Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 7

Helgarpósturinn - 30.08.1984, Blaðsíða 7
I HVAÐ ER NÝTT Á SKÓLABÓKAMARKAÐI Fulltrúar forlaganna hafa orðið Það er ótölulegur fjöldi bóka í brúki í hinum ýmsu skólum landsins eins og gefur að skilja. Stöðugt eru gefnar út nýjar bækur en margar verða þó ansi lífseigar. Þess eru dæmi að grunnskólanemar séu að lesa bækur í dag sem voru orðnar úreltar fyrir tugum ára. Náms- gagnastofnun er langstærsti bóka- útgefandinn á skólamarkaðinum. Sú stofnun þarf eins og svo margar aðrar að búa við stöðugt fjársvelti og gengur því illa að bæta úr brýn- um skorti. Þegar svo eru teknar djarfar ákvarðanir um myndarlegt átak í ýmsum greinum er eins víst að afturhaldsöflin rísi upp á aftur- lappirnar, líkt og gerðist með sam- félagsfræðina á s.l. vetri. Mörg einkafyrirtæki berjast um fram- haldsskólamarkaðinn, enda geta skólabækur verið ærið feitir bitar; nægir þar að nefna sígild rit eins og Njálu. Kennarar í hinum ýmsu .greinum hafa á síðari árum reynt að hafa aukin áhrif á útgáfupólitíkina og er það vel. Fagkennarafélögum vex einnig stöðugt fiskur um hrygg og þau hafa mörg hver tekið upp samvinnu við útgáfufyrirtæki. Þessi þróun er að mínu viti af hinu góða og ætti í tímans rás að útrýma sér- viskunni og stefnuleysinu sem um of hefur markað skólabókaútgáfu á liðnum árum. HP hafði samband við ýmis bóka- forlög og falaðist eftir fréttum um nýjar bækur til skólanota. Mál og menning Silja Aðalsteinsdóttir var kampa- kát yfir afrekum M&M á skólabóka- sviðinu nú í haust; 5 bækur eru á leiðinni. Fyrst nefndi hún afrakstur- inn af smásagnasamkeppni Sam- taka móðurmálskennara á s.l. ári. Sá hluti sagnanna sem kemur út nú á næstu dögum er einkum ætlaður unglingum. Bókin ber heiti verð- launasögu Olgu Guðrúnar Árna- dóttur, Vertu ekki með svona blá augu. Aðrir höfundar eru m.a. Jón Dan, Ólafur Haukur, Andrés Indriðason, Elías Snæland Jónsson og Guðjón Sveinsson. Þessi bók ætti að koma í góðar þarfir þar sem til- finnanlegur skortur hefur verið á vönduðu unglingaefni fyrir skól- ana. Sögur úr sömu samkeppni ætl- aðar börnum munu koma út næsta haust. Þá kemur út Líffræði fyrir fram- haldsskóla. Bókin er eftir Englend- inginn Colin Clegg og alls munu um 20 líffræðikennarar hafa unnið að þýðingu bókarinnar, en ritstjórn var í höndum tveggja líffræðinga og eins íslenskumanns. Jarðfræði Þor- leifs Einarssonar kannast margir við. Sú bók kemur nú út í 5. útgáfu, breytt og endurskoðuð. Eitt bók- menntakver M&M bætist í safnið. Það er eftir Silju Aðalsteinsdóttur og fjallar um barnabækur og tekur fyrir helstu greinar þeirra, s.s. ævin- týri, dæmisögur, myndabækur, teiknimyndasögur og skáldverk. Kverið er í raun drög að námskeiði í þessari bókmenntagrein. Að lok- um nefndi Silja að Edda Snorra Sturlusonar kæmi út í nýrri útgáfu sem Heimir Pálsson hefur búið til prentunar. Þessi útgáfa er liður í stóraukinni kiljuútgáfu sem forlagið er að hefja og bókin mun verða mjög ódýr. Bjallan Fríða Haraldsdóttir tjáði okkur að þær í Bjöllunni kæmu út með tvær bækur í ár. Önnur er Þjóðlífsmynd- ir, sem hefur að geyma myndir úr gömlum ferðabókum og birtir þannig menningarsögu þjóðarinnar í hnotskurn. Árni Björnsson þjóð- háttafræðingur samdi textann og valdi myndir ásamt Halldóri Jóns- syni Ijósmyndara Þjóðmynjasafns. Þessi bók ætti að nýtast við kennslu í samfélagsfræði, einkum í efri bekkjum grunnskóla. Þa gefur Bjallan út frægar drauga- sögur sem Þorsteinn frá Hamri hef- ur þýtt. Meðal höfunda eru H.G. Wells, Bradbury og Edgar Allan Poe. Þorsteinn bætir einnig við nýj- um íslenskum draugasögum. ísafold Leó Löve tjáði okkur að forlagið gæfi nú út tvær nýjar kennslubæk- ur. Það er norsk stærðfræðibók (Mathematikk 2MN) er Halla Björg Baldursdóttir þýðir og Efnafræði eftir þau Sigríði Theódórsdóttur og Sigurgeir Jónsson sem bæði kenna við MH. Þessar bækur eru báðar ætlaðar til framhaldsskólanota. Idunn