Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 2
FRETTAPOSTUR 1 Kjarasamningur prentara ■ Félag bókagerðarmanna og prentsmiðjueigendur undirrituðu I kjarasamning á mánudag. Að fengnu samþykki félagsmanna var verkfalllnu síðan aflýst og hafði það þá staðið í 6 vikur. Samningur- inn felur í sér 10% haekkun launa strax, þrjár áfangahækkanir til 1 ársloka 1985 auk krónutöluuppbóta tvívegis á samningstímabil- . inu. Eru þessar kauphækkanir metnar á bilinu 17—20%. Vinna hófst þegar i prentsmiðjunum og fóru dagblöðin að berast á þriðju- dag. | VSÍ býður ASÍ kjarabætur eftir skattaleiðinni Á þriðjudagskvöld gerði VSÍ fimm landssamböndum launþega tilboð um nánast 11% beinar launahækkanir þ.e. 6,1% við undir- ’ ritun og flokkatilfærslur um annað eins í kauphækkunum á samn- • ingstímabilinu. Auk þessa verði skattar og útsvar lækkaðir á næsta ári um 1.400 millj. króna sem forsvarsmenn VSÍ segja að byggi á fyrirheiti ríkisstjórnarinnar. Þetta er talin vera úrslltatilraun I þeirra sem vilja fara skattalækkunarleið í samningum og stilla I kauphækkunum í hóf. Stjórnarsamþykkt um skattalækkanir Á miðvikudag gerði svo ríkisstjórnin formlega samþykkt um að i lækka tekjuskatt á næsta ári um 1100 milljónir króna og beita sér | fyrir útsvarslækkunum einnig, til að greiða fyrir kjarasamning- um. Landssamböndin 5 samþykktu svo samdægurs að ganga til við- P ræðna við atvinnurekendur á þessum nótum með ákveðnum skil- • yrðum, s.s. um að kaupmáttur verði aldrei lakari en á síðasta árs- I fjórðungi ’83. | Launastefna stjórnarinnar brostin • í yfirheyrslu HP, fimmtudag, viðurkennir forsætisráðherra að | launastefna stjórnarinnar frá því í september sé brostin en þó telji I hann að hægt verði að halda verðbólgunni í skefjum og ná verð- bólgumarkmiðum í lok næsta árs, sem miðast við 10% eða minna. ■ Xíðindalítið hjá BSBB og ríki , Enginn samningafundur hefur verið boðaður i deilu BSRB og rik- I isins síðan viðræðum lauk á miðvikudag. Er talið að menn bíði til að sjá hverju fram vindur í samningum VSÍ og Landssamband- I anna. Meginkröfur bandalagsins hafa verið, auk launahækkunar, I að kaupmáttur verði tryggður á einhvern hátt. Ríkið hefur haldið sig á nótum Reykjavíkursamninganna sem felldir voru um helgina. I Forsætisráðherra hefur lýst því yfir að kaupmáttartrygging komi 1 alls ekki tíl greina. | BSBB sendir þingmönnum bréf Stjórn BSRB sendi þingmönnum bréf s.l. þriðjudag þar sem mót- mælt er harðlega framkvæmd fjármálaráðherra sem fram komi í þremur bréfum hans til bandalagsins og forstöðumanna ríkis- I stofnana vegna meintra lögbrota starfsmanna í verkfallinu. telur I stjórn BSRB að með þeim sé stefnt að því að afnema þau mannrétt- indi og lýðfrelsi sem íslenskt þjóðfélag byggir á. Er skorað á þing- I menn að skoða hvort framkvæmdavaldið stefni að afnámi réttar- ríkis á íslandi. I Átök í verkfallsvörslunni Töluverð spenna hefur ríkt á verkfallsvöktum BSRB við skipaaf- I greiðslur. Eru dæmi um líkamleg átök og meiðsl á mönnum. Eim- I skipafólag íslands krafðist lögbanns á þessar aðgerðir en Borgar- dómur kvað upp þann úrskurð að lögbann vegna verkfallsaðgerða ] við Urriðafoss á Grundartanga nái ekki fram að ganga. Eimskip 1 hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. | Hjólin fara aö snúast hjá bæjarfélögum Fjölmörg bæjarstarfsmannafólög hafa staðfest aðalkjarasamn- I inga sem gerðir hafa verið við bæjarstjórnir víðsvegar um landið. • hefur verkföllum því verið aflýst á þessum stöðum. Á öðrum stöð- ■ um s.s. í Reykjavík hafa