Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 10
HP HELGARPÓSTURINN Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Óli Tynes, Ómar Friðriksson og Sigmundur Ernir Rúnarsson Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Hildur Finnsdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Johannesson Auglýsingar: Steen Johansson Markaðsmál, sölustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson og Sigþór Hákonarson Innheimta: Garðar Jensson. Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir Lausasöluverð kr. 35 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Útvarpsstjóri flokksins? Forseti íslands hefur skipað Markús örn Antonsson, forseta borgarstjórnar og formann útvarpsráðs útvarpsstjóra samkvæmt tillögu Ragnhildar Helga- dóttur, menntamálaráðherra. Markús örn tekur við útvarpsstjórastöðunni um áramótin af Andrési Björnssyni, sem lætur af störfum að eigin ósk eftir far- sælan feril sem yfirmaður Ríkisútvarps- ins. Umsækjendur um starfið voru sjö. Ragnhildur Helgadóttir lagði til að eini pólitíkusinn á meðal þeirra hlyti stöð- una. Annað hvort hefur gerst: Mennta- málaráðherra hafa orðið á herfileg póli- tísk mistök, eða þá að hún hefur gert sig seka um grófan og meðvitaðan valda- hroka. Markús örn Antonsson er allra góðra gjalda verður fyrir störf sín á vettvangi fjölmiðlunar og ástæöulaust er að efast um faglega hæfni hans til starfans. Hann býr líka að því að hafa starfað við Ríkisútvarpið sem fréttamaður sjón- varps, formaður starfsmannafélags þess og útvarpsráðsmaður. Þó stingur nokkuð í augun að hann er verr mennt- aður en margir hinna umsækjendanna, hefur ekki háskólapróf, en ráðherra menntamála hefur kosið að láta önnur sjónarmið ráða við skipunina. Allt önnur sjónarmiö. Kjarni málsinser nefnilega hvorki per- sóna Markúsar Arnar Antonssonar né menntun hans, heldur við hvaða póli- tískar aðstæður í útvarpsmálum Ragn- hildur Helgadóttir tekur þá ákvörðun að tefla fram hápólitískum sjálfstæðis- manni í embætti útvarpsstjóra. Pólitískar línur hafa skýrst í verkfalli opinberra starfsmanna. í útvarpsmálum hefur stefna Sjálfstæðisflokksins brotist fram með þvílíku offorsi, að jafnvel þingmenn vfluðu ekki fyrir sér að brjóta lög og hefja frjálsan útvarpsrekstur þeg- ar starfsmannafélög útvarps og sjón- varps gerðu þau hróplegu mistök að skrúfa fyrir nauðsynlega fréttaþjónustu nokkrum dögum áður en verkfallið hófst. Sannleikurinn er sá að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur ekki haft skilning á hlut- verki Ríkisútvarpsins. Kannski stafar skilningsleysi hans af því að hann hefur ekki átt menntamálaráðherra síðan 1956. Samhliða vaxandi baráttu sjálf- stæðismanna fyrir frjálsu útvarpi hefur andúð þeirra á Ríkisútvarpinu magnast, í og með vegna þeirra meinloku flokks- ins að halda að Ríkisútvarpið sé alla tíð á móti honum vegna þess að það er ekki meö honum — frekar en öörum flokk- um. Nú er flokkurinn ber að þessu ofsókn- arbrjálæði sínu. Nú sendir hann fram pólitískan legáta sinn til að koma lagi á hlutina. Og sá kann aldeilis lagið: Hann var virkur í þátttöku Reykjavíkurborgar í aðild hennar að fjölmiðlarisa hægri afl- anna, isfilm og það