Helgarpósturinn - 25.10.1984, Síða 7
METORÐASTIGAR
ST JÓRNMÁLA FLOKKANNA
HVERNIG VERDA MENN ALITLEGIR I
ÍSLENSKRI PÓLITÍK?
MED HVAÐA HÆTTI KOMAST MENN TIL
ÁHRIFA í FLOKKUNUM?
HVAR LIGGUR LEIÐIN Á TOPPINN?
OG HVERNIG ER HÚN AD BREYTAST?
eftir Hallgrím Thorsteinsson og Sigmund Erni Rúnarsson mynd Jim Smart
Fyrir ári sagði Ellert B. Schram ritstjóri DV og þingmaður
Sjálfstæðisflokksins í Yfirheyrslu við Helgarpóstinn: „Mér
sýnist því miður, að það sé vænlegast til árangurs í flokknum
að vera þægur og vera í náðinni."
Þetta sagði Ellert þegar hann hafði fengið sig fullsaddan á
flokksmaskínu Sjálfstæðisflokksins í fyrrahaust. Honum fannst
hann hafa verið settur hjá í metorðastiga flokksins, ekki
hlotið þá umbun sem honum fannst hann eiga skilið. Klifur
hans hafði ekki skilað honum áfram upp þennan stiga.
Hvaða stigi er þetta? Og í hverju felst þessi þægð sem Ellert
talaði um?
Jú, svo virðist að innan hins hefðbundna íslenska flokkskerfis
þurfi leið stjórnmálamanna til metorða að fylgja ákveðnum
formúlum sem eru nánast eins og óskrifuð lög innan hvers
flokks. íslensku stjórnmálaflokkarnir hafa grafið sér ákveðna
farvegi í þjóðlífið og það er eftir þessum farvegum sern
flokkarnir gera liðsmönnum sínum að renna sitt pólitíska
skeið til áhrifa. bessi flokkshollusta felst meðal annars í því
að gera sig gildandi á sem flestum af þeim fjölmörgu
valdareitum sem hver flokkur hefur markað sér í
þjóðfélaginu. Og refskák íslenskrar pólitíkur er ekki aðeins
tefld milli flokkanna, menn skáka ekki síður hver öðrum
innan hvérs flokks.
Það er sýnt að ekki þýðir fyrir stjórnmálamann á framabraut
að láta sem þessir farvegir séu ekki til, vilji hann ná árangri,
að vanvirða þessar reglur er vísasta leiðin út í kuldann.
bannig hefur þetta verið til skamms tíma, a.m.k. En þetta
hefur verið að breytast í íslenskri pólitík hin síðari ár eins og
svo margt annað. Færa má rök fyrir því að opnári fjölmiðlun,
og þá ekki síður tilkoma prófkjaranna á síðustu 10 árum eða
svo, hafi skapað nýjar leiðir til áhrifa fyrir upprennandi
stjórnmálamenn, leiðir sem þeir sjálfir hafa getað markað sér
fyrir tilstilli fjölmiðla og prófkjara, og leiðir sem
flokksforystan hefur ekki haft tök á að stjórna. Segja má að
tök flokksforystunnar á því hvaða flokksmenn blanda sér í
baráttuna fyrir áhrifum hafi farið dvínandi og eins vald
hennar til að ráða þeim viðmiðunum, sem ráðið hafa í vali á
forystumönnum. bessi þróun hefur verið sérstaklega áberandi
í Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokknum. Báðir þessir
flokkar hafa nú á að skipa mönnum, sem ekki hafa gengið
upp hinn eina og sanna flokksstiga, heldur lent á toppnum
með því að stökkva þangað af öðrum vettvangi, t.d. beint úr
fjölmiðlastarfi eða jafnvel úr Háskólanum. Nýleg dæmi um
síðarnefndu leiðina eru þeir Gunnar G. Schram,
Sjálfstæðisflokki og Haraldur Ólafsson, Framsóknarflokki.
Fylgifiskur þessarar þróunar hefur m.a. verið sá, að
einstakir flokksmenn, sérstaklega í Sjálfstæðisflokki, hafa
skapað sína eigin valdareiti sem þeir geta skákað frá óháð
flokksforystunni. Þessir reitir hafa bæst við hina hefðbundnu
valdareiti stjórnmálaflokkanna, sem eru hinar margvíslegu
stjórnir, nefndir, ráð og stofnanir. í grófum dráttum má segja
að Sjálfstæðisflokkurinn hafi þannig eignað sér ýmsar
valdastofnanir viðskipta og VerslUnar, auk ítaka í
verkalýðshreyfingunni, Franisóknarflokkurinn slegið eign
sinni á landbúnaðarkerfið og Alþýðubandalagið og
Alþýðuflokkurinn eiga víghreiður sín að miklu leyti innan
verkalýðshreyfingarinnar. Nýju þingflokkarnir, Bandalag
jafnaðarmanna og Samtök um kvennalista virðast hafa tekið
þá stefnu að safna engum föstum valdareitum, hvað sem
síðar verður.
Framhald á næstu síðu.