Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 12
<BILflLEIGf)N
CflR-CREMTflL SERVICE
Nýbýlavegur 32
200 Kópavogur
Tel: 45477
S.H. Bílaleigan býður upp á ein
hagkvæmustu kjör sem bjóðast í
dag.
Sækjum og sendum.
E
Trélistar
VEGG- GOLF-
og LOFTLISTAR
Eigum fyrirliggjandi yfir 40 gerðir af listum
úr furu, eik og ramin.
Harðviðarval h.f.
Skemmuvegi 40.
Sími 74111.
D
■^Pankarnir hafa verið að
reyna að fóta sig að undanförnu í
nýfengnu umhverfi frelsis og sam-
keppni, og keppast nú við að slá
hvern annan út í vaxtamálum og
þjónustu við viðskiptavininn. Nú
heyrum við að Iðnaðarbankinn sé
að slá öllum við í þjónustuviðleitn-
inni. Innan skamms tekur bankinn í
notkun kort, sem gerir viðskipta-
vinum bankans kleift að stunda ein-
földustu bankaviðskipti sín sjálfir að
nóttu sem degi fyrir tilstilli sjálf-
virkrar vélar sem bráðlega verður
sett upp við anddyri aðalbankans
við Lækjargötu. Gert er ráð fyrir að
samskonar vélar verði settar upp í
hinum útibúum bankans í kjölfarið.
Þá hefur Iðnaðarbankinn ákveðið
að segja upp viðskiptum sínum við
Reiknistofu bankanna og bjóða fyr-
irtækjum í viðskiptum hjá sér upp á
tölvuaðgang að eigin reikningum.
s
^^^vavar Gestsson hefur verið
farsæll formaður Alþýðubandalags-
ins í fimm ár. Eftir tæplega ár verð-
ur haldinn landsfundur flokksins.
Nú þegar hafa kvisast út tíðindi að
Svavar hyggist ef til vill ekki gefa
kost á sér aftur í formannsstöðuna.
Astæðan mun vera sú, að Svavar
vilji minnka við sig álagið og láta sér
nægja þingmennskuna jafnframt
öðrum trúnaðarstörfum fyrir flokk-
inn. Einnig er algengur formanns-
tími 5—8 ár og því ekki óeðlilegt að
Svavar dragi sig í hlé. Mörgum al-
þýðubandalagsmönnum finnst hins
vegar dapurlegt til þess að hugsa að
hinn óvefengjanlegi leiðtogi flokks-
ins hverfi af sjónarsviðinu...
ÖKU-
LJOSIIM
Ökuljósin
kosta lítið og því
er um að gera að
spara þau ekki i ryki og
dimmviðri eða þegar
skyggja tekur. Best af
öllu er að aka ávallt
með ökuljósum.
yUMFERÐAR
RÁÐ 'u^4
lilandsfundi Alþýðuflokksins
var frestað fyrir nokkru. Ástæðan
sem gefin var upp var fjölmiðla-
leysi. Sannleikurinn í málinu mun
hins vegar vera sá, að fyrir fundin-
um lá áskorun frá kjördæmisráði
krata í Vesturlandskjördæmi um
lagabreytingu við prófkjör þannig
að aðeins flokksmeðlimir Alþýðu-
flokksins hefðu atkvæðisrétt við
prófkjör flokksins. Sighvatur
Björgvinsson var aðalhvatamað-
ur þessarar tillögu fyrir vestan og
fékk hana samþykkta í kjördæmis-
ráðinu. Landsfundinum mun hafa
verið frestað meðan menn áttuðu
sig á alvarleika málsins því óvíst er
hvort Karvel Pálmason eða sumir
aðrir þingmenn Alþýðuflokksins
verði langlífir í þingsætum sínum ef
slík lagabreyting verður gerð á
prófkjörum flokksins. ..
v
erkfall bokagerðarmanna
mun draga ýmsan dilk á eftir sér. Nú
þykir næsta öruggt að Morgunblað-
ið og DV muni stofna starfsmanna-
félög og Morgunblaðið beinlínis
lýsti því yfir í leiðara í fyrsta tölu-
blaði efiir verkfall. DV mun þó vera
komið lengra en Morgunblaðið í
undirbúningi að stofnun starfs-
mannafélags og hefur þegar sett allt
dæmið niður á pappír...