var líka hann sem fór fyrir Sjálfstæðismönnum í útvarpsráði sem reyndu hvaö þeir gátu til að tefja undanþágu útvarpsins til fréttasend- inga í verkfallinu núna. Er von nema menn spyrji hvort pólitíkusinn Markús örn Antonsson sé jafn hliðhollur Ríkis- útvarpinu og persónan gefur sig út fyrir aö vera. Helgarpósturinn er fylgjandi frjálsu útvarpi, eins og frjálsri fjölmiðlun yfir- leitt. Blaðið varar hins vegar mjög alvar- lega við þeirri hættu að Sjálfstæðis- menn telji sig nú eiga útvarpiö og geta skákað því fram og aftur til að búa sem best í haginn fyrir frjálsu stöðvarnar. Hápólitísk ráðning útvarpsstjóra hef- ur kippt þróun Ríkisútvarpsins aftur um nokkra áratugi. Um leið og hinum nýja útvarpsstjóra er óskað velfarnaðar í nýja starfinu er þess vænst að hann bjargi Ríkisútvarpinu frá því að verða peð í út- varpsmálarefskák Sjálfstæöisflokksins. BRÉF TIL RITSTJÖRNAR Af feröum Landsvirkj unar Reykjavík, l.október 1984. Hr. ritstjóri. í 38. tölublaði 6. árgangs Helgcir- póstsins, 27. sept. 1984 er á bak- síðu í slúðurdálki blaðs yðar sagt frá ferð er starfsmenn Landsvirkj- unar og makar þeirra fóru til Noregs fyrir 2 vikum. Þar eð fátt eitt satt er í greininni utan þess að umrædd ferð var farin, bið ég yður um að leiðrétta missagnir í næsta blaði í samræmi við raunveruleika málsins. Staðreyndir málsins eru þessar: Starfsmannafélag Lcindsvirkjunar hefur árlega farið í ferðalag um landið og oft í tveggja daga ferð. Að þessu sinni var ákveðið að fara til Færeyja, en vegna óhag- stæðs veðurs gat ekki orðið af þeirri ferð. Var því ákveðið á síð- ustu stundu að fara þess í stað til Bergen. Fjöldi þátttakenda var 130 og farið með Boeing 737 þotu Am- arflugs. Hver og einn þátttakenda greiddi tæpcir 5000.- kr. fyrir ferð- ina, en heildarkostnaður á mann nam 6500,- kr. Þann mismun greið- ir stcudsmannaféiagið úr sínum sjóði. Ferð þessi er eins og hér kemur fram algjörlega óháð Landsvirkjun fjárhagslega og farin að frumkvæði og á ábyrgð starfsmannafélagsins. Þetta óskcist leiðrétt hér með. Virðingarfyllst, Helgi Bjarnason form. Starfsmannafélags Landsvirkjunar. METORÐASTIGAR... an hefur þó sennilega meira grætt á því að hafa getað rakið ættir sínar saman við góðan hluta Vestfirð- inga, en slík ættcirtengsl í viðkom- andi kjördæmi manna hafa gagn- ast fleiri Alþýðubandalagsmönn- um, líkt og í öðrum flokkum reynd- ar líka, til dæmis Stefáni Jónssyni hér áður fyrr á ferðum sínum um Þingeyjarsýslur. Ef hægt er að tala um einhverja meginreglu um framaleiðir mcinna innan Alþýðubandalagsins, þá felst hún í því að vera ekki flokks- jaxl. Slíkt er ekki vænlegt nema í undantekningartilvikum. Mun betra er að hafa verið einhvern- tfma hátt skrifaður á öðrum vett- vangi utan flokksins. Til dæmis í öðrum flokki, eða velkynntur meðal alþýðunnar heima í héraði. ALÞÝÐUFLOKKUR llir gamlir stjórn- málaflokkar lands- ins hafa náð sér í þingmannsefni úr fjölmiðlum, þó í mismiklum mæli. Þessi leið hefur í seinni tíð verið fjölsótt af alþýðuflokksmönnum. Hér má nefna þriðjung þingflokks hans, þá Eið Guðnason og Jón Bald- vin Hannibalsson. Einnig Arna Gunnarsson fyrrverandi þingmann og á sínum tíma Vilmund Gylfcison, þann mikla