Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 24
LOGMAL STÓRU TALNA eftir Ómar Friðriksson myndir Jim Smart Umsvif oliufélaganna þriggja eru gríðarmikil og tilraunir sem gerðar hafa verið til að meta mis- munandi stœrð íslenskra fyrir- tœkja setja félögin i hóp þeirra al- stœrstu, - og það hvert þeirra um sig. En ekki hafa allir verið sáttir við slíka aðgreiningu og vilja spyrða þau í eitt undir nafngiftinni ,,samansúrrað einokunarveldi". Séu félögin skoðuð sem einn og sami aðilinn er álitamál hvort ekki megi telja þau sem risa númereitt í viðskiptalífinu. Saga þeirra spannar meginhluta aldarinnar og sýnist vera kjör- mynd þess hvernig íslensk stór- fyrirtæki festust í sessi í viðskipta- lífinu samhliða mótun þess flokka- kerfis sem ríkt hefur um áratuga- skeið. Áberandi stjómmálamenn voru með annan fótinn í rekstri og stjórn fyrirtækja og erlend félög höfðu hér sterk ítök framanaf. Og stærsta fjársvikamál íslandssög- unnar, „olíumálið" svokallaða, tengdist starfsemi eins þessctra fé- laga. Er olíuverslunin ekki hluti af orkubúskap landsmanna sem ætti þá jafnframt að vera undir félags- legu forræði hins opinbera, eða er hagkvæmni viðskiptanna betur tryggð í höndum einkafyrirtækja í eitilharðri scimkeppni sín á milli, eins og talsmenn félaganna full- yrða? Um það hafa áratugalangar deilur staðið. TOGSTREITA FLOKKANNA Kjarni deilnanna hefur verið nánast sá sami allan þann tíma sem liðinn er frá því að fyrst vom settar frcim tillögur með formleg- um hætti á Alþingi. Framsóknar- flokkur og Sjálfstœðisflokkur hafa ætíð staðið í vörn fyrir skipuiagið en Alþýðuflokkur, Alþýðubanda- lag og forverar þess sótt á. Raunar hefur þingið nokkmm sinnum skipað nefndir og fengið sérfræðinga til að athuga olíumál og dreifingarkerfið í iandinu í því augnamiði að endurbæta það eitt- hvað. Olíufélögin virðast hafa greiðlega gefið upplýsingar um eigin málefni, en jafnframt svarað allri gagnrýni harðlega og rifið nið- ur ýmsar úrbótatiilögur á þeim grundvelli að þær byggi á misskiin- ingi eða þekkingarskorti og gagn- rýnin væri oftast það yfirborðs- kennd að hún sé að engu hafandi. Hæst ber skýrslu Önundar Ásgeirs- sonar til atvinnumálanefndar Al- þingis 1972 en hún nefnist Um olíu- 24 HELGARPÓSTURINN verslun á Íslandi. Onundur, sem þá var forstjóri Olíuverslunarinnar, setti þar saman mjög ítarlega greinargerð fyrir hönd félaganna allra. Sem dæmi um álit félaganna á ýmsum þeim athugunum sem gerðar hafa verið á einstökum þáttum olíuverslunarinnar má taka eftirfarandi ummæli Önundar: ,,Maður sem þannig reiknar og neitcU að tcika við réttmætum leið- réttingum, er samkvæmt íslenskri málvenju ekki sérfræðingur heldur sérvitringur." Þarna er Önundur að fjalla um útreikninga sem dr. Kjartan Jó- hannsson verkfræðingur gerði fyrir viðskiptaráðuneytið á fyrir- komulagi olíudreifingarinnar. Olíufélögin hcifa ævinlega ein- arðlega neitað því að þau megi kenna við einokun cif einhverju tagi. Þau hafa með cifgerandi hætti lagst gegn hugmyndum um sam- einingu félaganna, þjóðnýtingu olíuverslunarinnar og tillögum um að stofnsetja eitt innflutningsfélag sem færði félögunum olíuvörur í hendur eingöngu til dreifingar. Um