Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 9
YMIS KLIFURTILBRIGÐI ÁrniJohnsen Sjálfstæðisflokki Víðfórull fréttamaður Morgun- blaðsins í 16 ár, krossfari í ör- yggismálum sjómanna, gösl- arinn ór Eyjum. Egill Jónsson Sjálfstæðisflokki Austfirski ihaldsbóndinn, Hvanneyrarkandidatinn, Bún- aðarfélagsráðunauturinn og Búnaðarþingsfulltrúinn. Bænda- liðsaukinn i Leiftursókninni. Guðmundur J. Guðmundsson Alþýðubandalagi Verkamaðurinn, borgarfulltrú- inn, þingmaðurinn; hið ómiss- andi öreigaelement i þingflokki menntamanna. Jóhanna Sigurðar- dóttir Alþýðuflokki Flugfreyja, konan i flokknum sem hóf sig uþþ stigann i gegn- um stjórn og formennsku Flug- freyjufélags íslands og stjórn Verslunarmannasambands Reykjavikur, Félágsmálafröm- uður þingflokksins. Jón Baldvin Hannibalsson Alþýðuflokki Þingmannsdreymni skóla- meistarinn og bæjarfulltrúinn á isafirði, sem skaust suður og skrifaði sig inn á þing í ritstjóra- stól Alþýðublaðsins. Karvel Pálmason Alþýðuflokki Vestfirska verkalýðsstjarnan, orðfimi lögregluþjónninn, iþróttakennarinn. Skúli Alexandersson Alþýðubandalagi Samvinnuskólagenginn kauþ- félagsmaður með einkafram- taksívafi og nær lýðhylli á Hellissandi. Svavar Gestsson Alþýðubandalagi Uþþeldisbarn Einars Olgeirssonar, hernámsand- stæðingur, Þjóðviljaritstjóri og sjónvarpsséni. Brúarsmiður tveggja tíma innan flokksins. Steingrímur Hermannsson Framsóknarflokki Epli eikarinnarföðursíns, fjöl- pólitiski verkfræðingurinn sem smaug upp flokksstigann til æðstu metorða með viðkomu í stjórnum rikisapparata á borð við Rannsóknarráð, Áburðar- verksmiðjuna, Framkvæmda- sjóð og Framkvæmdastofnun. Tómas Árnason Framsóknarflokki Harvardmenntaði lögfræðing- urinn og að öðrum ólöstuðum meginarkitekt í hagsmunapoti framsóknaraflanna. Tvær vörð- ur á leiðinni: Deildarstjóri varn- armáladeildar frá 1953-60; framkvæmdastjóri Fram- kvæmdastofnunarfrá 1972-78 og aftur frá 1983... haft viðkomu í nær öllum þeim þrepum sem einum framsóknar- manni í Húnavatnssýslu er fært að stíga áleiðis til áhrifa. Þing- mennska Páls hófst 1974 og hefur staðið óslitið síðan. Hann hefur komið sér tryggilega fyrir í þing- flokknum, er nú formaður hans og þykir líklegur til frekari frama inn- an Framsóknar. Páll Pétursson er að því leyti mjög hefðbundið dæmi um fram- sóknarmann sem endar á þingi, að hann hefur komið sér áfram í gegn- um ógrynni nefnda, ráða og topp- starfa í félögum áður en hann býð- ur sig fram. Það er nefnilega sam- merkt með svo til öllum þing- mönnum flokksins að þeir hafa klifið stigann upp gríðarlegan fjölda stjórnarstarfa. Þetta ein- kenni framsóknarþingmanna er reyndar svo ráðandi að af öllum þingmönnum Alþingis eru flokks- menn Framsóknar með langmestu reynsluna af félagsstörfum áður en þeir hafna á þingi. Þetta hefur ef til vill þá skýringu að cdlir þingmenn Framsóknar utan tveir, Steingrím- ur Hermannsson og Harcildur Ólcifsson, eru fæddir og uppaldir úti á landsbyggðinni og jafnframt í flestum tilvikum til sveita. Fá- mennið þar vill oft hcifa það í för. með sér að maður sem á annað borð hyggur á stjórnmáJaframa, á auðveldara með að komcist í stjórnir og ráð en ef væri hann uppalinn í þéttbýli