fjölmiðlcimcinn. Jafnvel má nefna meðal ungkrata, sem nú eru að feta sig áfram þessa leið, þá Guðmund Arna Stefánsson og Helga Má Arthursson. Anneus hefur helsta vígi Alþýðu- flokksins í gegnum tíðina verið verkalýðshreyfingin, og nú hina seinni áratugi ýmsar stofnanir vel- ferðarþjóðfélagsins, svo sem hús- næðismála- og almannatryggingar. Auk þess hefur Alþýðuflokkurinn alltaf haft hlutaskiptarétt á móti Sjálfstæðisflokknum og Framsókn- arflokknum í margvíslegum ráðum og nefndum kerfisins, ekki síst bankciráðunum. Flokkurinn hefur alltaf Iagt ríka áherslu á ítök sín á síðastnefnda staðnum, reyndar svo að sumir alþýðuflokksmenn hafa heyrst segja að seta í banka- ráðum skipti þá meira máli en hve margir sitji fyrir þá á þingi. Þetta hefur sína skýringu. Ef flokkurinn missir völd sín á þessum stað, sem getur til dæmis orðið ef þing- mannatala hans lækkar enn meira en orðið er og hefur þar með áhrif á hlutaskiptaregluna, þá geta önnur vígi flokksins fallið um sjálft sig í kjölfarið. Alþýðublaðið til að mynda nýtur styrks af setu sinna manna í bankaráði Landsbankans, og reyndar má segja að tilvera þess byggist nær alveg á því. Þeir valdareitir Alþýðuflokksins sem hér hafa verið nefndir að ofan, eru eins og gefur að skilja mjög mikilvægir þeim alþýðuflokks- mönnum sem á annað borð hcifa hugsað sér til hreifings upp á við í flokknum. Tökum dæmi af alþýðu- flokksmanni sem fór verkalýðs- leiðina upp stigann. Karl Steincir Guðnason. Hcinn var ekki orðinn tvítugur þegar hann var kjörinn formaður Félags ungra jafnaðcirmanna í heimabæ sínum, Keflavík, og því embætti gegndi hann næstu átta ár. 21 árs gamall var hann svo kosinn í flokksstjórn Alþýðuflokksins og hafði þá lokið kennciraprófi ári áður. Hann kenndi við bamaskóla Keflavíkur frá 1960 til 76, og lét á þeim árum fljótt kveða að sér í verkalýðsmálum á Suðumesjum. Hann varð þannig ritari Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur og nágrennis árið 1966 og formaður í sama félagi frá 1970. Scimb'mis því sem sól Karls Steincirs reis innan flokksins jókst frami hans í heildar- samtökum verkafólks. Hann gerð- ist um skeið námsstjóri Félags- málaskóla alþýðu og varð síðan varciformaður VerkamannciScim- bands íslands 1975. Árið eftir var hann líka kosinn ritari flokksins og komst svo nokkmm árum síðar í stjórn Norræna verkalýðssam- bandsins. Það má kannski segja að Karl Steinar hafi hér verið að klífa upp tvo stiga samtímis, sem hvor hafi stutt annan. Þingmennskan, næsta þrepið, blasti við honum. Þeim áfanga náði hann 1978, og meðal þess sem þingsetan hefur skilað honum er sæti í stjóm Fram- kvæmdastofnunar ríkisins. Við sjáum hér að ofan Karl Stein- ar setjast í stjórn norrænu verka- lýðssamtakanna. Alþýðuflokkur- inn hefur líka alltaf lagt ríka áherslu á norrænt samstarf og hlotið fyrir bragðið nokkrar vel þegncU" stöður af þeim meiði, enda nýtur flokkurinn góðs af yfirburða- stöðu bræðraflokka sinna í nor- rænni pólitík. Nefna má að Eiður Guðnason hefur verið formaður menningcirmálanefndcir Norður- landaráðs síðan 1982, einnig að aðrir núverandi og fyrrverandi þingmenn krata hafa nýtt sér þessa skandinavísku leið til framdráttar. Árni