Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 18
Meiriháttar GOTT Enskt buff 375/- kr. kg. Nautainnlærisvöðvi óbarinn. Eins og kjöt getur verið best. UNI-gæðaflokkur, (cornalið. Dönsk medisterpyl sa 130,- kr. kg. Svína- og lambakjöt framleitt ó danskan móta. ítalskt gullasch 255,- kr. kg. Lambagullasch með sveppum, papriku, lauk og maís, ítölsk kryaablanaa, tilbúið ó pönnuna. Pamp-grillpinnar 355,- kr. kg. Austurlensk kryddblanda, lamba-, svína- og nautakjöt blandað saman með svepp- um, tómötum, papriku og lauk. Sænsk kryddsteik 275,- kr. kg. Úrb. svínhnakki, grillaður ó sænskan hátt, tilvalið sem pönnusteik eða á grillið. Besta paprikupylsan 130,- kr. kg. aðeins Nýr lundi 30,- kr. stk. Schnitchel Gullasch Fillet Roast-beef Hakk Hamborgarar Okkar tilboð Skráð verð 375,00 608,00 327,00 487,00 490,00 709,70 347,00 590,00 192,00 325,50 17 kr/stk 26 kr/stk Mjög gott marinerað lambakjöt í grillið: Kryddlegnar grillkótelettur Marineraðar lærissneiðar Framhryggssneiðar Lado-lamb, úrbeinað læri Lado-lamb, hryggur m/beini 215 kr. kg. 238 kr. kg. 238 kr. kg. 295 kr. kg. 210 kr. kg. rOpið til kl. laugardaga Visa- og kreditkortaþjónusta KJÖTMIÐSTÖÐIN Laugalæk 2. s. 6-86511 SYNINGAR Ásmundarsalur við Freyjugötu 41 Laugardaginn 13. október sl. var opn- uð sýning i salnum á vegum Arki- tektúrtélagsins. Eru á sýningunni lokaverkefni 15 nýútskrifaðra arki- tekta. , Sýnirigin verður oprn daglega frá kl. 13—22 til 30. október. Ásgrímssafn Bergstaðastræti 74 Líkt og undanfarin ár gengst Ásgrims- safn fyrir vetrarsýningu. Verkin, olíu- og vatnslitamyndir, sem eru i eigu safnsins, voru valin með hliðsjón af temanu ,,vetur“. Safniðeropið á þriðjudögum', fimmtudögum og sunnudögum kl. 13:30—16. Gallerí Borg Pósthússtræti 9 Dagana 18. - 29. október sýnir Svala Sigurleifsdóttir í Galleri Borg litaðar Ijósmyndir og grafíkverk, unnin i æt- ingu. Þetta er fyrsta einkasýning Svölu hérlendis. Gallerí Borg er opið eins og venjulega á virkum dögum frá kl. 10— 18 og um helgarfrá kl. 14—18. Gallerí Langbrók Amtmannsstig 1 í galleríinu eru til sýnis og sölu verk Langbróka. Opið er að venju virka daga frá 12—18 og um helgar frá kl. 14—18. Höggmyndasafn Ásmundar Sveinssonar við Sigtún „Vinnan i listÁsmundarSveinssonar" er yfirskrift sýningar sem stendur yfir í safninu. Á henni er sýnd hin tæknilega hlið höggmyndakúnstarinnar, s.s. tæki, efni og aðferðir, og einnig högg- myndir þar sem myndefnið er „vinn- an“. Safnið er opið daglega frá kl. 10—17. Kjarvalsstaðir við Miklubraut Um sl. helgi var tveim myndlistarsýningum ýtt úr vör á Kjarvalsstööum, þeirra Katrínar H. Ágústsdóttur sem sýnir vatnslitamyndir í vesturgangi (forsal) og Sverris Ólafssonar sem sýnir skúlptúra og lágmyndir (relief) í austurgangi (forsal). Sýningarnar standa aö öllum líkindum til 4. nóvember. Steinunn Marteinsdóttir mun opna kera- mfksýningu á laugardaginn kl. 14 í Kjarvals- sal. Meginuppistaöa sýningarinnar eru veggmyndir, þ.e. lágmyndir, stórar og litlar, unnar í postulín en einnig eru sýndir vasar o.fl. Sýningin stendur til 18. nóvember. Opnunartími Kjarvalsstaða er frá 14—22, daglega. Listasafn Einars Jónssonar við Njarðargötu Safnhúsið er opið yfir vetrartímann á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13:30—16 en