Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 6

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 6
INNLEND YFIRSÝN „Hvað á það að þýða að eyða dýrmætum tíma þingmanna í að ræða ný útvarpslög, mitt í kjciradeilu og verkfalli sem snertir m. a. starfsmenn Ríkisútvarpsins?" spurði Páll Pétursson, formaður þingflokks fram- sókncumanna í „umræðu" á AJþingi, mið- vikud. 17. okt., eftir að Ragnhildur Helga- dóttir menntamálciráðherra hafði mælt fyr- ir nýju stjórnarfrumvarpi til útvarpslaga sem kveður á um að taka skuli gildi 1. nóv. n. k. Flokksbróðir hans, Stefán Valgeir Frið- riksson, sagði frumvarpinu líka stríð á hendur. „Það er eins og sumum ráðcimönn- um þessa lands þyki útvarpsleysið alvcir- legasta afleiðing verkfcillsins en ekki t.d. það að skilamenn hafa verið gerðir að vanskila- mönnum með því að greiða þeim ekki októ- berlaunin!" V / • Stjórnin ósammála um frum- // varpið og útlit fyrir að málið II velkist lengi á þingi. 1 lWlllllUlll\lllllllllí)/^T r Sem sé: Ógerlegt er að sannfærast um, að frumvarp þetta til nýrra útvarpslaga sé stjórnarfrumvcirp í raun, eins og Jón Baldvin Hannibalsson, Alþýðuflokki, benti á í upphafi langrar og fræðandi ræðu. Þeir þingmenn sem tóku til máls um frumvarpið (enginn tók til máls af hálfu Sjálfstæðisflokks utan menntamálaráð- herra), voru sammála um að ákvæðið úm gildistökuna 1. nóv. sætti furðu þar sem slíkt menningarpólitískt stórmál ætti í hlut. Frumvarp það til nýrra útvarpslaga sem nú er lagt fyrir Alþingi er lítt breytt frá því frumvarpi er lagt var fyrir þing í vor, en fékk ekki nægilega umfjöllun. Helstu breytingcir sem þar er gert ráð fyrir frá gildandi út- varpslögum eru þær, að einkaréttur ríkisins til útvarps og sjónvarps er afnuminn og að einkaaðilum og félögum er gert kleift að fjármagna dagskrárgerð með auglýsinga- tekjum. Er lagt til að útvarpsréttamefnd, er skipuð verði 7 mönnum kjömum af Alþingi, sjái um leyfisveitingar og alla framkvæmd þeirra. En þar að auki skuli sveitarstjómir á svæðum þar sem stofna skal útvarpsstöð mæla með veitingu leyfis. Frjálst eða lýðfrjálst útvarp? Menntamálcmefnd neðri deildar Alþingis sendi frumvarpið til umsagncir ýmsum aðil- um er málið snertir sl. vor áður en það var lagt fram. Furðu vekur hversu stuttan um- þóttunartíma þessir aðilar fengu, eða u.þ.b. hálfan mánuð. Af þeim sökum sáu sumir þeirra, eins og ASI og Fjórðungssamband Norðlendinga, sér ekki fært að fjalla eðli- lega um þetta yfirgripsmikla og flókna mál. Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins sendi frá sér nokkuð ítarlega umsögn um frum- varpið og harmar að það skuli ekki fjcilla um viðbrögð þjóðarínnar við erlendum gervi- hnöttum, kapcilkerfum, stórauknu framboði á erlendu efni hvers konar, upplýsinga- bönkum, breyttum .jnenningarneysluvenj- um“, auknum menntuncirkröfum og sdls- herjar tölvuvæðingu þjóðfélagsins og fram- tíðcúskipan málefna Ríkisútvarpsins. Svipaðcú skoðanir komu fram í umsögn Fjórðungssambands Vestf jarða og þar er sú krafa jafnframt