Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 25.10.1984, Qupperneq 14

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Qupperneq 14
YFIRHEYRSLA nafn Steingrímur Hermannsson fæddur 22.06.1928 staða Forsætisráðherra heimili: Mávanes 19, Garðabæ heimilishagir: Kvæntur Eddu Guðmundsdóttur bifreið: Chevrolet Blazer 1984 mánaðarlaun: 83.058 kr. áhugamál Útivera, smíðar, o.fl. Vid náum tökum á eftir Hallgrfm Thortteinsson Ríklsstjórnin samþykkti skattalækkunartiilögu Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra, á fundi sínum í gær, miðvikudag. Skömmu fyrir ríkisstjórnarfund- inn var forsætisrádherra yflrheyrður um stödu samningamálanna og þátt ríkis- stjórnarinnar í þeim. — Er launastefna ríkisstjórnarinnar ekki sprungin? „Ég vil ekki segja að hún sé sprungin enn, því ennþá reynir á það hjá ASÍ og aðiidarfé- lðgum þess í viðræðunum við VSI hvort fara má skattalækkunarleiðina." — En upphaf leg launastefna ykkar var að laun hækkuðu ekki meira en 5% á næsta ári. Þegar nú er talað um 11 % og samningar upp á yfir 20% liggja á borð- inu þá er upphaflegi ramminn augljós- lega sprunginn, eða hvað? „Það er rétt, ef við leggjum hann til grund- vallar, þá er hann brostinn, ég vil kannski ekki kalla hann sprunginn, því að ég held að með þessu gæti okkur tekist að halda verð- bólgunni á svipuðu róli og hún er nú, eða 15—17%. Hún færi kannski aðeins upp um áramótin, en ég hygg að við næðum þó verðbólgumarkmiðum okkar með skatta- lækkunarleiðinni í iok næsta árs, þ.e.a.s. að verðbólgan yrði 10% eða þar fyrir neðan." Er það þitt mat að verkalýðshreyfing- in sé svipuörar skoðunar og ríkisstjórn- in hvað varðar gildi aðhalds að verð- bólgu með hóflegum launahækkunum? „A þeim allmörgu fundum sem ég hef átt með launþegasamtökunum, t.d. ASl, Verka- mannasambandinu og Landssambandi iðn- verkafólks, hefur mér virst þetta koma mjög ákveðið fram. Menn vilja ekki verðbólgu- skriðu og þær kollsteypur sem henni fylgja." — Svo viröist sem á fáeinum vikum hafi kjaradeilurnar snúist frá baráttu um að ná sama kaupmætti og í árslok 1983 upp í harðar kröfur um 30% launa- hækkun; þetta er BSRB-tónninn. Því er víða haldið fram að með lipurð og lagni hefði mátt koma í veg fyrir að þessi harka hlypi í deiluna. Hvað finnst þér? „Þetta er tvíhliða. í fyrsta lagi eru kröf- urnar um 30% hækkun strax og 5% 1. janúar og samninga bara til 15. apríi að mínu mati fáránlegar og það er ailtaf spurning hvað menn treysta sér til að tala mikið saman þeg- ar svona krafa er sett fram. — Kom inngriþ þitt ekki ansi seint? Hvers vegna var ekki búið að ganga frá skattalækkunarleiðinni form- lega fyrr og kynna hana áður en fjár- málaráðherra hleypti viðræðunum í hnút? „Ég vil í fyrsta lagi ekki láta skilja mig svo, að deilan við BSRB hafi verið komin í hnút í höndum fjármálaráðherra, eins og ég segi — það er tvíþætt. Þú lýstir þeirri launamála- síefnu sem við höfðum og töldum skynsam- legasta. Hún var brostin. Við höfðum ákveð- ið að lækka skatta um 600 miiljónir króna og ná þeim aftur inn með óbeinum sköttum, í anda þingsáiyktunar Alþingis frá í vor. Breytingin sem verður er sú, að við segjum sem svo: AUt í lagi, ef það getur orðið til þess að leysa þessa hörðu