höggmyndagarðurinn er opinn eins og verið hefur daglega frá kl. 11—18. Listamiðstöðin hf. Hafnarstræti 22 Á laugardaginn kemur um nónbilið á að opna fjórar einkasýningar á II. hæð Gallerís- ins við Lækjartorg. Fyrsta er að telja Ijós- myndasýningu Kólembíumannsins Santi- ago Harker sem hann nefnir „Hulið". Hún samanstendur af 17 myndum sem sýna mannlífið í Bogota, fæöingarborg Harkers (f. 1950). Grafíklistamaðurinn Ingiberg Magn- ússon sýnir 10 litkrítarmyndir sem hann gerði í Danmörku í sumar en hann fékk styrk til dvalar þar. Myndirnar nefnir hann „Trjá- stúdíur". Anna ólafsdóttir Björnsson blaða- maður opnar sína fyrstu einkasýningu á dúkskurðarmyndum. Hún lagði stund á nám í Myndlistar- og handíðaskólanum á árunum 1972—74, nam teiknun hjá Hringi Jóhann- essyni veturinn '79 í Myndlistarskólanum í Reykjavík og dúkskurð ári síðar. Gunnar Hjaltason gullsmiður (f. 1920) kallar sýningu sína „Smámyndir" en það eru landslagsmyndir og fantasíur, unnar með vatnslitum og bleki. Gunnar hefur haldið fjöl- margar einka- og samsýningar heima og heiman. Listamiðstöðin er opin alla daga frá 14— 22. Listasafn A.S.Í. Grensásvegi 16 Sýning Jakobs Jónssonar í Listasafni Alþýöusambands íslands verður fram- lengd um eina viku, Sýningin er opin daglega frá kl. 14—22. Norræna húsið Á laugardaginn, 20. okt. opnuöu þre- menningarnir Gunnar Örn Gunnars- son, Samúel Jóhannsson og Steinþór Steingrímsson sýningu sína í kjallara hússins. Veröa til sýnis málverk, skúlptúrar og teikningar en sýningunni lýkur 4. nóvember. Sýningarsalirnir eru opnir virka daga kl. 15—20 og um helgarkl. 15—22. Á laugardaginn 27. okt. kl. 16 opnar Kjuregej Alexandra Argunova sýningu sfna á 39 myndverkum í anddyri Norræna hússins. í tilefni opnunarinnar munu Kjuregej og nokkrir vina hennar syngja, dansa og leika á hljóðfæri. Menningarmiðstöðin við Gerðuberg Sýning á teikningum eftir íslensk grunnskólabörn stendur yfir i Menn- ingarmiöstööinni og er efni þeirra um skaðsemi reykinga. Mynd- irnar eru til sýnis á venjulegum opnun- artíma hússins, á virkum dögum frá 16—22 og um helgar frá 14—18. BÍÓIN ★ ★ ★ ★ framúrskarandi ★ ★ ★ ágæt ★ ★ góð ★ þolanleg O léleg Austurbæjarbíó Arthur Bandarísk. Aðalhlutverk: Dudley Moore, Uza Minelli, John Gielgud. Endursýnd í sal k, kl. 5, 7, 9 og 11. Dirty Harry í leiftursókn Leikstjóri og aðalhetja: Clint Eastwood (í hlutverki Haralds sóða). Sýnd í sal 2 kl. 5, 7, 9 og 11. Haraldur sóöi skýtur þá miskunnarlaust sem reyna brögð til þess að smygla sér inn í bíóið en Banana-Jói (Bud Spencer) býður hins vegar öllum, ungum og öldnum í sal 3, kl. 5, 7, 9 og 11. Bíóhöllin Fjör í Ríó (Blame it on Rio) Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Stanley Donen. Aðalhlutverk Michael Caine, Joseph Bologna, Michello Johnson. Gamanmynd. Sýnd í sal 1, kl. 5, 7, 9 og 11. Splash Bandarísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Ron Ho- ward. Aðalhlutverk: Tom Hanks, Daryl Hannah, John Candy. Gamanmynd. Sýnd í sal 2, kl. 5, 7, 9 og 11. Fyndið fólk II (Funny People) Leikstjóri: Jamie Uys. Sýnd í sal 3, kl. 5, 7 og 9. í kröppum leik (The Naked Face) ★ Sýnd í sal 3, kl. 11. Á flótta Bandarísk. Árg. 1984. Aðalhlutverk: Tim- othy Van Patten, Jimmy McNichol. Fjallar um flótta unglinga úr fangelsum. Sýnd í sal 4, kl. 