Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 29

Helgarpósturinn - 04.10.1984, Blaðsíða 29
hangikjöti. Þá gerði frú Herdís greindarlega uppgötvun: Augnsvipurinn breytist eftir því hvað étið er. Trjálauf heimskar en hangikjöt vitkar. Og svo er ekki sama hver étur. Það mundi hún. Það var mikill munur á séra Böðvari og umrenn- ingnum Pétri er þeir söddu sig. Samt voru þeir báðir hugsunar- lausir við að háma í sig. Ekki bar á öðru. Hana-nú. En gíraffinn var ekki það hugs- unariaus að honum væri ókunnugt að ýmislegt er hæðbannað í þessu landi, eins og það að hafa lús, eftir að hinn heilagi Lúsahirðirinn mikli dáleiddi með ádeilu óværð úr höfði landsmanna, líkt og hinn sæli Fransis heillaði fuglana, og leiddi lýsnar fyrir björg. Gíraffinn sór sig í ætt við dýrin, hann gaf skít í allt og hugsaði: Mér er hundsama þótt refsing liggi við að éta laufin af Kvakatrján- um við Laugaveginn; ég ét þau samt. Og þó grunar mig að gíraffar séu líka bannaðir hér eins og hundarnir. Já, það er mikið og réttlátt gíraffabann héma, sagði frú Herdís og las í huga dýrsins samkvæmt lestrarkunnáttu sem gætir hjá hjarðþjóðum. í kirkjuveldum kunna trúaðir fuglamál. O það er nú svo í sálinni. Grunur hins hávsuma dýrs reyndist réttur. Svo fór frú Herdís eldd með neitt fleipur fremur en fyrri daginn. Gíraffahald er strang- lega bannað. Það stafar af því að kúkurinn úr gíröffum er keimlíkur döðlum. Kraikkar gætu villst á hon- um og döðlunni með sínu dísæta aldinkjöti og étið hann. Svo er kúk- urinn líka með steini. Þannig að þessi kúkur villir á sér heimildir. Þetta vissu heilbrigðisyfirvöldin. Hjá þeim "starfa tveir sérfræðingar við það að þefa uppi gíraffakúk og koma í veg fyrir hann. Frú Herdís hafði enga hugmynd um cilla fræð- ingana. Hún var frá tímum herra doktoranna, séranna og herra læknir, að faktorunum ógleymd- um. (í þessum svifum fer til dæmis fram hjá henni að nú fer blaðburð- arfræðingur fram hjá henni.) Hún var samt komin með hneykslunar- svip, og þá tók gíraffinn þannig til máfs og mælti: Kæru nöfnur og kæra föður- láusa barn, sem komst án snerting- ar við karlmann úr móðurkviði, varið ykkur á kúknum úr mér. Samt kynni hann að fela óskasteininn. Nú-nú, sagði frú Herdís. Erum við þá aftur komin til hans frá óskalöndunum í vestri og austri. Kannsk’ann sé þá að finna í kúkn- um? En krakkinn sem var af enn óuppvaxinni kynslóð vildi endi- lega fá allt sem bannað er. Hann var fyrsta bamið í heiminum sem vildi það. Svo frægðarorðið blasti við honum, að minnsta kosti á þessu sviði. Þannig að krakkinn vildi fá kúkinn strax og vita hvaðan ósköpin koma. Hann hefur þá verið vísindalega þenkjcindi í þokkabót og viljað kynnast uppruna og eðli hlutanna. Þangað sækir eðlið sem óskasteinninn er. Frú Herdís fussaði. Á hennar tíð kom andskotinn með kúkinn, kölski blés með fúlum munni úr rassi fátæklinganna. Sjálf var hún saurlaus og mat allt séð frá þeim saurlífisskorti sem ríkir hjá álfum, einkum álfkonum, sem þó geta orðið ófrískar af mannavöldum. En þeir kcirlmenn verða að vera svo harðir að þeir geti gengið í grjót. Og flestir eru of linir til þess í lim- unum sínum. Uss og það held ég nú. Gírciffinn hló hátt og skokkaði spottakom frá krakkanum og frú