Sigurður Ragnarsson tjáði okkur að forlagið gæfi nú út tvær nýjar bækur til skólanota. Gagnavinnsla og tölvukynni er ný bók eftir Stefán Briem. Þetta er almennt rit fyrir byrjendur í tölvunámi og það verð- ur einkum notað í framhaldsskól- um. Þá kemur 10. smáritið í ritröð KHÍ og lðunnar. Það ber heitið Nokkrar hugmyndir um móður- málskennslu fyrir byrjendur og er eftir Þóru Kristinsdóttur. Móður- málskennurum ætti að verða feng- ur í þessu riti sem sett er fram á kennslufráeðilegan hátt. Auk þessa mun vera nokkuð um endurútgáfur hjá lðunni sem nú státar af um 100 titlum námsbóka. Idnskólaútgáfan Þetta er vaxandi fyrirtæki sem heldur hljótt hefur verið um á und- anförnum árum en fékk byr undir báða vængi"Við tilkomu fjölbrauta- skólanna. Björn Bergsson, fráfar- andi framkvæmdastjóri, sagði að forlagið hefði nú þegar gefið út um 80—100 titla sem flestir væru fil sér- hæfðra iðnskólanota en stöðugt væri gefið út meira af bókum til almennra framhaldsskólanota. Hér á eftir fylgja þær helstu er Björn nefndi: Eðlisfræði eftir Kollerud og Myg- land í þýðingu Sigurðar Guðna Sig- urðssonar. Bókin er ætluð í byrjunaráfanga í eðlisfræði og henni fylgir tilraunakver. Ritgerðir eftir þá Baldur Sigurðsson og Hjálmar W. Árnason geymir fjölda smárra ritæfinga og leiðbeiningar um alls slags ritgerðasmíð, t.d. heimildaritgerðir. Þessi bók er einkum ætluð í byrjunaráfanga í íslensku á framhaldsskólastigi. Bókfærsla 102—103 eftir Bernharð J. Kristinsson, Sigríði Bílddal og Valdísi Tómasdóttur. Líffræði fyrir byrjunaráfanga í framhaldsskólum sem á ensku heitir Biology — a modern introduction. Það eru líf- fræðikennararnir Hannes Þor- steinsson og Ólafur Hjörtur Sigurjónsson sem þýða. Þa kemur út bók um forritun á Apple tölvur eftir Sigurð Richardsson og þrjár stærðfræðibækur, 1. hefti, 2. hefti A og 2. hefti B, sem allar eru eftir Sigurð Guðna Sigurðsson Námsgagnastofnun Þessi stofnun gefur að sjálfsögðu út fjölda bóka í ár sem endranær þótt flestir geti verið sammála um að gera þurfi mun betur við þá stofnun ef allt námsefni á að stand- ast kröfur tímans. Ragnar Gíslason vildi einkum nefna tvær nýútkomn- ar bækur sem ættu að vekja áhuga almennings. Önnur heitir Lífið fyrir fæðingu og er unnið upp úr sam- nefndum skyggnuflokki sem Breska náttúrufræðisafnið lét gera. Hrólfur Kjartansson og Stefán H. Brynjólfsson þýddu bókina. Lífið fyrir fæðingu er litprentuð og í handhægu broti, alls 48 síður. Bók- in nýtist bæði skólanemum og al- menningi og á erindi til allra þeirra sem vilja vita hvað gerist þegar fóst- ur vex og þroskast og verður að full- burða barni. Hin bókin heitir Mats- atriði, nánismat og áhrif þess og er eftir Derek Rowntree. Stefán Jök- ulsson íslenskaði. Bókin er einkum ætluð kennurum og kennaranem- um en á erindi til alls áhugafólks um uppeldis- og skólamál, enda varpar höfundur fram mörgum áleitnum spurningum varðandi nám og kennslu. Forlagið Það er hið nýja forlag Jóhanns Páls Valdimarssonar sem ber hið látlausa nafn hér að ofan. Jóhann Páll tjáði HP að Forlagið væri með tvær bækur til skólanota. Á næstu dögum er væntanleg skólaútgáfa af Önnu frá Stóruborg eftir Jón Trausta, með formála, ritaskrá, ætt- artöflum, tímatali og orðskýring- um. Það eru þær G. Svandís Sig- valdadóttir og Heiðdís Þorsteins- dóttir sem sáu um útgáfuná. Þær tóku einnig saman kennsluhefti fyr- ir kennara, þar sem fjallað er um söguna, gerðar uppástungur um verkefni o.fl. Áætlað er að Anna frá Stóruborg verði eitt þeirra verka sem nemendur í 9. bekk geti valið að lesa. Um áramót er síðan væntanleg fornbókmenntasaga eftir Heimi Pálsson. Heimir hefur áður gefið út bókmenntasögu frá siðaskiptum til nútímans, Strauma og stefnur og fornbókmenntasagan mun ná til siðaskipta. Þannig hefur Heimir full- komnað verk sitt. Allt til skólans Bókabúð Fossvogs Efstalandi 26, s. 686145 HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.