Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 6
BENSÍN- OG OLÍUSTÖÐ SALA Á BENSÍNI OG OLÍUM, ALLSKONAR ! Shell FERÐAVÖRUR, ÖL, SÆLGÆTI, ÍS, HEITAR PYLSUR OG FL. (tsso) m FERÐAMENN! víö Aöalgötu Stykkishólmi VERIÐ S. 93-3254 og 93-8286 VELKOMNIR! DÝRASTA NES LANDSINS Þessi loftmynd sýnir tekjuhæsta nes landsins, samanber nýfram- lagðar skattskrár, — Arnamesið í Garðabæ. Bakatil á myndinni sér í hluta af Kópavogi. Þarna búa í dag 60-70 f jölskyldur í stórum einbýlishúsum sem ferða- menn skoða gjarnan að utan. Nes- ið hefur verið í byggingu í tvo ára- tugi eða meira og gengið hægt að fylla upp í eyðurnar. Enn ganga lóðir þcuma kaupum og sölum, verðið er þó sagt lægra en Stiga- hlíðarverðið fræga. Það fer vart á milli mála að í upphafi gætti þcima nokkurs snobbisma, en íslenskt þjóðfélag er óútreiknanlegt, og fyrr en varði fóm að setjast þarna að fjölskyldur úr ýmsum iðngreinum, sem reistu hús sín af dugnaði og áræði, enda þótt lóðarskikinn væri e.t.v. í dýr- ara lagi. Arnarnesið er annars bara angi eða úthverfi Garðabæjar, þess unga kaupstaðar, sem stöðugt stækkar og þykir um margt fyrir- myndarbær. Garðabær stendur á mjög fögrum stað, mjór bær, allt frá Arnarvogi austur að Vífilsstöð- um. Hraunið er skemmtileg göngu- leið, t.d. upp í Heiðmörk. Hinn nýi miðbær Kópavogs. Kópavogur STORBROTNAR HUGMYNDIR UM FRAMTlÐ BÆJARINS 6 HELGARPÓSTURINN Kópavogur byggðist upp vegna lóðaskorts í Reykjavík. Trúlega var uppbyggingin álltof hröð á ámnum frá 1950 til 1960, — bærinn ber þess enn merki og á við ýmis vandamál að stríða. En Kópavogur hefur þroskast með ámnum og þar er margt gert til að gera bæinn meira aðlaðandi fyrir íbúana og gesti í bænum. Með miðbæjarframkvæmdun- um hefur tekist að búa til fastan kjama í bæinn, talsvert líflegan viðskiptakjarna. Uppi á svokölluðum Víghól er hringsjá og útsýn hin fegursta yfir bæinn og langt út fyrir hann. Nátt- úmfræðistofa var opnuð í vetur að Digranesvegi 12 og er þar margt að skoða fyrir unnendur náttúm- fræða, m.a. er þar stærsta skelja- og kuðungasafn landsins. Einhver mesta sorgarsaga þessa lands er bundin við þingstaðinn í Kópavogi. Þar urðu íslendingar að afsala sér sjálfstæði sínu í hendur Danakonungi 1662. Kópavogsbær er ólíkur flestum öðmm bæjum landsins að því leyti að þar er enga útgerð að finna, né heldur fiskverkun að neinu ráði. Iðnaður og verslun byggjast hratt upp í bænum, sem er annar stærsti bær landsins eftir Reykja- vík. Hugmyndir em uppi um fram- tíðarstækkun Kópavogs, þegar til- búnar em lóðir í Fífuhvammi og Suðurhlíð. Þá mun íbúum Kópa- vogs fjölga um 20-25 þúsund manns í það minnsta. í dag búa um 15 þúsund manns í bænum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.