Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 17
umsvifamikilli útgerð. Þetta gerðist allt á mjög stuttum tíma og við sem eldri erum höfum alist upp við svo margt sem þekkist ekki lengur, við höfum mjög gaman af öllum þjóðlegum fróðleik, að læra vísur og lesa kveðskap, — en ég er hræddur um að þetta erfist ekki iengra. Þarna hefur myndast eitthvert rof, en kannski er ég bara orðinn svona gamall, — kominn yfir fimmtugt og íhaldssamur, — að ég sakna bara gamla tímans. Þó held ég að það sé mjög óheppilegt í öllum þjóðfélögum þegar svona mikið rof myndast. Það er heilt ævintýri hvað okkur íslendingum tekst að koma á að mörgu leyti miklu fyrirmynd- arþjóðfélagi á skömmum tíma, og hvað virðist hafa verið hér gott kyn í landinu. Það má kannski ímynda sér að það hafi vinsast úr á hörmungaröldum í hungri og harðrétti þannig að eftir hafi staðið einhver harður kjarni. Við skulum athuga það að forfeður okkar, land- námsmennirnir, hljóta að hafa verið dálítið sér- stakir, því það þarf hugrakkt fólk til að leggja út í algera óvissu eins og þeir gerðu með því að fara frá Noregi, — af hvaða ástæðu sem það var nú. Svo eimir lengi eftir af þessum hugsunarhætti, þ.e.a.s. áherslu á einstaklingsfrelsi og sjálfstætt hugarfar. Ég vil taka fram að ég vil ekki fara út í neitt rasistatal, því ég hef skömm á öllu slíku, en þó er þetta eitthvað líkt því sem er hjá skepn- unum — það eru mismunandi sterk kyn og að- eins þeir dugmestu þola hörmungarnar, hinir deyja bara drottni sínum. Annars kemst maður aldrei að neinni niðurstöðu með þetta," segir Magnús í léttari tón og við víkjum talinu að öðru. KOMMÚNISTAR ÆVAREIÐIR Magnús starfaði sem blaðamaður á Morgun- blaðinu í sex og hálft ár, mest í innlendu frétt- unum. „Það var fyrir tilviljun að ég lenti í inn- lendu fréttunum í stað þeirra erlendu sem ég hafði þó búist við því að ég var þá þegar orðinn mikill áhugamaður um alþjóðamál. En þetta var að mestu mjög skemmtilegur tími. Blaða- mennska, a.m.k. eins og hún var í þá daga, er þó ekki mjög hentug fyrir fjölskyldumenn vegna óreglulegs vinnutíma og af fleiri ástæðum. Ég var kominn með fjölskyldu skömmu áður en ég hætti á Morgunblaðinu og hóf að starfa fyrir NATO. Það var í desember 1966 sem ég tók við því starfi." — Þú varst þá þegar orðinn mjög pólitískur og harður hægri maður. Var ekki freistandi að skrifa harðar pólitískar greinar? „Jú, jú. Ég skrifaði oft mjög pólitískt á þeim ár- um. Ekki í fréttunum auðvitað, en ég tók strax virkan þátt í háskólapólitíkinni og skrifaði mikið í tímarit auk þess sem ég fékk líka að skrifa greinar í Morgunblaðið þar sem ég fékk útrás, því maður gat verið mjög grimmur á þessum ár- um. Það var líka mikil harka á móti. Ég get nefnt sem dæmi að á þeim árum var kosið í flestum iðnaðarmannafélögum og verkalýðsfélögum, það var ekki orðið eins og síðar varð, að gert væri samkomulag um hver ætti hvaða félag, þannig að maður þurfti að skrifa mikið um þau mál, og ýmislegt fleira á ýmsum stöðum í blað- inú. Snemma varð ég mikill andkommúnisti og var því fljótt stimplaður sem slíkur, en mér þótti nú bara heiður að