Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 17
í síðasta tölublaði HP urðu þau mistök að víxl urðu á fyrirsögnum og greinum um Leikfélag Reykjavíkur og Leikfélag Akureyrar. Greinarnar birtast hér aftur í heild. Fo og Anna Frank — ríöa á vadið hjá LR í haust ,,Það er ekki farið að tala um neitt meira en tvö fyrstu verkin," sagði Stefán Baldursson, leikhús- stjóri Leikfélags Reykjavíkur, þeg- ar HP spurðist fyrir um nœsta leik- ár leikhússins. „Þessi mál skýrast frekar í kringum nœstu mánaða- mót, við gefum ykkur ekkert upp fyrr en við höfum talað við starfs- fólk okkar. Hann var þó tilbúinn að gefa okkur upplýsingar um þau tvö vérk sem Leikfélagið hefur leikárið með. Annars vegar er þar um að ræða nýtt leikrit eftir Dario Fo, ,fé- legt fés“ í þýðingu þórarins Eld- járns, og hins vegar Dagbók Önnu Frank. Leikmyndina við Félegt fés hannar Jón Þórisson en leikstjóri verður Gísli Rúnar Jónsson. Sýn- ingair verða í Austurbæjarbíói. Aðalhlutverk verða í höndum Aðalsteins Bergdal, Bríetar Héð- insdóttur, Þorsteins Gunnarssonar og Hönnu Maríu Karlsdóttur. Frumsýningin verður í lok septem- ber. „Dagbók Önnu Frank verður fyrsta frumsýningin í Iðnó á næsta leikári", sagði Stefán. .Jméttnæm- Stefán Baldursson, leikhússtjóri LR: „Leikárið hefst með Dagbók önnu Frank." ast í þeirri sýningu er að hlutverk Ónnu Frank verður í höndum ungl- ingsstúlku frá Selfossi, Guðrúnar Kristmannsdóttur. En Guðrún er einmitt á þeim cildri sem Anna mun hafa verið á þegar hún skrifaði dag- bókina. Það var ákveðið að velja hana í þetta hlutverk eftir mikla leit meðal leikmenntaðra yngri kvenna, svo og annarra, en Guðrún lék Önnu Frank á Selfossi fyrir tveimur árum. Hallmar Sigurðsson leikstýrir en Þórunn Sigríður Þor- grímsdóttir hannar leikmynd og búninga." Stefán lét þess einnig getið að Leikfélagið hefði lauslega byrjað að æfa þessi verk áður en það hætti í vor en æfingar munu hef jast á fullu tuttugasta og annan ágúst næstkomandi. -GHS. Fjölbreytt leikár hjá Leikfélagi Akureyrar: Noel, Sveinn, Edith Það fór ekki framhjá lands- mönnum í fyrra þegar verið var að sýna söngleikinn My Fair Lady hjá Leikfélagi Akureyrar. - Enda sagði Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri Leikfélagsins, að söngleikurinn hefði hlotið góða aðsókn. Sérstaka athygli hefði vakið að fólk frá öllu landinu kom á sýningar hjá þeim, m.a. frá Reykjavík og Höfn á Horha- firði, og Norðuriandi öllu. Sýninga met varendasIegið.Hjáþeimfyr- ir norðan eru meðaltalssýningar fimmtán til tuttugu, en sýningar á My Fair Lady urðu alls fimmb'u og fimm. ,3íðasta leikár var metár í sögu félagsins," sagði Signý, „en þetta var b'unda starfsár þess sem at- vinnuleikhúss. Við réðumst í My Fair Lady sem er stærsta verkið sem við höfum sýnt. Aðsóknin að því var svo góð að Galdra-Loftur sem við höfðum æft upp komst ekki á svið þar sem við komum bara einu leikriti að í einu. Súkkul- aði handa Silju eftír Nínu Björk Árnadóttur urðum við að sýna í Sjallanum en Kardimommubærinn komst inn í húsið. Það leikrit sló reyndar líka sýningamet en alls Sveinn Einarsson skrifar nýtt leikrit fyrir Leikfélag Akureyrar. urðu sýningar tuttugu og sjö og verða sýningar á því teknar upp í haust. A síðasta ári vildi líka svo skemmtílega tíl að góð samvinna tókst milli tónlistarfólks bæjarins en það myndaði stóra hljómsveit bæði í May Fair Lady og Kardi- mommubænum." - Hvemig verður starfsemin næsta haust? „Við byrjum að æfa