Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 4
Nú fer að renna upp sá tími að skólar lifni að nýju eftir sumarleyfi. Allflestir skólar hefja starfsemi sína í byrjun september en úti á landsbyggðinni hefst skólahald þó víða 1. október. Þessi árstími er jafnaðarlega hlaðinn nokkurri eftirvæntingu og jafnvel tilhlökkun hjá þeim er starfa í skólunum, jafnt kennurum sem nemendum. Nú eru þó ýmis teikn á lofti sem gera það að verkum að eftirvæntingin er blandin allmiklum kvíða. Margt bendir til þess að næstaskólaár verði órólegt og óvissa ríkir nú um ýmsa hluti. Á vörum skólamanna eru spurn- ingar eins og: Hvað verður um samræmdu prófin, hvert stefnir með Námsgagnastofnun og hvernig fer með námslánin? En það eru engu að síður launamál kennara sem hæst ber í öllu tali manna. Það var sama hvort HP heimsótti dagheimili, grunnskóla, framhaldsskóla eða ráðuneyti, allir vildu ræða launamálin. Nú er svo komið í kjörum kennara að stórkostlegur flótti er kominn í kennaraliðið. Menn kunna óteljandi sögur um kollega sem hafa yfirgefið ríkisjötuna og hafið störf hjá einka- fyrirtækjum fyrir margföld kennaralaun. í dreifibréfi HÍK er talað um „atgervisflótta" úr stéttinni. Laun kennara virðast raunar orðin aðhlátursefni og tilefni skens hjá ýmsum aðilum. Nýlega auglýsti auglýsinga- stofa eftir textahöfundi og tók sérstaklega fram að „engin venjuleg kennaralaun væru í boði“. Þannig er kennara freistað úr ýmsum áttum og ég þykist þess full- viss að meðal rúmlega 100 umsækjenda um áður- greinda stöðu hafi verið fjölmargir kennarar. Það er Ijóst að þessa óheillaþróun verður að stöðva ef ekki á illa að fara. Það er þjóðhagslega óhagkvæmt að fólk kasti burt áralangri sérmenntun í háskólum til þess eins að fá mannsæmandi laun. Það er ennfremur þjóðhags- lega óhagkvæmt að láta skólakerfið drabbast niður vegna skorts á hæfu starfsliði. Stjórnvöld verða að skilja að brotthvarf fjölmargra hæfra lærifeðra dregur úr þjónustunni við uppvaxandi kynslóð í þessu landi. Það er einnig Ijóst að þeir sem eftir sitja í kennarastól- unum eru miður ánægðir og þurfa oft á tíðum að taka að sér gífurlega aukavinnu innan og utan skólans til að hafa í sig og á. Allt kemur þetta niður á gæðum upp- fræðslunnar og rýrir undirbúning barna og unglinga fyrir það þjóðfélag sem hlýtur að setja þekkinguna í öndvegi. Laun kennara verða vitaskuld ekki hrifsuð úr samhengi við laun annarra opinberra starfsmanna. Opinberir starfsmenn verða að ná jöfnuði við aðra launþega, annars kann illa að fara. Komandi skólaár gæti orðið örlagaríkt fyrir þjóðina. GÍSLI ÓLAFUR PÉTURSSON SKÓLINN, ÞJÓÐARHAGUR OG KJÖR KENNARA Skólinn, þjódarhagur og kjör kennara íslendingar líta gjarnan um öxl og þykir forfeðurnir hafa verið harla vel menntaðir. Skólar voru á bisk- upsstólunum. Sagan greinir frá Iær- dómsmönnum eins og Sæmundi fróða, Arngrími iærða og Stjörnu- Odda, sem stóðu hverjum öðrum heimsborgara fyllilega á sporði. Auðvitað voru þetta aðeins fáeinir einstaklingar, en þeir voru rósirnar í miðaldagarði þjóðarinnar, á með- an fjöldinn barðist við að draga tii stafs. Menntun stóð fáum til boða, var eftirsóttur draumur hvers manns og persónulegur aðgöngu- miði hans að embætti og sæmilegri afkomu. Nú er öldin önnur. Afkoma þjóðanna er komin undir menntun þegnanna, verkkunnáttu þeirra, tækniþekkingu og fræðilegum rannsóknum á gömlum og nýjum sviðum. Afkoma þjóðanna er undir því komin að æskan