 Fréttir. 16.20 Síðdegistónleikar: Tónlist eftir Wolfgang Amadeus Mozart. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegisútvarp. 19,00 Kvöldfréttir. 19 50 Við stokkinn. Stjórnandi Gunnvör Braga. 20.00 Lög unga fólksins. 20.40 Kvöldvaka. 21.10 Tónlist eftir Carl Nielsen. 21.35 Framhaldsleikrit: „Gilbertsmál- ið“ eftir Frances Durbridge. End- urtekinn III. þáttur: „Peter Galino. 22.15 Veðurfregnir. Dagskrá morgun- dagsins. Orð kvöldsins. 22.35 „Maðurinn sem hætti að reykja" eftir Tage Danielsson. 23 00 Söngleikir í Lundúnum. 3. þáttur. 23.45 Fréttir frá Ólympíuleikunum. 23,55 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá Rás 2. Lýkur kl. 05.00. Laugardagur4. ágúst 13.40 íþróttaþáttur. 14.00 Á ferð og flugi. Þáttur um málefni líðandi stundar. 15.10 Listapopp - Gunnar Salvarsson. 16.20 Framhaldsleikrit: „Gilbertsmál- ið“ eftir Frances Durbridge. IV. þáttur: „Klúbburinn La Mortola”. (Áðurútv. ’71). 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Listahátíð 1984: „The Chief- tains". 18.00 Miðaftann i garðinum með Haf- steini Hafliðasyni. 19,00 Kvöldfréttir. 19.35 Ólympíuleikamir í handknattleik: ísland - Japan. Stefán Jón Haf- stein. lýsir siðari hálfleik. 20.10 Manstu, veistu, gettu. Hitt og þetta fyrir stelpur og stráka. 20.40 „Laugardagskvöld á Gili“. Hilda *:> Torfadóttir tekur saman dagskrá úti á landi. 21.15 Harmonikuþáttur. 21.45 Einvaldur í einn dag. Samtalsþátt- ur í umsjá Áslaugar Ragnars. 22.00 Tónleikar. 22.15 Fréttir. 22.35 „Að leiðarlokum" eftir Agöthu Christie. Magnús Rafnsson byrjar lestur þýðingar sinnar. 23.00 Létt sigild tónlist. 23.40 Fréttirfrá Ólympíuleikunum. '23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá Rás 2 til kl. 05.00. Sunnudagur 5. ágúst 10.25 Út og suður. Þáttur Friðriks Páls Jónssonar. 11.00 Messa í Skálholtskirkju - Skál- holtshátíð. 12.20 Fréttir. 13,30 Á sunnudegi. Umsjón Páll Heiðar Jónsson. 14.15 Frá Gnitaheiði til Hindarfjalls. Þáttur um Niflungahring Wagners í umsjón Kristjáns Árnasonar. 15.15 Lífseig lög. Umsjón Ásgeir Sigur- gestsson, Halllgrímur Magnússon ogTrausti Jónsson. 16.00 Fréttir. 16.20 Háttatal. Þáttur um bókmenntir. Umsjónarmenn Örnólfur Thorsson og Ámi Sigurjónsson. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Síðdegisgónleikar. Frá tónlistar- hátíðinni i Bergen i sumar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.35 Eftir fréttir. Umsjón Bemharður Guðmundsson. 19.50 Ljóð frá ýmsum árum. Valborg Bentsdóttir. 20.00 Sumarútvarp unga fólksins. Helgi Már Barðason. 21.00 Big-Band tónlist. 21.40 Reykjavik bernsku minnar - 10. Val Ólafs Laufdal „Ég er ánægður með báðar rásirnar í útvarpinu," sagði Ólafur Laufdal veitingamaður, ,,og í heildina finnst mér sjónvarpið merkilega gott. Ég’ horfi alltaf á fréttirnar í sjónvarpinu og hlusta á þær í útvarpinu. Allt ís- lenskt efni sé ég og ég horfi á alla umræðuþætti. Svo horfi ég á bíómynd- irnar, til dæmis þær amerísku.og á íþróttir náttúrlega. í útvarpinu hlusta ég á þáttinn „í býtið" og á Rás 2 hlusta ég meðan hún er opin. Þættinum fyrir gamia fólkið „Hin gömlu kynni" missi ég ekki af.“ þáttur. Guðjón Friðriksson ræðir við Albert Guðmundsson. 22.15 Fréttir. 22.35 „Að leiðarlokum" eftir Agöthu Christie. Magnús Rafnsson les Mánudagur 6. ágúst Frídagur verslunarmanna 14.30 Á ferð og flugi. Í6.00 Fréttir. 16.20 íslensk lög sungin og leikin. 17.00 Fréttir á ensku. 17.10 Að ferðast er að lifa. Erindi Indriða i G. Þorsteinssonar. 19.00 Kvöldfréttir. 