samningar þó verið felldir og verkfall haf- ist að nýju með tilheyrandi þjónustustöðvun. Samþykktir samn- ingar eru um langtum hærri kauphækkanir en sáttatillagan hljóð- | aði upp á. Samningur á ísafirði gefur t.d. 23% kauphækkun plús I kauptryggingu. | Áfengis- og tóbaksskortur • Vegna verkfalls BSRB er nú tekið að gæta tóbaksskorts í verslun- • um og veitingahús eru aö verða þurrausin af áfengi. Hafa menn | uppi ýmsar tilraunir til að komast yfir þessi neysluefni en vita fá ráð til að bjarga sér úr neyðinni. Verkfallið hefur þó haft fjölmargar alvarlegri afleiðingar og með- I al þeirra er stórfjölgun innstæðulausa og falsaðra tékka í umferð. | íþróttir Sex fyrstudeildarlið í knattspyrnu hafa þegar ráðið sér þjálfara I fyrir næsta sumar. 1 Dagblöðin hafa verið að velja knattspyrnulið og leikmenn sum- • arsins 1984 og ber þeim flestum saman um að Bjarni Sigurðsson ÍA I eigi skilið titiiinn Leikmaður íslandsmótsins ’84. Tréttapunktar • • Samkv. nýrri skoðanakönnun DV er ríkisstjórnin komin í ' minnihluta meðal kjósenda. Bandalag jafnaðarmanna og Kvenna- | listinn auka fylgi sitt en Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur tapa. • Veitt hefur verið undanþága til að afgreiða sovésk bensín- og I oliuskip. Er þar með komið í veg fyrir yfirvofandi skort á þessum I vökva. • Blaðamenn hafa boðað verkfall frá og með 28. október. | • Slys hafa verið óvenju tið undanfarið og hafa tíu manns látist í I slysum á rúmum mánuði. • Talsmenn frjáls útvarpsreksturs segja rúmlega 10 þús. manns I nú þegar hafa skrifað sig á undirskriftalista til stuðnings stofnun- • ar fréttaútvarps af þeirri tegund sem útvarpaði ólöglega í verkfall- I inu. • Rúmlega 60 þúsund lestir af loðnu eru nú komnar á land. Mark- aðsverk loðnuafurða er mjög lágt um þessar mundir. I • ísal vanreiknaði sér tekjur um 326 milljónir króna fyrir árið • 1983, sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra á Alþíngi í vik- . unni. • 500—600 milljónir vantar upp á það sem áætlað var að færi til 1 húsnæðlslánakerfisins af lánsfjárlögum í ár. 1 Stöðuveitingar Markús Örn Antonsson hefur verið skipaður útvarpsstjóri frá og I með næstu áramótum. , Andlát Látinn er Árni Þórðarson fyrrverandi skólastjóri Hagaskóla, og 18. október s.l. lést Kristján Eiríksson hæstaréttarlögmaður. 2 HELGARPÓSTURINN Vídeófár í verkfalli ☆ Hvar gerir þjóö þegar svo er komið fyrir henni aö jafnvel löggan fer í mótmælagöngu, en fjölmiölar lognast út af vegna verkfalla? Svarið er í raun tvíþætt eins og spurning- in: Þjóöin þverskallast við aö taka lög og reglur í sínar hend- ur-hins vegarhorfirhún þeim mun meira á vídeó. Mánu- daginn 1. október skrúfuðu út- varpsmenn og sjónvarps fyrir útsendingar stööva sinna. „Klukkan fimm mínúturfyrir tíu þann mánudagsmorgun voru vídeótækin hjá okkur uppseld," sagði starfsmaður hjá Gunnari Ásgeirssyni þegar HP spurðist fyrir um þessi mál nú fyrirskemmstu. í sama streng var tekið hjá hverri ein- ustu verslun sem höndlar með vídeótæki og við snerum okkur til. „Strax og útvarp og sjón- varp lokuðu,“ sagði af- greiðslumaður hjá Fálkanum, „var gert áhlaup á vídeó- birgðir okkar; á þriðjudags- eftirmiðdegi vorum við orðnir þurrir. Við stóðum því miður ekki vel að vígi með lager, heldur eigum við töluvert magn í tolli.