því. Aðallega var ég þó stimplaður vegna þess að ég fór til Moskvu 1957 á Heimsmót æsku og stúdenta. Mér fannst tilval- ið að grípa tækifærið sem mér gafst til að fara þetta þó ferðafélagarnir væru margir af hinum kantinum, eða þá ópólitískir. Þessi ferð varð svo náttúrlega aðeins til þess að ég staðfestist enn í skoðunum mínum, en eftir heimkomuna skrif- aði ég langa pistla í Morgunblaðið þar sem ég lýsti ferðinni. Upp úr því stimpluðu andstæðing- arnir mig gjarnan sem Moskvu-Manga, því kommúnistar urðu alveg ævareiðir og skrifuðu á móti mér, sem ég svo aftur svaraði fullum hálsi. Eftir þetta varð maður svolítið frægur maður í röðum sósíalista og hafði ég bara gam- an af. Ég kynntist því mörgum kommúnistum og sumir urðu jafnvel prívatkunningjar mínir. Mér þótti ekkert athugavert við þessa stimpla sem verið var að koma á mann, ekki frekar en að vera seinna kallaður NATO-Mangi." — Þú ert þá ekkert viðkvæmur fyrir svona pólitískri andúð? „Nei, alls ekki. Það þýðir ekkert, því þá er eins gott að vera ekkert að standa í þessu.“ STARFAÐ HJÁ NATO Magnús var, auk þess að standa í stúdenta- pólitíkinni, lengi framanaf mjög virkur í félög- um innan Sjálfstæðisflokksins. Var bæði í Vöku og Sambandi ungra sjálfstæðismanna, en frá ár- inu 1966 hefur hann nær eingöngu helgað skrif- stofu NATO á íslandi krafta sína. Hann tjáir skrifara að skrifstofan hafi verið sett á fót 1959 og sé Magnús þriðji Islendingurinn sem veitir henni forstöðu. Hún ein af 16 svokölluðum svæðaskrifstofum NATO í öllum aðildarlöndum þess og var þeim komið á laggirnar til að kynna aðiidarþjóðunum uppbyggingu og starf varnar- bandalagsins. Þóttu ríkisstjórnir landanna ekki sinna því starfi nægilega vel, og „þetta er tölu- vert mikið starf,“ segir Magnús. —- Hvernig stóð á því að þú tókst þetta að þér? „Ég hafði svo mikinn áhuga á þessum málum, sérstaklega öryggi Islands, sem er mér mikið hjartans mál. Mér þótti það sjálfsagt að ísland gerðist stofnaðili að NATO og það hefur ekkert gerst í veröldinni síðan sem hefur breytt þeirri skoðun minni að sú ráðstöfun hafi verið rétt. Ef einhver þjóð vill lifa sem sjálfstætt ríki þá er það frumskylda að geta tryggt öryggi sitt og fóikið þarf að geta treyst því að það búi við öryggi og á þann hátt sem það sjálft kýs sér, — hvort sem það er i lýðræði eða við annað fyrirkomulag. Aðrar þjóðir þurfa þá jafnframt að vita það að ríkið er ekki máttlaust, því ef svo er þá mun það fyrr eða síðar verða fyrir áreitni af einhverju tagi. Mannkynssagan kennir okkur það því sömu vandamál hafa komið upp hvað eftir ann- að og það er ekki hægt að ætlast til að það breyt- ist á einni nóttu. Við íslendingar getum ekki varið okkur sjálf- ir,“ segir Magnús og fer nú að ræða um gamla hlutleysisdrauminn: „Sumum finnst það fögur hugsun að vera hlutlaus. Mér hefur aldrei fund- ist það neitt fagurt að vera hlutlaus. Það er ein- hverskonar uppgjöf í lífinu að vera alltaf hlut- laus og leiðir strax að þeirri grundvallarspurn- ingu: Er maðurinn þá fær um að gera greinar- mun á réttu og röngu? Þetta getur sjálfsagt vaf- ist stundum fyrir fólki, en þó held ég að lang- flestir hafi það í sér að geta gert greinarmun á réttu og röngu, góðu og illu. Það að láta sig dreyma um að við íslendingar getum alltaf verið stikk-frí í heiminum, það er al- ger ímyndun. Þetta þýðir það aðeins að maður afsalar sér réttinum til að taka afstöðu. Það er enginn hlutlaus nema hóran. Og eins og ástand heimsmálanna er í dag væri algert glapræði að fara að segja sig úr NATO.