19 35 Daglegt mál. Eirikur Rögnvalds- * son talar. 19.40 Um daginn og veginn. Júlíus S. “ Ólafsson talar. 20.00Lög unga fólksins. Þorsteinn J. Vil- hjálmsson kynnir. 20.40 Kvöldvaka. 21.10 Nútímatónlist. Þorkell Sigur- bjömsson. 21.40 Útvarpssagan: „Vindur, vindur vinur minn“ eftir Guðlaug Ara- son. 22.15 Fréttir. Orð kvöldsins. 22.35 Kammertónlist. 23ÍÍ0 „Mig dreymdi að í sólskini...” Fyrri þáttur Höskuldar Skagfjörð um J drauma. 23.45 Fréttir frá Ólympíuieikunum. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. £ Föstudagur 3. ágúst 10.00-12.00 Morgunþáttur. Jón Ólafs- M son og Kristján Sigurjónsson. 14.00-16.00 Pósthólf ið. Valdís Gunnars- ‘;i ,s dóttir. 16.00-17.00 Jazzþáttur. Vemharður Linnet, 17.00-18.00 í föstudagsskapi. Helgi Már f Barðason. i-05.00 Næturvakt á Rás 2. Þorgeir Ástvaldsson. Laugardagur 4. ágúst 24.00-00.50 Listapopp. 00.50-05.00 Á næturvaktinni. f Sunnudagur 5. ágúst ö-18.00 S-2, sunnudagsútvarp. Páll Þorsteinsson og ÁsgeirTómasson. 45-05.00 Á næturvaktinni. Jónatan S Garðarsson. Mánudagur 6. ágúst 00-12.00 Morgunþáttur. Jón Ólafs- Jf son. 00-15.00 Dægurflugur. Leopold á Sveinsson. Dp-16.00 Krossgáta númer 7. Jón # Gröndal. 00-18.00 Á heimleið. Júlíus Einars- son. SJÓNVARP eftir Guðjón Arngrímsson Sportidjótasumarið Það hefur kosti ekki síður en gaila að njóta viðburða eins og Ólympíuleikanna í sjónvarpi. Byrjum á göllunum. Stemningin tapast eins og venjulega. Það er sama hvort verið er að sýna íþróttir, tónleika, dýramyndir eða bara fréttaviðburði, alltaf vantar mikið á að atburðir komist til skila eins og þeir eru upplifðir af manneskju á staðnum. Myndavélin upplifir ekkert, hún skráir aðeins á kaldan og yfirvegaðan hátt það sem henni er beint að. Og þegar búið er að mixa saman það sem margar mynda- vélar sjá og pakka því inn í stofu heima færðu íitla tilfinningu fyrir rafmagninu í Ólympíuleikar í sjónvarpinu - þetta vil ég fá og fæ það. loftinu, fyrir hitanum, Iyktinni og háværa manninum í sætinu fyrir aftan. Aðeins örfáum kvikmyndagerðcirmönnum hef- ur tekist að ljá kvikmyndum sínum slík- an raunveruleikablæ - og eru þeir þó alltaf að reyna. Annar galli er sá að við á íslandi sjáum ekki atburði fyrr en nokkru eftir að þeir hafa gerst - sem enn dregur úr stemn- ingunni. En kostimir em fleiri: í fyrsta lagi ertu þó að horfa á Ólymp- íuleikana, nokkuð sem þú ættir annars varla möguleika á. í öðm lagi, og það er aðalatriðið, þá em þessir Ólympíuleikar skipulagðir sem sjónvarpsefni, og nánast útilokað fyrir aðra en vellauðuga LA-búa að njóta þeirra í heild án aðstoðcir kassans. Keppt er allan daginn á fjölmörgum stöðum. í frjálsum íþróttum á aðalleikvanginum, í sundi í suridlauginni (reikna ég með), í körfubolta í íþróttahöllinni, í handbolta í anncú-ri höll, í knattspymu á knatt- spyrnuvelli, í róðri úti á sjó, í hjólreiðum úti á götu og í hjólreiðahöllinni og þá er eftir-að minnast á júdó, glímu, lyftingar, hockey, dýfingar, blak, tennis og margt fleira. Tugir kílómetra em á milli keppn- isstaðcuma, þannig að á einum degi er vart hægt að fara nema á tvo, í mesta lagi þrjá staði - og það kostar sitt. Nei, má ég þá biðja um tvo til þrjá tírria á dag af völdu úrvcdsefni. Ég vil sjá ís- lendingana hamast við, og síðan æsileg- ustu augnablik keppninnar í sem flest- um greinum, tcikk fyrir. Þetta vil ég fá heim í stofu fyrir sama og ekkert. Og þetta láta þeir Bjami og Ingólfur okkur fá. Meira að segja sýna þeir hægt það allra æsilegasta og líklega oft og mörgum sinnum. Svo er