Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 28

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 28
gerð þjáist ekki síst vegna olíu- kostnaðar sem er orðinn henni óbærilegur. Það er opinbert leynd- armál, se'm Helgarpósturinn flettir hér með ofan af, að a.m.k. eitt ís- ienskt útgerðarfyrirtæki hefur brugðist við þessum vanda með ákveðnum hætti. Það er Síldar- vinnslan í Neskaupstað. Hún hefur haft sérstakt flutningaskip í ferðum með ísfisk á markað í Bret- landi. Þegar þar er búið að skipa upp hefur skipið verið fyllt af olíu sem keypt er á 40% lægra verði en hér fæst. Svo er siglt heim og dælt yfir í togara útgerðarinnar úti á mið- unum. Þetta mun reyndar vera lög- brot, enda ríkið með einkaleyfi á olíufiutningi, en neyðin kennir naktri konu. . . Mikill áhugi mun nú vera meðal útgerðarmanna al- mennt fyrir því að taka á leigu stórt tankskip, fylla það af olíu á bresku verði og veita svo yfir í togarana rétt við 12 mílna mörkin... || ■ ■ ljómsveitin Mezzoforte er þegar orðin að þjóðarstolti okkar Islendingaog fylgjast landsmennná- ið með frægðarferli þeirra félaga er- lendis. Samheldni hefur verið mikil innan hljómsveitarinnar sem ekki er léttvægt þegar um jafn harðsnú- inn bransa er að ræða og alþjóðleg- an músíkmarkað. Nú hafa þau tíma- mót orðið að einn af liðsmönnum Mezzoforte er hættur og kominn heim til íslands. Það er Kristinn Svavarsson saxófónleikari. Ástæðurnar eru þó síður en svo þær að hljómsveitin sé að gliðna eða vel- gengnin fyrir bí, heldur fyrst og fremst persónulegar, enda krefj- andi fyrir fjölskyldufólk að vera langdvölum á ferð og flugi um álf- urnar. Ekki er HP kunnugt um hver verður eftirmaður Kristins í Mezzo- forte, en í gær hófust einmitt upp- tökur á nýrri plötu hljómsveitar- innar í studíói fyrir utan London. Á henni verður væntanlega minna um blásturshljóðfæri en áður. . . liaxveiðivertíðin virðist ætla að verða með eindæmum léleg í sumar. Er nánast sama hvar er á landinu — veiðin er allsstaðar dræm og hefur það orðið til þess að meira framboð er nú á veiðileyfum en oftast áður. Menn sem voru fullir bjartsýni s.l. vetur og keyptu sér mörg leyfi eru nú að reyna að selja þau. Talið er líklegt að úr ásókn út- lendinga í veiði hér á íslandi dragi verulega næsta sumar og kann svo að fara að leigutakar eigi þá erfitt með að korna leyfunum út, a.m.k. á því verði sem boðið er. Ekki eru þó allir svartsýnir, svo sem sjá má af leigu Vatnsdalsár, en hún var leigð fyrir skömmu Brynjólfi Markús- syni rafverktaka fyrir hvorki meira né minna en 6,5 milljónir króna. Bauð Brynjólfur einni milljón króna meira en Lýður Björnsson og Heklubræður sem verið hafa leigutakar undanfarin ár. Sagt er að þegar í ljós kom að Brynjólfur var með hæsta tilboðið hafi Lýður og Heklubræður viljað ganga inn í það og leit um tíma út fyrir að það yrði niðurstaðan. Ljóst er, með tilliti til þessarar tölu, að veiðileyfin í Vatns- dalsá verða ekki gefin næsta sumar og verða örugglega illseljanleg ís- lendingum. Heyrst hefur að Arni Gestsson í Glóbusi standi á bak við Brynjólf og hafi hann útlendinga „uppi í erminni" sem selja á leyf- in... v iðskiptabankarnir hafa nú lokað á öll útlán. Samkvæmt heim- ildum HP gildir þessi stöðvun þar til Seðlabankinn hefur ákveðið hvernig fylgja skuli eftir þeim ákvörðunumsem felast í efnahags- ráðstöfunum ríkisstjórnarinnar og hvort bindiskyldan verði aukin... S , _. þýðuflokksins breytist ört eftir því sem nær dregur margumræddu flokksþingi í haust. Til skamms tíma var talið öruggt að skipt yrði um varaformann flokksins, því Magn- ús H. Magnússon hafði tilkynnt að hann hygðist draga sig í hlé. Nú hef- ur Helgarpósturinn góðar heimildir fyrir því að Magnús sé hættur við að hætta. Af því leiðir að líkurnar fyrir Framhald á bls. 27. Hverfisgata 56 — Sími 23700. Opiðfró kl. 12-23 virka daga og 14—23 laugardaga og sunnudaga. Nóatún 17 — Sími 23670. Opiðfrá kl. 15-23 virka daga og 14—23 laugardaga og sunnudaga. Júmbó-ís Fellagörðum — Sími 77130. Opið frá kl. 9—23.30 alla daga. Akureyri — Gierárgötu - Sími 26088. Opið frá kl. 9—23.30 alla daga. Ath. að heimilt er að skila spólum á öllum stöðum á höfuðborgarsvæði Munið afsláttarkortin. Nýtt efni daglega. íslenskur texti. FYRIR MYNDBANDALEIGUR Sölusími 26858 — Opið frá kl. 9—18 — Hverfisgötu 50, 3. hæð. ALLAR STORU DITLAPLOTURNAR 14 stk. í einum kassa Önnur söfn: Jimi Hendrix 13 Eric Clapton 13 Creom 7 Bee Gees 17 Rolling Stones 12 Mjög góðir greiðsluskilmálar Upplýsingor í símo 687545 Kvöld- og helgarsími 72965 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.