Helgarpósturinn - 25.10.1984, Side 28

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Side 28
eftir ómar Friðriksson myndir Jim Smart og Kristjón G. Albertsson Hlustenda- þjónusta og fleira gott • A aðalrás útvarpsins verða margir vænlegir þættir í dagskrá vetrarins. Við kynnum hér nokkra góða: Fyrst ber að nefna morgunhan- ana í þættinum Á virkum degi sem verður á sama stað í dagskránni og síðastliðinn vetur. Stefán Jökulsson er þar aðal- stjórnandi en nýtur þó dyggrar að- stoðar Maríu Maríusdóttur. 4 dag- skrárgerðannenn úr tóniistardeild skiptast á um að velja tónlist þátt- arins og norður á Akureyri verða aðrir 4 dagskrárgerðarmenn sem annað slagið skjóta inn efni í þátt- inn. Stefán segir þetta verða með svipuðu sniði og í fyrra, hlutfallið milli tónlistar og talmáis nokkuð jafnt. Hlustendaþjónusta verður rekin með séima hætti og áður, og ýmis mál verða tekin fyrir. Gegn- umgangandi er þó sú hugsun ráð- andi að hlustendur komi ekki til með að hlusta á þáttinn frá upphafi til enda heldur heyri svona brot og brot úr honum. Ræður það allri uppbyggingu: Stuttir efnisþættir, svona 3—5 mínútur, sem hlust- endur geta gripið um leið og þeir tendra á viðtækjunum sínum. Fólk á tíma- mótum • Arni Gunnarsson verður með um 45 mín. þætti í hljóðvarpinu í vetur sem hann nefnir Tímamót. Hann segir HP að þættimir höfði kannski fyrst og fremst til fólks á miðjum aldri. Fyrirmyndin að þessu em vei þekktir og gamal- grónir þættir í breska sjónvarpinu BBC þar sem fólk sem stendur á b'mamótum í lífi sínu er fengið í viðtal og fær að velja sér tónlist. Arni segist byggja þetta svipað upp enda gamaill draumur að fást við svona þáttagerð. Fólk iætur hann vita cif tímamótum í lífi sínu, af hverju tagi sem er, og hann spjallar svo við nokkra í hverjum þætti um þessi b'mamót og gefur þeim kost á að velja sér efni. ,,bað má vera tónlist, ljóð eða hvað ann- að sem það kýs,“ segir Ámi og bætir því við að þetta eigi að vera manneskjulegur þáttur. Trúlega verða Tímamót send út kl. 2230 á hverju miðvikudagskvöldi. Fréttaúttekt í vikulokin • Fréttamenn á fréttastofu út- varpsins em með spennandi dag- skrárlið á prjónunum. Þar er um að ræða vikulegan fréttaþátt siðdegis á laugardögum, einum besta hlust- unartíma útvarpsins. Þó yfirstjóm útvarpsins sé enn ekki búin að gefa grænt ljós á þáttinn er talið nokk- uð líklegt að það fáist og er hug- myndin að baki þessu sú að frétta- menn fái þarna vettvang til að gera nokkmm höfuðmálum fréttanna betri skil en í föstu fréttab'munum. Svona þættir í vikulokin em nokkuð algengir vfða erlendis og meiningin að taka fyrir eitt til tvö mál í hverjum þætti. Með notkun bestu tækni í útvarpsgerð sem býðst í dag vonast fréttamennimir til að geta lýst upp nýja fleti á hverju máli. Fréttaritarakerfið verður þrautnýtt og er m.a. mögu- legt að hafa 4—5 fréttaritara, bæði innanlands sem utan, inni á beinni línu t' einu, ásamt völdum gestum í stúdíói, og allt síðan í beinni út- sendingu. RÚVAK: Kerfið á ári Orwells • Horft í strauminn nefnist viku- legur þáttur sem deild ríkisút- væpsins á Akureyri, RÚVAK, send- ir út kl. 22 á miðvikudagskvöldum í vetur. — Nei, þetta er ekki þáttur á vegum stangveiðifélags Akureyrcir heldur tíu mínútna hugleiðingar sem þau skiptast á um að flytja, Úlfur Ragnarsson læknir, séra Kristján Róbertsson, Kristján frá Djúpalœk rithöfundur og Auður Guðjónsdóttir kennari. ,£ins og nafnið gefur til kynna geta þetta orðið hugleiðingar um margs kon- ar mál,“ segir Jónas Jónasson for- stöðumaður Rúvak. „Þau horfa í menningarstrauminn eða lífs- strauminn, eða hvað annað sem Stefán Jökulsson, stjórnandi morgun- þáttarins Á virkum degi. Árni Gunnarsson spjallar við fólk um tímamót í lífi þess. þeim er hugleikið," og telur Jónas ekki ólíklegt að þátturinn muni vekja töluverða athygli. Hið Sctma verður eflaust upp á