fræðist, glæðist áhuga og komi til starfa við sífellt flóknari viðfangsefni. Afkoma þjóð- anna er undir því komin að mennta- fólk þeirra komi til kennslustarfa og fái þar nógu góð kjör til að geta ein- beitt sér að þessu mikilvæga starfi. Menntun eflir þjóöarhag Þjóðinni ríður á að þegnarnir fái snemma aðgang að fræðslu og að glæddur sé áhugi þeirra til hins ítr- asta náms og síðan til starfa fyrir sitt föðurland. Til þess reisa þjóðirnar dýra skóla, búa þá vönduðum tækj- um og boða til þeirra æskulýðinn, frjómagnið, sem tryggja skal þjóð- arhagsæld næstu ára. En þó að fast- eignir, tæki og nemendur séu nauðsynleg til að unnt sé að mennta nemendurna þá jafngildir þetta ekki menntun, frekar en sement, járn og sandur jafngildir húsi. Menntunin byggist á kennurum þjóðarinnar. Þegar hún tryggir sér sína bestu kennara þá fyrst tryggir hún æsku sinni þá menntun sem draumarnir standa til og þá fyrst getur hún vænst þess að uppskera betri framtíð því nú er svo komið, að aðeins þekkingin verður í ask- ana látin. Breyttir tímar fyrir kennarastéttina Kjör stétta eru borin saman og í upphafi aldarinnar stóðu kennarar vel í slíkum samanburði við best launuðu starfsmenn ríkisins, kaupið var nóg til góðrar framfærslu, kennsluskyldan var hóflegri, minni tími fór til að hafa tengsl við heimili nemenda og þeir gátu einbeitt sér að fræðslustarfinu, en allt hefur þetta breyst. Þá voru kennarar ráðnir til að starfa í átta til níu mán- uði á ári hverju en nú eru þeir ráðnir í tólf mánuði og á svipuðu kaupi og almennt skrifstofufólk hjá ríkinu. Þjóðfélagið hefur breyst og nú eru samskiptin við heimilin orðin mikið starf, sem bæst hefur við verkefni kennara. Þekkingarforði mann- kyns hefur aukist hraðar og hraðar og gíf urleg vinna fer í að fylgjast þar með og laga kennsluna að niður- stöðum nýrra rannsókna á sviði þekkingarinnar. Um leið og öll þessi aukna vinna leggst við kennara- starfið lækka launin og hrökkva ekki lengur fyrir nauðþurftum. Öll aðstaða kennara hefur því gjör- breyst til hins verra og því miður hljóta þær breytingar að koma nið- ur á kennslustörfum þeirra og þar með á skólaæskunni. Langur vinnutími fyrir lítiö kaup Vikulegur vinnutími þeirra kenn- ara, sem ekki vinna neina yfirvinnu í skólanum, er samtals 48,5 klukku- stundir, en þar með er sagan þó aðeins hálfsögð. Með þessu er vinnutími færður frá sumrinu yfir á veturinn, tilfærsla, sem í vaktastörf- um er greidd með vaktaálagi en slíkt þekkist ekki fyrir kennslu. Þessi vinnutímaútreikningur tekur iítið mið af þörf kennarans fyrir að fylgjast sífellt með öllu því, sem er að gerast á hans fræðisviði og flétta það inn í kennsluna. Hann verður að breyta kennsluefninu og bæta nýjum atriðum inn í jafnvel nýjustu kennslubækurnar. Það sem hann notaði í fyrra er í mörgum greinum úrelt í ár. Til þessa verður hann að nota miklu meiri tíma en kjara- samningurinn reiknar út. Þess eru mýmörg dæmi að kennarar þurfi að vinna öll kvöld og allar helgar, allt að 90 klukkustundum á kennslu- viku, til þess eins að undirbúa kennslu sína svo að hún standist þeirra eigin kröfur. Til viðbótar er þeim nauðsynlegt að stunda nám- skeið á sumrin til að halda tengslum við meginstrauma greinar sinnar og kennslunýjunga. Raunverulegur starfstími kennarans er því langtum meiri en þeir 1800 klukkutímar á ári, sem kjarasamningar ætla ríkis- starfsmönnum að vinna. Og fyrir þessa vinnu hafa langflestir