Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 8
þetta eitthvað sem þú hefur þjálfað upp hjá sjálfum þér á ferlinum?? „Nei, þetta er ekki neitt sem maður þjálfar upp sérstaklega. Þetta hefur komið af sjálfu sér. Ég býst við að ég sé svona frá náttúr- unnar hendi. Það er ekki hægt að æfa sig upp í markaskorun. Maður þjálfar auðvitað líkamann og spretthlauparahæfileikana hjá sér, en hitt gerist sjálfkrafa: maður röltir á góðan stað og boltinn lend- ir svo bara við fætur manns." — Það er eftirtektarvert hjá þér sem framlínuleikmanni að þú reynir ekki oft að skalla boltann að markinu, þú virðist frekar vilja hlaupa með hann í gott færi þegar þú færð sendingu...? „Já, ég vil frekar hlaupa með knöttinn í færi vegna þess að ég er leiknari í fótunum heldur en ég er í því að skalla boltann. Liðið veit þetta og skilur það. Þú sérð til dæmis að Dalglish leggur boltann alltaf fram fyrir fæturna á mér, vegna þess að hann veit að ég er sterkari þar en í loftinu." — Frá hverjum færðu bolt- ann oftast nú orðið? Spiiið þið Kenny Dalglish ennþá jafn þétt 1 saman í framlínunni? „Nei, við Paul Walsh höfum ver- ið sóknardúettinn núna og ég býst við að það verði hann sem kemur til með að leika með mér upp við markið. Kenny Dalglish hefur dregið sig aðeins til baka úr fram- línunni.“ Hinn gagnkvæmi skilningur — Hvernig er að leika með Walsh, var gott aö fá hann í Liv- erpool-liðið? „Hann er mjög góður leikmað- ur. Hann er ekki ólíkur Dalglish og eftir nokkra leiki í viðbót held ég að við verðum búnir að ná mjög vel saman, ná þessum nauðsyn- lega gagnkvæma skilningi." — Hvernig fannst þér að missa Graeme Souness úr lið- inu til Ítalíu? „Það voru mikil vonbrigði að missa Souness, því mér finnst hann vera besti knattspyrnuleik- maður Evrópu. Við söknuðum hans en ég býst við að einhver verði fenginn í hans stað og að við verðum jafn góðir eftir sem áður.“ — Hafa ekki ítölsk félög ver- ið að bjóða í þig líka? „Jú, ég hef fengið fjölda tilboða. Það síðasta var frá Napolí (sem síðan keypti Maradona). Napolí bauð mér stórfé og ég vildi fara en formaður Liverpool (J.W. Smith) vildi ekki sieppa mér. Ákvörðun hans stóð, ég gat engu ráðið um þetta." — Eru þad peningarnir sem hér skipta mestu máli? „Já, ég mundi helst ekki vilja fara frá Liverpool, því þeir eru besta knattspyrnulið í Evrópu. ítalski fótboltinn freistar mín að vissu marki, en ef ég fengi nóga peninga — og peningarnir eru vissulega fyrir hendi þarna — þá færi ég þeirra vegna og af engum öðrum ástæðum." — Heldurðu þá að þú verðir á förum frá Liverpool eftir tvö eöa þrjú ár, kannski? „Ja, ég verð að bíða og sjá hvernig málin þróast. Ég mundi vilja vera hjá Liverpool ef félagið borgaði mér sæmilega vel en ef eitthvert félag á meginlandinu byði mér stórfé, þá myndi ég sennilega vilja færa mig um set.“ iandsli5 Stóra-Bretlðnds — Þú hefur verið fastur mað- ur í landsliði Wales. Hvers vegna hefur þessu landsliði vegnað svona illa? Nú hafið þið innanborðs fjöldann allan af frábærum leikmönnum? „Það er bara vegna þess að við höfum ekki náð almennilega sam- an ennþá. Við höfum ekki verið eins og Liverpool-liðið, spilum „Það voru mikil vonbrigði að missa Souness, mér „Dalglish leggur alltaf boltann fyrir fæturna á mér." Dagar þessa fraega sóknardúetts virðast taldir með kaup- finnst hann vera besti knattspyrnumaður Evrópu." um Liverpool á Paul Walsh. „Það er ekki hægt að æfa sig í markaskorun." Rush skorar hér hjá sínum gamla félaga, Ray Clemence, sem er allt annað en ánægður. „Við Paul Walsh höfum verið sóknar- dúettinn núna." Hér er Paul við kom- una til Anfield. ekki næstum því jafn marga leiki saman. En með meiri samæfingu ættum við að geta orðið mjög gott lið, og þjálfarinn okkar vinnur nú að þessu.