Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 21
HP-mynd Kristján Ingi. einn og einn kríublund þessa nótt, enda þröngt um okkur, við full- klæddar og höfðum ekkert að breiða yfir okkur. Klukkan 6.30 um morguninn voru allir ræstir í þessu fangahúsi, sem virtist hýsa eingöngu fólk grun- að um að reyna ólöglegan flutning til Bandaríkjanna. Bar þar langmest á Mexíkönum, og var ekki annað að sjá en að það fólk tæki lífinu með ró og hefði búist við að svona myndi fara. Nú voru allir látnir fara í röð til að fá útdeilt morgunverðinum, pappa- kassa með pönnuköku, eggjasam- loku og djús eða mjólk að vali í agnarlítilli fernu. pað tók ekki langan tíma að inn- byrða þennan morgunverð, og nú voru allir látnir halda til bíla fyrir ut- an. Mexíkanarnir fóru í Iitla rútu, en við Bogga og firna flott klæddur Arabi á besta aldri vorum sett í fólksbíl ásamt verði og bílstjóra. Augnabrúna- plokkari geröur upptækur í húsakynnum innflytjendaskrif- stofunnar, en þangað vorum við víst fluttar, voru tekin af okkur fingraför, öðru sinni á hálfum sólar- hring, því það hafði einnig verið gert á flugvellinum. Þá var leitað í handtöskum okkar enn á ný, og nú var augnabrúnaplokkarinn minn gerður upptækur. Var mér sagt að slíkt tæki mætti nota sem vopnl! í biðsal hússins var megn stækja, enda hlýtt í veðri. Magnaðist þetta eftir því sem á daginn leið og var bið okkar á þessum stað löng og von- laus. Vorum við látnar bíða til klukkan 7 um kvöldið, fengum sam- loku og epli í hádegismat og greini- legt að það þótti nægjanlegt fólki eins og okkur. Þó náðum við árangri þennan dag. Þarna var nefnilega almenningssími, sem við máttum nota. Við gátum skrapað saman mynt til að hringja til dóttur minnar í Aspen, og Bogga náði sambandi við Patreksfjörð. Þarmeð vissi fólk fyrir utan múrana um vandræði okkar og málið var kom- ið í gang. Aftur var okkur ekið til fangelsis- „Ferðamaður stöðvaður af útlendingaeftirlitinu í USA hefur lítil réttindi gagnvart dómsvaldinu“ Helgarpósturinn leitaði álits nokkurra málsaðila vegna fanga- vistar Sólrúnar Þorgeirsdóttur í Ameríku. Talað var við ræðis- mann Islands í Chicago, Paul Sveinbjörn Johnson, hinn norska fulltrúa Flugleiða á O’Hare-flugvelli, Runa Eisa að nafni og am- eríska sendiráðið á íslandi. Að auki var haft samband við útlend- ingaeftirlitið í Chicago sem gaf blaðinu almennar upplýsingar um gang sams konar mála í bandaríska dómskerfinu þar sem það gat ekki tjáð sig um þetta einstaka tilfelli. í heildina má segja að viðmælendur blaðsins hafi verið sam- mála um að Sólrún hafi lent í klóm bandarískrar réttvísi að ósekju, útlendingaeftirlitið í Chicago hafi gert mistök. Þau mistök höfðu óskemmtilegar afleiðingar fyrir hana, afleiðingar sem hefðu getað orðið kostnaðarsamari en raunin varð, að minnsta kosti að áliti ræðismanns íslands í Chicago. Sólrún hafði alla pappíra í lagi, farmiða báðar leiðir og næga pen- inga. Tilgangur ferðar hennar var heimsókn til dóttur hennar sem er við nám vestra. Eftirlitið virðist hins vegar hafa álitið hana tor- tryggilega vegna ferðafélaga hennar, Boggu, sem aðeins hafði farmiða aðra leiðina og takmörk- uð fjárráð. Síðar töldu þeir dvöl dóttur Sólrúnar í Bandaríkjunum verðuga nánari athugunar enda gæfi bréf sem Sólrún bar á sér frá dóttur sinni til kynna að sú síðar- nefnda hefði í hyggju lengri dvöl í landinu en hún hefði heimild til. Sólrún fékk að lokum á sig kæru fyrir að hafa gefið rangar upplýs- ingar um dóttur sína þegar hún sótti um vegabréfsáritun í banda- ríska sendiráðinu hér á landi sem hún sjálf telur ekki rétt. Hjá útlendingaeftirlitinu í Chic- ago fengust þær upplýsingar að venjulegur gangur mála í tilfellum sem þessu væri að flugfélögin tækju farþega á sínum vegum í sína umsjá ef þeir væru stöðvaðir af útlendingaeftirlitinu. Ef málið skýrðist ekki næsta dag tæki eftir- litið viðkomandi farþega í sína umsjá þar til að þeim væri komið í biðröðinni til dómarans. Bið eftir að málið færi fyrir dómara færi eftir því hve margir dómarar væru til staðar og hve mörg mál lægju fyrir. Oftast þyrftu menn eitthvað að bíða. Þess var einnig getið að allir sem stöðvaðir væru hefðu rétt á að hafa samband við ráðgjafa sinn utan veggja útlend- ingaeftirlitsins. Ef menn væru fundnir