ítrekuð að áður en til þess komi að leyfa ,Jrjálsan“ útvarpsrekstur, verði Ríkisútvarpinu sköpuð skilyrði til að koma dagskrárefni hljóðvarps og sjónvcúps á fullnægjandi hátt tii allra landsmanna. Greinilegt er að þeir þingmenn Fram- sóknarflokks, Alþýðuflokks og Samtaka um kvennalista, sem tjáðu sig um frumvarpið við 1. umræðu tóku mið og mark á framan- greindum umsögnum - í frumvarpinu sjálfu sér þeirra hins vegar hvergi stað. Þá bentu sumir þeirra á að í stjórnar- frumvarpinu væri ekki vikið einu orði að hvers vegna afnema beri einkarétt Ríkisút- Vcúpsins, og hver sé þörí þeirra sem vilja heimila einkastöðvar. Þá mætti spyrja: Er meginmarkmið frumvcúpsins þá hreinlega eftir Jóhönnu Sveinsdóttur að „efla samkeppni á sviði útvarpsrekstrar" eins og segir skýrt og skorinort í umsögn Vinnuveitendascúnbandsins frá því í vor? Þingflokkar Alþýðubandalags og Banda- lags jafnaðarmanna eru báðir hlynntir því að einkarétti Ríkisútvarpsins verði aflétt, en með vissum skilyrðum þó, og það býsna ólíkum. Alþýðubandalagið setur það t.d. sem skilyrði að dreifingarkerfi útvarps- stöðva verði í opinberri eigu en ekki einka- aðila og vill ekki auglýsingar um verslun og viðskipti annars staðar en í RÚV, en Banda- lag jafnaðcúmcmna telur frumvcúpið hins vegcú ekki ganga nógu langt í frjálslyndisátt, ríkið eigi t.d. ekki að skipta sér af því í hversu miklu mæli .Jrjálsar útvarpsstöðv- ar“ séu fjármagnaðar með auglýsingum. Samtök um kvennalista munu aftur á móti leggja fram á næstu dögum eigið frum- varp um lýðfrjálst útvarp. Þau telja að eng- inn annar aðili en Ríkisútvcúpið sjái hags- muni sína í að miðla og efla íslenska menn- ingu í öllum sínum fjölbreytileika fyrir cilla landsmenn í senn. í því frumvarpi er gert ráð fyrir þriðju rás RÚV sem verði ein- göngu ætluð félaga- og hagsmunasarntök- um til afnota. En nýstárlegast er að með þessu frumvarpi er gerð tilraun til vald- dreifingar í Ríkisútvarpinu sem m.a. felur í sér að ábyrgð starfsmanna þess vex og út- varpsráð í núverandi mynd er lagt niður. Af þessu sést að skoðanir þingheims á út- varpsmálum þjóðcúinncú eru býsna skiptar. Hér er sem sé ekki alveg ljóst hver ætlar að frelsa hvern frá hverju, né heldur hver vill einoka hvern. Ef marka má þéttsetna þingpalla sl. mið- vikudag er ljóst að mikill og almennur áhugi er á þessu menningarpólitíska stórmáli, allt útlit er fyrir að það velkist lengi fyrir þingi og ég spái því að spennandi verði að fýlgjast með 2., 3., 4., 5., 6., 7. og 8. umræðu útvarps-. lagamálsins á þingi, því flas er ekki til fagn- aðar. Mættum við fá meira að heyra... ERLEND YFIRSYN í miðri kosningabcúáttu í Bcmdcúíkjunum hefur einn ráðherrcmn í stjóm Ronalds Reagans forseta orðið að fá leyfi frá emb- ætti til að standa fyrir máli sínu gagnvart ákæruvaldinu. Rannsóknarkviðdómur, sem rannsakar skipulagða glæpastarfsemi í Brooklyn í New York, hefur borið fram ákæru á hendur Raymond Donovan verka- lýðsmálaráðherra fyrir fjármálaspillingu í atvinnurekstri. Scikcúefni er rakið til