Helgarpósturinn - 25.10.1984, Síða 29
Fjölmargt fýsilegt til fróðleiks og skemmtunar verður á dagskrá ljósvakamiðlanna, útvarps
og sjónvarps, í vetur. Allskonar viðtalsþættir eru fyrirhugaðir og unnendur
spurningakeppna fá sinn skammt í sjónvarpinu. Helgarpósturinn kynnir hér nokkra þætti
sem trúlega fara í gang þegar hjólin fara aftur að snúast eftir verkfall BSRB, en það hafði þó
þau áhrif að ekki er búið að fullmóta ýmsa dagskrárliði eða ráða umsjónarmenn í öllum
tilvikum.
Ríkisfjölmiðlarnir hyggjast ekki láta deigan síga þrátt fýrir allt og allt, — enda hefur þeirra
verið sárlega saknað í verkfallinu. Miðlarnir eru mönnum þó miskærir, það sýna
niðurstöður skoðanakönnunar sem fólk í Félagsvísindadeild HÍ gerði á
höfuðborgarsvæðinu 2. okt. og endurtók 18. okt. Þar kemur í ljós að mikill meirihluti
fólks saknaði hljóðvarpsins mest og jókst sá söknuður í síðari könnuninni. Tæpur
fjórðungur taldi mestan missi að sjónvarpinu og 20% nefndu blöðin. í síðari könnuninni
nefndu flestir að þeir söknuðu blaðanna næstmest, á eftir hljóðvarpinu. Virðist hljóðvarpið
því hinn sanni vinur 1 raun en þegar á líður þykja minnstur missir í sjónvarpinu. En við
byrjum yfirlitið á Skúlagötu.
I VETRARDAGSKRA RIKISUTVARPSINS
lllugi Jökulsson leiðir saman 8 fjölfróða
menn í spurningakeppni sjónvarpsins.
um fyrri hluta dagsins en bundn-
um þáttum um t.d. ákveðnar tón-
listarstefnur þegar líður á siðdeg-
ið. Dagskrá sunnudaganna verður
brotin upp frá því sem var í sumar
með tilliti til hugrnynda um breytta
útvarpsnotkun hlustenda yfir vetr-
armánuðina og prógrammið í heild
aukið að efni.
• Á rásinni hafa menn verið að
kynna sér útvarpsefni erlendis og
þreifingar standayfir við fyrirtæki í
Bandaríkjunum og Bretlandi sem
framleiða músíkþætti mcu-gskonéu-
og selja til útvarpsstöðva. M.a.
standa Rás-2 slík kaup til boða.
Dæmi um það efni eru söngleikir
og saga rokksins svo eitthvað sé
nefnt. Frá BBC er svo t.d. hægt að fá
hljómleikaupptökur sem ekki er
alls ólíklegt að verði einhvemtíma
smellt inn í kvölddagskrá eða næt-
urútvarp rásarinnar. Allt er þetta
þó ófrágengið enn og hið sama má
segja um innkaup á efni frá Norð-
urlöndunum, en að sögn Þorgeirs
er vel mögulegt að menn nýti sér
þennan kost.
Ekki hefjast fréttaútsendingar á
Rás-2 í bráð en mikill áhugi er fyrir
því og segir Þorgeir að sú stund
Bryndís Schram stjórnar óvenjulegum
viðtalsþaetti í sjónvarpinu nokkur föstu-
dagskvöld í vetur.
muni renna upp og standi vonir til
að af því geti orðið í vetur. ,,Rás-2
verður aldrei að alvöm útvarps-
stöð fyrr en farið verður að senda
út fréttir. Helst á klukkustundar
fresti," segir Þorgeir Ástvaldsson,
forstöðumaður Rásair 2.
Hrein og bein
spurningakeppni
• Harðsvíruð spurningakeppni
verður háð á skjánum næstu mán-
uðina. Alls er um að ræða 7 þætti
undir ötulli stjórn og umsjón Illuga
Jökulssonar en upptökustjóm
verður í höndum Viðars Víkings-
sonar.
Þar sem allur undirbúningur var
stutt á veg kominn þegar verkföllin
skullu á er ekki endanlega búið að
ganga frá formi og uppbyggingu
þáttanna, en að sögn Illuga er ein-
faldleikinn ráðandi. Engir sérstakir
dómarar né annað þessháttar lið,
engu skemmtiefni hlaðið ofan á
eða í hléum, enda verður þetta
ekkert grín.
Líkast til verða það 8 keppendur
sem takíist á og slá hvern annan út
þar til einn stendur eftir sem sigur-
vegari. Stefnt er að því að leiða
saman fjölfróða menn, — þó ekki
endilega vel sjóaða vitringa úr fyrri
keppnum af þessu tagi, — sem fá
ákveðnar vísbendingar til að leiða
á sporið til hins rétta svars. Hverri
spurningu fylgja þannig ákveðnar
vísbendingar, mjög þungar í fyrstu
en smá léttast síðan þar til svarið
liggur ljóst fyrir.
Fyrsta þáttinn átti að senda út
14. október sl. en ekki er vitað hve-
nær hann kemur inn í dagskrána
eftir að hjólin fara að snúast á ný í
sjónvarpinu.
Skyggnst á bak
við fréttina
• All nýstárlegir viðtalsþættir
verða stöku sinnum í dagskrá sjón-
varpsins á föstudagskvöldum í vet-
ur. Það er Bryndis Schram sem
verður við stjórnvölinn og upp-
tökustjóri er TageAmmendrup.
Form þáttanna hefur ekki enn
verið fullmótað, verkfallsins
vegna, en fyrsta þættinum var þó
ætlað að birtast sjónvarpsáhorf-
endum 19. okt. sl.
