Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjórar: Árni Þórarinsson og Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Óli Týnes, Ómar Friðriksson og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Útlit: Björn Br. Björnsson. Ljósmyndir: Jim Smarl Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Utgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Steen Johansson Markaðsmal, sölustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson, Sigþór Hákonarson. Innheimta: Jóhanna Hilmarsdóttir Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir. Lausasöluverð kr. 35. Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11. Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Gamla fólkið og kerfið Það mæla víst fáir á móti því að þeir sem nú eru komnir á eftir- launaaldur hafa unnið þessari þjóð mikið gagn. Aldrei hefur þróunin og velmegunin aukist jafn ört og meðan þeir voru í fullu fjöri og unnu hörðum höndum. Það skýtur því dálítið skökku við að þorri þessa fólks skuli nú búa við svo bág kjör að telja verður til fátæktar. í grein í Helgarpóstinum í dag kemur meðal annarsfram að það eru til aldraðir sem eru svo illa settir að þeir hlakka til að verða sjötugir því þá fá þeir heímings afslátt með strætisvögnum. Þetta eru óhuggulegar fréttir. Þegar stjórnmálamenn tala um nauðsyn þess að bæta kjör hinna lægst launuðu þá eiga þeir við þá sem þurfa að draga fram lífið á rúmlega þrettán þúsund krónum á mánuði. Þeir eru ekki að meina gamla fólkið sem þarf að lifa á rúmlega tíu þúsund krónum. En gamla fólkið hefur heldur ekkert verkalýðsfélag. I grein Helgarpóstsins kemur einnig fram að tryggingakerfið er töluvert flókið og það þarf jafn- vel að leita til fjölmargra aðila til að fá rétt sinn. Margt gamalt fólk er ekki í stakk búið til að takast á við þetta kerfi á þessu skeiði lífs- ins. Það er því ástæða til að ótt- ast að fjölmargir aldraðir, sem búa við mestu örbirgð, fái ekki allar þær bætur sem þeir eiga rétt á. Tryggingastofnun gerir það sem í hennar valdi stendur til að koma fróðleik á framfaeri. Það eru gefnir út bæklingar og starfs- fólk stofnunarinnar aðstoðar eftir megni þá sem þangað leita. En það dugar ekki til. Stundum eru flækjurnar svo miklar að gamla fólkið hreinlega treystir sér ekki til að greiða úr þeim og stundum hefur það bara ekki geð í sér til að ganga frá Heródesi til Pílatus- ar til að kría út viðbót sem nemur kannski þúsund krónum á mán- uði. í grein Helgarpóstsins eru upplýsingar um nokkrar helstu uppbætur sem aldraðir geta átt rétt á. Þessar upplýsingar eru ekki endilega settar fram fyrir aldraða sjálfa að lesa. Þær eru alveg eins settar fram fyrir ætt- ingja og vini að gaumgæfa. Kannski þið vilduð líta á þessi mál hjá ykkar nánasta gamal- menni og athuga hvort þið getið hjálpað því um kauphækkun. arfélaga á landinu sem stjórnað er af vinstrimönnum. Oddvitar sam- starfsflokkanna þriggja eru þeir Há- kon Sigurgrímsson frá Framsókn, Guðmundur Oddsson, Alþýðu- flokki og Björn Ólafsson, Alþýðu- bandalagi. Samstarfið hefur gengið þokkalega hingað til en nú þykir bæjarstjórnarmönnum farið að bera fullmikið á persónu Björns og hann bera ægishjálm yfir félaga sína í flokki og samstarfsflokkum. Sýður sérstaklega í mönnum eftir strætisvagnaleiðamálið svonefnda en í sumar samþykkti bæjarstjórn Kópavogs að breyta leiðakerfinu í því skyni að bæta úr taprekstri strætisvagnanna. Var nýtt leiðkerfi samþykkt m.a. af fulltrúa Alþýðu- flokksins, Heiðrúnu Sverrisdótt- ur. Birni þótti þessi breyting afleit og lagði mikinn þrýsting á að ákvörðun bæjarstjórnar yrði hagg- að. Nú virðist vilji Björns hafa náð fram að ganga því nýlega var sam- þykkt að endurskoða hið nýja leiða- kerfi í haust með það í huga að gamla kerfið kæmist að mestu á aft- ur. Og hriktir nú öllu hærra í sam- starfi vinstri flokkanna. . . Í^lögreglumenn skeggræða nú, eins og komið hefur fram í dálkum HP, um hver verði lögreglustjóri