stjóm- artíðar Donovcms í verktakafyrirtæki áður en Reagan valdi hann ráðherra. Þetta er í annað skipti sem Donovan er. borinn sökum fyrir athæfi sitt í stjórnar- stöðu fyrir Schiavone verktakafyrirtækinu í New Jersey. Um þær mundir sem fjallað var um staðfestingu á útnefningu hans í ráð- herrastöðu í verkalýðsmálanefnd Öldunga- deildarinnar, komu fram ásakanir um að ráðherraefnið hefði í atvinnurekstri sínum haft tengsl við forsprakka skipulagðrcú glæpaistcúfsemi á svæðinu þar sem fyrir- tæki hans starfar, aðcdlega í New Jersey og New York. Öldungadeildin staðfesti skipun Donovans í ráðherraembætti, en sérstakur Sciksóknari var skipaður til að kanna áburð- inn á hendur honum. Þeirri rannsókn iauk með skýrslu sak- sókncúans, Leons Silvermcms, haustið 1982. Niðurstaða hans var á þá leið, að „ófull- nægjandi tnlverðug sönnunargögn til að lögsækja" Donovan lægju fyrir hendi. Þá höfðu tvö hugsanleg vitni í málarekstri gegn ráðherranum fundist myrt í New York. Heimildarmaður alríkislögreglunnar FBI hafði bent á Frederick Furino, fyrrverandi stcúfsmann Teamsters Union, verkalýðs- sambands vömbílstjóra, og sagt hann hafa annast milligöngu með mútur og vemdarfé milli Donovans og annars starfsmanns sama verkalýðssambands. Furino neitaði Scikargiftum, en féll svo á prófi í lygamæli, þegar hcmn endurtók neitun sína. Mánuði síðzú fannst hann í farangursgeymslu bíls síns á götu í Manhattan með skotsár eftir eina byssukúlu á höfði. Þetta morð er enn óupplýst. Tveir menn hafa verið sakfelldir fyrir hitt morðið, sem framið var rúmum tveim mán- uðum síðar. Þá fannst Nathcm Masselli, skotinn einni kúlu í höfuðið, í bíl sínum á götu í Bronx. Hafði Masselli tekið að sér fyrir saksóknarann, sem rannsakaði mál Donovans, að afla upplýsinga með því að • Donovan verka- lýðsmálaráðherra gefst fœri á að hreinsa mannorð sitt fyrir rétti. Málsókn gegn ráðherra rifjar upp tvö óútskýrð mafíumorð hljóðrita samtöl við starfsmann hjá Schiav- one fyrirtækinu. í réttarhaldinu kom ekki frcún nein ástæða fyrir morðinu á Masselli, en starfsmenn við embætti saksóknarans í Bronx halda því fram, að það standi í tengsl- um við rannsóknina á ferli Donovcms. Al- ríkislögreglcm vill ekki fallast á að slík tengsl séu sönnuð. Skömmu áður en mál var höfðað gegn Donovan að undangenginni nýrri rannsókn í Brooklyn, kom svo á daginn að skjöl frá FBI, sem bentu á Furino, fyrra fómarlamb dæmigerðs mafíumorðs, höfðu með óút- skýrðum hætti borist í hendur hóps 10 einkaspæjcúa, sem Ronald Schiavone, yfir- stjórnandi verktakcifyrirtækisins sem ber nafn fjölskyldu hans, hafði komið á laggim- £ú til að njósna um rannsóknina á hendur Donovcm, fyrmm samstarfsmanni hans. Vöknuðu þá grunsemdir um að þessi leki úr plöggum FBI hefði getað orðið til að vísa þeim á Furino sem létu myrða hann. Reagan forseti valdi Raymond Donovan verkcdýðsmálcúáðherra í stjórn sinni af þeirri ástæðu fyrst og fremst, að hann hafði öðmm fremur stuðlað að því að tryggja stuðning verkalýðssambands vömbílstjóra við forsetaframboð