kennar- ar við framhaldsskóla kaup á bilinu frá kr. 14.789 til 20.925 á hverjum mánuði. Vaxandi streita Vegna þessara lágu launa verða kennarar því að hafa öll spjót úti með að afla sér aukavinnu eins ög allir aðrir landsmenn, aukavinnu, sem tekur tíma þeirra og eyðileggur möguleika þeirra á að undirbúa kennsluna á fullnægjandi hátt og fyllir þá streitu, sem er sérstaklega óheppileg fyrir samskipti þeirra við nemendurna og veldur því aftur enn meiri streitu. Streita kennara veldur að sjálf- sögðu streitu í námsstarfinu og dregur úr möguleikum nemend- anna til að meðtaka fræðsluna og glæðast áhuga. Nýleg athugun á streitu kennara á Norðurlöndum ut- an íslands sýnir að nútímakennsla hefur öll einkenni þeirra starfa, sem mestri streitu valda. Kennari hefur því nóg með starfsstreituna þó hann ekki sé settur í óþolandi aðstöðu með hungurkjörum. Það er hugsan- legt að óhófleg vinna komi ekki nið- ur á afköstum í einhverri starfsgrein en það á ekki við um kennslu. Of mikið vinnuálag og of mikil streita leggur kennsluna í rúst. Láglaunakennsla á tölvur verður gagnslaus Ráðamenn þjóðarinnar tala um „tölvur í skólana" og virðast ekki hafa tekið eftir því, að tölvumennt- að fólk kemur ekki til kennslustarfa nema kennaralaun verði stórhækk- uð. Almennum kennurum er um megn að bæta á sig sérstöku námi í tölvufræðum til að taka síðan til við sérhæfða kennslu í þeim fræðum. Auk þess er hætt við að þeir létu þá undan ásókn einkaaðila og réðu sig til þeirra fyrir langtum betra kaup. Það er því ljóst, að innreið tölvu- tækninnar í skólakerfið verður aðeins munnlegur draumur þjóðar- innar og jafn gagnslaus og skólahús og kennslutæki án hæfra kennara, ef kjörum þeirra verður ekki gjör- breytt til hins betra. Enginn samningsréttur um kaup og kjör Kennarar hafa í raun engan samningsrétt og það hefur þjóðfé- lagið notfært sér til að níða af þeim kjörin. Málamyndasamningar eiga sér stað milli kennarasamtakanna og ríkisvaldsins. Um þá samninga hafa verið sett lög, sem kveða á um að ef samkomulag tekst ekki á skömmum tíma skuli vísa deilunni til kjaranefndar eða kjaradóms, sem kveður upp úrskurð og þeim úrskurði verða aðilar að hlíta. Þann- ig hefur flestum kjaradeilum lokið og úrskurðir kjaradóms hafa fylgt fyllstu kröfum ríkisvaldsins. Þjóðin hefur þannig fengið sífellt lakar launað fólk til að sinna mikilvæg- asta hlutverkinu. Hvert stefnir? Ef kjör kennara stórbatna ekki alveg á næstunni mun atgervisflótti úr stéttinni enn aukast frá því sem nú er. Fjölmargir kennarar hafa þegar skorað á stjórnir kennarafé- laganna að stýra skipulegum upp- sögnum þeirra til að knýja á um bætt kjör. Mjög margir kennarar hafa helgað kennslunni mörg starfs- ár og eru því tregir til að yfirgefa þennan starfsvettvang fyrr en í fulla hnefana. Hins vegar eru yngri kennarar ekki eins bundnir starfinu og fara hiklaust þegar þeim eru boð- in mun betri laun fyrir miklu minni og afmarkaðri vinnu hjá einkaaðil- um eða jafnvel við önnur störf hjá ríkinu. Paö er þjóöarnauösyn aö stórbæta kjör kennara En íslendingum hefur farið líkt og sumum öðrum þjóðum, sem vildu kaupa sér hlutdeild í sólarupprás- inni í eitt skipti fyrir öll; þeir hafa lát- ið við það sitja að kaupa dýrar fasteignir til skólastarfsins. Þeir hyggjast beita æsku sinni á húsnæði, kennslugögn og töflukrít. Lægstu gæslulaun bjóða þeir því . fólki, sem á að glæða alla fjárfestinguna lífi og tryggja að hún skili