þegar núverandi lögreglustjóri, Sig- urjón Sigurðsson, lætur af störf- um. Einkum hafa verið nefnd fjögur nöfn í sambandi við eftirmann Sig- urjóns. Það eru nöfn þeirra Þórdar Friðjónssonar fíkniefnadómara, Stefáns Hirst, skrifstofustjóra lög- reglunnar í Reykjavík, Williams Möller, núverandi aðalfulltrúa lög- reglustjóra og Fridjóns Þóröar- sonar, alþingismanns og fyrrverandi dómsmálaráðherra. Samkvæmt heimildum HP þykir embætti lögreglustjóra bitastætt mjög og hafa fleiri en þessir fjórir áhuga á því. Birgir ísleifur Gunn- arsson alþingismaður og fyrrver- andi borgarstjóri hefur nefnilega líka áhuga ásamt Andrési Valdi- marssyni sýslumanni á Selfossi sem sumir segja þó minnstan áhuga hafa af sexmenningunum... Á Jverið í Straumsvík þykir fremur hættulegur vinnustaður, þar er mikil slysahætta, stór og þung tæki og sjóðandi ál í hálfgerðum pottum á hjólum. Heimildir HP herma að verka- mönnum hjá ísal þyki þó hættu- legast að vinna í Kerskálanum svonefnda í Straumsvíkinni þar sem menn geta átt á hættu að sjóðandi ál skvettist á þá úr stórum pottum. Þó segja fyrrgreindar heimildir að furðu fá slys hafi átt sér þar stað í sumar. Aðeins eitt hafi orðið þegar tveir vagnpottar fullir af áli rákust á og náunginn sem stýrði öðrum þeirra varð að vera frá vinnu í hálf- an mánuð vegna meiðsla á fæti. Undrast menn hjá ísal nú að á með- an maður í mestri slysahættu slasast fremur lítið miðað við aðstæður, hafa orðið á sama tíma þrjú slys í öðrum deildum álversins. Einn verkamaður brenndist á fæti í sum- WXRNER HOME VIPEO WXRNER HOME VIDEO WXRNER HOME VIDEO WVRNER HOME VPEO WXRNER HOME VIDEO WVRNER HOME VfDEO ar þegar hitaleiðsla sprakk undir fæti hans er hann var á leið til vinnu í rútu álversins. Annar missti heitt kaffi ofan í skóna sína og var sendur hið snarasta á slysavarðstofu. Sá þriðji var í sinni reglulegu sjúkra- vitjun á læknisstofunni í Straumsvík þegar skyndilega leið yfir hann, hann féll með höfuðið á vegg og var sendur heim. Það fylgir reyndar sögunni að síðar kom í ljós að sá síð- astnefndi höfuðkúpubrotnaði og blæddi inn á heilann — í læknisvitj- uninni. Segja menn nú hjá Álverinu í Straumsvík að svo sannarlega geri slysin ekki boð á undan sér.. . u r borgarráði Reykjavíkur er það helst títt að nýlega voru iagðir fyrir ráðið undirskriftalistar með nöfnum fólks úr Breiðholti. Nokkur hundruð manns eru þar að biðja um nýja sundlaug eða stækkun við þá sundlaug sem fyrir er við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti. Sagt er að beiðni þessi hafi fengið nokkuð góðar undirtektir. Breiðholtsbúar geti ef til vill gert sér vonir um nýja sundlaug er nær dregur borgar- og vinnu af mörkum í sambandi við hátíðina, poppara, skemmtikrafta, iðnaðarmanna og annarra sem hafa nær allir fallið frá launa- og fjárkröf- um sem einn maður með orðunum „Þú borgar þetta bara þegar þú get- ur, Maggi minn.“ Slíkur höfðings- skapur þykir óvenjulegur og fréttnæmur á því herrans ári 1984. Einn aðili mun þó ekkert hafa gefið eftir, nefnilega ríkið eða réttara sagt löggæslan og þar munu helstu útgjöld Magnúsar liggja að sinni. .. LAUSNÁ SKÁKÞRAUT Easter: 1. Re8 (hótar Dc7 mát) 1. - Kd7 2. Dc7 1. - R7d5 2. Hxe3 1. -R3d5 2. Hxe7 1. — d5 2. Hc6 1. — Bxd5 2. Bxe6 Perez — van der Wiel: 1. Hxf5!l Hxf5 2. De5!! og mátar í næsta leik. sveitarstjórnakosningum þegar línur fara að skýrast. Breiðholtið er alltént ennþá fjölmennasta íbúðar- hverfið í Reykjavík. . . v wM iðeyjarhátíðin endaði með. dúndrandi tapi eins og kunnugt er. Þó mun forsvarsmaður hátíðarinn- ar, Magnús Kjartansson og kó ekki fara jafn illa út úr tapinu og bú- ist var við. Ástæðan er hin mann- legu viðbrögð þeirra sem lögðu Erum ávallt með mikið af nýjum spölum til leigu Opið mánudaga—miðvikudaga kl. 17—22 fimmtudaga — sunnudaga kl. 15—23 VÍDEÓ-ÁRB/ER Hraunbæ 102 (á móti bensínstöð Shell) Sími Z5ZOJ m-m in&NDtETDlE 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.