Bryndís tjáir HP það að þetta
verði heldur í léttari dúmum, þó
ekki hreint skemmtiefni, heldur
eitthvað í líkingu við það sem
erlendis gengur undir heitinu
„talk show“. Hún segist ætla að
tala við fólk sem tengist samtíma-
viðburðum af öllu tagi, hefur lent í
fréttum af einhverjum ástæðum
eða tengist þeim. Reynt verður að
skyggnast á bak við fréttina og
draga upp nýjar hliðar á málinu
Sveinbjörn I. Baldvinsson yfirstjórnandi
Gluggans, þáttar um menningu og listir á
Kðandi stundu.
Ömar Ragnarsson heilsar upp á fólk.
með spjalli við menn. Verður
væntanlega rætt við tvo eða þrjá í
hverjum þætti, sem verður um 50
mínútna langur.
Upptökur fara fram í stúdíói og
með eins skömmum fyrirvara og
unnt er því eins og Bryndís segir er
nauðsynlegt að nýjabrumið sé ekki
fctrið ctf viðburðunum. Helst hefði
hún viljað vera með beina útsend-
Ingvi Hrafn Jónsson er á meðal þeirra
fréttamanna sem unnið hafa að fjölda
viðtalsþátta fyrir sjónvarpið.
Rafn Jónsson hefur nú yfirgefið sjón-
varpið en vann þó áður að gerð þáttar úr
menningarsögunni og tók nokkur viðtöl
sem sýnd verða í vetur.
ingu en á því eru ýmsir meinbugir.
Það ræðst svo af viðtökum al-
mennings hvort þættirnir verða
oftar á dagskránni en í upphafi
verða trúlega ekki fleiri en einn til
tveir í mánuði. Svona sjónvctrps-
efni er víst síður en svo dýrt í fram-
leiðslu.
Glugginn á
sínum stað
• Glugginn, þáttur sá um listir og
menningu á líðandi stundu sem
prýddi dagskrá sjónvarpsins í
fyrra, verður á sínum stað í vetur,
og nú undir aðalumsj áSveinbjörns
I. Balduinssonar. Ekki hefur enn
verið ákveðið hvort nafnbreyting
verður gerð á þættinum, eins og
ranghermt Vctr í HP fyrir skömmu,
en haldið verður sama shiki í efn-
istökum og dregið vttr síðastliðinn
vetur.
Sveinbjörn tjáir HP að yfirstjórn
sjónvarpsins geri ráð fyrir því að
hann kveði fólk sér til aðstoðar í
einstökum málum og tctki það t.d.
viðtöl o.s.frv.
Næsti Gluggi er áætlaður á dag-
skrá 28. okt. og verða þá m.a. sýnd
nokkur atriði sem tekist hafði að
vinna fyrir verkföllin. Innihald
þeirra verður þó hjúpað leynd allt
til útsendingar.
Sjónum beint
að menningunni
• Frétta- og fræðsludeild sjón-
varpsins hefur ýmsar nýjungar á
prjónunum í vetur. Fréttaskýringar-
þátturinn Kastljós verður bútaður
í sundur: Innlendu þættimir verða
styttir frá því sem áður var og
verða eingöngu á föstudagskvöld-
um, en um erlenda viðburði verður
fjallað hálfsmánaðarlega á þriðju-
dögum og þar á móti verða um-
ræðuþættir. Nokkrum þingsjár-
þáttum verður svo væntanlega
skotið inn stöku sinnum á þriðju-
dögum.
Frá deildinni má svo vænta
nokkurra þátta undir heitinu Úr
menningarsögu og samtíð. Einsog
nafnið gefur til kynna er hér fjallað
um ýmis menningarsöguleg fyrir-
bæri, ekki þó sem neitt uppgjör
heldur nokkur afmörkuð viðföng,
s.s. forn híbýli; heimilið, horn-
steinn þjóðfélagsins; málfar os.frv.
Sérstakur þáttur verður um
Guðbrandsbiblíu, og annar sem
tekinn var upp í sumar undir umsjá
Rafns Jónssonar fréttaunanns, af
skipasýningunni í Hafnarfirði.
Um jólin verður væntanlega
sýnd löng mynd um Viðey og hina
þrískiptu menningarsögu hennar.
Fjöldi viðtals-
þátta
• Heilsað upp á fólk nefnist röð
viðtalsþátta sem fréttamenn sjón-
varpsins hafa verið að vinna síð-
ustu mánuði. Um er að ræða viðtöl
við menn víðsvegar á landsbyggð-
inni og tókst þeim Ómarí Ragnars-
syni, Ingva H. Jónssyni og Rafni
tJónssyni að taka viðtöl við 15
merka samtíðarmenn áður en
verkföllin skullu á.
Hver þáttur tekur um 20—30
mín. í útsendingu og var áhersla
lögð á að koma að mönnum í sínu
rétta umhverfi, grípa þá í spjallið
þar sem þeir stóðu í fláningu eða
slætti, beitingu eða blómarækt.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hversu oft þættirnir verða í dag-
skránni en HP er þó tjáð að trúlega
verði eitt og eitt viðtal sýnt á hálfs-
mánaðar fresti, og vonast dag-
skrárstjornin til að fleiri bætist í
safnið innan tíðar.
Fyrir utan þetta allt og alveg sér
á parti hefur Frétta- og fræðslu-
deildin nú í höndunum tvo mikla
viðtalsþætti Steinunnar Sigurðar-
dóttur rithöfundar við Kristján
Albertsson. Geysilegt raritet, er
okkur tjáð.
Steinunn Sigurðardóttir rithöfundur ræð-
ir við sjálfan Kristján Albertsson.
HELGARPÓSTURINN 29