Gunnarsson vcir líkt og Eiður formaður menningarmálcinefndar Norðurlandaráðs milli áranna 1980 og ’82. Svo er það Hafnarf jörður. Sá bær hefur um langt árabil verið einkar sterkt vígi alþýðuflokksmanna. Það var í gegnum bæjarpólitík þar sem Kjartan Jóhcinnsson, núvercindi formaður flokksins, fór að feta sig upp stigann. Scima ár og hann varð varaformaður flokksins, 1974, var hann kosinn bæjarfulltrúi Hafn- firðinga, en þcir áður hafði hann komist í stjórnir RARIK og ISAL, en í því sambandi má geta að Kjcirtan er menntaður í rekstrarverkfræði og hagfræði í Svíþjóð og Bandaríkj- unum. Ferill Kjartans kemur hvergi nærri verkalýðsmálum og ekki fé- lagsmálum svo nokkru nemi, þó hann geti státað af því að hafa ver- ið formaður Styrktarfélags aldr- aðra í Hafnarfirði um þriggja ára skeið, og ekki hefur hann heldur notað sér vinnu við fjöimiðla til framdráttar í pólitík sinni. Kjartan er tæknikrati. Hann er lcingskóla- genginn rétt eins og þrír síðustu formenn Alþýðuflokksins hafa cillir verið. í pólitísku umróti síðustu ára hefur Alþýðuflokkurinn látið á sjá. Framabraut einstcikra þingmanna hans hefur því verið æði skiykkj- ótt, reyndar svo að þrátt fyrir ann- ars vel heppnað klifurýmissa þing- mannsefna á undanförnum árum hefur enginn þeirra treyst sig veru- lega í sessi. Skemmst er að minnast þess er þrír þingmenn duttu út af þingi við síðustu kosningar, en þar á meðal voru varaformaður flokks- ins og þingflokksformaður hans. Stiginn er valtur. BANDALAG JAFNAÐARMANNA æra má rök fyrir því að það hafi verið stofnandi og helsti hugmyndafræðing- ur Bandalags jafn- aðcirmanna, Vil- mundur heitinn Gylfason, sem hafi hrist undirstöður Alþýðuflokksins og gert framæstigann innan hans svona valtan. Hcmn krafðist þess, að flokkurinn hcifnaði sjálfri hug- myndinni um að einstakir þing- menn klifruðu upp þann metorða- stiga sem flokkurinn hafði lagt upp um valdakerfið liðsmönnum sín- um til handargagns. Sú áhersla sem Viimundur lagði á að „hreinsa" Alþýðuflokkinn af hags- munavörslu í kerfinu varð honum að fótcikefli í eigin framaklifri innan flokksins en um leið einn af horn- steinum stefnu Bandalags jafnað- armanna. Á þessum hornsteini hvílir nú sú viðtekna skoðun í Bandalagi jcifn- aðarmcmna að í hinu hefðbundna framabrautcikerfi felist miðstýring á því hverjir komist til áhrifa í flokknum, og að þetta kerfi hafi reyndar skilað óhæfum pólitíkus- um. Hugmynd Bandcdags jafnaðar- manna er að félagar flokksins þrói eigin feril cif sjálfsdáðum, þroskist án afskiptasemi annarra. Frjálsu frcimtciki hvers og eins er ætlað að ráða ferðinni, en hversu frjálslega menn geta hækkað í metorðastig- anum í flokksumhverfi Bandalags jafnaðarmanna getur tíminn að- eins skorið úr um. Bandalagið afneitar þannig mið- stýrðri „framleiðslu" á flokksgæð- ingum, en kemur valddreifð ,Jram- leiðsluaðferð“ bandalagsins til með að skila jcifn góðri og fjöl- breyttri ,sölulínu“ pólitíkusa og vonir standa til? Nú þegar má sjá, að flokkurinn aflar sér fylgismanna úr röðum ákveðinna hópa í sam- félaginu. Áhuga á stefnumiðum bandalagsins virðist t.d. gæta sér- staklega í röðum ungra mennta- manna í viðskiptalífinu og í hópi listafólks. Langskólagengið