“ Hjá Heimilis- tækjum fengust þær upplýs- ingar að þar hefði náðst sala á vídeótækjum svo tugum skipti, en þó hefði verið hægt að selja miklu meira ef birgðir tækin sjálf seídust upp, heldur jókst sala á litsjónvarpstækj- um einnig mjög mikið; að sjálf- sögðu er einungis horft á vídeó í lit. Fyrir utan allt þetta urðu hinar ólöglegu útvarps- stöövar sem skutu upp kollin- um í verkfallinu valdar að því að skyndilega var látið greipar sópa um útvarpstæki sérstak- lega næm fyrir FM-rásum. Upplýsingasvelti og auðir skjáir eiga greinilega ekki upp á pallborðið hjá þessari þjóð. Lesendum er annars látið eftir að draga nokkurn siða- lærdóm af ofansögðu ef þeir kæra sig um...* hefðu verið nægilegar. I Nesco var svarið: „Vídeó- tækin voru uppseld hér fyrir helgi, ætli ekki hafi farið yfir þrjátíu á dag; að minnsta kosti seldust meira en hundrað tæki á fáum dögum.“ Og í Sjón- varpsbúðinni: „Við eigum eitt beta-tæki til í eigu okkar; annars höfum við selt allt sem við áttum og meira en það.“ Hjá Faco sagðist liðlegur afgreiðslumaður vita um eitt tæki sem hann gæti ef til vill útvegað mér- „en hér í versluninni erallt löngu uppselt.“ Og ekki nóg með að vídeó- liðsstjóra sem jafnframt er þjálfari hópsins. Þessum hópi er svo gert að mæta liði annars skóla í keppni og það liðið sem vinnurhelduráfram í næstu umferð, því að keppt er samkvæmt útsláttarfyrirkomu- lagi. Lið eru dregin saman í tölvu í Verslunarskóla íslands, svo og umræðuefni, hvort liðið talar með efninu og hvort á móti, hvort þeirra á heimaleik og hvort gestaleik og loks hvaðan dómararskulu koma. Dómnefnd er skipuð þremur mönnum, tveimur úr hverjum þeim skóla sem ekki tekur þátt í keppninni hverju sinni og einum félaga úr JC-hreyfing- unni til að fyllsta hlutleysis sé gætt.“ Þór sagði að JC-hreyf- ingin hefði verið MORFÍS mjög innan handar við allan undirbúning, - „enda ræðuhöld og keppni í þeim þeirra sérgrein“. Umferðir í ræðukeppninni eru fimm og fer sú fyrsta fram 1. nóvember nk. Munu þá átján skólar um allt land keppa sín á milli en einn sitja hjáfram í aðra umferð. Úrslit munu svo farafram miðvikudagskvöldið 6. mars 1985 í Háskólabíói. En ekkert fæst ókeypis í þessum heimi. „Kostnaðurer auðvitað gífurlegur," sagði Þór Jónsson að síðustu, „að minnsta kosti á mælikvarða nemendafélaga. Þess vegna hefur MORFÍS-stjórnin reynt að stilla þátttökugjaldinu í hóf, eða aðeins 7.500 krónur á skóla. Einnig höfum við fengið mjög góða fyrirgreiðslu hjá Flugleiðum í sambandi við flugferðir ræðuliða lands- horna á milli.“ Mætti Helgarpósturinn minna á hvílík nauðsyn það er á framabraut hvers metnaðar- fulls unglings að kunna að beita hraðmæltri tungu? En enginn þarf að láta hugfallast jþótt honum sé að upplagi stirt um mál - ræðulist er hægt að læra eins og allt annað; að- ferðirnar eru þó mismunandi. Demosþenes, frægasti mál- snillingur fornaldar, var til idæmis fæddur með talgalla sem hann fékk heldur en ekki leiðréttingu á með því að Ibryðja grjót.. .★ Mjúk málsnilld í framhalds- skólum ☆ MORFÍS er ekki skammstöf- un sem er notuð um íslenskt morf ín, heldur þýðir hún hvorki meira né minna en Mælsku- og rökræðukeppni framhalds- skóla á íslandi. Að þessari keppni standa allir framhaldsskólar á landinu sem útskrifa stúdenta, að undanskildum Menntaskólan- um á Laugarvatni, en einhver vandræði voru þar á bæ í ár. Til skrafs og ráðagerða, undir- búnings og skipulagningar var kosin fámenn nefnd úr röðum nemenda; framkvæmdastjórn MORFÍS. í stjórninni sitja sex aðilar - einn þeirra er Þór Jónsson, nemandi í Fjöl- brautaskólanum í Garðabæ. „Keppnin verður með því sniði,“ sagði Þór Jónsson aðspurður um fyrirkomulagið, „að hver skóli sendir til hennar þriggja manna ræðulið með

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.