Helgarpósturinn - 30.08.1984, Síða 1

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Síða 1
Þessi byrja í 6 ára bekk í haust. REIKNINGUR OG FRÍMÍNÚTUR — Rabbaö viö fóstrur og krakka á Skóladagheimilinu Langholti Það var ánægjulegt að hverfa um stund úr fjárhagsáhyggjum fullorð- insveraldarinnar inn í áhyggjulaus- an heim krakkanna á skóladagheimilinu Langholti. Við Jim ljósmyndari knúðum dyra í þann mund er snæða skyldi steiktan fisk og kakósúpu. „Ertu ekki alveg íslenskur," sagði kotroskinn snáði og starði opinmynntur á kamerurnar sem prýddu belg ljósmyndarans. Eruð þið frá EnnTé sagði annar (við vor- um enda töff þennan dag). Steinunn Geirdal, forstöðukona í Langholti, sagði að heimilið væri eitt 11 slíkra í Reykjavík og auk þeirra væru skóladagheimili í Kópa- vogi, Hafnarfirði og á Akureyri, eitt á hverjum stað. Nú mun vera rúmur áratugur frá því fyrsta skóladag- heimilið tók til starfa. í Reykjavík er heimilunum plantað nokkuð skipu- lega niður í hverfin. Þess þarf vart að geta að heimilin anna engan veg- inn eftirspurn, biðlistar eins og í annarri dagvistun. Börn einstæðra foreldra og námsmanna ganga jafn- an fyrir. Einstæðir foreldrar greiða 2000 kr. á mánuði fyrir barnið. Steinunn sagði að skóladagheim- ili væru gerólík venjulegum dag- Steinunn Geirdal forstöðukona. heimilum og leikskólum. Langholt er rekið algerlega eins og heimili og börnin læra þar það sem þau ella myndu læra heima hjá sér. Þau fá alhliða þjálfun; sauma, smíða og fara í skoðunarferðir á söfn og fleiri staði. Á vetrum hafa fóstrurnar visst eftirlit með heimanáminu en þó er gengið út frá því að ábyrgðin sé foreldranna í þeim efnum. Steinunn Geirdal sagði það að öllu leyti heppilegast að foreldrar fylgdu heimanáminu eftir. Hún sagði enn- fremur að þær í Langholti legðu áherslu á gott samstarf við skólana (í þessu tilviki Langholtsskólann). Börnin fá t.a.m. að bjóða bekkjun- um sínum og kennurunum á skóla- dagheimilið. Fóstrurnar fylgjast jafnframt náið með gengi barnanna í skólanum. Þar sem tónninn í Steinunni var svo góður fiskaði ég eftir neikvæð- um atriðum, kvörtunartóni. Það gekk heldur illa; húsið og aðstaðan voru í góðu lagi, börnin yndisleg og samstarfsfólkið gott. Steinunn kvartaði þó undan skammarlega lágum kvóta til leikfangakaupa. Langholt fær aðeins sem svarar 700 krónum á barn og augljóst er að það dugir skammt. Annars taldi hún laun fóstranna aðal áhyggjuefnið. „Launin eru skammarlega lág eins og hjá öðrum uppeldisstéttum". Það er ljóst af öllu að haustið verður rautt í skólum og dagvistunarstofn- unum. Það er ótrújega erfitt að hafa við- töl .við börn. Ég er viss um að ég hef svarað fleiri spurningum en ég náði að spyrja. Börnin í Langholti höfðu flest verið í skóla áður þannig að ekki var nein sérstök eftirvænting í loft- inu. Þau sem verið höfðu í dagvist- un áður en skólagangan hófst voru sammála um að ekki væri mikill munur á 6ára bekk og leikskóla, skólagangan virtist hefjast í 1. bekk. Erfitt var að greina nokkrar línur í svörum barnanna þegar spurt var um uppáhaldsfögin. Einn strákur var þó alveg ákveðinn og svaraði að bragði; „Reikningur og frímínút- ur“. Til hvers eruð þið í skóla? spurði ég. Til að læra, sagði ein; til að vita eitthvað, svaraði önnur; til að verða eitthvað, svaraði sú þriðja. Börnin virtust standa klár á sam- bandinu milli góðrar menntunar og spennandi starfa. Þegar undirrituð- um ofbauð þessi hagsýni barnanna og spurði hvort lífið gengi virkilega ekki út á neitt annað en að læra og vinna var hann umsvifalaust sleg- inn út af laginu þegar hvatvíst telpu- korn svaraði: „Jú, jú, ég ætla líka að sofa“. Störfin sem barnanna biðu voru ærið mismunandi. Suma dreymdi hefðarhelgaða drauma, „flugfreyja, hjúkrunarkona", en aðrir höfðu djarfari plön. „Ég ætla að verða geimvísindamaður", sagði einn harðákveðinn. (Þar er kominn maður til að sjá um lokaathöfn ólympíuleikanna í Reykjavík!) „Mig langar að verða póstkellíng," sagði undurblíð stúlka. Strákhnokki hugðist feta í fótspor föður síns og verða veðurfræðingur, „en ég ætla alltaf að spá góðu veðri." Þrátt fyrir lágan aldur höfðu sum börnin haft marga kennara, allt upp í fimm á þremur árum. Ég spurði börnin að lokum hvernig góður kennari ætti að vera og hér fylgja nokkur valin svör: Hann á ekki að öskra á krakkana. Kennarar eiga að vera konur. Mér finnst gamlir kenn- arar bestir. Mér finnst þeir nú verst- ir. Kennarinn á að vera kona, nema Matthías var góður en hann var nú líka soldið gamall. Sumum fannst spurningin hálf asnaleg og undir- strikuðu það með svarinu: „Hann á bara að vera ósköp venjulegur kennari." Þegar við Jim kvöddum Langhylt- inga sullaðist kaffi í mínum maga en steikta ýsan svamlaði forviða í kakósúpu að baki kameranna. SS.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.