Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 7
Maourinn sem skorar lan Rush, framherjinn ungi í Liverpool, er einhver mesti markaskorari sem sögur fara af í ensku knattspyrnunni. Flestir boltar verða að marki í fótunum á honum. Hann getur ekkert að því gert Fyrir rúmum fjórum árum keypti knattspyrnufélag- iö Liverpool 18 ára knattspyrnumann frá 3. deildar fé- laginu Chester fyrir 300.000 pund. Liverpool hafði fengið augastað á pilti vegna óvenjulegra markaskor- unarhæfileika sem hann virtist hafa. Þessi piltur hét Ian Rush. Hann hefur verið að skora mörk fyrir Liver- pool síðan. Hann er knattspyrnumaður sem öll félög dreymir um að hafa innan sinna raða. Áður en síðasta keppnistímabil í Englandi hófst, hafði hann skorað 66 mörk í 98 leikjum fyrir félagið, eða tvö mörk í hverjum þremur leikjum. I fyrra skor- aði hann svo 32 mörk í 1. deild fyrir Liverpool og bætti þar með 20 ára gamalt met Roger Hunt sem skoraði 30 mörk í 1. deild 1965—66. Ian Rush hlaut gullskó Adidas 1984 fyrir þennan árangur, en gullskóinn hlýt- ur sá leikmaður sem skorar flest mörk í deildarkeppni í Evrópu hvert ár. - honn fæddist svona Ian Rush var valinn knattspyrnumaður ársins í ár í Englandi, bæði af félögum sínum á vellinum og blaða- mönnum. Hann átti ekki svo lítinn þátt í sigrum Liver- pool á síðasta keppnistímabili, en þá vann liðið fyrstu deildar keppnina, Mjólkurbikarinn og Evrópukeppni meistaraliða. Ian Rush var yfirvegaður og látlaus þegar hann svaraði spurningum Helgarpóstsins á miðvikudags- kvöldið var. Hann var þá í Bern í Sviss með félögum sínum, þreyttur eftir leik fyrr um kvöldið. Þó ekki þreyttari en svo að hann var að flýta sér út í bæ með félögum sínum að fagna sigri, þó klukkan væri að ganga tvö. Liverpool hefur verið á keppnisferðalagi um meginland Evrópu alla síðustu viku. Félagið kem- ur hingað á laugardaginn og leikur vináttuleik við KR. á Laugardalsvelli á sunnudaginn. — Hvernig hefur Liverpool gengið í sumar? „Okkur hefur gengið mjög vel, síðustu dagana að minnsta kosti. Við höfum spilað þrjá leiki í þess- ari ferð og unnið þá alla, þannig að okkur gengur vel. Við lékum gegn Dortmund og unnum 1—0, unnum lið í Belgíu, unnum leikinn í kvöld, miðvikudag, gegn sviss- nesku liði og svo spilum við við Zurich á föstudaginn." — Þekkir þú til íslensku leik- mannanna sem spila með meg- inlandsliðunum? „Já, ég kannast við þá og finnst þeir mjög góðir, það sem ég hef séð til þeirra. Ég kannast vel við Ásgeir Sigurvinsson, en ég hef ekki spilað á móti honum." Fæddur markðskorari — Þaö er gjarnan talað um að þú hafir meðfæddan hæfileika til að skora mörk. Er þessi hæfileiki meðfæddur eða er Sjá næstu síðu

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.