Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 9
gætt meðal lögreglumanna í Reykjavík með ráðningu Arnórs Sigurjónsson í stöðu aðstoðaryfir- lögregluþjóns á síðastliðnu ári að því er heimildir HP herma. Hann var ráðinn í stöðu sem ekki var vit- að að leyfi væri fyrir hjá ríkisvald- inu og kom þessi ráðning því flatt upp á menn. Að auki hafði staðan ekki verið auglýst til umsóknar. Arnór er menntaður frá norskum herskóla og þykja lögreglumönnum ýmsar tiltektir hans heldur her- mennskulegar. Þegar Schliiter for- sætisráðherra Dana var hér á landi fyrir rúmum mánuði stjórnaði Arn- ór heiðursverði við landgang flug- vélar þeirrar er flutti forsætisráðherrann til landsins. Þegar lögreglumennirnir höfðu tekið sér stöðu á vellinum og biðu komu Danans, þótti að- stoðaryfirlögregluþjóninum sem ryk nokkuð væri fallið á skófatnað þeirra lögreglumanna sem heiðursvörðinn skipuðu. Skipti það engum togum, hann kallaði til tvo sumarmenn og lét þá bursta skó lög- reglumannanna. En þá kom babb í bátinn. Fánaberi heiðursvarðarins, hinn landskunni íþróttamaður Þór- ir Þorsteinsson kvaðst ekki þurfa á þessari þjónustu að halda og neit- aði að láta bursta sína skó. Fylgir sögunni að ýmsum eldri lögreglu- mönnum hafi þótt nóg um eftir þetta atvik. Telja þeir að hinn ungi og óreyndi aðstoðaryfirlögreglu- þjónn eigi ýmislegt eftir ólært sér- staklega ef hann heldur að hann geti misboðið lögreglumönnunum, félögum sínum, á þennan hátt, sem þeim þykir. Það veldur líka mönn- um innanhúss hjá lögregluhni í Reykjavík heilabrotum hvernig hægt sé að ráða mann í stöðu sem ekki er til umrætt leyfi fyrir og án undangenginnar auglýsingar um stöðuna. . . || ■ ■ appdrætti Olympíunefnd- arinnar er auglýst grimmt þessa dagana enda reynt að ná upp í þann mikla kostnað sem fylgir því að senda 30 keppendur og 20 farar- stjóra til Los Angeles. Kunnugir segja að aðeins um 40% af nettó- hagnaði happdrættisins muni renna til fararkostnaðar þátttakenda en stærsti hlutinn fara í rekstur og kostnað við sjálft happdrættið. Þá hafa ýmsir hnyklað brýnnar yfir sjónvarpsauglýsingu happdrættis- ins þar sem silfurpeningur Vil- hjálms Einarssonar frá 1956 dinglar í forgrunni, og viija meina að þarna sé smekklaust verið að skila því óbeint til þjóðarinnar að styrkja olympíuhappdrættið og verðlaunapeningavon þjóðarinnar, nefnilega afreksmanninn Einar Vilhjálmsson spjótkastara og son Vilhjálms.. . u ■ ■ úsbyggjendur ræða nú mikið sín á milli um verðálagningu á steypu. Eins og kunnugt er, eru tveir risar á höfuðborgarsvæðinu sem mest umsvif hafa, BM Vailá h/f og Steypustöðin h/f. Greiðslukjörin munu nú vera sú að steypuframleiðendur bjóða upp á 25% afslátt við staðgreiðslu (greiðslufrestur einn mánuður) en 15% afslátt ef greiðslufrestur er lengri. Múrarameistarar frá allt upp í 35% afslátt við steypukaup og heyrst hefur að Steypustöðin h/f bjóði allt að 50% afslátt ef kaupend- ur koma beint upp í verksmiðju og kaupa steypu á staðnum. Rúm- metrinn kostar nú um 2700 