arði, þeim eina arði sem þjóðin getur ekki verið án: raunverulegri menntun uppvaxandi kynslóðar. Þetta er fánýt tálsýn. Þjóð kemur æsku sinni því aðeins til nútímamanns að hún tryggi að hennar menntaðasta fólk sinni kennslustörfum af alúð og áhuga og þess vegna á betri kjörum en bjóðast annars staðar. íslendingum er því þjóðarnauðsyn að stórbæta kjör kennara. ÞEKKINGIN EIN VERÐUR LATIN I ASKANA Hér að ofrm er grein eftir Gísla Ólaf Pétursson sem ber yfirskriftina Skólinn, þjóðarhagur og kjör kenn- ara. Gísli er formaður hagsmuna- nefndar Hins íslenska kennarafé- lags og situr auk þess í launamála- ráði háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna innan BHM. Blaðamaður ræddi við hann og Kristján Thorlacius, formann HÍK, á skrifstofu félagsins. í fyrstunni ræddu þeir almennt um kjör kennara á íslandi og báru þau saman við laun kennara í ýmsum öðrum löndum. Þar kom m.a. fram að Japanir settu lög fyrir 6—8 árum sem kveða á um að kennarar skuli ávallt vera í hæstu launaflokkum opinberra starfsmanna. Það var greinilegt á þeim félögum að þeim þótti þessi lagasetning Japana til fyrirmyndar. Jafnframt kom fram að af Evrópulöndum væru kennar- ar best launaðir í Sviss. Frændur okkar Danir gera einnig vel við sína menn. Það má geta þess til gamans að laun kennara á Islandi og Dan- mörku eru mjög svipuð í krónutölu, eini munurinn er sá að danska krón- an jafngildir þremur íslenskum! „Þau lönd sem við höfum nefnt búa öll yfir takmörkuðum náttúru- legum auðlindum en þau eiga það jafnframt sameiginlegt að hafa gert hugvitið að auðlind. Það mættum við fslendingar taka til fyrirmyndar nú á dögum þverrandi náttúruauð- linda.“ Nú færum við samanburðinn inn fyrir landsteinana. „Séu laun framhaldsskólakenn- ara, og raunar allra kennara, borin saman við fólk með sambærilega menntun í einkafyrirtækjum kemur fram alveg gríðarlegur munur, svo stórkostlegur að þetta fólk hlær að okkur þegar við nefnum hvað við fáum í laun. Við getum líka borið Iaun kennara saman við laun ann- arra ríkisstarfsmanna innan Banda- lags háskólamanna og þá kemur enn fram gríðarlegur munur. Sem dæmi má nefna að viðskiptafræð- ingur sem starfar við kennslu er allt að sex launaflokkum lægri en við- skiptafræðingur sem starfar við annað. Við getum nefnt fieiri dæmi. Tæknifræðingur sem kennir við iðnskóla og er þar deildarstjóri, fer stundum í almenna tæknifræðings- vinnu hjá ríkinu. Þá minnkar vinnu- skyldan, hann ber enga ábyrgð en launin hækka! Það verður stöðugt erfiðara að fá menn með tækni- menntun til kennslustarfa og það er engin furða. Hið sama má segja um tölvumenn. Menn eru ekki fyrr bún- ir að læra á tölvurnar í skólunum en einkafyrirtækin kaupa þá fyrir margföld kennaralaun. lðn- og fjöl- brautaskólar þurfa marga tækni- menntaða kennara og það reynist stöðugt örðugra að fylla þær stöður. Okkur er kunnugt um að við Iðn- skólann í Reykjavík hafa 10 kennar- ar ýmist hætt eða farið í leyfi til þess að hefja störf hjá einkafyrirtækjum sem eru tilbúin að greiða þeim þre- föld kennaralaun." — Er það þetta sem þið eigið við þegar þið talið um „atgervisflótta"? „Já, einkareksturinn situr sífellt fyrir snjöllum mönnum sem stöðugt hverfa úr kennarastöðum og lái þeim það hver sem vill. Þetta er auðvitað fyrirbyggjandi líka, þ.e. skólarnir geta ekki keppt um að ná til sín eftirsóttasta fólkinu. Þessir menn koma í dyrnar hjá skóla- stjórnendum og spyrja: Hvað fáum