Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 25

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 25
verslun landsmanna nema hvað verðlagsyfirvöld hafa ekki alltaf veitt þeim þær verðhækkanir sem þau hafa farið fram á. Hafa félögin gagnrýnt það mjög þar sem þeim veitist þá ekki eðlilegur hagnaður af sölu olíunnar til fjármagns- myndunar og hafa því sótt gróða sinn í sölu annars konar varnings. Verðmyndun olíunnar er geysi- lega flókin og er hlutur félaganna í smásöluverðinu verulegur þó hæst beri skattheimtu ríkisins, sem í ár er hærri en hún hefur verið í 10 ár þrátt fyrir skattalækkunar- yfirlýsingu ríkisstjómarinnar. í bensínverðinu er hlutfcdl opin- berra gjalda nú um 60%. KERFIÐ KOMIÐ Á í efnahagsþrengingunum und- anfarið hafa augu manna í auknum mæli beinst að milliliðum í þjóðfé- laginu, þcir á meðcil olíufélögunum sem blómstra þrátt fyrir tap á sölu hefðbundinna olíutegunda. Miklar hækkuncirbeiðnir á olíu- verði bíða nú afgreiðslu hjá verð- lagsyfirvöldum á sama tíma og loðnuskip og -verksmiðjur kveinka sér hátt undan háu olíuverði. Ríkisstjórnin lofaði því í sumar að fyrir lok októbermánaðar liggi fyrir með hvaða hætti og í hvaða mæli varanleg lækkun útgerðarkostnað- ar leiðir af þeirri endurskoðun á skattlagningu og verðlagningu olí- unnar, m.a. dreifingcirkostnaði fé- laganna sjálfra, sem staðið hefur yfir. Margir þeirra sem rætt var við vegna vinnslu þessara greina um olíuþríveldið töldu að í framtíðinni hlytu að verða gerðar einhverjar mikilsverðar breytingar á skipu- lagi olíuverslunarinnar. Nú sé svo komið að hjá því verði ekki komist. Ýmsar blikur hafa verið á lofti undanfarið. Lítið dæmi um mál- stað neytenda er lækkun bensín- verðs hj áPétri í Botnsskála sl. sum- ar. Og nýlega birti DV frétt þess efnis að Síldarverksmiðjur ríkisins hefðu óskað eftir því við viðskipta- ráðuneytið að fá leyfi til að flytja inn olíu milliliðalaust til eigin nota í þeim tilgangi að lækka olíukostn- aðinn við loðnubræðsluna. Á næstunni mun e.t.v. reyna á réttmæti þeirrar gagnrýni sem stað- hæfir að stjómmálalegir hagsmun- ir hafi ætíð staðið í vegi fyrir því að hreyfa mætti við olíuversluninni í landinu. Sú skipan rekur rætur sín- ar allt til þess er Landsverslunin Vcir lögð niður 1927 og forystu- menn í stjórnmálalífi og viðskipt- um héldu þeim viðskiptasam- böndum sem ríkið hafði komið á til að byggja upp einkafyrirtæki. Atburðarás þeirra tíma réði að miklu leyti hvaða þættir ríkisversl- unarinnar héldust áfram undir ein- okunarhrammi ríkisins, ss. tóbaks- einkasalan, og hverjir færðust í hendur fjármagnseigenda meðal almennings, svo sem er um olíu- verslunina, og þar með komið á annarskonar einokun að áliti mcirgra. Þrátt fyrir að nokkur lítil olíusamlög hafi stcirfað í lcindinu og kommúnistar hcildið uppi litlu olíufélagi, Nafta, í verkfallsátökun- um á þriðja áratugnum, hefur olíu- verslun á íslandi allt frá 1927 að heita má verið í höndum olíuféiag- anna þriggja: Shell og Olíuverslun- arinnar allt frá upphafi, og Hins ís- lenska steinolíuhlutafélags til þess er Olíufélagið hf. var stofnað og tók fljótlega yfir rekstur þess. Á síðari tímum hefur það sýnt sig meðal vestrænna lýðræðis- þjóða að hagsmunir stjómmála- flokka og einkafyrirtækja eru ekki eins samofnir og áður var. Hvort þeirrar þróunar hefur gætt hér á landi skal ósagt látið, en tæpast trúum við öðru en að réttsjmir Aðalstöðvar Olíufélagsins, Suðurlandsbraut 18. Húsið er allt í eigu félagsins. Slcrifstofur Skeljungs í H.Ben.