sjónvarpinu fyrir að þakka að sumarið ’84 er mikil hátíð fyrir sportidjóta. UTVARP eftir Helga H. Jónsson Horfið barnagaman Skoðanakannanir em orðnar merki- legt verkfæri þjóðfélagsfræðinga - og raunar ýmissa annarra - við athugcinir á margvíslegum fyrirbærum og tilbrigð- um mannlífsins. Auðvitað er útvarps- hlustun eitt af því sem kannað hefur ver- ið, þótt eflaust þyrfti að gera meira af því hér á landi en þegar er orðið. Og þá mega forráðamenn útvarpsins ekki gleyma þvf að taka mark á niðurstöðum og miða svipmót dagskrárinnar að ein- hverju leyti við þær. Stundum læðist að manni gmnur um að þeir sem móta eiga dagskrána, hafi sumir hverjir einum of ríka tilhneigingu til þess að líta á það sem hlutverk sitt að hafa vit fyrir fólki. Að sjálfsögðu er ekki með þessu sagt að útvarp eigi ekki að vera menntandi og fræðandi. Málið er það, að menntun og fræðslu er hægt að veita án þess að vera leiðinlegur. Tilefni þessara orða var annars barna- efni í útvarpinu. Trúlega em börn í senn einhverjir vandfýsnustu og þakklátustu útvarpshlustendur sem til em. Spum- ingin er kannski sú, hvort ekki sé svo lítið fyrir þennan hlustendahóp gert, að hann sé smám saman að venjast af því að skrúfa yfirleitt frá útvarpi. Sjálfsagt myndu einhverjir segja, að minnkandi útvarpshlustun bama og unglinga sé bein og óhjákvæmileg afleiðing þess að þeim býðst orðið svo margt cinnað til dægradvalar. Það er án efa rétt - að vissu marki. En hluti skýringcuinnar er væntanlega líka það efni sem þeim er boðið upp á og meðferð þess. Sé sú ályktun rétt að börn og unglingar hlusti minna á útvarp en fyrr, hljóta menn enn- fremur að leiða hugann að því hvemig verði með útvarpshlustun jieirra, j>egar þau vaxa úr grasi. Mér finnst sem alltof lítil áhersla sé lögð á efni ætlað bömum og unglingum í útvarpi. Þar þýðir ekki að ætla að tína til einhverjar tölur um hlutfall slíks efnis í útvarpinu, því að það em gæðin sem máli skipta. En sé í útvarpinu efni sem böm og unglinga fýsir að hlýða á, held ég að ekki muni standa á þeim við að hlusta, þrátt fyrir allt annað sem þau eiga á völ. Að undanförnu hefur líka verið á dag- skrá útvarpsins bamaefni, sem unnið er eins og sæmir í þessum miðli, það er að segja það er „pródúserað" eins og það heitir á útvarpsmáli. Þama á ég við þætt- ina Við stokkinn - brúðubíllinn í Reykja- vík skemmtir börnunum. Ég hlustaði um daginn á einn þessarar þátta - meira af tilviljun en ásetningi - og það vildi enn- fremur svo til að við hlið mér sat þriggja ára ungfrú. Og hún sperrtí heldur betur eyrun sú stutta, þegar hún heyrði í brúðubílsfólkinu! En í dagskrárkynningunni mátti líka heyra að þessir þættir em endurútvarp frá í fyrra. Nú er ég ekki að lasta endur- útvarp á efni, sem er þess vert. En kann- ski segir það einhverja sögu um frammi- stöðu útvarpsins varðandi bamaefni og þá áherslu sem á það er lögð - eða öilu heldur ekki lögð - að þurft hafi að grípa til barnaefnis frá í fyrra í stað þess að eiga nýtt efni, jafngott, handa jiessum hópi hlustenda. Utvarpið hefur því miður misst af strætisvagninum, jægar bamaefni og unglinga er annars vegar - en alltaf má nú reyna að hlaupa vagninn uppi. Hvemig væri til dæmis að fá hóp ungra og efnilegra rithöfunda, hljómlistar- manna og Ieikara tíl að slá í púkk og búa til efni fyrir þessa hlustendur sérstak- lega? Slíka hópa mætti ráða til ákveð- inna verkefna eða tiltekinn tíma í senn og fá síðan nýja í tuskið. 26 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.