Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 27
Framhald af bls. 28. því að slegist verði um varafor- mennskuna á flokksþinginu fara mjög minnkandi, þótt enn sé ekki útilokað að til mótframboðs komi. Og þar eð hverfandi líkur eru jafn- framt á því að Kjartan Jóhanns- son fái mótframboð í formennsk- una virðist stefna í að engin endur- nýjun verði í aðalforystu Alþýðu- flokksins í ár, þótt margir flokks- menn telji brýna nauðsyn á að hleypa nýju blóði í hana... A ^^^■dturámóti stefnir 1 slag hja Alþýðuflokknum um ýmis neðri embætti, eins og ritarastöðuna, sem Karl Steinar Guðnason alþing- ismaður hefur gegnt og mun vilja gegna áfram. Og talið er líklegt að þau Geir Gunnlaugsson, núver- andi gjaldkeri, og Kristín Gud- mundsdóttir, núverandi fram- kvæmdastjóri flokksins, takist á um stöðu formanns framkvæmda- stjórnar nú þegar Bjarni P. Magn- ússon hættir.. . Þ ví má bæta við að athygli hefur vakið hjá lesendum Alþýðu- blaðsins undanfarið aö leiðarar þess hafa verið ómerktir. HP getur upp- lýst að höfundur þeifa er sjálfur Kjartan Jóhannsson formaður en ekki er vitað hvers vegna hann kýs að merkja sér þá ekki. . . Þ að mun hafa komið ráðherr- um Sjálfstædisflokksins töluvert á óvart hve framsóknarmenn voru spakir þegar efnahagsráðstafanirn- ar, sem kynntar voru í vikunni, voru til umræðu. Astæðan mun vera sú að það hafði frést að sjálf- stæðismenn væru tilbúnir að láta sverfa til stáls í stjórnarsamstarfinu og efna þá til kosninga í haust. Framsóknarmenn töldu hins vegar að slíkt gæti orðið þeim dýrkeypt og kusu að samþykkja tillögur sjálf- stæðismanna nánast óbreyttar. Segja fróðir menn að þetta verði til þess að lengja líf ríkisstjórnarinnar eitthvað, en margir eru þó þeirrar skoðunar að hugsanlega verði af stjórnarslitum í haust, a.m.k. ef harðvítug átök verða á vinnumark- aðinum. Munu sjálfstæðismenn vera að búa sig undir slíkt og er þeg- ar starfandi nefnd manna sem setja á saman kosningastefnuskrá flokks- ins.. . Þ ___ að er mikill völlur á íslensl um fjölmiðlum í dag — Ríkisú varpid og Morgunblaðið byggj stórhýsi í nýja miðbænum. Da) blaðið og Vísir hefur vart loki byggingunni í Pverholtinu þeg; það sækir um lóð undir bygging 7000 fm stórhýsis undir sig, Urval og Vikuna. Saga film lætur ekl sitt eftir liggja, sótti um lóð und stórhýsi við Lágmúla og Frjáh framtak, fyrirtæki sem var hausnum að því er sagt var, sótti ui lóð fyrir neðan Sjómannaskólann borgarráðsfundi í lok júlí. Rök fo ráðamanna þessara miðla fyr lóðaumsóknunum eru á þá leið að fyrirtækin þenjist stöðugt út. Var einhver að segja að íslenskir fjöl- miðlar ættu fjárhagslega undir högg að sækja...? Í^F járhagur Rafmagnsveitu Reykjavíkur stendur illa um þess- ar mundir. Á síðasta stjórnarfundi hennar var samþykkt að leita eftir 20 milljóna króna láni til styrktar erfiðri greiðslustöðu veitunnar. Það kom nokkuð á óvart því Rafmagns- veitan hefur fengið miklar verð- hækkanir síðustu misseri. — Finnst mönnum þetta því stinga nokkuð í stúf við yfirlýsingar stjórnvalda um að hætta erlendum lántökum.. . R HT^.auði kross íslands tii- kynnti á síðasta aðalfundi sínum að eitthvað yrði að gera til að auka húsakost sjúkrahótels síns. Það væri orðið of lítið. Samkvæmt heimildum HP hefur Rauði krossinn því nú sótt um lóð til Reykjavíkur- borgar undir stórt, nýtt hótel. Þegar á allt er litið eru sennilega ekki mikl- ar horfur á að byggingafram- kvæmdir dragist saman á næst- unni. . . íþróttahúsinu Ásgarði í Garðabæ í síðustu viku og flutti þar sitt venju- lega skemmtiprógramm við góðar undirtektir. Þegar leið að lokum samkomunnar flutti Ómar Ragn- arsson atriði sem mun hafa verið sérsmíðað vegna Garðbæinga og var það einkum helgað Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra sem búsettur er í Garðabæ. Ómar sendi Steingrími nokkur skot og fjallaði einkum um grautargerð á heimili hans og kallaði hann „graut- arhaus". Virtist þessi þáttur ekki falla Garðbæingum í geð og sló dauðaþögn á mannskapinn og ekki var einu sinni klappað fyrir Ómari í lokin. Var afskaplega dauf stemning á samkomunni eftir þetta... || ■ ið nýja forlag Jóhanns Páls Valdimarssonar, sem hann stofnar nú þegar leiðir skilur með honum og lðunni, er komið á góðan rekspöl. Flutt verður inn í rúmgóð húsakynni um næstu mánaðamót og er undirbúningur í fullum gangi fyrir útgáfu. Nú liggur fyrir að nokkir bókatitlar koma út hjá hinu nýja forlagi strax fyrir þessi jól og mörg járn í eldinum fyrir það næsta. I bókaheiminum, þar sem mikla mannabreytingar hafa orðið á skömmum tíma hjá stærstu forlög- unum, er fylgst grannt með því hvað gerist hjá nýjasta keppinautn- um, sem nú hefur hlotið nafn og heitir auðvitað Forlagið... LAUSNÁ SPILAÞRAUT Lausn: Suður spilar spaða. Kasti vest- ur laufi, tekur norður á ásinn og spilar laufi. Suður fær tvo hjarta- slagi og spilar síðan austur inn, sem þá þvingast til að gefa suður tvo tígulslagi. Vestur kastar hjarta. A. Lauf, suður kastar spaða. Ef vestur tekur á bæði laufin. Austur lendir í kastþröng þegar hjarta er spilað. Einnig getur suður tekið sína hjartaslagi og sett austur inn með því að spila tfgulás og ní- unni. B. Tígull. Suður fær tvo tígul- slagi og alveg sama hvað vestur gerir, þá getur suður sett hann inn á hjarta og fengið tvo slagi þar. C. Spaði. Norður færslaginn og lætur lauf. Vestur er inni, en verður að gefa suður tvo slagi á hjarta og spaðaásinn. OPIÐ_____________ Kl. 11 -22 virkadaga Kl. 10-22 laugardaga Kl. 14-22 sunnudaga VÍDEÓSPÓLAN Höfðatún 10 Sími21590 Holtsgata 1 Sími16969 AUSTURSXRÆTl 7 H/DSKVPTX í hjarta borgarinnar, Austurstræti 7, eru aðalstöðvar eriendra viðskipta Búnaðarbankans. Þar, og í útibúum um allt land, veitir bankinn alia gjaldeyrisþjónustu við ferðamenn, útflytjendur og innflytjendur. V/5A greiðslukort. HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.