þar sem fleiri eru um hituna. Sérstaklega er áber- andi, eins og kannski við er að bú- ast af þessum flokki, hvað liðs- mönnum hans hefur tekist vel að fylla þær nefndir, stjórnir og ráð sem lúta annaðhvort að byggða- stefnunni eða landbúnaðarkerfinu. Hér má nefna stofnanir eins og Framkvæmdcistofnun ríkisins, Framkvæmdasjóð, Stofnlánadeild landbúnaðcirins og Framleiðsluráð svo örfá dæmi séu gefin. Það er kannski athyglisvert að meðalaldur framsóknarmanna á þingi árið 1983 var hinn hæsti af öllum flokkum, eða 523 ár, og er ekki f jarri lagi að ætla að mikil kyn- slóðaskipti eigi eftir að verða í flokknum á næstu árum. Yngri menn eru á leiðinni inn, og er ekki ólíklegt að þeir beri með sér nýja strauma í flokksstefnuna, en meðal annars er eftirtektarvert að þetta fólk kemur aðallega úr þéttbýli og virðist leggja minni áherslu á að koma við í hefðbundnum vígjum flokksins á leið sinni upp stigcinn en þeir sem nú sitja á þíngi. Nýju andlitin er nú helst að finna í við- skiptalífinu, oft hjá SÍS eða dóttur- fyrirtækjum þess og á sviði sam- skiptaiðnaðar, einkum fjölmiðla. Nokkur nöfn má nefna, Helga H. Jónsson, Björn Líndcil, Helga Pét- ursson, Jón Sigurðsson, Finn Ing- ólfsson og fleiri, auk þess sem kon- ur hafa í síauknum mæli látið á sér bera í áður kvenmannssnauðum framsóknarstiganum; Gerður Steinþórsdóttir, Ásta R. Jóhannes- dóttir og Amþrúður Karlsdóttir. Frcimcisókn þessara ungliða Framsókncir virðist um margt keimlík þeimaðferðum sem sjá má hjá mörgum ungliðum Sjálfstæðis- flokksins. Hér má nánast tala um byltingu á framleiðsluaðferðum Fréunsókncirflokksins á þing- mannsefnum. ALÞÝÐUBANDALAG |--------1 elsta vígi Alþýðu- bandalagsins hefur löngum verið verka- lýðshreyfingin, enda gefur flokkur- I________I inn sig út fyrir að vera málsvari hennar. Þessvegna skýtur það svolítið skökku við að aðeins einn cif tíu þingmönnum flokksins skráir sig í símaskrá með starfsheitið verkcimaður, Guð- mundur J. Guðmundsson. Hina níu þingmenn Alþýðu- bandalagsins má með nokkurri sanngimi setja undir hatt mennta- manna, þó með þeirri undantekn- ingu að Skúli Alexandersson, þing- maður Alþýðubandafagsins í Vest- urlandskjördæmi, fór framsóknar- leiðina inn á þing. Hann hafði við- komu í Samvinnuskólanum og hjá tveimur kaupfélögum, KS. á Sauð- árkróki og K.H. í Hellissandi. En það er fleira sem gerir Skúla að ódæmigerðum alþýðubandalags- manni í stiganum. Hann er at- vinnurekandi, hefur rekið útgerð síðan 1954 og verið framkvæmda- stjóri Jökuls hf. á Hellissandi síðan 1961. Skúli er þó alls ekki einn um það að hcifa valið sér framsóknarleið- ina til frama innan Alþýðubanda- lagsins. Af fyrrverandi frcimsóknar- mönnum sem hcifa söðlað yfir og gengið til liðs við Alþýðubcindalag- ið og em nú í biðstöðu eftir þing- sætum þar, má nefna Ólaf Ragnar Grímsson, Þröst Ólafsson og Bald- ur Óskarsson. í Reykjavík hefur Alþýðubcinda- lagið aðeins átt þrjú ömgg þing- sæti. Þetta hefur valdið flokknum ýmsum vandkvæðum og jcifnvel vandræðagangi við uppröðun manna á lista. Þessi þrjú ömggu sæti hafa nefnilega ekki nægt til þess að gera öllum kjósendahóp- um flokksins í borginni jcifn hátt undir höfði. Þannig má segja að