G
■F unnar Smári Helgason
þykir einn besti hljóðmaður sem
starfar við kvikmyndagerð hérlend-
is. Gunnar gat sér sérstaklega gott
orð sem hljóðmaður við gerð mynd-
arinnar Hrafninn flýgur og flaug
orðstír hans víða. Gunnar Smári
sótti nýlega um starf hljóðtækni-
manns við sjónvarpið og voru
margir kampakátir yfir að öðlast
slíkan liðstyrk þegar margur tækni-
maðurinn flýr stofnunina vegna
lágra launa. Umsókn Gunnars
Smára var hins vegar hafnað. Hann
hafði nefnilega ekki símvirkja-
próf. . .
S_,
stofa hafa lagt mikla áherslu á svo-
nefnt upplagseftirlit. Eftirlitið er
upphaflega runnið undan Verslun-
arráði sem vildi tryggja auglýsend-
um upplagstölur dagblaða og tíma-
rita í landinu en slíkar tölur hafa allt-
af verið meira og minna á huldu.
Samtök íslenskra auglýsingastofa
hafa ekki verið ánægð með dræm
svör útgefenda varðandi upplags-
eftirlitið og hafa nú nær fullmótað
ákvörðun um að auglýsingastofurn-
ar auglýsi ekki í þeim blöðum og
tímaritum sem neita að gefa upp
prentað upplag. Verður fróðlegt að
fylgjast með viðbrögðum útgefenda
ef þessi samþykkt verður að veru-
leika. . .
o
kurlán hafa verið mikið
stunduð á íslandi og ekki síst á und-
anförnum áratugum. Nú munu hins
vegar okurlánin vera í rýrnun. Lög-
fræðingar sem margir hverjir hafa
hagnast mjög á okurvaxtalánum,
hafa snúið sér að þeirri iðju að
kaupa skuldabréf af uppgefnum
lánadrottnum fyrir hálfvirði og inn-
heimta síðan skuldirnar að fullu
með ómannúðlegum aðferðum. . .
lFyrirtækið Nýmynd, sem er í
eigu ýmissa starfsmanna sjónvarps-
ins o.fl. og sérhæfir sig í framleiðslu
myndbandaefnis, mun ekki starfa
framar undir því nafni. Eigandi ljós-
myndastofu nokkurrar í Keflavík
sem ber sama nafn sætti sig nefni-
lega ekki við að verið væri að
blanda nöfnum saman. Því þurftu
stjórnarmenn hins nýja fyrirtækis
að setjast niður og velja því nýtt
nafn. Varð Myndvarp fyrir val-
inu. . .
F
rumsýningardagar íslensku
kvikmyndanna sem gerðar hafa
verið í vor, sumar og haust eru tekn-
ir að skýrast. „Hvítir mávar“ Stuð-
manna munu fara á hvíta tjaldið
eins fljótt og unnt er og telja margir
að frumsýningin gæti orðið í nóv-
ember. Ágúst Guðmundsson mun
hins vegar hafa tryggt sér jólin und-
ir „Sand“, og reyndar leikstýrir
hann „Gullna hliðinu" sem verður
jólaleikrit sjónvarpsins. Þráinn
Bertelsson og Jón Hermannsson
munu hins vegar frumsýna
„Skammdegi" í janúar. ..
|k|
■ ^Borræn friðarhátíð verður
haldin í Stokkhólmsóperunni
næstkomandi laugardag, en fyrir-
myndin að henni mun vera sótt í
samskonar hátíð sem haldin var
hérlendis í Þjóðleikhúsinu á síð-
asta ári. Margt frægra listamanna
mun leggja þessari hátíð lið, og má
þar nefna Nicola Gedda óperu-
söngvara, Gisellu May, þann
heimsfræga Brecht-túlkara, Birg-
ittu Grimstad vísnasöngkonu og
finnsku baráttusöngkonuna Aria
Saajoma. Kór og ballett konung-
legu sænsku óperunnar mun einnig
koma við sögu á þessari hátíð, svo
og einn íslenskur listamaður, Bubbi
Morthens trúbador...
l nýjum lögum um kvikmynda-
mál er m.a. að finna grein er segir
að í kvikmyndasjóð skuli renna
jafnvirði söluskatts af seldum að-
göngumiðum kvikmyndahúsanna.
Er það mikill búhnykkur fyrir þá
kvikmyndagerðarmenn er hljóta
styrk úr sjóðnum...
12 HELGARPÓSTURINN