Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 15
G»uau«n athyglis- verð hljómskífa sem Steinar hf. senda frá sér fyrir næstu jól. Þetta er tveggja platna albúm með áður óút- gefnum lögum KK-sextettsins, fundnum upptökum úr safni með- lima hans, að megninu til frá hljóm- leikum grúppunnar, æfingum í Þórscafé eða frá böllum hennar á tímabilinu 1956—60. Á plötunum verða þrjátíu lög, önnur þeirra sungin en hin instrumental, þar á meðal mörg frægustu laga sextetts- ins. Þessar gömlu upptökur eiga efalítið eftir að ylja mörgum mið- aldra dægurlagaunnandanum um hjartaræturnar, en meðal söngvara sem koma við sögu á plötunum eru Raggi Bjarna, Ellý Vilhjálms, Sigrún Jónsdóttir, Óöinn Valdi- marsson, Harald G. Haralds og Diana Magnúsdóttir, auk þess sem á instrumentalhluta albúmsins verður að finna hörkusóló tveggja frægustu saxafónleikara okkar Is- lendinga sem nú eru báðir fallnir frá, þeirra Gunnars Ormslev og Andrésar Ingólfssonar. Þess má geta að alls fundust yfir sextíu gaml- ar upptökur af áður óútgefnum lög- um sextettsins þegar farið var að leita almennilega í hirslum gamalla grúppumeðlima, þannig að líkur eru á að fleiri lög þessarar vinsæl- ustu hljómsveitar landsins á árum áður, eigi eftir að koma út á næst- unni... Þ ráinn Bertelsson er ötull maður. í ár hefur hann gert tvær kvikmyndir (Dalalíf og Skammdegi) og þar að auki skrifað heila barna- bók í samvinnu við teiknarann Brian Pilkington. Bókin heitir „Hundrað ára afmælið" og segir frá tveimur strákhnokkum, trölladreng og öðrum mennskum. Nýtt líf gefur út... M ■ V Menn ættu ekki að þurfa að klóra sér lengi í kollinum yfir því hvaða bækur þeir ætla að gefa til jólagjafa í desembermánuði, því nýir bókatitlar á markaðnum verða þá að öllum líkindum ekki fleiri en fáeinir tugir. Samdrátturinn er ógn- vænlegur í komandi bókaútgáfu. Má nefna sem dæmi að bókaforlag- ið Svart á hvítu sendir ekki frá sér nema eina bók fyrir jólin, Fjölvi þrjár og svo má áfram telja um litlu forlögin. En ástandið er litlu betra hjá þeim stóru. Á þeim bæjum hafa menn staðið í því í vikunni að velja um það hvaða bókum sem þeir höfðu komið í vinnslu fyrir verkfall þeir eigi að halda áfram til loka- vinnslu. Nokkrir þessara aðila hafa reynt fyrir sér erlendis, en í flestum tilvikum hefur þeim reynst of dýrt að taka bækur héðan úr miðri vinnslu og byrja upp á nýtt með þær ytra. Hinsvegar hefur þessi viðleitni þeirra erlendis aflað þeim sam- banda og fært þeim heim sannindin um það hve hlutfallslega er mun ódýrara að vinna bækur úti en hér heima. Það stafar ekki síst af því að í mörgum ríkjum Evrópu þar sem mikils atvinnuleysis gætir, er prent- verk hreinlega niðurgreitt af við- komandi stjórnvöldum svo afla megi verkefna og vinnu fyrir sem flesta. Hér má nefna Danmörku, en þar er prentverk einna mest nið- urgreitt í allri Evrópu.. .. D agblöðin hafa öll beðið mikið tjón af verkfalli prentara og stöðvun á útgáfu. Morgunblaðið hefur farið sýnu verst út úr dæminu enda rúmlega hundrað manns á launaskrá og fjármagnskostnaður gífurlegur. Þá stendur Morgunblað- ið í geysilegum fjárfestingum og tekjutapið tilfinnanlegt. Við höfum frétt úr Morgunblaðshöllinni að það muni taka blaðið um eitt ár að ná sér á strik aftur. NT hefur ennfrem- ur beðið mikinn rekstrarlegan hnekki við verkfallið og hefur verið rætt um að leggja blaðið niður eða breyta því í vikublað eftir áramót. Menn munu þó bíða átekta og sjá hvernig tekjurnar verða fram að jól- um. Þjóðviljinn tapaði 4 milljónum á verkfallinu en heldur velli sem endranær á sterkum flokksgrund- velli. Alþýðublaðið mun hafa beðið tiltölulega lítið tjón enda lítill rekstr- arkostnaður við blaðið... þýðuleikhúsið hefur verið tekið út af fjárlögum. Það hlaut 1,2 milljónir króna í fyrra en fær sem sagt ekki krónu í ár. Hins vegar er varið peningum á fjárlögum til ann- arrar leiklistarstarfsemi en ríkis- styrktu leikhúsanna og má þá vera að eitthvað renni til Alþýðuleik- hússins. Leiklistarráð er ráðgefandi aðili Alþingis við úthlutun til ann- arrar leiklistarstarfsemi og fær það 2,8 milljónir til ráðstöfunar. Mun það vera ærinn starfi hins nýráðna framkvæmdastjóra Alþýðuleik- hússins Hans Kristjáns Árnason- ar og annarra starfsmanna Alþýðu- leikhússins að snapa peninga hjá Leiklistarráði og annars staðar þar sem fjármuni mun vera að finna... ^^^^ikil hreyfing er aug- lýsingabransanum. IBM er farið frá Auglýsingastofu Ólafs Stephensen og sömuleiðis VISA kort og Sam- vinnubankinn. Auglýsingaþjónust- an sér ekki lengur um auglýsinga- mál Arnarflugs. Auglýsingastofa Kristínar fékk ekki Búvörusýning- una eins og menn bjuggust við held- ur auglýsingastofan Gott fólk. Og dæmin eru fleiri. En hér munu á ferðinni eðlileg lögmál hreyfingar á auglýsingamarkaði, ekki síst með tilliti til afkomu auglýsenda sem halda niðri auglýsingakostnaði með því að skipta um auglýsingastofur með ákveðnu millibili... B okamarkaðurinn mun verða heldur rýr um jólin vegna verkfalla og bárgrar stöðu útgef- enda. Við höfum þó frétt af nokkr- um áhugaverðum bókum í kom- andi jólavertíð. Ein þeirra er sam- talsbók Eddu Andrésdóttur við Auði Laxness. .. vaxtareikningur NÝR INNIÁNS REIKNINGUR An bindingrr 2712% til 2758% AFSAVÖ3CTUN Kynntu þér Hávaxtareíkníngínn betrí kjör bjóðast varla Samvínnubankínn HELGARPÓSTURINN 15

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.