deilu, þá skulum við færa vandann yfir á ríkissjóð, auka tekju- skattslækkunina uppí allt að 1100 milljónir og innheimta hana ekki nema eins og sam- komulag getur orðið um við aðila vinnu- markaðarins. Þessu er hleypt af stað — á bak við tjöidin, getum við sagt — í kringum miðj- an september og þegar við finnum hljóm- grunn fyrir þessu — Verkamannasambandið breytir t.d. kröfum sínum verulega — þá höldum við formlegan fund um þetta í vik- unni á eftir. Svo ég get ekki tekið undir það að þetta hafi ekki verið í umræðunni ali- lengi, þetta hefur verið rætt í rúman mán- uð." — Engu að síður var skattalækkunar- leiðin ekki sett formlega fram í viðræð- unum við BSRB heldur var bara sáttatil- lagan inní myndinni framanaf. Hvers vegna? Vanmátuð þið BSRB? „BSRB var að sjálfsögðu ekki vanmetið. Fulltrúar þess mættu á fund hjá mér 26. sept- ember, þar sem þeim voru kynntar þessar hugmyndir. Það er að vísu eftir atkvæða- greiðsluna um sáttatillöguna. Tillagan kom fram tveimur vikum áður og á því stigi voru enn bundnar vonir við að menn vildu semja um tiltöiulega lágar peningalaunahækkanir sem viðhéldu þó kaupmætti síðasta ársfjórð- ungs 1983 og að skattalækkanir þyrftu ekki að koma til viðbótar." — Um 20. september heyrðust hávær- ar raddir um það í Sjálfstæðisflokknum um að nú skyldi efnt til nýrra kosninga. Dagurinn 24. nóvember var nefndur. Á hverju strandaði þetta? „Þessar hugmyndir komu aldrei til mín. Ég veit ekki hjá hvaða einstaklingum þær urðu til, þær komu aldrei til umræðu. Ég held að brunalið eigi ekki að hlaupa frá eid- inum, heldur sjá um að slökkva hann. Svo má e.t.v. spyrja þjóðina, sína yfirmenn í þessu sambandi, hvernig fólki sýnist að tek- ist hafi." — Sýnist þér nú að ríkisstjórnin nái ekki tökum á málunum og að hún þurfi að fara frá? „Tökum verður náð á þessum málum. Ef tökum er ekki náð, þá ætti hún að fara frá, en ríkisstjórnin er ákveðin í því, hvor leiðin sem verður nú ofaná, skattalækkunarleiðin eða verðbólguleiðin, að grípa til aðgerða til að halda atvinnuvegunum gangandi og rétta skútuna við á nýjan leik." — Hvaða tryggingu getur ríkisstjórn- in gefiö fyrir því að kaupmáttur síðasta ársfjórðung 1983 geti haldist út næsta ár? „Sjálfkrafa kaupmáttartrygging kemur ekki til greina. Það er ekkert annað en vísi- tala og þá erum við komnir nákvæmlega í sömu spor og í samningunum 1974: 25% hækkun og svo verðbólga. En ef grannt er fylgst með því, hins vegar, hvernig kaup- máttur þróast, þá getur ríkisstjórnin vitan- lega gripið til ýmissa hluta. “ — Aðeins aftur um hörkuna í BSRB- verkfallinu. Ertu sammála þeim starfs- aðferðum fjármálaráðherra sem hleypt hafa illu blóði í fólk; laun voru ekki greidd út, fólki hótað lögsókn og fang- elsi, það kallað byltingarfólk? „Mér finnst spurningin ýkt. Fjármálaráð- herra hefur ekki hótað neinum fangelsi. Það eru náttúrulega dómstólarnir einir sem úr- skurða slíkt og það hefur engum verið stefnt. En fjármálaráðherra hefur vakið athygli BSRB á ýmsum framkvæmdum í verkfali- inu, sem ekki bara hann, heldur við, teljum að jaðri við lögbrot eða séu jafnvel augljós lögbrot. Ef BSRB telur sig liafa farið að lög- um, sem ég svo sannarlega vona, þá er það í engri hættu. Dómstólarnir skera þá