repúblikana. Þetta var eina ,verkcilýðssambcmdið, sem lýsti yfir stuðningi við framboð Reagans og vann að kosningu hans. Ein styrkasta stoðin undir sigri Reagans vsú hversu margir kjósendur úr röðum verkcilýðsfélaganna, sem áður höfðu fylgt demókrötum að málum, snem nú bciki við þeim og kusu frambjóðcmda repúblikana. Stuðningur vörubílstjórasambandsins, sem reyndar nær yfir margar aðrar starís- greinar, hefur nú verið endumýjaður, þegar Reagan býður sig fram í annað sinn. Einnig í þetta skipti átti Donovan ríkan þátt í að úrslit réðust forsetanum í vil, þegar hætta þótti á að sambandsstjómin léti í þetta skipti hjá líða að lýsa stuðningi við forsetciframbjóð- anda. En vörubílstjórasambandið, Tecimsters Union, er ekki aðeins meðcil fjölmennustu og öflugustu samtcika launþega í Bcmdcúíkj- unum, heldur einnig fyrr og síðar cilræmt fyrir fjármálcispillingu og mafíutengsl, sem blómstrað hcifa í röðum þess. Víðfrægasti eftir Magnús Torfa Ólafsson foringi sambandsins, James Hoffa, hlaut langan fangelsisdóm fyrir margvíslegt fjár- málamisferli, og hvarf loks með þeim hætti sem fullvíst þykir að um mafíumorð hafi verið að ræða. í valdabaráttu í Scimbcmdinu hefur leigumorðingjum verið beitt. Á þeim svæðum í Bandaríkjunum, sem einkum eru undirorpin valdi mafíunncú, teygir það sig inn á öll þau svið þar sem unnt er að koma við fjárkúgun og mútum. Bófar með ítök í verkalýðsfélögum láta at- vinnurekendur greiða sér vemdarfé, fyrir að efna ekki til vinnustöðvunar hjá þeim eða skemmdcúverka á tækjum og efnavörum. Verkalýðssamböndin bandarísku ráða mörg hver yfir afar öflugum eftirlaunasjóð- uríi. Þeir hcifa ómótstæðilegt aðdráttcúafl fyrir mafírfíia, sem náð hefur áhrifum á ráð-. 'stöfun f jár úr ýmsum þeirra. Nýleg rannsókn á háskalegum göllum á gerð kjarnorkuvera um austanverð Banda- ríkin leiddi til þeirrar niðurstöðu, að undir- ’ rót meinsins sé cilger yfirráð mcifíubófa yfir sumum Scúntökum iðnaðarmanna. Af því hlýst, að menn geta keypt sér iðnréttinda- skírteini cif bófunum fyrir væna fúlgu og hafið störf með fullum réttindum, án þess að hafa að baki þá þjálfun og það nám, sem á að vera forsenda fyrir réttindaveit- ingu. Verktakar sem veigra sér við að ráða slíkt vinnucifl eiga yfir höfði sér skemmdcú- verk á hálfunnum verkum eða ónotuðum efnivið. Málið sem nú hefur verið höfðað gegn Raymond Donovan snýst um greiðslur sem tengjast stcúfsemi verktcikafyrirtækis hans við gerð neðanjarðarbrautarlína í New York. Hann kveðst engu þuría að kvíða, rannsóknin muni leiða í ljós að kæran á hendur sér sé ekki virði pappírsins sem hún er skráð á. Reagan forseti segir íýrir sitt leyti, að hcúin beri fullt traust til verkalýðs- málaráðherra síns. Donovan heldur því blákalt fram, að póli- tískar hvatir liggi að baki því, að kæran sé borin frcún svo skömmu fyrir kosningar. Það er lika mála sannast, að forseti með siðgæðismerki á lofti getur farið flatt á að hafa í stjóm sinni ráðherra með mafíu- tengsl. 6 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.