sekir um að hafa reynt að fara inn í landið á fölskum for- sendum væri þeim vísað til heima- haganna. Eins og fram kemur í viðtalinu við Sólrúnu fengu þær stöllur ekki að hafa samband við umheiminn fyrr en daginn eftir að þær höfðu verið stöðvaðar. Ræðismaður íslands í Chicago, Paul Sveinbjörn Johnson, greiddi götu stúlknanna í kerfi bandaríska dómsvaldsins eftir að utanríkis- ráðuneytið hafði látið hann vita af þeim. Hann taldi að útlendingaeft- irlitið á O'Hare-flugvelIi hefði álit- ið það rangar forsendur sem stúlkurnar gáfu upp fyrir ferðalagi sínu, þær væru í raun og veru að fara til Bandaríkjanna til að vinna. Hins vegar hefði komið í ljós að eftirlitinu hefðu orðið á mistök þegar það stöðvaði Sólrúnu; hún hefði einungis verið stöðvuð vegna tortryggni þess í garð ferðafélaga hennar. Auk þess vakti bréfið frá dóttur hennar at- hygli þeirra. Aðbúnaður stúlkn- anna var ekki upp á marga fiska, sagði hann. Þær gistu í byggingu útlendingaeftirlitsins þar sem eru klefar fyrir þá sem ekki er hleypt inn í landið í fyrstu atrennu. Sér hefði skilist að illa hefði verið farið með þær þar. Auk þess sagði hann: „Ferðamaður sem er stöðv- aður af útlendingaeftirlitinu hefur lítil sem engin réttindi og eftirlitið getur því gert næstum hvað sem það vill í máli hans.“ Málinu væri Íokið af hálfu bandarískra yfir- valda, þær hefðu ekki verið kærð- ar (sem er annað en Sólrún segir) og gætu báðar heimsótt Bandarík- in aftur hvenær sem þær vildu. Fulltrúi Flugleiða á O’Hare-flug- velli sem hitti stúlkurnar fyrsta kvöldið þeirra á erlendri grundu er norsk kona að nafni Runa Eisa. í samtaii við Helgarpóstinn sagð- ist hún telja að Sólrún hafi verið stöðvuð vegna dóttur sinnar sem þarlend yfirvöld grunaði að væri ólöglega búsett í landinu. Hún gaf Sólrúnu og stöllu hennar þær upp- lýsingar að farið yrði með þær á hótel með öryggisvörðum útlend- ingaeftirlitsins. Þar hefðust þær við þar til þær yrðu leiddar fyrir vörð réttvísinnar, dómarann. Þeg- ar hún var spurð hvar hún hefði fengið þær upplýsingar sagði hún: „Við vitum það bara. En af örygg- isástæðum vita ekki einu sinni flugfélögin hvar þetta hótel er að finna." Þar fengju þær allt sem þær lysti, mat og góðan aðbúnað sem er hlálegt að telja þær hafa fengið þegar viðtal HP við Sól- rúnu er lesið. ins. Nú fengum við að baða okkur, fengum rúmfleti og gátum sofið svona nokkurn veginn, enda þótt kvíðinn nagaði okkur og allskonar efasemdir vöknuðu. I viöurvist dómara Næsta dag, fimmtudag, endurtók sig sama sagan. Við vorum þó snöggtum betur á okkur komnar. Biðin var löng nú sem fyrr og loftið í biðsalnum enn verra en áður og vanlíðan tuga fólks, sem þarna var, ólýsanleg. Það var loksins um 3-leytið að nafn Boggu var kallað upp. Því næst var röðin komin að mér. I viðurvist dómara var ég spurð nokkurn veg- inn sömu spurninga og ég hafði svarað á flugvellinum. Núna var hinsvegar ræðismaður íslands í Chicago mættur ásamt Jónu, ís- lenskri konu. Reyndust þau okkur mikill styrkur, þegar þau loks fréttu að við hefðum lent í klóm réttvís- innar. Þessi yfirheyrsla tók ekki langan tíma. Einhvern veginn fannst mér á dómaranum að ég væri með allt á hreinu, enda tók hann fljótlega fram stimpil og fletti í vegabréfinu, og stimplaði mig inn í Bandaríki Norður-Ameríku. Rétti hann mér passann og sendibréfið fékk ég líka. Augnabrúnaplokkar- inn mun hinsvegar enn í vörslu lög- reglunnar! Af Boggu er það að segja að hún fékk að fara inn í landið frjáls mann- eskja og fór með okkur út á flugvöll- inn til að sækja föggur okkar. Það var ólýsanlegur léttir að koma út á götuna fyrir framan bygginguna. Falleg framhlið með gleri og álrömmum. Til þessa höfð- um við aðeins séð forljóta bakhlið hennar, og fátt séð í tvo sólarhringa nema gegnum glugga lögreglubíla. Ósanngjarnt væri að láta það ekki fylgja með að þessi ferð var í einu orði sagt dásamleg og um hana mætti skrifa langtum lengra mál, — og skemmtilegra. Landið var fallegt og fólkið, sem við hittum eftir þetta var gott. Trúlega vorum við bara óheppnar með eintak af Banda- ríkjamanni þarna í útlendingaeftir- litinu. En hann á eftir að heyra nánar frá mér. Hann gerði afglöp, sem hann verður að útskýra nánar.“ HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.