úr um það ef þessu verður vísað til dómstóla. Ég vil bara taka fram, að fjármálaráðherra hefur verið í ákaflega erfiðri stöðu, og þó að ég gæti vissulega nefnt ýmislegt sem ég hefði gert öðruvísi þá ætla ég ekki að koma í bakið á samráðherrum mínum þó peir hafi, í skjóli síns valds sem er alveg óvéfengt tekið ákvarðanir. Ég er sannfærður um það að þeir hafa tekið þær af bestu sannfæringu." — Hugsanleg lögbrot BSRB leiða hug- ann að hugsanlegum brotum á útvarps- lögunum í skjóli Sjálfstæðisflokksins. Finnst þér forsvararnlegt að ráðherrar hans hafi staðið eins konar vörð um stöðvarnar sem spruttu upp í verkfall- inu? þessu „Ég hef ekki fengið nokkurs staðar stað- festingu á því að þeir hafi staðið vörð um þessar stöðvar. Ég veit að þeir eru þeirrar skoðunar að það ætti að opna fyrir frjálst út- varp og það getur vel verið að sú tilfinning þeirra og skoðun hafi blandast inni eitthvað sem þeir hafa sagt. Ég hef kynnt mér hlið Al- berts Guðmundssonar hvað varðar leitina í Valhöll og ég fæ allt aðrar upplýsingar frá þeirri hlið máisins. En ég vil taka það fram að ég átel hverja þá sem stóðu að þessum stöðvum. Þetta var ólöglegt og þetta átei ég. Þetta átti vitanlega ekki að gera. Það mun- aði engu að NT sem er okkur tengt færi út í þetta og ég hefði átalið það líka. Sem betur fer varð ekki af því." — Hver var þáttur þinn í Reykjavíkur- samningunum? Þú varst sagdur hafa tekið þátt í þeirri samningagerd. „Það er alrangt. Sannleikurinn í því er sá, að ég kom austan af fjörðum þennan laugar- dag. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sem var þá veikur, hringdi til mín og spurði hvort ég vildi hitta sig því hann teldi sig geta fengið samning við sína starfsmenn. Reykjavíkur- borg er sjálfstæður samningsaðili. Ég hitti Davíð og hann sýndi mér samning sem hljóðaði upp á 6,1% hækkun í upphafi, tvær flokkatilfærslur og nokkra skattalækkun. Ég sagði þá og segi enn, að í stöðunni hefði svona samningur verið vel þoianlegur. Ég hefði kannski viljað meiri skattaiækkun og bara eina flokkatilfærslu, en ég sagði við Davíð að ég teldi að miðað við ástandið væri ekki hægt að hafa neitt á móti þessu. En síð- an hækkaði samningurinn um nóttina, þeg- ar ég svaf heima hjá mér og vissi ekki af því fyrr en hringt var til mín um morguninn. í upphafi var mér sagt að þetta þýddi um 13% launahækkun og ég sagði þá sem svo: Er það virkilega ekki meira? Svo sá ég að þetta var langtum meira þegar ég settist niður þarna um morguninn og reiknaði þetta út. Og ég tel að þessi samningur hafi verið slæm mis- tök.“ — Veröa sett lög gegn verkfalli BSRB ef það heldur áfram í nokkrar vikur enn? „Ég trúi því ekki að BSRB haldi áfram í verkfalli ef samningar takast á hinum al- menna vinnumarkaði. Það væri að þver- skailast svo við staðreyndum að það gengur ekki upp. Lagasetning hefur ekki verið til umræðu hjá stjórnarflokkunum og alis ekki á dagskrá. En svo getur farið og hefur farið að minni hagsmunir verða að víkja fyrir meiri. Ég vona að ekki komi tilþess. Meðan nú reynir á samninga milli ASl og VSÍ sem að mínu mati verður að gerast á næsta sólar- hring eða svo, þá er kannski best að hinkra við hjá BSRB."

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.