teningnum þegar farið verður að senda út þáttaröð Málmfriðar Sig- urðardóttur frá Jaðri í Reykjadal, Eiginkonur íslenskra skálda. Að baki þeim liggur mikil rannsókn Málmfríðar á þessu efni og að sögn Jónasar felst þar margt forvitni- legt. Rúvak-menn eru nú komnir í nýtt húsnæði og hafa öðlast nýjan og vandaðan tækjakost og nýjar vonir um farsælan útvarpsrekstur og starf. Þó verður ekki rasað um ráð fram heldur ætla þeir sér að fara rólega ctf stað. Nokkrir eldri þættir sem notið hafa vinsælda verða áfram í dagskránni — sumir þó í breyttu formi — en einnig verður fitjað upp á nýjungum. • í athugun eru all forvitnilegir þættir sem senda á út á fimmtu- dagskvöldum. Annars vegar er þáttaröð sem kennd verður við máinuðina, Kvöld í nóvember, — desember o.s.frv., í umsjá Guð- laugar Hermannsdóttur, Ingimars Eydal o.fl. með þátttöku félaga úr kcu-lakór Akureyrar. Þetta er til- raun til að mynda þægilega tónlist- arstemmningu þar sem margir góðir og söngglaðir gestir líta inn og taka lagið. Ekki þó neinar aríur eða annað alvöruþrungið efni, heldur góð og gild dægurlög frá gamla tímcmum. M.a. verða erlend- ir dægurlagatextar þýddir yfir á ís- lensku og sungnir, og margt fleira verður sér til gamans gert sem ekki er endanlega búið að fullmóta enn- þá. Hins vegar eru svo þættir sem nefnast Milli stafs og hurðar. Þetta eiga að verða áleitnir umræðu- þættir, að sögn Jónasar, og undir stjórn þeirra Hildu Torfadóttur og Ólafs Torfasonar. Markmiðið er að taka fyrir við- skipti fólks við kerfið margum- rædda og reynt að leita dæma um þessi samskipti sem svo oft geta Ólafur Torfason er annar umsjónarmaður þáttar RÚVAK, Milli stafs og hurðar. Hilda Torfadóttir verður áfram með sinn vinsæla þátt Á sveitalínunni, en með breyttu sniði að þessu sinni. reynst einstaklingum örlagctrík. Þættirnir verða teknir upp með áheyrendum og þeim gefinn kost- ur á að taka nokkum þátt í umræð- unum s.s. með því að beina spum- ingum til þátttakenda og er lögð áhersla á að fá málsvara fyrir keríið einnig til leiks en ekki eingöngu fómctrlömb þess. Málmfrfður Sigurðardóttir hefur safnað merku efni um eiginkonur íslenskra skálda. Ýmislegt fleira er á döfinni hjá þeim norðanmönnum og má nefna þætti Jónasar á föstudagskvöldum þar sem hann tekur fyrir fólk og bæi á Árskógsströnd. Hrafnhildur Jónsdóttir verður með þáttaröð um sögustaði á Norðurlandi, höf- uðból og merka bæi. Ingimar Eydal verður með músíkþátt í morgunút- varpi, Haraldur Haraldsson með þætti sem hann nefnir Galdrar og galdramenn, og fjölmargt fleira mætti nefna. Reynt verður að end- urvekja spumingaþættina vinsælu frá því um árið, en ekki er ljóst hvort af því getur orðið. Þar stend- ur allt á þátttökunni. Dagskrárgerðarmenn Rúvak verða svo með innskot í þætti SkúlagötuhljóðvEirpsins ss. morg- unútvarp og síðdegis. Presley gegnum- lýstur • Dagskrá Rásar-2 er nú óðum að taka á sig yfirbragð vetrarins en vegna verkfallsins er ekki endan- lega búið að hnýta saman alla þræði og festa umsjónarmenn í sessi. Forstöðumaðurinn, Þorgeir Ástvaldsson, segir þó ýmsar nýj- ungar vera á döfinni og ber þar fyrst að nefna dagskrárleng- ingu á fimmtudögum. Tekið verður upp kvöldútvctrp með unnu (pró- dúsemðu) efni aí ýmsu tagi. Þó svo að enn skorti formlega staðfest- ingu útvarpsstjóra á þessu er talið nokkuð víst að af því verði innan skamms. Elvis Presley verður gegnum- lýstur í þáttaröð um feril rokk- kóngsins í höndum nokkurra Presley-sérfræðinga og svo verða örugglega þættir með föstum þræði eða ákveðnu þema í ís- lensku tónlistarlífi, sérstaklega úr sögu þess þar sem teknir verða fyr- ir ákveðnir tónlistarmenn, b'ma- skeið o.fl. Dagskrá Rásarinnar einkennist sérstaklega af opnum prógrömm- Þorgeir Ástvaldsson, forstöðumaður Rásar-2, hefur ýmislegt á prjónunum fyrir veturinn. 28 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.