við í laun? Síðan þakka þeir pent fyrir og halda sína leið. Sumir háskólamenntaðir menn eru allt að því dæmdir á ríkisjötuna vegna þess að þeirra bíða fá at- vinnutækifæri hjá einkaframtak- inu. Það verður æ algengara að þetta fólk lætur menntun sína lönd og leið og hefur vinnu við alls óskyld störf, einungis til að hafa sæmilega í sig og á. Stjórnvöld segja gjarnan þegar ríkisstarfsmenn fara fram á launa- hækkanir: Því miðnr, nú er ekkert svigrúm til launahækkana. Þeir þykjast t.d. ekki hafa efni á að hækka laun kennara. En nú er ástandið þannig að mikið eðlilegra væri að spyrja: Hefur ríkið efni á að hækka ekki laun kennara? Albert Guðmundsson spyr núna: Hvar eigum við að fá peninga til að borga hærri laun? Samt var það hans fyrsta verk að fella niður ákveðinn lúxusskatt. Við teljum að það væri vel þess virði að taka upp ferðamannaskatt að nýju, og jafn- vel þrefalda hann, ef það yrði til þess að hægt væri að greiða upp- eldisstéttunum mannsæmandi laun. Fjárfesting í góðu og vel mönnuðu skólakerfi mun marg borga sig, um það eru óteljandi dæmi.“ — Nú samþykkti aðalfundur HÍK að félagið skyldi veita viðtöku upp- sögnum félagsmanna. Hefur eitt- hvað verið gert í þeim efnum? „Við höfum upplýst félagsmenn um ákvarðanir þingsins. Það er líka öruggt að uppsagnirnar eru ekki orðin tóm, menn eru ákveðnir í að sættast ekki á neitt lítilræði. Það er líka rétt að undirstrika að ýmsir hafa þegar sagt upp og eru farnir. Aðalfundurinn samþykkti einnig að sett skyldi á fót sérstök aðgerða- nefnd. Þetta verður stór nefnd með fulltrúum af öllu landinu og hún er núna að skríða af stað.“ — Þið eruð báðir búnir að kenna mjög lengi, líkast til í um 20 ár. Óar ykkur ekkert við að segja upp störfum? „Eftir 20—25 ára starf við kennslu er skólastarfið virkilega orðið hluti •af manni — hluti af heimsmyndinni. Þó er farið að losna um akkerið hjá okkur núna, hvað þá hjá yngra fólki sem hefur skemmri starfsreynslu og yrði fljótara að aðlaga sig breyttum aðstæðum." — Segið mér að Iokum í fullri ein- lægni; hvað þurfa launin að hækka mikið til að teljast viðunandi að ykkar mati? „Miðað við launagreiðslur á hin- um frjálsa vinnumarkaði sem kepp- ir við ríkið um starfskraftana þyrftu launin a.m.k. að tvöfaldast. Þá væru þau alltént sanngjörn. Þó myndu þessi laun einungis verða á bilinu 30—40 þúsund og því ekki nægja tíl ,að framfleyta vísitölufjölskyldunni sem nú þarf um 52 þúsund krónur á mánuði samkvæmt útreikningum Þjóðhagsstofnunar. Þess vegna er krafan um tvöföldun launa í raun- inni hófleg, algert lágmark. Við þor- um einfaldlega ekki að nefna hærri tölu. Þetta yrði vissulega nokkuð fjárfrek fjárfesting hjá ríkinu en hún er án efa hagstæðari en flest annað. Nú er nefnilega svo komið í heimin- um að það er þekkingin ein sem verður látin í askana." SS Ragnheiður Blöndal. 4 KARL- MENN í FÓSTRU- FÉLAGINU HP leit við á skrifstofu Fóstrufé- lags íslands og fregnaði eftir hljóð- inu úr þeim herbúðum. I Fóstrufé- lagi íslands eru rúmlega 550 félag- ar, þar af 4 karlmenn! Það var Ragn- heiður Blöndal sem sá okkur fyrir eftirfarandi upplýsingum. Fóstrur telja starf sitt stórlega vanmetið og að launin þurfi að stór- hækka hjá þeim eins og raunar öðr- um opinberum starfsmönnum. Röð- un í launaflokka er nokkuð mis- munandi eftir því hjá hvaða bæjar- eða sveitarfélagi er starfað. Hjá Reykjavíkurborg byrja fóstrur í 12. lfl. 2 þrepi með 15.011 kr. í