Helgarpósturinn - 25.10.1984, Síða 27

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Síða 27
HRINGBORÐIÐ Með íhaldskveðju Þessir verkfallsdagar eru gleði- stundir hjá okkur, félögum Ihaldssama íhcildsflokksins og að okkar mati tvímælalaust skref í rétta átt. Ýmsir kvillar núh'ma þjóðfélags hafa verið skörulega upprættir og ástkær ríkisstjóm okkar lætur sitt ekki eftir liggja, en gerir heiðvirðar tilraunir til að hnika málum enn á betri veg. Einkum og sérílagi er gleðilegt að horfið skuli hafa verið frá þeirri láglauníistefnu sem engu gildi þjónaði öðru en að ala upp í fólki þorsta í munað og óhóf og tekin upp í staðinn stefna sem byggir á aldagömlum hefðum, að svelta. Hungursneyð og hallæri hefur frá alda öðti reynst Islendingum hollur þjóðararfur og er vel að einhver hefur loks kjark til að endurnýja þá lífshætti. Nú vantar ekki nema góða plágu. (Hunda- æði væri auðvitað það sem þjóð- in þarfnast, en ekki verður á allt kosið.) íhaldssami íhaldsflokkurinn gleðst líka innilega í hjörtum sín- um og nýrum að loks hafi verið látið af þeim ófögnuði sem fjöl- miðlafárið hefur reynst. Það kann ekki góðri lukku að stýra að láta fréttir og fullkomlega gagns- lausar upplýsingar dynja á mönnum daginn út og inn, að ekki sé minnst á svo- nefnt „skemmtiefni". íhaldssamir íhaldsmenn vita sem er, að fjöl- miðlar eru af hinu illa og öll al- menningsfræðsla stefnir að því einu að leiða fólk sem lengst frá uppruna sínum og eðli. Því er það ekki síður mikill áfcingi að skólum hafi nú verið lokað og öll höft á menntun ber eindregið að auka, til að tryggja að sem fæstir upp- lýsist. Ihaldssami íhaldsflokkur- inn fagnar sömuleiðis námslána- skerðingu en þykir þó ekki nóg að gert og heillavænlegast að taka upp námsgjaldakerfi, þar sem væntanlegir menntamenn reiði af hendi stórar fúlgur fyrir að læra íslendingasögumar ut- anað. íhaldsscimir íhaldsmenn óttast það eitt, að samningar ná- ist í þeim kjaradeilum sem valdið hafa því að þessi menningararfi (eins og spaugscimir íhcddsscimir íhaldsmenn nefna fyrirbærið gjarna í sínum hópi) er nú aflagð- ur. Slíkt má ekki verða! Hlutað- eigandi verða þegar í stað að hverfa frá samningaborði og aldrei þcmgað aftur! Betur má ef duga skal, sagði eitt af þrennu: Kerlingin, Skáldið eða Biblían. Þegíir allt stefnir aft- ur í rétta átt til göfugrar fortíðar Islcinds og mannkyns cdls er tíma- bært að færa alla löggjöf aftur í rétt horf. Það hefur lengi verið útbreiddur misskilningur að sömu lög eigi að gilda fyrir alla, þó Ihcddsscimi íhaldsflokkurinn hafi ítrekað bent á að slíkt sé firra. Loks hcda frammámenn átt- að sig á þessari fjarstæðu og réttilega leitt mönnum fyrir sjón- ir að engin ástæða sé til að binda enda á lögbrot þegar allstaðar sé verið að brjóta lög. íslenska lög- gjöf þarf að endurskoða frá grunni með það fyrir augum að skýrt komi fram nauðsyn á harðri refsilöggjöf fyrir sauðsvartan al- múgann og áhrifamenn séu að sjálfsögðu undanþegnir henni. Hver heilvita maður hlýtur að sjá að „sama refsing fyrir sama brot“ getur gilt fyrir Jón en ekki séra Jón, elskaðan og virtan af öll- um. íhcddsscimi íhaldsflokkurinn harmar djúpt þau tunguglöp for- sætisráðherra að lýsa yfir að hann væri á móti lögbrotum, hver sem þau væru. Slíkt hjal geta ábyrgir menn ekki látið eftir sér á þessum siðustu og síbatnandi tímum. Efst á stefnuskrá íhcddssama íhaldsflokksins er að sjálfsögðu hið göfuga markmið hans, að hverfa aftur til steinaldar og vita flestir af einlægum stuðningi flokksins við vígbúnaðcirstefnu stórveldanna cif þessum sökum. Ihaldssamir íhaldsmenn vita þó gjörla, að slíkt verður ekki fram- kvæmt í svo litlu lcindi sem ís- landi, nema utanaðkomcmdi að- stoð komi til. Aftur á móti er ýmis- legt sem má hnika til betri vegar með lítilli fyrirhöfn, ef góður vilji er fyrir hendi, og vil ég nú telja fáein atriði: 1. Tekið skal upp rúnaletur og það stafróf sem almennt er not- ast við lagt skilyrðislaust niður. 