5, 9 og 11. Heiðurskonsúllinn (The Honorary Consul) Bandarísk. Árg. 1984. Aöalhlutverk: Richard Gere, Michael Caine. Endursýnd í sal 4, kl. 7. Háskólabíó The Woman in Red ★★★ Amerísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Gene Wilder. Aðalhlutverk: Gene Wilder, Charles Gordin. Tónlist: Samin og flutt af Stevie Wonder. „Gene Wilder er leikari sem hingað til hefur mátt passa sig á að ofgera ekki þær persónur sem hann hefur túlkað á leiklistarferli sínum. Hann passar sig vel í Rauðklæddu konunni, mynd sem hann á allan heiðurinn af utan þess að leika sjálfur aöalhlutverkiö. Það er létt yfir þessari mynd, söguþráðurinn fynd- inn, viðburðaríkur á sinn öfgakennda hátt að hætti Wilders, og síðast en ekki síst tæm- andi fyrir það efni sem myndin tekur fyrir. Gott gaman." -SER. Söngur fangans (The Executioner's Song) Amerísk. Árg. 1980. Leikstjóri: Lawrence Chiller. Aðalhlutverk: Tommy Lee Jones, Rosanna Arquette, Christine Lahti, Eli Wall- ach. Byggð á atburöum úr ævi Gary Gilmore og gerð í samráði viö hann. Handrit: Norman Mailer. Myndin er um einn af frægari föng- um U.S.A. sem var sakaður um morö og stórglæpi sem hann játaði á sig. Gilmore var í framhaldi af því dæmdur til dauða áriö 1977 en dómnum var þó ekki framfylgt. Hann krafðist þess þá og var líflátinn. Sýnd kl. 5 og 9. Nýja Bfó Dalalíf ★ Sjá umsögn í Listapósti. Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Laugarásbíó Helgarfrí (Weekend Pass) Amerísk. Árg. 1983. Leisktjóri: Lawrence Bassoff. Aöalhlutverk: C.W. Brown, Peter Wllenstein, Patrick Houser, Chip McAllister. Fjallar um sérdeilis úthaldsgóöa sjóara sem drekka brennivín f 72 tíma, skv. skeiðklukku leikstjórans. Delerium tremens þættinum eru þo ekki gerð skil í myndinni. Sýnd kl. 5 og 7. Scarface ★ Amerísk. Árg. 1983. Leikstjóri: Brian De- Palma. Aðalhlutverk: Al Pacino. Fjallar um kúbanskan innflytjanda sem sest að í Flórída og gerist djarftækur í sölu á eitur- lyfjum. E.k. Godfather-eftiröpun sem hér er á ferðinni. Yngri kynslóðinni er meinaður að- gangur að myndinni. Sýnd kl. 9. Tónabíó The Beast within Þessi mynd, sem hefur fengið þá dæma- lausu þýðingu „Innri ófögnuður", er e.k. Jekyll og Hyde-útgáfa þar sem unglingsgrey fer hamförum á milli þess sem hann klæðist sunnudags madrósafötunum í sakleysis- gervinu... Sýnd kl. 5, 7,9 og 11. Leyndardómur L.A.G. Teiknimynd sem sýnd verður á sunnudag- inn kl. 15. Fyrir fjölskylduna. Regnboginn Supergirl ★★ Amerísk. Árg. 1984. Leikstjóri: Jeannot Szwarc. Aðalhlutverk: Faye Dunaway, Hel- en Slater, Mia Farrow, Peter O'Toole. „Jafnréttisbaráttan heldur áfram. Nú er hún Supergirl komin á hvrta tjaldið og gefur þeim með tippið lítið eftir í flugi sínu um loftin blá. Og þó, handritið að þessari myhd er hrátt, sviðsmyndin oft á tíðum afkáralega stúdíó- ísk þegar á að sýna geiminn eða viðkomur á öðrum plánetum. Frauðplast, Berberteppi og Hörpumálning eru ekki trúverðug á þess- um fjarlægu stöðum. En það vantar ekki að stór nörn hafi fengist í hlutverkin. Mia Farr- ow, Faye Dunaway og Peter O'Toole, en súrt í broti hvað þau leika eftir lélego handriti." -SER. Sýnd í A-sal, kl. 3, 5.30, 9 og 11.15. Barnsránið Sakamálamynd. Efnið ætti ekki að fara á milli mála. Aðalhlutverk: James Brolin, Sliff Gorman. Endursýnd í