“ SÓSÍALISMINN ER MANN- DRÁPSSTEFNA — Sumir hafa sagt að betra sé að vera dauður en rauður. Geturðu tekið undir það? Magnús brosir við. „Já, ja þetta er nú kannski sett svolítið vitlaust upp, „besser tot als rot“, því best er auðvitað að vera lifandi og frjáls. Það er vel hægt að lifa lífinu án þess annað hvort að verða rauður eða deyja, og sem betur fer er vel hægt að vera blár og halda lífi. Það er ekkert sem bendir til annars, ef við höldum vöku okk- ar. En ég get líka sagt það fyrir mig persónulega að ég veit ekki hvernig ég ætti að fara að því að lifa í sósíalísku samfélagi. Þar er allt svo and- stætt mínu eðli. Maður yrði sviptur öllu sem manni er kærast, s.s. frelsi til að hugsa og tala og skrifa. Það er allt brotið niður, og mér finnst satt að segja sósíalisminn vera versta helstefna og manndrápsstefna sem mannkynssagan kann frá að greina. Það hefur engin stefna'valdið jafn miklu böli og sósíalisminn, kommúnisminn eða hvaða nafni menn vilja kalla þetta. Sumir hafa sagt við mig sem svo: Ja, þrátt fyrir allt, Magnús, þá er nú sósíalisminn fögur hug- sjón í upphafi. En þetta er bara ekki rétt. Mér hefur aldrei fundist þessi hugsjón geðfelld á einn eða annan hátt heldur þvert á móti ógeðfelld og ónáttúruleg á allan hátt, og svo er auðvitað eng- in hugsjón fegurri en framkvæmd hennar segir til um.“ — Nýturðu ekki diplómatafríðinda í starfi þínu? „Nei, ég starfa alfarið hjá NATO og fæ mín laun frá því og við þessir 16 starfsmenn á svæðaskrifstofunum sem ýmist eru í viðkom- andi löndum eða þá í höfuðstöðvum NATO, við erum ekki diplómatar," svarar hann og fer að segja mér frá því að stundum fylgi þessu starfi viss óþægindi. Sérstaklega hafi hann fundið fyr- ir því í þorskastríðinu því þá var mikill órói í fólki og margir gagnrýndu NATO hart fyrir að grípa ekki í taumana þegar Bretar sendu hingað herskip á miðin. HÚSMÓÐIR í VESTURBÆNUM Þá fékk Magnús líka óvenjulega „heimsókn" á skrifstofuna til sín, ef svo má segja, því það var hópur ungra NATO-andstæðinga sem ruddist inn á skrifstofuna til hans að morgunlagi og lagði hald á hana um stund. Þessi atburður varð mikið fréttamál á sínum tíma og hann stendur Magnúsi enn lifandi fyrir hugskotssjónum. Hann lýsir atburðarásinni í smáatriðum fyrir skrifaranum og væri sú saga efni í sérstakt opnuviðtal, en af þeirri lýsingu læðist sá grunur að skrifaranum að þrátt fyrir alvöru málsins hafi Magnús haft lúmskt gaman af þessu öllu saman: „Undir niðri fannst mér þetta allt svolítið kóm- ískt og viss sálfræðileg stúdía að fylgjast með krökkunum allt þar til lögreglan braust loksins inn til að stöðva þetta. Ég furðaði mig svolítið á því á eftir hversu rólegur ég hefði verið allan tímann, því ég get nú verið nokkuð skapbráður, en eftir á að hyggja þurfti ég ekki að sjá eftir neinu sem ég sagði eða gerði á meðan þetta stóð yfir.