leikritið Einkalíf eftír Noel Coward í lok ágústmánaðar. Sveinn Einarsson er svo að skrifa leikrit fyrir Leikfé- lagið sem hann kemur tíl með að leikstýra sjálfur, en leikritíð verður sennilega frumsýnt um jólin. Þriðja verkefnið sem við setjum upp á næsta leikári verður sðngleikur um Edith Piaí söngkonu, sem hefur verið sýndur víða um heim og ver- ið mjög vinsæll síðustu ár. Það er ekki enn búið að ráða í aðalhlut- verkið en hljómsveitarstjórinn Roar Kvam er um þessar mundir að prófa ýmsar söng- og leikkonur sem til álita koma. Þetta er erfitt val þar sem aðalleikkonan þarf að geta bæði leikið og sungið. Okkur finnst okkur bera skylda tíl að fmmsýna eitt bcimcdeikrit á ári og þannig verður það næsta leikár. Einnig höfum við tíl athugunar að Leikfélagið verði með einhvers konar kabarett í Sjallanum næsta vetur, en þetta er hvort tveggja óráðið enn.“ Aðspurð sagði hún að utan Leik- félagsins væri einkum einn áhuga- hópur með leiksýningar á Akureyri en það er unglingahópurinn Saga, að ógleymdum sýningum Mennta- skólans á Akureyri hvert skólaár. „Það er svo mjög blómlegt starf hjá áhugcileikhópum í grennd við Akureyri," sagð Signý, „og sýning- ar þeirra fá yfirleitt góða aðsókn þar sem oft er stutt að fara fyrir tíl dæmis Akureyringa. Það virðist einkum fara eftír verkefnum hvern- ig aðsóknin er, bæði hjá okkur og þeim, en í fyrra var hún mjög góð, held ég mér sé óhætt að segja," sagði Signý Pálsdóttír, leikhús- stjóri fyrir norðan. -GHS MYNDBÖND Gamalt og nýtt Við kvikmyndaáhugamenn prísum okkur oft sæla yfir videóleigum. Ekki á þetta síst við þegar um gamlar vandaðar myndir er að ræða sem kvikmyndahúsin fúlsa við. (Sjón- varpið sýnir reyndar klassíkera endrum og eins.) Jafnframt má finna á sumum leigunum nýjar kvikmyndir sem einhverra hluta vegna hafna aldrei á sýningartjaldi kvik- myndahúsanna. Ungversk/bandaríski leikstjórinn Charles Vidor sem lést árið 1959 (ekki rugla honum saman við leikstjórann King Vidor) gerði innan við 20 myndir á ævi sinni, flestar í lak- ari klassanum, en nokkrar sígildar svo sem Blind Alley (1939), Cover Girl (1944) og Gilda (1946). Á sumum videóleigum borgarinnar er nú hægt að verða sér úti um síðustu kvik- mynd Vidors — A Farewell to Arms sem hann gerði eftir hinni heimsfrægu ástarsögu Hemingways árið 1958. (Reyndar byrjaði Vidor á mynd árið eftir er nefnist Song with- out End, en lést áður en hann lauk við hana.) Meistaraverk Hemingways, A Farewell to Arms eða Vopnin kvödd, eins og hún nefnist í íslenskri þýðingu, lýstir ástum bandarísks sjúkraliða og breskrar hjúkrunarkonu í fjallahéruðum Italíu í fyrri heimsstyrjöld og er ekki beinlínis árennilegt verk fyrir kvik- myndaleikstjóra. Allur hinn innri sársauki bókarinnar sem leynist bak við knappan og dásamlegan texta Hemingways hefur líka gufað upp á filmunni. Vidor tók einfaldlega þá ákvörðun að endursegja söguþráðinn og fylgir honum náið. Höfundur kvikmynda- handritsins, Ben Hech, velur einnig öll sam- töl beint úr bókinni, þannig að segja má að lítið sé á Hemingway hallað, svona bókstaf- lega. Búningarnir og umhverfið, jafnvel tíð- arandinn er ennfremur sannfærandi. Samt vantar allt. Kannski liggur helsti veikleiki myndarinnar í vali leikaranna. Rock Hudson leikur sjúkraliðann ameríska, ein af kven- stjörnum fjórða áratugarins, Jennifer Jones, er orðin of gömul fyrir hlutverk bresku hjúkrunarkonunnar Catherine Berkley — orðin fertug. Og hlutverk ítalska