2. Hálendi íslands verði nýtt betur en nú er gert og fólk flutt þangað úr byggð eftir þörfum. 3. Umsvifalaust verði komið á lögskipuðu og lögvemduðu þrælahcddi og hafinn útflutning- ur til fornra viðskiptaaðila okkar í þeim efnum, s.s. Englands og Tyrklands. 4. Þegar verði hcdist handa við að auka virkni íslenskra eldfjalla sem hafa fengið að drabbast nið- ur síðustu árin og eru komin á það stig, að þau valda naum;ist nokkru tjóni lengur í eymdarleg- um gostilraunum sínum. Ef sá jarðfræðingaskari sem á íslandi er getur ekki fundið viðunandi leiðir til að bæta þetta ástand, skal hann niður lagður. Að öðru leyti er íhcddssami íhaldsfiokkurinn ævinlega reiðu- búinn að vera ríkisstjórninni til halds og trausts með ráðlegging- um um úrbætur. Með íhaldskveðju og hvatningu. MATKRAKAN Forboðin fœða og friður Ein vinkona mín ágæt borðar ekki hrossa- kjöt og er hrædd við mýs, skordýr og flug- ferðir. Henni býður við fitu, hráum fiski, grautum og skelfiski, einkanlega hráum ostrum; segir að það sé konsistensinn, allar þessar fæðutegundir séu slepjulegar á tung- unni, allt að því hrákakenndar. Að öðru leyti er konan alveg ótrúlega skynsöm miðað við önnur afbrigði af homo sapiens sem ég þekki (ætti ég kannski að segja femina sapiens í þessu tilviki?). Hún er síður en svo eini íslendingurinn sem lítur ekki við hráum fiski, sem er víða í hávegum hafður, t.d. í Japan. íslendingar borða hins vegar grafinn fisk með bestu lyst, en það er líka allt annað mál. Og hrædd er ég um að fremur kysi þessi vinkona mín að verða fyrir kjarnorkusprengju en að leggja sér mús til munns. Mýs eru þó borðaðar í Kína; músarungar eru snöggsoðnir í vatni, teknir upp á halanum og borðaðir, rétt eins og við borðum úthafsrækjur, en það er auð- vitað allt annað mál. Og kjúklingar soðnir í egginu eru veislumatur á Filippseyjum. Maðkaður fiskur eða mjólk Rússneski ferðagnrpurinn Prshewalsky segir frá því í ferðaminningum sínum að móngólski þjónninn hans hafi kastað upp af viðbjóði þegar hann sá húsbónda sinn borða andarsteik. Mongólar borða nefnilega ekki sundfugla; sjálfur borðaði þessi viðkvæmi maður hráa, óþvegna kindaþarma með bestu lyst. f Frakklandi borða menn froska og segir það óneitanlega nokkuð um íbúa landsins. Englendingum finnst þetta svo afgerandi að þeir kalla nágranna sína sunnan Ermarsunds froskæturnar eða einfaldlega froska. „Niðr- andi nafngift fyrir Frakka," segir orðabókin, og bætir við: „yfirleitt móðgandi “ Þá má spyrja: hverjir eru móðgaðir, Englendingar eða Frakkar? Svo virðist sem matvendni eða matarfælni eða -fyrirlitning öllu heldur, sé í rauninni fé- lagslegt fyrirbæri, stundum mótuð af árþús- undagömlum hefðum. Þegar einhver vill ekki borða ákveðna fæðutegund, þá er það ekki vegna þess að hann fær klígju af að smakka á henni; klígjan stafar þvert á móti af því að samkvæmt einhverri hefð er fæðu- tegundin ekki borðuð. Julian Hirsch sem hefur skrifað afar spennandi ritgerð um „hefðbundna matarfælni" álítur að svo ein- falt