Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 02.08.1984, Blaðsíða 17
Þessi kirkja er í Selárdal ásamt ýmsum makalausum listaverkum. Vestfirðir: HRINGVEGURINN ER STÓRBROTIN FERÐAMANNALEIÐ Fuglalíf vestra. Besta aðferðin við að skoða Vestfirði er að aka hringveginn, sem þar hefur skapast. Þetta þýðir að ekið er upp frá Þorskafirði upp samnefnda heiði niður í Djúp við Reykjanes og þræða síðan firðina til Isafjarðar. Þaðan liggur svo leið- - in um firðina um þéttbýlisstaðina yfir heiðarnar og niður á Barða- strönd, síðan ekið um hina krók- óttu og torsóttu vegi fyrir fjöllin, falleg ökuleið í góðu veðri. Víða á leiðinni má skjóta upp tjaldi við fcillegcúi læk, fara í göngu- ferðir. Hér í þessum landshluta er fátt um dýrindis hótel og veitinga- hús, en þeim mun meira af ómeng- aðri náttúrufegurð. Ekki svo að skilja að Vestfirðing- ar geti ekki skotið skjólshúsi yfir gesti sína. Því fer viðs fjarri, því ein fimm ágæt hótel eru á Vestfjörð- um: á ísafirði, Patreksfirði, í Flóka- lundi, Bjarkarlundi og á Hólmavík. Gistiaðstaða er líka fyrir hendi á Bæ í Reykhólasveit, í Breiðuvík, Núpi við Dýrafjörð, Reykjanesi við ísafjarðardjiip og að Laugarhóli í Bjarnéirfirði á Ströndum. Vegna þess hversu víðáttu- miklir og strjálbýlir Vestfirðimir eru er nauðsynlegt að ferðamaður- inn sé vel útbúinn á allan hátt. Vegalengdir eru miklar og yfir mörg fjöll að fara. En hér er gott að njóta hvíldar, það geta margir bor- ið um, sem losað hafa sig við streit- una í vel heppnuðu sumæleyfi vestra. Vestfirsku smábæirnir em sér- lega vinctlegir, fólk afar notalegt við ókunnuga, hjálplegt og greiðvikið. Auk samgangna á eigin bíl em fjölmargar leiðir aðrar. Við bend- um á Vestfjarðaleið, sem hefur vana leiðsögumenn í bílum sínum, - og býður upp á Vestf jarðahring, þar sem menn geta farið af rútu- bílnum þar sem þeir vilja og tekið hann aftur daginn eftir. Amcirflug flýgur á marga staði á Vestfjörðum og Flugleiðir em daglega á ferð- inni. Þá bjóða ferðafélögin upp á ferðir um Vestfjarðakjálkann. Úr nógu er að velja. Við Mjólkárvirkjun: VEIKIN /fGUÐMUNDUR í UNDRALANDI Á ferð um Vestfirðina í fyrra- haust kom blaðamaður að Fjall- fossum, sem gamlir og grónir Vest- firðingar vilja nefna svo, - í fleir- tölu, sem er ekki nema eðlilegt, því fossarnir em þrír, og afar fagrir. Að lokinni skoðuncirferðinnni og eftir að hafa hitt Hákon bónda, sem frægur er orðinn af Stiklum Ómars Ragnarssonar í sjónvarpinu nú ný- lega, var haldið heim að Mjólkár- virkjun. Þar var vel tekið á móti gestun- um af hressum og fjömgum vél- stjómm virkjunarinnar, sem er líf- æðin fyrir landshlutann. Eftir að hcifa skoðað hin snyrti- legu virkjunarmcmnvirki var boðið í sviðaveislu heima hjá Guðmundi Hagcdínssyni. Og þá var hann ekki seinn að grípa gítarinn sinn og kyrja eigin texta við lagið Fatlafól: Aðfangadagskvöld við Mjólkárvirkjun; við látum myndina flakka, enda þótt hún sé ekki beinlínis sumarmynd. í Mjólká ýmisiegt hefur gerst, gengið hefur þar eiturpest. Og Undralcind staðurinn nefnist af þeim sem þekkja. Vísindin telj’ana viðundur, en veikin hún nefnist því Guðmundur í Undraland þykir mönnum alltcif gott í kaffið að koma. „Veikirí’ Guðmundur þarfnast skýringar. Jú, þama em saman- komnir Guðmundar þrír, söfnuð- ust þarna saman fyrir tilviljun, en höfðu áður verið skólabræður í Vélskólanum. Þeir em Guðmundur Þór Kristjánsson, Guðmundur Grétar Kristinsson stöðvarstjóri og Guðmundur Hagalínsson, allir með fjölskyldur á staðnum og samtals 9 börn, elst 8 ára og það yngsta á öðm ári. SNAKKBARINN VAGNINN Hamborgarar franskar kartöflur sælgæti o.fl. LÍTIÐ VIÐ. .. VAGNINN Flateyri HÚSAFEU Við bjóðum ykkur velkomin um verslunarmannahelgina sem endranær. Sundlaug og þjónustumiðstöð sjá um að ykkur líði vel. CAR-CREMTflL SERVICE Nýbýlavegur 32 200 Kópavogur Tel: 45477 S.H. Bílaleigan býður upp á ein hagkvæmustu kjör sem bjóðast í dag. Sækjum og sendum. HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.