Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 6
KENNSLUMIÐSTÖÐ Að Laugavegi 166 í Reykjavík rekur Námsgagnastofnun svokall- aða Kennslumiðstöð. í Kennslu- miðstöðinni geta kennarar og raunar ýmsir aðrir fengið margháttaða þjónustu og er þessi starfsemi nýlunda hér á landi. í Kennsiumiðstöðinni hafa kenn- arar aðgang að safni handbóka, kennslubóka, verkefna, myndefnis o.fl. námsgagna í ýmsum þeim námsgreinum sem kenndar eru í grunnskólum. Leiðbeint er um val á kennslutækjum og veittar hagnýtar leiðbeiningar um notkun þeirra. Þá er í miðstöðinni aðstaða fyrir kenn- ara til að búa til eigin námsgögn; verkefni, glærur og skyggnuflokka. Loks má nefna að verið er að koma á fót svokölluðum hugmynda- banka, en það er safn heimatil- búinna verkefna sem safnað er saman í því skyni að þau nýtist sem flestum. Aðsókn að miðstöðinni er mikil og fer vaxandi. Sem dæmi má nefna að árið 1983 skráðu um 5000 manns nöfn sín í gestabækur, en kennarar á grunnskólastigi munu alls vera um 3500. Þá má nefna að s.l. skólaár var efnt til fjölmargra sýninga og kynn- — forvitnileg 'starfsemi inga á námsgögnum og kennslu- tækjum og ýmsum nýmælum í kennsluháttum. Umfangsmestar voru annars vegar sýning á tölvum og tölvubúnaði fyrir skóla og hins vegar sýning á námsefni og hjálpar- gögnum fyrir fötluð börn og nem- endur sem eiga við námsörðugleika að stríða. I tengslum við sýningar hefur verið efnt til fyrirlestra, fræðslufunda, umræðufunda, kvik- myndasýninga og námskeiða um viðkomandi efni. Þessi þáttur í starf- semi Kennslumiðstöðvarinnar er rekinn í samvinnu við fjölmarga að- ila; námsstjóra, Kennaraháskóla ís- lands, fagfélög kennara og fyrirtæki. Um þessar mundir er verið að undirbúa vetrardagskrána. Þar verður margt forvitnilegt á seyði. í september verður dagskrá þar sem leiðbeint verður um plöntu- og nátt- úruskoðun, ræktun í skólastofu og umhverfisfræðslu. I nóvember verður dagskrá þar sem leiðbeint verður um tónmennt- ir, söng og leiki og þýðingu þessa í uppeldi og námi. I mars á næsta ári er stefnt að sýn- ingu og dagskrá, sem helguð verður börnum og bókum og málefnum skólasafna. Vetrardagskránni lýkur síðan með sýningu á myndböndum og myndbandaefni fyrir skóla og verð- ur hún í Kennaraháksóla Islands 1.—4. júní 1985. Auk þessa mun Kennslumiðstöð- in í vetur bjóða upp á nokkur stutt námskeið um námsgagnagerð. Kennslumiðstöðin er opin dag- lega frá 13.00—18.00, mánudaga til föstudaga. Þangað eru allir vel- komnir; kennarar, kennaranemar, foreldrar og aðrir þeir sem vilja fræðast um námsgögn og kennslutæki. ÚRVALIÐERÚVÍÐAMEIRA Vanti þig skólabækur, skólatöskur, ritföng eða hvað annað sem að gagni kemur við námið þá ertu á réttum stað hjá okkur. Bókabnð LMÁLS &MENNINGAR J LAUGAVEG118-101 REYKJAVÍK SÍMAR: 24240 - 24242 Kennarar þurfa mikið að tala og vegna þess að þeir eru mannlegir kemur alloft fyrir að þeir mismæli sig eða víxli orðum og stöfum. Ótelj- andi sögur eru til af slíku og hér kemur ein af nöturlegasta tagi: Virtur og vandaður kennari við framhaldsskóla í Reykjavík ætlaði sér að láta nemendur vinna að ákveðnu verkefni í hópvinnu og hafði gefið nemendum frest til að undirbúa sig. Þegar í ljós kom að ein stúlkan var gersamlega óundirbúin rann kennaranum í skap og honum var mikið niðri fyrir þegar hann sagði: Fyrst þú hefur þig ekki í að undirbúa þig sæmilega geturðu bara reynt að hundskast upp á bókasafn og reynt að bíta þar í lók.! Oftlega gætir mikils ósamræmis í kjarasamningum, svo er einnig með samninga BHM. Meðallaunaflokkur kennara er um 5 Iaunaflokkum lægri en meðallaunaflokkur ann- arra ríkisstarfsmanna innan Banda- lags háskólamanna. Þessi mikli munur verður einkar skondinn þegar hann er skoðaður í ákveðnu ljósi. Ef einhver þeirra BHM félaga sem venjulega raðast fimm launaflokkum ofar en kennar- ar, t.d. verkfræðingur, ætlar út í kennslu verður hann að bæta við sig heils árs háskólanámi í uppeldis- og kennslufræðum. Eftir þetta við- bótarnám getur verkfræðingurinn hafið kennslu, ef hann bara sættir sig við að lækka um 3—6 launa- flokka! Kennari nokkur hugðist fá sér vel launaða vinnu á dögunum. Hann sá auglýst starf framkvæmdastjóra í litlu einkafyrirtæki sem myndi henta honum ágætlega, m.a. vegna starfsreynslu hans. Hann sótti því um starfið. í auglýsingunni voru umsækjend- ur beðnir um að setja fram launa- kröfur sínar. Kennarinn var nú ákveðinn í að vera virkilega harður og töff og fór því fram á tvöföld kennaralaunin sín, um 38.000 kr. Skömmu síðar var hringt í hann og honum boðið starfið. Kennarinn þáði að sjálfsögðu og var alveg him- inlifandi. Eitthvað dró þó úr drýldn- inni þegar hann frétti að það hefðu fyrst og fremst verið hófsamar launakröfur hans sem gerðu útslag- ið. Sá umsækjandi sem kom næstur honum vildi nefnilega fá um 70.000 kr. Svona er peningamatið brengl- að. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.