sé málið. Það sem mönnum býður við á einum stað á hnettinum, er borðað með bestu lyst ann- ars staðar: ónefndur Asíuþjóðflokkur sleikir út um þegar sest er til borðs til að snæða úld- inn fisk með iðandi maðkaveitu, en getur ekki hugsað sér að láta ofan í sig annan eins óþverra og egg. Kínverjum verður bumbult þegar þeir heyra um fólk á Vesturlöndum sem borðar mjólk, smjör og ost. Svona er mannfólkið ólíkt. „Svínakjöt, vidurstyggileg skriddýr og mýs“ En samt sem áður: hvernig getur nokkur maður borðað mýs? Jú, það er víst til fólk sem þverskallast við Guði og refsingum hans og fer afsíðis til að „eta svínakjöt, viður- styggileg skriðdýr og mýs“ eins og segir í síð- asta kafla Jesaja spámanns. Þeim sem álíta að mannfólkið sé skyn- semisverur skjátlast. Nútímafólki hættir til að gleyma að við erum ekki aðeins komin af forfeðrum í þriðja og fjórða lið, heldur einnig í þúsundasta lið. Það eru ekki aðeins líffræði- legar erfðir sem tengja okur við fortiðina, heldur má einnig rekja ýmsa vana okkar þúsundir ára aftur í tímann. Mörgum þeirra miðla foreldrar börnum kynslóð fram af kynslóð umhugsunarlaust, í mesta lagi reyn- ir fólk að útskýra upp á nýtt „sannfæringar" sem það veit hreint ekki lengur á hverju byggðust í upphafi. > Þessar ævafornu „sannfæringar" finnum við í afstöðu til barnanna okkar, til kynlífs, en þó einkum og sér í lagi í afstöðunni til þess sem við getum borðað og þess sem við get- um ekki borðað. Þær eiga rætur sínar djúpt í frumstæðum lögum sálarinnar, lögum sem mynduðust svo snemma í barnæsku að við vitum harla lítið um samsetningu þeirra, en þau gegna samt sem áður lykilhlutverki varðandi ýmis konar skoðanamyndun seinna í lífinu. Þessi fyrirbæri rekumst við á sem nokkurs konar sálræna steingervinga í trúarbrögð- um og þjóðtrú, sem hafa varðveitt ákveðna afstöðu í þúsundir ára — oft í óbreyttri mynd. Hvert tímabil kemur svo með sínar útskýringar sem grundvallast á viður- kenndri heimsmynd í það og það skiptið. Nú á dögum eru einkum matarbönn réttlætt með ýmsum heilsufræðilegum rökum og bakteríuhræðslu. Heilög dýr og óhrein Við erum einkum upptekin af vandamál- um varðandi völd, yfirráð, kynlíf og mat. Maturinn er það sem við komumst í nánasta snertingu við: hann fer inn í okkur og verður hluti af okkur sjálfum. Þess vegna skiptir svo miklu máli hvað við borðum. Fyrirbærin búa yfir sjálfstæðum öflum, einkum dýrin sem hafa líf. Þessi öfl geta verið svo sterk að þau gera dýrin hættuleg — manneskjan lendir í vanda, getur ekki innbyrt þau. Dýr geta verið heilög eða óhrein, útkoman er sú sama. Persar borða ekki naut, af því að þau eru heilög, ekki svin, af því að þau eru óhrein. Þar við bætist að það sem er heilagt sam- kvæmt einum trúarbrögðum verður afar óhreint í trúarbrögðum í samkeppni við þau fyrri. Svínið var heilagt í mörgum nágranna- trúarbrögðum gyðinga og því varð svína- kjötsát hjáguðadýrkun (blótskapur) meðal þeirra sjálfra. Hrossakjötsát var lengi vel sérlega synd- samlegt athæfi, þar sem hesturinn var fórn- ardýr hjá norrænum heiðingjum og neysla hrossakjöts því allt að því blætisdýrkun. En íslendingar höfðu vaðið fyrir neðan sig og tilskildu sér rétt til að borða hrossakjöt þótt þeir játuðust undir kristna trú. En þegar menn hættu að borða hrossakjöt i Evrópu var það táknrænt fyrir að þeir hefðu sigrast á heiðninni og væru alfarið komnir yfir á kristna bylgjulengd. En kristindómurinn er ekki svo ýkja gamall miðað við tugþúsund- ára sögu mannkyns. Vissulega finnst mörg- um hrossakjöt óþægilega sætt; það er líka eitthvað tortryggilegt við kanínukjöt; mörg- um býður við blóði, þótt þeir hafi ekki hug- mynd um það sem stendur í 3. Mósebók, 3. 