mánað- arlaun. Þær hækka síðan um launa- flokka eftir, 1, 3, 6, 9, 13 og að lok- um 18 ár. Eftir 18 ára starf þiggur fóstra 19.092 kr. í mánaðarlaun. Fóstrur eru í hinum ýmsu starfs- mannafélögum og munu taka þátt í aðgerðum sinna félaga. Fóstrur hjá Reykjavíkurborg héldu fund í sum- ar og þar lýstu þær sig reiðubúnar til verkfallsaðgerða í haust. Fóstrur vilja að starf þeirra sé metið út frá menntun þeirra og þeirri ábyrgð sem starfinu fylgir. Launastaðan batnaði nokkuð eftir uppsagnirnar 1981 en nú er svo komið að staðan er enn verri en fyrir uppsagnir. Bág kjör í þessari starfsstétt hafa einkum þrennt í för með sér: 1. Það er oft mjög erfitt að fá fóstr- ur til starfa. 2. Menntaðar fóstrur sækja í aukn- um mæli í önnur og betur launuð störf. 3. Erfitt, og nánast ógerlegt, er að fá karlmenn í fóstrustörf. Ástandið er nú þannig að ekki verður við unað mikið lengur. Það sem er mikilvægast er að opinberir starfsmenn standi saman um kröfur sínar og fylgi þeim eftir með viðhlít- andi aðgerðum ef annað dugir ekki. SMÁNARKJÖR FLÆMA FÓLK ÚR KENNSLU Stjórnvöldum þykir ekki arðbært að fjárfesta í börnum og unglingum Kennarasamband íslands hefur ráðið sérstakan starfsmann í mán- aðartíma til að sinna upplýsingaöfl- un og kynningarstarfsemi í þeirri kjarabaráttu sem kennarar eru nú að leggja út í ásamt svo mörgum öðrum launþegum. Það er Valgerð- ur Eiríksdóttir sem hefur valist til starfans og henni var þó nokkuð mikið niðri fyrir þegar blaðamaður ræddi við hana á dögunum. „Það er mín persónulega skoðun að til þess að fá kennarastarfið ein- hvers metið þurfi kennarar að ganga úr stóru bandalögunum BSRB og BHM og sameinast í einu sterku félagi með sjálfstæðan samn- ings- og verkfallsrétt. Kennarar hafa mjög takmarkaða möguleika á yfirvinnu og því er út í hött að vera stöðugt að bera þá saman við hópa eins og lögreglumenn, þar sem þessu er öfugt farið. Nú er kennaramenntunin komin á háskólastig en launin hafa þó ekk- ert breyst. BEd prófið er þó fyllilega sambærilegt við BA próf frá HÍ. Forsendurnar eru nákvæmlega þær sömu, kennaraháskólanemar taka t.d. örugglega jafn há námslán og háskólanemar!" í spjallinu kom fram að byrjunar- laun kennara úr KHÍ eru nú skv. 15. flokki, ýmist 1. þrepi (15.843 kr.) eða 2. þrepi (16.968 kr.). Eftir 5 ára starf eru launin komin í 18.177 kr. og eftir 12 ára starf fær kennari með full réttindi laun skv. 18. flokki 2. þrepi, 19.474 kr. Byrjunarlaun rétt- indalausra kennara munu vera 14.141 kr. Það lætur nærri að 25% af nýráðnum kennurum úti á Iandi séu réttindalausir. — Er mikill hugur í kennurum núna? „Já, einkum hér á Stór-Reykjavík- ursvæðinu og næsta nágrenni. Kennarar munu styðja kröfu BSRB um 30% launahækkun og allt undir þessu marki er óhugsandi af hálfu kennara. Hækkunin þyrfti miklu fremur að verða 50%! Slík hækkun gæti hindrað flóttann úr stéttinni og orðið til þess að nýútskrifaðir kenn- arar færu ákveðið út í kennslu að námi loknu. í ár fara einungis 50% nýútskrifaðra kennara út í kennslu, þó þeir séu búnir að eyða þremur árum í háskólanám til starfans. Rausnarleg launahækkun myndi líka verða til þess að karlmenn sæktu meira í kennslu og kynjahlut- föllin yrði eðlilegri." — Munu kennarar fylgja þessum kröfum eftir af fullri hörku? Valgerður Eirlksdóttir „Kennarar eru reiðubúnir til þess. Þeir verða með í að nýta verkfalls- vopnið af fullri einurð ef til þess kemur. Ef kennarar fá ekki nægi- lega