Herdísi og nöfnu hennar á tuttug- ustu öldiryii. Hann hristi snjóinn af Kvakatrjánum og laufið bráðnaði í munni hans eins og ljómandi aug- lýsing. Síðan mælti hann með lauf á tungunni: Langar ykkur að sjá undur al- heimsins og endalok hins fagra og góða. Vitaskuld, svaraði krakkinn og reyndi að vanda málfar sitt, miklu fremur en hegðun. Enda hafði þessi krakki haft fyrir sið að hlaupa á eftir mömmu sinni og jafnvel konum úr Kvennahreyf- ingunni sem komu sem gestir. Krcifa hans var að sjá hvað kæmi úr þeimþegar fariðerá klósettið.En allar læstu vandlega að sér, meðan krakkinn hamaðist á hurðinni. Konumar komu uppþembdar út af því. Hamagangur krakkans á hurð- inni hleypti innyflunum í hnút og hafði fram úr hófi herðandi áhrif. Mamma hans kallaði þá langdreg- ið, ef hún læsti sig inni: Soo-na, leyfðu henni mömmu að létta á sér andartak. Aðeins einu sinni hafði krakkinn fengið að halda um hcinn á manni og þá kom mamma hans æðandi og sagði: Er ekki nóg að þú nauðgaðir mér, og ætlarðu nú líka að gera son minn að homma? Krakkinn sagði frú Herdísi frá undrinu og hún fussaði og sagði: Þetta er allt í lagi hjá dýrum en ósiðir hjá fólki. Ég hélt að mennt- unin hefði unnið bug á þessu? Nokkrir gammar flugu nú yfir hinn mikla Laugaveg og gíraffinn sperrti eyrun. Fallegi skrokkurinn titraði ósjálfrátt jægar hýenur komu út úr barnafataverslun. Þær voru þannig á svip að auðsætt var að ætlunin væri að tæla böm til sín með ókeypis bleyjubuxum. Hópur af skríðandi ungbömum kom á fjórum fótum niður gang- stéttina, með snuðið lafandi úr munninum, óð snjóinn og rétti fram feitar hendur. Hýenumar rifu þau þá í sig með stórum tönnum í öllum regnbogans litum. Það er svo miklu ánægjulegra að éta ungböm með marglitum tönn- um en hvítum, sögðu þær kisuleg- ar. Blóðið lak niður hinn fjölfarna Laugaveg, og sléttuúlfamir gægð- ust upp úr jólabókaflóðinu í bóka- búðunum og sáu hýenumar og fóru að kíma yfir hvað þær vom lágfættar að aftan, með skottið milli fótanna, hræddcir en gráðug- ar. Sjálfir vom sléttuúlfamir háfætt- ir að ciftan svo þeir hlypu hraðar. Frú Herdís skellti sér á lær yfir dýralífinu á Laugaveginum, en gíraffinn spurði hvert væri komið sögunni, þegar úlfamir og hýen- umar höfðu hlaupið burt. Við vorum að velta kúknum fyrir okkur og hvaðan hann bærist inn í líf mannsins, svaraði krakkinn og frú Herdís hugsaði að honum væri nær að velta guðsorðinu fyrir sér og hvort heimasætan Margrét væri orðin þunguð eftir séra Pál og allt væri óljóst með arf hjónanna í Kví, því bræðumir börðust um hann. Frúin sagði þess Vegna með sjálfri sér að ekki veitti af nýrri Selmu- Lagerlöf-fæðingu á Norðurlöndum og nýjum skandinavískum boð- skaparcmda og heimatrúboði. Hún var ekki sammála því að fræðsla um gildi reiðhjóla, stundun heimaræktunar á lauk eða félags- leg meðvitund gæti leyst andann af hólmi. Hún saknaði hans, þegar hvert mannsbam ræddi ekki um annað en siðferðislegt vandamál séra Páls, sem hugsaði ekkert um fátæklingana en talaði nógu þrum- andi í kirkjunni, milli þess sem hann þreif til kvenna í erfisdrykkj- um og varð síðan andskotanum að bráð, froðufellandi á hesti sínum. Frú Herdís sagði nöfnu sinni að það þýddi ekkert fyrir hana að bjóða sér