Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 09.08.1984, Blaðsíða 24
bræður Þórður og Sverrir Her- mannssynir (iðnaðarráðherra) ásamt fieiri hluthöfum í Ögurvík h/f gott kauptilboð í eina vænstu lax- veiðijörð landsins, Grænumýrar- tungu í Bæjarhreppi í Strandasýslu. Pegar fréttist um kauptilboð stórlaxanna var haldinn „krísufundur" í hreppsnefndinni og samþykkt að hreppsfélagið í Bæjar- hreppi nýtti sér forkaupsréttinn og keypti jörðina. Var gengið frá þeim kaupum í fyrri viku og urðu þeir bræður því af vænsta laxveiði- hluta Hrútafjarðarár... v W ið höfum sagt fra ýmsum hræringum innan Alþýðuflokksins að undanförnu. Ljóst er nú orðið að Kjartan Jóhannsson mun halda áfram formennsku og ekki verður blásið í herlúðra vegna þeirrar ákvörðunar hans þótt enginn sé sáttur við þá niðurstöðu. Mikill kurr er þó í ýmsum forystumönnum sem vilja koma hreyfingu á mál flokks- ins. Ber þar einna mest á Sighvati Björgvinssyni fyrrv. alþingis- manni sem mun, ásamt öðrum toppum innan Alþýðuflokksins, hafa fullan hug á að stofna nýjan krataflokk er á að ndnast Jafnað- armannaflokkur íslands. Hafa þessir forystumenn þegar átt sam- ræður við Bandalag jafnaðarmanna og frjálslynda arminn í Sjálfstæðis- flokknum (gjarnan kenndur við Gunnar heitinn Thoroddsen) um aðild að kosningabandalagi fyrir næstu kosningar. Aðrir ráðamenn Alþýðuflokksins hafa tekið þessar sviptingar Björgvins og félaga rólega, búast tæplega við neinum breytingum á högum Alþýðuflokks- ins... leðilegra tiðinda er að vænta úr bankaheiminum á næst- unni, að sagt er. Jónas Haralz bankastjóri, sem er ekkjumaður, ætlar nefnilega að gifta sig í lok ágústmánaðar og er sú heppna amerísk kona sem Jónas ku hafa þekkt í nokkurn tíma. Ætlun hans og frúarinnar tilvonandi mun vera að fara í brúðkaupsferð norður í land eftir athöfnina enda kom Jónas sér undan því að hitta hóp merkra erlendra bankamanna sem berja landið augum í þann mund sem gift- ingin fer fram... argir aðstandendur Flugleiða eru sárgramir yfir hvern- ig haldið var á málum þegar félag- inu buðust tvær DC-10 þotur úr þrotabúi Laker-flugfélagsins fyrir nokkrum mánuðum. Þessar þotur voru í geymslu í eyðimörk nokkurri þar sem flugvélar eru gjarnan geymdar til að þær skemmist ekki af seltu og raka. Þeim hafði verið lít- ið flogið og verð og kjör nánast æv- intýralega góð. Forráðamenn Flugleiða reyndu hinsvegar að pressa verðið enn meira niður í gegnum íslensk og bandarísk stjórnvöld og vísuðu meðal annars til þess að félagið hefði mátt þola mikið tap þegar DC-10 vélum var bannað flug til Bandaríkjanna hér um árið. Á með- an á þessu stappi stóð kom hinsveg- ar annar aðili sem tók kostaboðinu tveim höndum og samstundis og Flugleiðir sátu eftir með sárt ennið... Talsverður pirringur ríkir nú á launadeild fjármálaráðuneytisins. Albert Guðmundsson fjármála- ráðherra er eins og menn vita mað- ur óhefðbundinna aðgerða. Persónuleg fyrirgreiðsla hefur ávallt verið hans aðalsmerki og ku opinberir starfsmenn sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum nýta sér þennan kost Alberts. Berast þær fréttir úr ráðuneytinu að sjálfstæðis- menn í stofnunum hins opinbera gangi hver á fætur öðrum á fund Al- berts og biðji hann um að kippa sér upp einn launaflokk eða tvo því endar gangi illa saman. Albert mun hafa brugðist ljúfmannlega við slík- um bónum eins og hans er von og vísa og haft tafarlaust samband við deildarstjóra launadeildar þegar slík fyrirspurn berst. Nú mun deild- arstjórinn vera orðinn langþreyttur á fyrirgreiðslum Alberts og gengur æ stirðar fyrir fjármálaráðherra að sannfæra launadeild um ágæti launahækkana opinberra starfs- manna. .. B ■^Forgarráð kemur saman á þriðjudag n.k. og samþykkir nýja stöðu sem mun breyta miklu í æsku- lýðs- og íþróttamálum borgarinnar. Ætlunin er að setja æskulýðs- og íþróttaráð Reykjavíkurborgar undir einn aðila og mun búið að finna þann mann. Júlíus Hafstein, for- maður íþróttaráðs og Kolbeinn Pálsson, formaður Æskulýðsráðs munu vera sáttir við þessa ákvörð- un. Núverandi tilhögun mun þó standa óhögguð fram að næstu borgarstjórnarkosningum en síðan munu þessi tvö ráð falla undir einn aðila. . . J <SW óhanna Sigurðardóttir hef- ur að undanförnu ferðast um landið við hlið Kjartans Jóhannssonar eins og Ferraro við hlið Mondales í Ameríku, og hefur verið að styrkja stöðu sína í slagnum við Magnús Magnússon um varaformennsk- una í Alþýðuflokknum. Síðast þegar fréttist var Magnús jafnáfjáður í að halda áfram varaformennskunni og Kjartan er að vera formaður áfram... skaltu kynna þér JLbyggingalánin og JLvöroúrvalið Það sem er mikilvægast fyrir þann sem er að kolli. Einnig er hægt að semja um sérstök byggja eru auðvitað fjármálin og byggingar- J.L.-lán, sem miðast t.d. við útborgun líf- hraðinn. eyrissjóðslána eða húsnæðismálastjórnar- lána. Þannig getum við verið með frá byrj- J.L. Byggingavörur gerir húsbyggjendum un. kieift að byggja með fyrsta fiokks vörum á sérstökum J.L.-lánakjörum. Iðnaðarmenn sem vinna fyrir viðskiptavini okkar þurfa ekki að leita annað í efniskaup- J.L. Byggingalánin eru þannig í frani- um. Um leið og búið er að grafa grunninn kvæmd: geta smiðirnir komið til okkar og fengið Stofnaður er viðskiptareikningur, fyrir tí- fyrstu spýturnár. Og í framhaldi af því fæst unda hvers mánaðar er úttekt fyrri mánaðar allt byggingarefnið hjá okkur. yfirfarin, a.m.k. 20% greidd í peningum, og allt að 80% sett á skuldabréf til allt að sex Renndu við vestur í bæ og talaðu við okkur mánaða. Þannig er þetta framkvæmt koll af ef þú ert að byggja. I BYCGINGflWÖBUB HRINGBRAUT 120: Maln>nqarvo>u> oq *en.l*>. 28-605 UyqqirKj.iv'Hc' /H 600 StHuMKX. 28-693 MaiAviftais.iia 28 6CM I i I 24 HELGARPÓSTURINN VIÐ FRAMKÖLLUM UTMYNDIR MYNDIRNAR FRÁ OKKUR ERU 28% STÆRRI 10x15cm í STAÐ 9x13cm. SERMENNTAÐ STARFSFÓLK OKKAR OG FULLKOMNUSTU TÆKI TRYGGJA BESTU MÖGULEG MYNDGÆÐI Á AÐEINS 60 MÍNÚTUM. FRAMKÖLLUN smmxim AUSTURSTRÆTI 22 - S. 621350

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.