“ — Hvernig líst þér á hug- myndina um að hafa aðeins eitt landslið Breta — landsiið Stóra-Bretlands? „Ef Stóra-Bretland legði saman í eitt landslið, þá held ég að það gæti unnið heimsmeistarakeppn- ina í hvert skipti sem það tæki þátt í henni. Þetta yrði stórkostlegt lið lan Rush með fimm bolta sem hann hefur fengið fyrir að skora þrennu í leik. því við erum með bestu leikmenn í heimi." — Þannig að þú ert hrifinn í»f hugmyndinni? „Já, ég er hrifinn af hugmynd- inni, en ég held samt að hún sé ekki framkvæmanleg eins og er. Svo finnst mér líka bara svo gam- an að leika með Wales, að ég gæti ekki hugsað mér að leika með öðru landsliði." — Nú fer fyrstu deildar keppnin að byrja. Hvaða lið heldurðu að verði í toppbarátt- unni í ár? „Ég á von á að Liverpool verði þar og ég held að Manchester Un- ited eigi eftir að veita okkur harða keppni. Svo býst ég við að Arsenal blandi sér í toppbaráttuna og lík- lega Tottenham líka. Þessi fjögur lið eru þau einu í deildinni núna sem eru verulega góð.“ Velgengnin — Heldurðu að Liverpool gangi jafn vel í ár og á siðasta leiktímabili? „Já, ég held að okkur ætti að geta gengið jafn vel, en þetta er erfitt, við höfum unnið svo marga leiki að undanförnu og fólk reikn- ar með því að við sigrum. Ég held samt að við eigum góða mögu- leika á að sigra í fyrstu deildinni í ár.“ — Hvaða áhrif hafa fram- kvæmdastjóraskiptin hjá fé- 'laginu í vor haft á leik Iiðsins? Leggur Joe Fagan áherslu á aðra hiuti en Bob Paisley gerði? „Nei, þetta hefur ekki breytt neinu í leiknum hjá okkur, við spilum alveg eins og við höfum gert.“ — Núna hefur þú leikið meö Liverpool í rúm fjögur ár. Hverja telur þú vera ástæðuna fyrir velgengni liðsins á und- anförnum árum? „Velgengnin er leikmönnunum að þakka og framkvæmdastjórn- inni og samvinnunni milli þessara aðila. Þetta er ein liðsheild sem vinnur vel saman. Þess vegna leggja leikmennirnir hart að sér; þeir vilja gera sitt besta og fram- kvæmdastjórinn hjálpar þeim við að gera það. Þeir æfa vel á hverj- um degi og eru að gera réttu hlutina." — Er þá enginn galdur á bak- við sigurgönguna? „Nei, eiginlega ekki.“ — Staða þín hjá Liverpool hlýtur að skapa mikinn þrýst- ing á þig persónulega. Hvernig gengur þér að standa undir honum? „Það er vissulega mikill þrýst- ingur á mér sem leikmanni en hann hefur ekki áhrif á mig per- sónulega. Ég veit að ég get gert vel og ég trúi á sjálfan mig. Maður á að hafa trú á sjálfum sér og eigin getu. Þá verður þetta ekkert vandamál." — Ertu fjölskyldumaður? „Ég er trúlofaður, en ekki giftur ennþá.“ Til sigurs - með einu marki — Hvernig finnst þér að leika gegn áhugamannaliðum, sem leika kannski mun lakari knattspyrnu en þið? „Ég geng til leiks með sama hugarfarinu, hvort sem við eigum í höggi við áhugamenn eða at- vinnumenn. Maður leikur einfald- lega til sigurs og lagar sig eins vel að aðstæðum og hægt er hverju sinni. Ef ætlunin er að sigra allan heiminn verður maður alltaf að gera sitt besta." — Eruð þið ekkert hræddir um meiðsii? „Nei, nei.“ — Þannig að Liverpool sýnir allar sínar bestu hliðar I Reykjavík á sunnudaginn? „Vonandi gerum við það. Við ætlum ekkert að draga af okkur. Við komum til þess að sigra.“ — Fáum við að sjá þig skora mark gegn KR? „Ég er að vona það. Ef ég verð með og heppnin verður með mér þá ætti að verða hægt að sjá mig skora, já.“ — Lokaspurning. Hvernig fer leikurinn? „Ég veit það ekki, því ég veit ekki hvað Reykjavíkurliðið er gott, en við ætlum að sýna góðan leik og þá náum við kannski að merja sigur með einu marki eða svo.“ 8 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.