herlæknis- ins er hvorki meira né minna en í höndum ítalska meistaraleikstjórans (og leikarans) Vittorio de Sica (Hjólaþjófarnir, Umberto D, Stazione Termini og fl.). Sem sagt forvitnileg mynd en ansi mikiil glassúr sjötta áratugar- ins í Hollywood. - Ég vil hvetja alla til að kippa með sér ein- um Hitchcock ef menn eru á annað borð að gramsa í gömlu, sígildu verkunum. Mynd- bandaleiga kvikmyndahúsanna hefur ágæt- is Hitchcock-seríu þótt hún mætti vera enn þéttari. Á leið minni um leigurnar um helg- ina rakst ég á gamlan vin — Young and Inno- cent, sem meistarinn gerði 1937. I þessari mynd, þar sem ungur maður er á flótta und- an armi laganna, ranglega ákærður fyrir morð á stúlku, sýnir Hitchcock fyrst og fremst í sér Englendinginn og húmoristann. Myndin gerist nær öll í enskri sveitasælu og er þrælfyndin og spennandi um leið. Úr gömlu í nýtt: Monsignor heitir mynd sem nú er fáanleg á kassettu. Hún er gerð af Frank Perry (m.a. David og Lisa 1963, The Swimmer 1968 og Doc 1971). Hann er vanur að skrifa handritin ásamt konu sinni, Elean- or, en í þetta skipti skrifar parið Abraham Polonsky og Wendell Meyes handritið eftir bók Jack Alain Leger. Aðalhlutverkin eru í höndum Christopher Reeve (Superman), Genevieve Bujold og Fernando Rey og tón- listin er eftir sjálfan John Williams. Myndin fjallar um bandarískan hergrest sem tekur þátt í innrás bandamanna á Italíu í Iok síðari heimsstyrjaldarinnar. Presti eru falin trún- aðarstörf við Vatíkanið, og verður að lokum fjárhagsráðgjafi páfastóls, enda hagfræðing- ur að mennt samhliða guðfræði. (Ekki óal- geng samsetning.) Klerkur skellir sér út í svartamarkaðsbrask ásamt gömlum vini sín- um úr hernum en hann á nú góð sambönd við ítölsku mafíuna. Og þar með rúllar af stað ágætis saga um fjármálaspillingu, valdastríð æðstu manna innan mafíu og átök í páfagarði. Inn í söguþráðinn er fléttað ást- arsögu prestsins og nunnu einnar og ekki styttist syndalisti klerks við það. Styrkleiki þessarar myndar er fyrst og fremst handritið og umgjörð myndarinnar sem gefur hinum ótrúlegu atburðum sannferðugan blæ. Veik- leikinn er hins vegar að spennan byggir fyrst og fremst á töluðum texta (menn þurfa að vera nokkuð glúrnir í ensku) en lítið er um aksjón. Annar áberandi veikur punktur er afleitur leikur Christopher Reeve sem sann- ar enn einu sinni að hann getur ekki leikið nema í háloftunum. Heatwave nefnist ný áströlsk mynd sem fæst hjá sumum leigum en hefur enn ekki verið sýnd í kvikmyndahúsunum. Leik- stjórnin er í höndum Phillip Noyce og hefur hann skrifað handrit ásamt Marc Rosenberg eftir leikriti Mark Stiles og Tim Gooding. Að- alleikarar eru Judy Davis, Richard Moir og Chris Haywood. Hitabylgja fjallar um póli- tíska spillingu meðal ráðamanna, arkitekta og verktaka í ástralskri borg. Þar ráða pen- ingarnir ferðinni og updirheimarnir kippa í ýmsa strengi. Þetta er undarlega sannfær- andi og seiðandi kvikmynd með magnaðri tónlist eftir Cameron Allan en stundum er þó atburðarásin helst til of hæg. Aftur á móti eru allir atburðir myndarinnar þrælvel und- irbyggðir. Stjörnugjöf: kvarðinn 0—4 ★★ A Farewell to Arms (20th. C. Fox) ★★★ Young and Innocent (Rank Films) ★★ Monsignor (CBS Fox) ★★ Heatwave (Guild Home Video) AGcík* tt«K*<V-.«fro F«e*cnuti<« Heatwave, A Farewell to Arms og Monsignor eru daemi um gamlar og nýjar myndir sem kvikmyndahúsin bjóða ekki upp á. HELGARPOSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.