-húsinu við Suðurlandsbraut 4 á tveimur hæðum. Fyrir fáum árum var brunabótamatsverð hússins tæpar 20 milljónir. stjórnmálamenn láti hagsmuni undirstöðuatvinnuveganna og sjónarmið neytenda hcifa forgang við mikilsverðcir ákvcirðcinir. Hitt er þó vel mögulegt að brugðist verði við með Scima hætti og þing- maður nokkur gerði fyrir fáum ár- um þegar hcinn mælti gegn tillögu um endurskipulagningu á olíu- versluninni: „Þetta er vafalaust mál sem er athugandi. En kerfið er nú einu sinni komið á...“ OLÍUFELAGIÐ HF. var stofnað 1946. Það er eitt af samstarfsfyrir- tækjum SÍS og kaupfélaganna en er þó hlutafélag. Tildrög stofnunarinnar voru þau, að í stríðinu höfðu Banda- ríkjamenn byggt oliustöðina í Hvalfirði, en í stríðslok stóð Olíu- versluninni til boða að taka við rekstri stöðvarinnar með því skil- yrði að hún gerðist umboðscili fyrir amerískt olíufélag sem hefði hönd í bagga með rekstrinum. Héðinn Valdimarsson forstjóri hafnaði boðinu og það leiddi til þess að Vilhjálmur Þór og félagar hans keyptu upp innflutningsstöðina í Hvalfirði. Upphaflega ætlaði Olíu- félagið að skipta við alþjóðlegt olíufélag samvinnumanna, en tók þess í stað að sér umboð fyrir olíu- vörufrcunleiðslu bandaríska fyrir- tækisins Elsso Stand;ird Oil. Félag- ið keypti mestan hluta hlutafjár Hins íslenska steinolíuhlutafélags sem starfað hafði hér á landi frá því fyrir fyrra stríð og var eign hins danska félags Standard Oil. (D.D.PA. nefnt hér og milli manna kallað Danskur djöfull pínir al- þýðu). Eftir þetta réði Olíufélagið algerlega rekstri steinolíufélagsins og fékk þannig Standard Oil-um- boðið. Olíufélagið fékk öll viðskipti við herinn og annaðist Hið íslenska steinolíuhlutafélag þau viðskipti sem dótturfélag hins fyrrnefnda. Olíusvikamálið sem upp kom á 6. áratugnum og varðaði fjárdrátt, gjaldeyris- og bókhaldssvik í við- skiptunum við herinn, beindist fyrst og fremst að steinolíufélag- inu, en í hæstaréttardómnum sem féll 1963 var komist að þeirri niður- stöðu að í reynd væri samstarf fé- laganna slíkt (sömu menn í stjóm beggja félaganna os.frv.) að svo yrði að telja sem um eitt og sama fyrirtækið væri að ræða, en aðeins rekið í tveimur deildum. Vilhjálmur Þór var stjómarfor- maður beggja félaganna til 1954 er hann gekk úr stjóm beggja. Hann er sagður hafa náð saman á mjög breiðum gmndvelli mikilvægum aðilum við stofnun Olíufélagsins, s.s. útvegsmönnum, sem alltaf hafa verið áberandi í stjóm félagsins, og í upphcifi öllum togciraútgerðcir- mönnum landsins. Hið íslenska steinolíufélag hvarf í kjölfcir olíu- málsins en Olíufélagið hf. hefur verið stærst meðal íslensku olíu- félaganna síðcm, með um 45% af heildarolíuviðskiptum í landinu. Auk þessa hafa viðskiptin við herinn alla tíð verið félaginu mikil búbót, en það sér um olíuafgreiðsl- una fyrir herinn. Hitaveituframkvæmdir í Icindinu hafa reynst félagtnu illa, sem og hinum félögunum, en slíkar fram- kvæmdir hjá hernum fyrir 3 árum urðu félaginu einnig þungur skell- ur. Sagnfræðingur