fólk er áberandi, fólk sem hefur að baki 4 - 8 ár í háskóla, gjaman í Bretlandi, V-Þýskalandi, Svíþjóð eða Banda- ríkjunum. Margt aí þessu fólki stundaði ennfremur sitt nám á bar- áttuskeiði 68-kynsk)ðarinnar og mótaði lífsskoðanir sínar þá. SAMTÖKUM KVENNALISTA f spurningin um þró- un Bandcilags jafn- aðarmanna snýst að einhverju leyti um afdrif 68-kynsIóðcir- innar, þá er þróun kvennalistanna nátengd jafnréttis- baráttu kvenna. Bandalag jafnað- armanna afneitar framabrauta- kerfinu sem slíku og hvað varðar valdauppbyggingu kvennalistanna leitcist þeir við það líka. Þeir leggja hins vegar ríka áherslu á að ryðja líka nýja framabraut, sem gerir konum kleift að standa jafnfætis karlmönnum í hinum stóra met- orðastiga þjóðfélagsins, og það á eigin forsendum. Mcirkmið flokks- maskínu þeirra er ekki að lyfta ein- stökum flokksmönnum til vegs og virðingar innan flokksins, heldur að lyfta íslenska kvenkyninu upp í heild. í þessu scunbandi er vert að geta þess, að ætlun kvennalist- anna er að forðast pírcunídaskipu- lagningu valdsins inncui raða sinna og skipta ört um forystufólk í helstu valdastofnunum samtak- anna, þingmenn og fulltrúa í hin- um ýmsu ráðum og nefndum. Eins er mikilvægt að hafa í huga sér- stöðu kvennalistanna í íslenska flokkakerfinu. Þeir verða til sem ákveðin mótmæli gegn valdakerfi og framabrautum hinna flokkcuina þarsem konur hafa ekki þrifist til jcifns við karla. Konumar kváðu upp þann dóm að klifurbrautirnar væru sniðnar fyrir kcula; þær gætu t.d. ekki endilega hlaupið á mikil- vægan stjórncufund klukkan 17 með litlum fyrirvara, svo dæmi sé tekið. Tekin veu sú stefna að stofna kvennaflokka til að ryðja konum braut inn í bæjar- og sveitarstjórn- ir og inn á Alþingi. En hvernig hafa konumar valið sína fulltrúa í áhrifastöður innan flokksstcufsins - hvað gildir? Vegna þess hvað samtökin em ný er engin leið að gefa neina heildar- mynd af dæmigerðri kvennalista- konu. Við val á framboðslista var handahófsreglan notuð til jafns við önnur sjónarmið, en ljóst er að heppilegra er fyrir konur sem hyggja á þátttöku í samtökunum að hafa einhverja reynslu úr jafn- réttisbcuáttu kvenna. Athyglisvert er þó, að tveir af þremur þing- mönnum Samtaka um kvennalista urðu ekki virkir í þeim fyrr en skömmu áður en þeir tóku sæti á Alþingi. Guðrún Ágnarsdóttir fór að starfa með samtökunum um árcunótin 1983-84 og Kristín Hcdl- dórsdóttir var sett á kvennalistann fyrir kosningamar í fyrra eftir að- eins nokkurra vikna stcuf. Samtök- in eru flokkur kvenna sem yfirleitt eru allvel menntaðcu og koma gjarnan úr hefðbundnum stcufs- stéttum kvenna, svo sem röðum hjúkrunarfræðinga og kennara. LAUSNÁ SKÁKÞRAUT A. Lipton: Venjulega kemur ekki til greina að skákað sé eða maður drepinn í lykilleik skákdæmis. En hér leyfir höfundur sér að brjóta þá reglu: 1. d4+! Dd3 2. Hxdl mát Hdd3 2. Hxdl mát Hfd2 2. Hxf4 mát Rd3 2. Hxf3 mát Þessar leppanir em ljómandi skemmtilegar. B. Úr tefldu tafli. Svartur hefur greinilega þrengra tafl, en hvít hefur sést yfir tækifæri sem hann á til að losa um sig: 1. - Rxb4! 2. cxb Rf4 og vinnur manninn til baka. 10 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.