leiðréttingu í haust getur vel komið til fjöldauppsagna." — Veistu til þess að fólk hafi hætt kennslu og hafið önnur störf vegna iakra launa? „Ég veit með vissu að það er tals- vert um það. Við þekkjum dæmi þess að fólki býðst góð sumarvinna sem það heldur síðan áfram. Það er eðlilegt að fólk hverfi úr kennslu- störfum þegar því bjóðast allt að því helmingi hærri laun á almennum markaði, fyrir vinnu sem það þarf ekki stöðugt að taka með sér heim eins og er í kennslunni. Það er einn- ig rétt að það komi fram að oft er það besta fólkið sem fer fyrst, það er eftirsóttast." — Því er stundum haldið fram að kennarastarfið sé lítið annað en eilíf frí, t.d. 3ja mánaða sumarfrí, 20 daga jólafrí og 10 daga páskafrí. Hverju svararðu þessu? „Þetta hefur maður reyndar oft heyrt en þetta byggir á vanþekk- ingu. Kennarar teljast vinna af sér tvo af sumarmánuðunum. í kjara- samningum er vikulegur vinnutími grunnskólakennara reiknaður 45 2/3 klst. Þar af er viðverutími 32 1/2 klst. og undirbúningur 13 1/4 klst. Kennarar eiga svo að sjálfsögðu rétt á mánaðarlöngu sumarfríi eins og aðrir. Því má bæta við að kennurum er ætlað að sækja námskeið á sumrum." — Fáið þið ekki borgað sérstak- lega fyrir heimavinnu, yfirferð verkefna og annað þvíumlíkt? „Jú, það er að vísu rétt. Ætli það láti ekki nærri að sú upphæð sé að meðaltali um 800—1200 kr. hjá kennurum í fullri stöðu og þetta álag er einungis greitt í 9 mánuði. Það munar að sjálfsögðu eitthvað um þessa peninga en það væri þó mun eðlilegra að okkar mati að þessi vinna reiknaðist inn í föstu mánaðarlaunin. Útreikningurinn á þessum heimavinnugreiðslum er þannig að upphæðin er mjög mis- munandi eftir skólum og skólastigum." Þeir gömlu draugar sem ég hafði vakið upp í síðustu spurning- um, um eilíf frí og ófáar sporslur, höfðu mjög skerpt hljóðið í viðmæl- anda mínum, enda eflaust ekki í fyrsta sinn sem hún hefur þurft að mæta þeim fordómum er þar opin- berast. Valgerður Eiríksdóttir tók nú alfarið orðið og hélt því af rögg- semi til loka viðtalsins: „Þeir kennarar eru ófáir sem lagt hafa á sig mikla ógreidda auka- vinnu við að koma á nýjungum í skólastarfi og breyttum kennslu- háttum til að koma til móts við grunnskólalögin í landinu. Þegar ég tala um ógreidda aukavinnu á ég við öll þau kvöld og allar þær helgar sem fólk eyðir í að koma á fót ákveðnu starfi á skólastofunum og viðhalda því. Það vill oft verða þannig að kvöldin og helgarnar eru eini tíminn sem fólk hefur til sam- vinnu, því hvergi er gert ráð fyrir slíku inni á dagvinnutímanum. Leiðrétting á kjörum kennara eru okkur sem við þetta störfum mikið hjartans mál. Á þeim 12 árum sem ég hef starfað við kennslu hefur orð- ið gerbreyting til hins verra. Skýr- ingin virðist einfaldlega vera sú að stjórnvöldum þykir ekki arðbært að fjárfesta í börnum. Þessi skammsýni getur orðið ansi hreint dýrkeypt. Smánarkjörin flæma burt góða kennara og fæla frá gott fólk sem hefur menntað sig til starfans. Þeir sem þrjóskast við og sitja áfram þurfa að vinna umtalsverða auka- vinnu, ýmist við kennslu eða eitt- hvað annað, til að hafa í sig og á. Alit kemur þetta niður á gæðum kennslunnar, þjónustunni við yngri borgarana í landinu." Nú hafði Valgerður ekki meiri tíma til skrafs því hún þurfti að und- irbúa fund hjá BSRB sem haldinn var síðar um da^inn. Á þeim fundi var m.a. skipað T verkfailsnefnd. SS.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.