“ — Hefur það kannski verið þannig í lífi þínu að þú hefur ekki þurft að sjá eftir neinu? „Nei, það get ég ekki sagt. Það er með mig eins og flesta aðra að maður sér eftir ýmsu sem maður hefur aðhafst og öðru, sem maður hefur látið ógert .“ — En hefurðu verið og ertu lífsnautnamaður? „Já, ég get vel talið mig vera lífsnautnamann, en það hefur þó breyst með árunum. Það er lið- in tíð sem var hér fyrr á árum að maður þræddi veitingastaði borgarinnar um hverja helgi. Nú fer maður frekar í heimsóknir til vina og kunn- ingja eða fær heimsóknir, og svo eyði ég mjög miklum tíma í bókalestur. Eg á stórt og mikið bókasafn." — Svona í framhjáhlaupi langar mig til að spyrja hvort þú kannist nokkuð við húsmóður eina sem gjarnan kennir sig við Vesturbæinn og skrifar stundum eldhvassar greinar i Velvak- anda Morgunblaðsins. Sumir telja þetta vera dulnefni einhvers gallharðs andkommúnista? Nú er Magnúsi greinilega skemmt þegar hann svarar: „Já, já. Það er nú viss misskilningur í kringum þetta. Ég var lengi umsjónarmaður Velvakanda og hafði að mörgu leyti mjög gam- an af því. Það voru svo margir sem vildu fá bréf sín birt undir dulnefni en við sem sáum um Vel- vakanda vissum þó alltaf hver þar stóð á bak- við. Eitt þeirra var „húsmóðir" og hún hefur skrifað svo lengi og oft í blaðið að hún hefur eig- inlega fengið rétt á því nafni. Hún er mjög póli- tískt þenkjandi og margfróð um pólitík langt aft- ur í tímann. Svo komu stundum bréf frá annarri húsmóður sem kenndi sig við Vesturbæinn, eins og þú seg- ir, og hún var ekki síður hörð í pólitík. Þessum tveimur „húsmæðrum" hefur oft verið ruglað saman, sem er dálítið skrítið því þær eru að mörgu leyti ólíkar. Það má svo vel vera að hús- móðirin í Vesturbænum hafi ekki verið langt frá Morgunblaðinu, en hún er löngu hætt að skrifa, og sakna hennar sumir. Þarf ég nokkuð að segja meira um þetta?" segir Magnús og brosir tví- ræðu brosi. Skrifarinn lætur sér þetta alveg nægja og spyr að lokum hvað Magnús Þórðarson hyggist gera af íslendingar tækju allt í einu upp á því að segja sig úr NATO? Ætli mér þætti ekki skemmtilegast að vera í einhverju fræðadútli og fást við bækur. Svo er ég líka gamall prófarkalesari og hef raunar alla tíð fengist mikið við útgáfur og að lesa prófarkir. Ég er mikill „pedant", en nú fengi ég kannski ekki vinnu við prófarkalestur því ég held mig við gömlu kommusetninguna og setuna og er kannski ekki gjaldgengur lengur," segir hann hlæjandi en bætir því við að hann hafi enga trú á að úrsögn úr NATO sé yfirvofandi: „Það væri fáránlegt giapræði og svo finnst mér að stuðn- ingur við NATO hafi aukist mikið á seinustu ár- um og það finn ég ekki síst á skólakrökkunum sem koma til mín á skrifstofuna á hverju ári í kynnisferðum skólanna. Fyrr á árum voru þess- ir krakkar oft mjög neikvæðir í minn garð. Þetta hefur gerbreyst. Þau vita meira um alþjóðamál og NATO en krakkar gerðu áður. Andinn er líka allt annar.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.