bruðlið í kringum hið þre- falda dreifingcirkerfi hafa félögin talið að í reynd væri samkeppni félaganna þess eðlis að ekki stafaði af því umtalsverður kostnaðar- auki fyrir þjóðarbúið. ERLEND ÍTÖK Kjarni gagnrýninnar sem and- stæðingeir oiíukerfisins hafa haldið á lofti í gegnum tíðina kemur vel fram í eftirfcirandi orðum Lúðvíks Jósefssonar þingmanns Alþýðu- bandalagsins í nefndaráliti á Al- þingi árið 1968: „Frumvarp um þetta efni hefur verið flutt af alþýðubandalags- mönnum á mörgum undanfömum þingum. Það hefur þó aldrei fengið fullnaðarafgreiðslu á Alþingi. Ljóst er af reynslu undanfarandi ára, að það eru fyrst og fremst þingmenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokk- anna, sem standa í vegi fyrir því, að nauðsynlegar breytingar fáist á því vandræðaástandi, sem ríkir í olíu- sölu- og olíudreifingarmálum í landinu. Olíufélögin þrjú, sem nú hafa einokun á olíusölunni, hafa, eins og kunnugt er, náið samband sín á milli og cdgjöra samstöðu um verðlagningu á olíuvörum. Enginn vafi leikur á, að forustumenn þess- ara félaga em miklir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum og Frcunsókn- arflokknum og það em þeirra áhrif, sem hér em að verki.“ Hannibal Valdimarsson og Páll Zophóníasson alþingismenn vom fyrstir manna á þingi til að leggja fram lagafrumvarp um að sett yrði á stofn olíueinkasala ríkisins. Þetta var árið 1946 og síðan þá hafa Al- þýðuflokkur og Alþýðubandalag (áscunt forvera þess, Sósíalista- flokknum) margsinnis lagt fréun til- lögur og fmmvörp sem ganga í sömu átt. Rökstuðningurinn hefur löngum verið sá sami, nema hvað í upphcifi vom mikil ítök erlendra olíufélaga í versluninni hér á landi stór ásteytingarsteinn. Slíkt var talið í litlu Scunræmi við nýfengið sjálfstæði þjóðarinnar. Síðustu 10 ár hafa olíufélögin þó verið að fullu ísiensk fyrirtæki, með þeirri und- antekningu að Shell á 24% hluta- fjár í Skeljungi hf. FURÐUSJÓN „...dreifing olíunncu verður mikl- um mun ódýrari með einkcisölufyr- irkomulaginu. Mundi aillt sölukerf- ið í landinu í heild þá verða miklu einfaldara og ódýrara, eins og best sést á því, að á mörgum sölustöð- um úti um land em vegna sam- keppnisfyrirkomulagsins hafðar tvær til þrjár bensíndælur, og sama furðusjónin blasir líka við víða um land að því er olíugeym- ana snertir." Þannig komust cdþýðuflokks- þingmenn að orði á þingi 1955. Samflokksmaður úr næstu kynslóð á eftir komst svo að orði 25 ámm síðar: „...ég er ennþá jcifn sannfærður, jaf nvel scinnfærðari en ég var áður, um að fækkun olíufélaganna hlýtur að jafngilda lækkuðu olíuverði. Það hlýtur hver heilvita maður að sjá að það er ódýrara að reka eina eða tvær skrifstofur fyrir olíufélög heldur en þrjár, það er ódýrara að reka einfalt eða tvöfalt dreifingar- kerfi í staðinn fyrir þrefalt." Formaður Alþýðubandalagsins sagði um svipað leyti: .Tramsóknarflokkurinn hefur aldrei verið tilbúinn að taka á þess- um olíumálum. Hann hefur staðið nokkuð fast á því, að olíufélögin eigi að vera eins mörg og þau em nú og þar mætti í raun og vem ekkert laga. Það er búið að gera margar tilraunir til þess í mörgum ríkisstjórnum að fá Framsóknar- flokkinn til að laga þetta aðeins. Það hefur ekki gengið. Hann vill hafa þarna sitt Olíufélag hf. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur auðvitað Shell. Það þekkja menn. Hann er þar í vörn. Formaður Sjálfstæðisflokks- ins (jGeir Hallgrímssonj er þar einn af stærri hluthöfum. Þannig em hagsmunaþræðirnir inn í stjóm- málaflokkana, bæði Framsóknar- flokkinn og Sjálfstæðisflokkinn. Þess vegna hefur ekki tekist að þoka þessum olíumálum neitt áleiðis í þá vem að oiíuverslunin í landinu verði undir félagslegu for- ræði.“ Varnarræður hinna flokkcinna hafa venjulega verið fáar og stutt- orðar þegar sameiningarhug- myndina ber á góma og þá í þeim dúr að þeir séu að sjálfsögðu með- mæltir sem hagkvæmastri olíu- dreifingu í landinu en telji að henni yrði á engan hátt betur fyrir komið með ríkiseinkcisölu eða að hags- munum olíunotenda sé betur borgið með þeim hætti. AFLEIÐING PJÓÐNÝTINGAR Talsmenn samvinnuhreyfingar- innar hafa einnig bent á að það sé hreyfingunni vemlegur styrkur að hafa sterk ítök í olíusölunni sem Olíufélagið hf. veitir þeim. Kaupfé- lögin hafi flest umboið fyrir Olíufé- lagið á sínum félagssvæðum og sé það til vemlegra hagsbóta fyrir fé- lagsmenn. I þessum umræðum öllum hafa menn þó gert sér grein fyrir því að ef ríkið ætlar að taka allt olíukerfið í sínar hendur yrði að meta allar eignirnar og borga félögunum háar upphæðir sem eflaust reyndist vemlega þungur baggi fyrir skatt- greiðendur. Raunar segir einn fyrr- verandi þingmaður í samtali við HP að hugmyndin um ríkiseinka- sölu hafi farið halloka í seinni tíð. Aðrar hugmyndir em þó enn viðr- aðar innan andstöðuflokkanna, ss. að olíusölufélagi ríkisins yrði kom- ið á fót og sæi það um innflutning til dreifingaraðilanna, sem jafn- framt yrði reynt að fækka, og slíkt félag gæti haft forystu um olíu- hreinsun hér innanlands. PASSAÐ UPPÁ VERÐIÐ Skipulag innflumings og dreif- ingar á olíuvörum hefur, þrátt fyrir skiptar skoðanir, fengið að mótast um áratuga skeið án ríkisvalds- stýringar, með þeim mikilsverðu undcmtekningum er varða inn- kaupahætti og verðlag varanna. Frá 1953 hafa olíufélögin ekki fengið að kaupa inn fljótandi elds- neyti með frjálsum hætti nema að mjög litlu leyti vegna sovétvið- skiptanna. Þar hafa félögin þó haft hönd í bagga og er ríkið naumast annað en formlegur samningsaðili þegar kemur að hinni raunveru- legu samningsgerð, og eins og fram kom í næstsíðasta tölublaði HP telja olíufélögin að sovétvið- skiptin hafi verið okkur hagstæð undanfarin ár. Ríkið hefur haldið uppi verð- lagseftirliti á olíuvörum allt frá ár- inu 1938 og frá 1953 hefur ríkis- valdið séð til þess að útsöluverð vökvans sé hið sama hvar sem er á landinu. 1958 voru svo þær reglur smíðaðar sem byggt hefur verið á við mat á dreifingartilkostnaði olíu- félaganna til viðmiðunar við verð- lagsákvarðanir á olíum. Var sett sérstök vísitala sem olíufélögin sjálf áttu verulegan þátt í að móta. Olíufélögin hafa þannig ætíð haft hendur á öllum jjáttum í olíu- • Olíufélagið fékk öll viðskiptin við herinn. • Shell International á 24% í Skeljungi. •Sovétviðskiptin urðu áfall fyrir samstarf Olíuverslunarinnar og BP.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.