í síðustu kosningum hafi mennta- fólkið þurft að láta í minni pokann fyrir kjósendahópum alþýðu- bandalagskvenna og verkafólks. Guðrún Helgadóttir og Guðmund- ur J. Guðmundsson vom í öðm og þriðja sæti listans í Reykjavík á meðan fyrsta sætið var að sjálf- sögðu upptekið fyrir formanninn. Reyndar Vcir svo í síðustu kosning- um að þriðja sætið á lista flokksins stóð mjög tæpt, og þótti flokknum því ástæða til að færa verkamann- inn upp í annað sætið þar sem kvenmaðurinn hafði setið áður. Ekki gat verkalýðsflokkurinn misst sinn eina verkamann af þingi, eða hvað? Menntamenn, oft kennarar, hafa átt auðvelt uppgöngu í metorða- stiga Alþýðubandalagsins, svo mjög reyndar, að verkalýðsarmi flokksins hefur oftar en ekki þótt nóg um. Það er merkilegt, að þessir menntamenn flokksins hafa í mörgum tilvikum ekki þurft mikils klifurs við innan flokksmaskínunn- ar, heldur oft verið nánast gripnir af götunni inn á þing. Þannig var til dæmis Ragnar Amalds ekkert sér- lega frcuncirlega í starfi ungliða-' hreyfingcu- flokksins, sem á þeim tíma hét Sósíalistaflokkurinn, heldur aðeins sænskmenntaður í bókmenntum og heimspeki, þegcir hann var fyrst kosinn á þing sem þriðji þingmaður Norðurlands- kjördæmis vestra árið 1963, þá 25 ára gamall. Starfsreynsla hans þá fólst í eins árs kennslu við Flens- borgarskóla. Þarna má segja að ungur og álitlegur fræðari hafi tek- ið metorðastiga síns flokks í einu stökki. Frami hans var undraskjót- ur og auðveldur viðfangs. Að vísu datt Ragnar út af þingi við næstu kosningar 1967, en engu að síður hfelt hann vel sínu sæti í stiganum. Hann komst aftur inn á þing árið 1971, að vísu með nokkrum for- mála. Tímann sem hann var ekki á þingi notaði hann nefnilega vel, því gott ef hann vissi ekki að skjótur frami getur endað jafn fljótt ef und- irstaðan er veik. Þessi ár treysti hann því stöðu sína, í kjördæminu, kerfinu og ekki síst í flokknum sjálfum. Hann varð fyrsti formaður hins nýja flokks, Alþýðubandalags- ins, árið 1968, tók sæti í Fram- kvæmdasjóði sama ár, og árin 1970 til 1972 gerðist hann skólastjóri við barnaskólann í Varmahlíð í Skagafirði og hlotnaðist þar með tilvalið tækifæri til að kynna sig í kjördæminu sínu. Sama ár og hann varð formaður flokksins hafði hann einnig lokið námi í lögfræði við H.í. Ef menn á annað borð stefna á þingsæti fyrir Alþýðubandalagið virðist að öllu Scimanlögðu væn- legra til árangurs að vera til dæmis kennari úti á landi og kannski sjó- maður líka eins og Gcirðar Sigurðs- son heldur en að standa í ströngu fyrir málstað Alþýðubandalagsins innan verkalýðshreyfingarinnar eins og Ásmundur Stefánsson. Altént virðist svo sem verkalýðs- stjörnum flokksins sækist klifrið hægar upp stigann en mennta- mönnum. Þeim síðamefndu geng- ur líka áberandi betur að koma ár sinni vel fyrir borð í kerfinu og taka sæti í hinum ýmsu ráðum, stjóm- um og nefndum, og til skamms tíma var Þjóðviljinn þeim líka góð- ur stökkpallur inn í þingsali. Þaðan kom Svavar Gestsson, núverandi .ormaður flokksins, og þaðan náði einnig Kjartan Ólafsson næstum inn á þing fyrir Vestfirðinga. Kjart- Sjá nœstu síðu HELGARPÓSTURINN 9

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.