sem þekkir nokk- uð til SÍS-veldisins telur ekki að pólitískt fmmkvæði Framsóknar- flokksins gagnvart Olíufélaginu gegnum SÍS hafi átt sér stað svo neinu nemi. Tcilið sé að forstjóri félagsins sé jafnvel ekki framsókn- armaður heldur sjálfstæðismaður og um tíma a.m.k. hafi ríkt ílialds- meirihluti í stjórn félagsins. Olíufélagið hefur ekki tekið eins mikinn þátt í aukinni þjónustu- verslun og hin olíufélögin. SÍS er stærstur hluthafi j íélaginu en á þó ekki meirihluta. Útgerðar- menn eru þar áberandi svo og samstarfsfýrirtæki SIS og kaupfé- lögin. Olíufélagið á svo aftur hlut í öðrum samstarfsfyrirtækjum SÍS, s.s. Samvinnuferðum/Landsýn, Meitlinum hf. í Þorlákshöfn o.fl. Stjórnarformaður Olíufélcigsins hf. er Hjörtur Hjartar, Rvk. Aðrir í stjórn eru: Karvel Ögmundsson útgerðar- maður í Njarðvík, Kristján Lofts- son forstjóri Hvals hf., Oddur Sig- urbergsson á Selfossi, Valur Arn- þórsson kaupfélagsstjóri KEIA og stjórnarformaður SÍS, Haraldur Gíslason framkvæmdastjóri í Vest- mannaeyjum, Ólafur Sverrisson kaupfélagsstjóri í Borgcirnesi, Ólcif- ur Björnsson útgerðarmaður í Keflavík. Á lista tímaritsins Frjálsrar verslunar árið 1981 yfir 100 stærstu fyrirtæki á íslandi var Olíu- félagið í 5. sæti. Velta á síðasta ári var 2.600 milljarðar og veltuaukning 82%. Upphæð hlutafjár er skv. hluta- félagsskrá kr. 111.626.050. Um 300 manns starfa hjá Olíufé- laginu og aðalskrifstofur eru í stór- hýsi við Suðurlandsbraut í Rvk. sem var byggt fyrir 10 árum og er allt í eigu Olíufélagsins þó það leigi helming þess út, - aðallega til samstcirfsfyrirtækja SIS. Skattskráin í Reykjavík fyrir árið 1984 setur Olíufélagið hf. í 9. sæti á lista yfir heildargjöld lögaðila í Rvk. Greiðir kr. 14.520.455. FÉLAGIÐ SHELL HF. á íslandi var stofnað 1927 og var þá að mestu dótturfélag Shell Petroleum Company Limited. Stofnendur ' voru nokkrir helstu menn í verslun í Rvk. og tengdust margir hverjir þeim flokkum sem síðcir stofnuðu Sjálfstæðisflokkinn. 1955 veir Olíu- félagið Skeljungur stofnað, leysti hið fyrrnefnda af hólmi og dró úr iítökum erlendra aðila í versluninni hér. 1960 varð svo sú breyting að keyptar voru allar eignir Shell hér á landi sem eftir stóðu og var það m.a. greitt á þann hátt að Shell var veitt hlutdeild í félciginu sem hlut- hcifa og á það nú 24% hlutafjárins. Skeljungur er nú eina olíufélagið sem er erlent að hluta þó forræði þess sé eingöngu í höndum íslend- inga. Félagið hefur löngum verið talið standa næst Sjálfstæðisflokknum af íslensku olíufélögunum og fram-1 anaf verið talið næststærst meðal olíufélaganna. Nú er þó hlutur fé- lagsins í heildarolíuviðskiptunum svipaður og Olíuverslunarinncir eða á bilinu 25 - 30%. Á fyrstu ár- um Olíufélagsins virðist sem Skeij- ungur og Olíuverslunin hafi tekið upp nánara samstarf sín á milli, m.a. í strandflutningum, en með aukinni ákefð Olíuverslunarinnar í sölu allskonar þjónustuvarnings virðist Skeljungur fremur hafa dregist í átt til Olíufélagsins. Fé- lagið hefur þó gert nokkuð af því að fylgja Olís í samkeppni um sölu þjónustuvamings. Hluthafar í Skeljungi eru (auk Shell) 120 einstaklingar og fyrir- tæki. Stjómarformaður er Bjöm Hall- grímsson, Rvk. Aðrir í stjóm em: Thor 0. Thors viðskiptafræðing- ur, sem