Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 3
Taldi það eigingirni að allt híbýlaskrautið væri innanhúss og fáum til gleði: VEGGFÓÐRAÐI OG MYNDSKREYTTI ÚTVEGGINA! — Slunkaríki sunnan við álverið var reist honum Sóloni ísfirðingi til heiðurs Slunkaríki???, — hvað í veröld- inni er það? Jú, það er dálítill kofi, sem stendur ofcin i gíg nokkrum í hrauninu skammt fyrir sunnan ál- verið í Straumsvík. Og saga þessa kofa er alveg einstök. Þannig var mál með vexti að ís- firðingur nokkur, Sólon í Slunkaríki í Króknum á ísafirði, kom fram með þá kenningu að það væri ekki ann- að en sjálfselska að allt skraut heimilanna sneri inn á við þannig að aðeins fáir gætu notið. Og hann gerði meira, þvi hann lét veggfóðra hús sitt að utan, hengdi þar myndir og skreytti eins og flestir aðrir gera innan dyra!! Þegar Sólon var allur, það mun hafa verið á 3. áratug aldarinnar, — þá kom einhver vinur hans til skjal- anna hér syðra. Hann reisti hús samkvæmt kenningum síns sér- vitra vinar suður í Straumsvíkur- landi, Slunkaríki. Þetta furðulega mannvirki var að sjálfsögðu skreytt fagurlega, — að utan, og hefur að sögn Þórunn- ar Þórðardóttur hjá Ferðafélagi ís- lands staðist furðuvel tímans tönn um áratuga skeið. Sérstakar ferðir eru famar til að skoða Slunkaríki. Þann 8. ágúst er kvöldferð þangað og um næsta ná- grenni, sem hefur upp á margt óvænt að bjóða. Mannvirkið í Svartsengi og hluti Bláa lónsins. HOLLUSTULIND í BLÁA LÓNINU Á Krísuvíkurhringnum er grá- upplagt að doka við í Svartsengi. Þcir er að sjá orkubúskap þeirra Suðumesjamanna, sem afsönnuðu allar hrakspár um gufubúskap, sem fylgdu í kjölfar Kröfluævintýr- isins. Þeir náðu þeim varma, sem ætlast var til, en auk þess fram- leiða þeir ósköpin öll af rafmagni í tiHegg. En þeima er e.t.v. ekki síður at- hyglisvert fyrir ferðafólkið að skoða baðaðstöðuna í Bláa Lón- inu. Félag psoriasissjúklinga kom upp aðstöðu til búningsskipta á staðnum, en öllum er frjálst að nota hana að okkur skilst, enda gangi menn þá prúðmannlega um staðinn, en því miður hafa ein- hverjir „gesta“ ekki séð ástæðu til þess. Nú er hinsvegar risið lítið hótel og veitingahús á staðnum.Bláa Lónið heitir það, og þaðan er fylgst með mannaferðum. I hótelinu þyk- ir gott að dvelja og veitingar eru með allra besta móti. Baðvatnið í lóninu, sem mynd- ast af útfalli frá virkjuninni er þægi- lega volgt, en á botninum er kísil- leðja, sem flestum þykir afskaplega þægilegt að maka utan á sig. Margir em þeir sem stunda lón- ið reglulega og telja það ótvírætt til heilsubótar. Ef svo er, þá er það enn eitt tillegg Svartsengisvirkjun- ar til betra mannlífs, og það ekki lítið. NESTI TÁLKNAFIRÐI Gisting í i og 2ja manna herbergjum. Sundlaug og heitur pottur í nágrenninu. Grillréttir og heitur matur frá 9—23:30. Ol, tóbak og sælgæti. Alls konar vörur í ferðanestið gasfyllingar á prímusa. HELGARPÓSTURINN 3

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.