krónur (án afsláttar) og velta margir hús- byggjendur því nú fyrir sér hver framleiðslukostnaður steypunnar sé í rauninni og hver hin raunveru- lega álagning, fyrst steypuframleið- endur geti boðið jafn hagstæðan afslátt og raun ber vitni... ■ asteignabransinn stendur víst illa um þessar mundir enda herma heimildir HP að svindl og svínarí blómstri þar nú. Ekki alls fyrir löngu seldi kona nokkur íbúð sína vestur í bæ. Kaupandinn greiddi fyrstu afborgun, flutti inn í íbúðina en komst svo í vanskil gagn- vart seljandanum. Konan tók að krefja hann um afgang kaupverðs íbúðarinnar sem barst henni aldrei. Þrautalendingin varð því sú að fá íbúðina aftur eftir lagalegum leið- um. Kom þá í ljós að sá sem hafði keypt hana reif allt út úr íbúðinni og seldi svo burðarveggir einir, gólf og þak stóðu eftir — íbúðin var sem fokheld væri. Og var sett beint í sölu aftur sem slík. Velta menn því nú fyrir sér hver réttur seljanda sé í slíkum tilvikum því þetta er víst ekki í fyrsta skipti sem svona mál kemur upp í fasteignaviðskipt- um... að halda ótrauðir áfram við bygg- ingu Utvarpshússins nýja við Hvassaleiti hvað sem tautar og raul- ar í ríkisstjórninni, enda Ríkisút- varpið sjálfstæð stofnun, eins og segir í fyrstu grein útvarpslaga. Fimmti áfangi byggingarinnar var nýlega boðinn út, en í honum verð- ur hljóðvarpshluti hússins kláraður og sameiginlegur hluti útvarps og sjónvarps í húsinu gerður tilbúinn undir tréverk. Það vinnur gegn út- varpsmönnum, að byggingarsjóður Ríkisútvarpsins, sem staðið hefur undir öllum framkvæmdum við húsið er að léttast og að framundan er lántaka, sem ríkisstjórn kynni að vilja stöðva. Það sem hins vegar vinnur með Ríkisútvarpinu í þessu dæmi, er að kerfið þrýstir sjálft á um að koma útvarpinu út úr húsi á Skúlagötu 4. Ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegs- ráduneytið, flyst á Skúlagötuna, í náið sambýli við rannsóknastofnan- ir sjávarútvegsins, þegar útvarpið fer þaðan, og eru starfsmenn ráðu- neytisins sagðir farnir að æpa á þennan flutning, enda orðnir lang- þreyttir á miklum þrengslum í nú- verandi húsnæði. Kerfið lætur ekki að sér hæða... VERSLUNARMIÐSTÖÐ VESTURBÆJARINS WELq \ Allar « vörur Jli ^ 4 y á markaðsverði. 2 % \ ren E * VISA RAFTÆKJADEILD II. HÆÐ Raftækl - Rafljós og rafbunaður JL-GRILLIÐ Grillréttir allan daglnn MUNIÐ OKKAR HAGSTÆÐU GREIÐSLUSKILMÁLA Innkaupin eru þægileg hjá okkur Svo geturðu líka slappað af í Kaffiteríunni OPIÐ: mánud.-fimmtud. 9-19 föstud. 9-22 LOKAÐ LAUGARDAGA í SUMAR Jli Jon Loftsson hf Hringbraut 121 Simi 10600 - -) □UQdJ’ JU' JIJUj JÝJ'ÍS jJUDij-niJí hn .......... Innrítun og upplýsingar í síma 25620 kl. 17—19. FRUARLEIKFIMI Þrælgott kerfi. Morgun- dag- og kvöldtímar. ATHUGIÐ Skúlatúni 4. JAZZBALLETT Freestyle — dans fyrir stráka og stelpur. Allir aldurshópar. Afhending skírteina laugardaginn 11. ágúst kl. 14—16. tíkamsþjálfnii Ballettiköla Eddu Scheving SKÚLATÚNI 4 — SÍMAR 25620 og 76350

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.