jafnframt er varaformaður stjórnar, Halldór H. Jónsson arki- tekt í Rvk., Jónatcin Einarsson for- stjóri í Bolungarvík, Gunnar Ólaís- son framkvæmdastjóri í Rvk., Gunnar J. Friðriksson, fram- kvæmdastjóri í Rvk. (til vara), Har- aldur Sturlaugsson framkvæmda- stjóri á Akranesi (til Vcira) og Sig- urður Einarsson útgerðarmaður í Vestmannaeyjum (til vara). Á lista Frjálsrar verslunar er fé- lagið 8. stærsta fyrirtækið á íslandi. Heildarvelta á síðasta ári vcir 1 milljarður 905 þús. kr. Veltuaukning ’83 var 75%. Upphæð hlutcifjár er kr. 30240. 000. Starfsmenn á síðasta ári vom að meðaltali 275 og aðcdskrifstofur em í H.Ben-húsinu við Suðuricinds- braut, á tveimur hæðum. Á skattskrá í Rvk. ’84 yfir lögaðila er félagið í 14. sæti með kr. 9.828. 232 í heildargjöld. Félagið hefur haft mesta bensín- sölu í Reykjavík undmfarin ár og Olíufélagið fylgt þar á eftir. Þetta snýst svo við á landsbyggðinni en Oiíuverslunin rekur í báðum tilfell- um lestina. Olís hefur þó verið með mesta bensínsölu pr. stöð í Reykja- vík, en það hefur byggt færri út- sölustöðvar en hin félögin. OLÍUVERSLUN ÍSLANDS HF. var stofnuð 1927, fyrst og fremst fyrir tilhlutan Héðins Valdimarssonar sem verið hafði forstjóri Lmds- verslunarinnar og varaformaður Alþýðuflokksins. Héðinn var bæði forstjóri og formaður stjórnar fé- lagsins. Allar vömr félagsins vom seldcu í umboðssölu fyrir British Petroleum fyrst í stað. Hlutafélagið BP var stofnað 1933 og þá var einnig keypt Hcifnar- stræti 21 undir skrifstofur félags- ins. Olíuverslunin veirð beinn sölu- aðili fyrir eigin reikning í stríðinu og þegar sovétviðskiptin vom tek- in upp varð breyting á samstarfi Olíuverslunarinnar og BP þannig að Olíuverslunin varð eigandi að 49% hlutafjár en BP 51%. 1974 keypti Olíuverslunin eigncirhluta BP hér á landi, þannig að BP á hér engar eignir eftir það. Síðustu 10 ár hefur Olís-merkið því prýtt vömr félagsins. Frá því að Héðinn féll frá hefur minna verið gert cif því að rekja félagið til pólitískra afla en hin fé- lögin. Frá 1966 var Onundur Ás- geirsson forstjóri félagsins, aJlt til 1981 er Þórður Ásgeirsson tók við. Olíu verslunin hefur riðið á vaðið með þjónustuverslun allskonar umfram verslun með hefðbundnar olíutegundir, jafnvel byggt heilar matvöruverslanir. Hluthafar em um 50 einstakling- ar. Formaður stjómar er Gunnar Guðjónsson, Rvík. Aðrir í stjóm: Jón Ólafsson hæstaréttarlögmaður, varafor- maður, Friðrik Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri í Rvk., Guðmundur Hjaltason fyrrv. skipstjóri á Sel- tjc'irnarnesi, Ingvar Vilhjálmsson útgerðarmaður í Rvk., Svan Frið- geirsson stöðvarstjóri félagsins og Vilhjálmur Ingvarsson fram- kvæmdastjóri í Rvk. Á iista Frjálsrar verslunar ’81 er Olís í 13. sæti af 100 stærstu fyrir- tækjum landsmanna. Veltuaukning á síðasta ári var 88%. Hagnaður eftir skatta var skv. ársreikningi 6.6 milljónir. Eigið fé samtals 261,7 milljónir. Upphæð hlutaf jár kr. 22.680.000. Skattskráin í Rvk. setur Olís í 16. sæti með heildargjöld upp á 7.837. 958. kr. Fjöldi starfsmanna er u.þ.b. 240. HELGARPÓSTURINN 25 Skrifstofuhúsnæði Olíuverslunarinnar, Hafnarstræti 5. íburður áberandi minni en í hinum höllunum.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.