boðskap Kaldhæðna hnefans, fræðslu í meðferð tánna, um sameignaranda á sviði tölv- unnar og frjálshyggju. Hitt viðurkenni ég, og hef það frá Sigrid Undset, að eftir að víking- arnir fóru úr víkingahamnum ganga þeir sem berserkir í trú- boðsham um heiminn, sagði frú Herdís við Selmu Lagerlöf í hugan- um, og Selma kvað sama andann ríkja enn. Gíraffinn varð þá hugsi um stund, en tók síðan til máls, fullur af sannleiksást á svörtu og hvftu. Dýrin vita hvaðan kúkurinn kemur. Reynið ekki að halda kúkn- um leyndum fyrir baminu. Og nú skal ég sýna þér sannleikann. Að svo mæltu sneri gíraffinn aft- urendanum í krakkann og frú Her- dísi og nöfnu hennar í nútí'ma- mynd. Þá bað frú Herdís guð að hjálpa sér en Selma Lagerlöf lokaði augunum og mikil miskunn skein úr svipnum. Guð hlýtur að hafa bænheyrt frú Herdísi. I sömu svifum var dregið fyrir búðargluggann og móðirin sagði við krakkann að hún kæmist ekki inn. Krakkinn ætlaði þá að tryllast. Gíraffinn verður þá búinn að kúka, sagði hann. Móðir hans sussaði og hvíslaði: Nei, þeir eru svo siðuð dýr. Hann bíður fram yfir jól. Frú Herdís lofaði guð fyrir að hún þyrfti ekki að vera lengur í nú- tí'masögu. Nú gat hún horfið hljóð- lega aftur inn í bókina sína um hið fagra dalalíf, með sinn fagra boð- skap um að allt væri í stakasta lagi þótt dætur presta yrðu ófrískar eft- ir unnustann sinn sem hvarf til langs og erfiðs náms í Kaupmanna- höfn. Hann kæmi ciftur á hesti og fengi gott brauð og undan honum kæmi ættstofn sem æti alltaf með jöfnum hraða gegnum aldimar, hvorki of mikið né of lítið, og nú undir ströngu eftirliti næringar- efnafræðinga. Vesalings frúin mundi ekki al- mennilega í hvaða bók hún var, úr hvaða huga hún væri ættuð. En henni líkaði best lífið eins og það var. Hún fann stöku sinnum fyrir einhverjum upphöfnum anda í brjóstinu, síðan ruglaðist hann í höfðinu, hún fékk kveisu, missti matarlyst og áttaði sig á lífi sínu tvisvar á öld. Hún var sönn alþýðu- manneskja, sein að skilja, með langlundargeð; en með sinn upp- hafna anda í brjósti bar hún fram magála og súrsaða hrútspunga fyrir séra Pál og alla hina bráð- gáfuðu Hólsætt, þegar heimasæt- an kom heim um helgar og öll ætt- in fór ríðandi um hóla og haga og leit inn og ofan í tunnumar og boll- ana. Já, hún hafði átt marga sælu- stund þegar höfðingjamir riðu í hlað og átu hana út á gaddinn. Þá hjarnaði hún bara við,á þeim tíma þegar öldin var önnur en engu að síður söm og jöfn við sig. Sei-sei. Einu sinni fremur en aldrei komst frú Herdís að þessari niður- stöðu, ef niðurstöðu má kalla, meðan hún húkti í plastpoka konu sem leiddi krcikka sem vildi eignast gíraffa sem stóð í glugga sem vissi út að athyglinni. Nafna frú Herdísar var að skila henni eftir útlán í bókasafnið, þar sem þessi saga fær eflaust að dúsa í einu eintaki sem enginn fær að láni og verður að kúra á grind með Nýútkomnar bœkur, sem dugar samt ekki til. Hún fer aldrei úr grindinni heldur verður elliær þar, auðvitað sáröfundsjúk yfir hvað mörg eintök af Dalalífi streyma fram hjá henni ofan í plastpoka og heilapokann á húsmæðmm. Og hún á það skilið. O-sei-sei-já- og hana-nú og kuku. ÞETTA HENTI Á FÖSTUDAGINN VAR

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.