17.: „Þér skuluð engan mör og ekkert blóð eta.“ En hvað með hunda, ketti og mýs? Hvers vegna er óhugsandi að leggja sér þau til munns? Svo virðist sem viðurstyggðin fari vaxandi eftir því sem matarbannið er eldra. Hrossakjöt hefur verið forboðið í þúsund ár, en kjöt hinna framangreindu í árþúsundir. E.t.v. hefur músin einhvern tímann verið heilög, sumir fórna músinni fyrstu barna- töninni sem þeir missa; og margir, ekki bara konur, reka upp vein þegar þeir sjá þetta stórhættulega dýr. Músin býr í holum í jörð- inni; skyldi hún vera í sambandi við sálir framliðinna? Ekki gott að segja. En slöngur eftir Jóhönnu Sveinsdóttur og eðlur eru líka hættulegar og viðurstyggi- legar — og þær má heldur ekki borða. Kötturinn er ættaður frá Egyptalandi, þar sem hann var álitinn mjög heilagur til forna. — Hann fylgdi nornunum á sínum tíma, og kettir voru brenndir í þúsundatali sunnar í álfunni aðeins fyrir nokkrum öldum og enn er víða siður að slá köttinn úr tunnunni. Hvað með hundinn? Hann er svo gamall í hettunni að um hann verður ekki fullyrt með vissu. En guðir og djöflar hafa m.a. þá nátt- úru að nöfn þeirra má nota sem skammar- og blótsyrði; það sama á við um hundinn: hundur er ljótt skammaryrði á þýsku, yngra afbrigði kristið er: svínahundur; og tíkarson- ur er eitthvað það mest móðgandi sem menn geta kallað óvin sinn á ýmsum tungu- málum, jafnvel þótt þeir séu miklir hunda- vinir. (Hér má líka velta fyrir sér cynikerun- um, á ísl. hundingjum sem eru skv. orðabók- inni menn sem iðka kaldranalegt tal, hafa kaldranalegar skoðanir; niðrandi nafngift, þýðing sem mig minnir að Jónas skáld Hall- grímsson hafi fyrst komið á framfæri.) Forbodin fæða og fridur Annar áhrifamáttur dýranna er sá að við finnum til sjúklegrar, óskilgreinanlegrar hræðslu gagnvart þeim: fáum fóbíur. Þær al- gengustu eru einmitt hunda-, katta-, músa- og slöngufóbía. Sjaldnast tökum við slíka hræðslu mjög alvarlega; en er ekki mögu- legt að þarna geti verið um árþúsundagamla bælingu að ræða? Hræðsla og dýrkun eru rík í okkur öllum. Vinkona mín með músafó- bíuna dýrkar ketti. Það geri ég líka. Að vísu bara einn, en í þeim mæli að mörgum þykir nóg um... Nei, skynsöm erum við aðeins á yfirborð- inu. Homo sapiens: hinn vitiborni maður. En hvað veit hann um sitt innsta eðli? Við erum knúin áfram af sterkum, óljósum öflum sem sum hver má rekja aftur í gráa forneskju, og um þau vitum við ekki par. Varðandi þau öfl sem ákvarða hvað við megum borða og hvað ekki, þá geta þau vissulega virst sak- leysisleg í fljótu bragði, en því miður geta þau þrátt fyrir það skipt sköpum í lífi manna; gyðingapresturinn lærði, Eleazar, kaus fremur að láta pynta sig til dauðs á 3. öld f. Kr. en að borða svínakjöt, og heldur svelta Indverjar í hel en að leggja sér heilagar kýr til munns, svo dæmi séu nefnd. En það eru líka árþúsundagamlar hefðir sem stýra kjarnorkueldflaugunum. Það er ekki einung- is forboðið að borða mýs, afvopnun er for- boðin líka, það er bannað að lifa í friði og fullri vinsemd við „hina“. En þetta átti víst að vera stutt spjall um matvendni og matarfóbíur en ekki mann- fræðiúttekt, og ætlunin var síður en svo að taka fyrir kjarnorkuvígbúnaðarkapphlaup- ið... HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.