B-sal, kl. 9.05 og 11.05. f lausu lofti II Amerísk grínmynd. Sýnd kl. 3.05, 5.05 og 7.05. Fanny og Alexander ★★★★ Sænsk. Árg. 1983. Handrit og leikstjóri: Ing- mar Bergman. Fjölskyldusaga í byrjun aldar- innar í Stokkhólmi. Sýnd í C-sal, kl. 5.10 og 9.10. Jory Gamall vestri, sýndur í c-sal, kl. 3.15. Blóðvöllur ★ Amerísk. Aöalhlutverk: Peter Coyote, Billie Witelaw, Mel Smith. Sýnd kl. 3.15, 5.15, 7.15, 9.15 og 11.15. „Blóðvöllulr er á allan hátt illa gerður þriller sem nær í raun aldrei aö rísa undir nafni spennumyndar. Til þess er handritið of inn- antómt og útfærslan keyrö áfram með ódýr- ustu plottum sem völ er á við leikstjórn. Og áhættuatriðin, en þau eru allnokkur eru hroðalega gerð. Eða aldrei hefur mér þótt neitt til þess koma að sjá gínur skoppa inní í veltandi bílum, en þær eru svo áberandi í Blóðvelli að jafnvel má telja þær til aðalhlutverka." -SER Zappa ★★★★ Dönsk. Árg. 1983. Leisktjóri: Bille Auguste. Byggð á skáldsögu eftir Bjarne Reuters. Fjallar um unga drengi í vanda. „Danska kvikmyndin ZAPPA er snilld. Hún er dæmi um það þegar allir þættir kvikmynd- unar eru leysir af undirgefni við möguleika þessa miðils. Sleppum frekari lýsingarorð- um, fariði bara, farið og sjáið þetta æði í Regnboganum." -SER. Sýnd í E-sal, kl. 3, 5, 9.10 og 11.10. Síðasta lestin (Le Dernier Metro) ★★ Frönsk. Árg. 1981. Leikstjóri er hinn nýlátni Francois Truffaut. Aðalhlutverk: Gerard De- pardieu, Catherine Deneuve. Myndin fjallar um leikstjóra af gyðinglegum uppruna sem neyðist til að stýra leikhúsinu úr felum þegar Þjóðverjar hafa hertekið París. Sýnd í E-sal, kl. 7. Stjörnubíó The Man who loved Women ★ Amerísk. Árg. 1983. Leikstjóri: Blake Ed- wards. Aðalhlutverk: Burt Reynolds, Julie Andrews. „Enn leggur Blake Edwards af stað í leiöang- ur með konu sína og aðra vel valda til, svo hafa megi gaman af förinni. Burt Reynolds er þar á meðal, og nú í búningi myndhöggvara sem er orðinn efins í lauslæti sínu og kven- mannsgirnd. Þessvegna liggur hann dag- lega inni hjá sálfræðingi í meðförum Julie Andrews. Þetta er ósköp þægilega saga, fyndin á sinn smásmugulega hátt einsog Ed- wards er von og vísa, en heldur viðburða- snauð ef menn eru að leita eftir æsilegum senum." -SER Sýnd í A-sal, kl. 5, 7, 9 og 11. Christine ★★★ Amerísk. Árg. 1983. Leikstjóri: John Car- penter. „Christine er kostuleg afþreying. Sagan um andsetna bflgarminn sem nær slíkum tökum á eigendum sínum að stefnir í hamfarir er að vísu fáránlega ótrúleg, en leikstjóranum Car- penter tekst með lagni að binda þessa hug- mynd við jörðina svo aldrei verður úr þessu yfirnáttúrleg slepja sem hefur viljað ein- kenna bandarískar myndir af þessum meiði. Ekki síst er lagni hans falin í stjórn á aðalleik- ara myndarinnar. Sá leikur er einfaldlega fyrsta flokks." Sýnd í B-sal, kl. 9. Emanuelle IV Frönsk-ættuð og Ijós-blá. Sýnd í B-sal, kl. 5 og 11. Educating Rita ★★★ Sýnd í B-sal, kl. 7. VIÐBURÐIR Kvennahúsið Hótel Vík Á laugardaginn kemur kl. 13 hittast konur í kvennahúsinu Hotel Vík og ræða um heilsu- fæði. Frummælandi er Þuríður Hermanns- dóttir. Kvennafundir verða fastur liður í starf- semi Kvennahússins í vetur á laugardögum kl. 13—16. Þá verða ýmis athyglisverð mál- efni á dagskrá. 18 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.