Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Blaðsíða 30
Engin blöð. Ekkert útvarp. Ekkert sjónvarp. Enginn strætó. Enginn póstur (reikningarnir hrannast upp úti í bæ!). Síminn í ólagi. Allt þetta hefur greini- lega magnað þann kvíða og óvissu um framtíðina sem verkföllin hafa haft í för með sér fyrir ófáa landsmenn. En fátt er svo með öllu illt... í fjölmiðlaeklunni hefur fólk orðið að treysta á eigið frumkvæði í ríkara mæli: Bera sig eftir fréttum og flytja fréttir, fylgjast með og túlka gerðir ráðamanna, skemmta sér sjálft. Hin forna sagnaþjóð losnaði um tíma undan fjölmiðlaokinu og hefur lagt sig eftir þjóðlegum íþróttum: Sagnakveðskap, flími og níði. Margt úr ævagamalli speki Háva- mála hefur átt vel við þennan tíma, staðhæfingar á borð við „maður er manns gaman" eða „funi kveikist af funa, maður af manni"! Með framangreint í huga verður gripið niður í verkfallsmannlífinu (og skal víst engan undra að ráðherrar svo og óbreyttir þingmenn verða eins konar leiðarminni í umfjölluninni...) GRÓA Á LEITI Þar er þá fyrst til að taka að hún Gróa á Leiti er hvískrandi á öllum mannamótum og ber ólygna fyrir sig. Af skiljanlegum ástæðum snerta ófáar sögur hennar hæstvirtan fjármálaráðherra. Eftirfarandi sögu heyrði ég t.d. fyrst í kaffistofu Alþingis af vörum þingmanns sem hafði hana eftir manni á verkfallsskrifstofu BSRB sem átti hins vegar að hafa söguna beint eftir viðkomandi. (Þrisvar heyrði ég enn sömu sögu á öðrum vettvangi, óbreytta.) Einn sólfagran septemberdag kemur þjóðkunnur leikari til kaupmannsins síns á horninu í verslunarerindum. Þegar kaupmaðurinn hefur tínt til umbeðnar vörur, segir hann við viðskiptavin sinn: „Ósköp ætlarðu að versla lítið í dag, góurinn!" „Ja, það kemur nú ekki til af góðu,“ svarar leikarinn. „Eg hef nú bara ekki fleiri peninga í buddunni. Hins vegar var ég að fá launaávísun frá rikinu fyrir októbermánuð og hljóðar hún upp á 74 krónur. En hana hef ég nú hugsað mér að geyma. Ég hef hingað til verið dyggur stuðningsmaður Sjálfstæðisflokksins en nú eru þeir dagar taldir, svo mikið er víst!" Nokkrir viðskiptavinir urðu áheyrsla að þessu samtali, þ.á m. eiginkona háttsetts sjálfstæðismanns. Síðan segir sagan að ekki hafi verið liðnir tveir klukkutímar frá því að leikarinn lauk erindi sínu við kaupmanninn, en að Albert, vinur litla mannsins, hringir til hans og segir: „Ég heyri að þú sért í fjárhagskröggum, góurinn. Viltu ekki líta við hjá mér í fyrramálið — við hljótum að geta leyst einhvern veginn úr þessu." Þá hef ég það eftir Gróu á Leiti að Haukur Helgason, einn af forystumönnum BSRB í Hafnarfirði, hafi hringt tvisvar í hið þjóðkunna fyrirtæki Hagvang sem rekur m.a. atvinnumiðlun og veit því allt um kaup og kjör á frjálsum jafnt sem ófrjálsum markaði. í fyrra skiptið sagðist Haukur vera sjálfstæður atvinnurekandi sem væri að hugsa um að ráða til sín á skrifstofuna kennaramenntaða stúlku, eina þeirra sem lagt hefði á „vitsmunaflótta" úr kennarastéttinni í sumar. Hvað ætti hann að greiða henni í mánaðarlaun? 27 þúsund krónur, var svarið. í seinna skiptið ætlaði Haukur að ráða sömu stúlku til starfa á skrifstofu BSRB og spurði Hagvang sem fyrr hversu há mánaðarlaun bæri að greiða henni. Svarið var 15 þúsund. Rétt skal vera rétt! FUM OG NID Nýverið sátu þrir læknar saman í kaffihléi á alþjóðlegu læknaþingi — Rússi, Ameríkani og Islendingur — og ræddu um framfarir læknavísindanna hver í sínu heimalandi. Rússinn gortaði af því að fimleikastjarna sem misst hefði báða handleggi af slysförum hefði orðið alheil meina sinna; Ameríkaninn státaði sig af fótboltamanni sem misst hefði báða fætur og hefði verið farinn að skora mörk aftur eftir tvo mánuði; hvorutveggja batinn vegna listilegrar ágræðslu þarlendra lækna. „Iss, þetta eru nú bara smámunir," svaraði íslendingurinn. „Fjármálaráðherrann okkar missti höfuðið í sumar. Við græddum á hann kálhöfuð og hann er alveg samur við sig.“ — Ófáir brandarar af þessu tagi ganga manna á meðal. Sl. laugardag voru engar dánartilkynning- ar lesnar upp frá biskupsstofu í útvarpinu. Þá sagði einhver að nú væru heilbrigðisstéttirn- ar farnar að fara sér hægt... En síðast en ekki síst blómstrar nú með þjóðinni níð- og kersknikveðskapur hvers konar. Sérstaklega hafa gramir kennarar fundið fróun í að skeyta skapi sínu á mennta- og fjármálaráðherra fyrir vægast sagt ómakleg orð og athafnir í þeirra garð. Og hagyrðingar eru margir í kennarastétt þótt menntamálaráðherra hafi ýjað að því að þeir væru ekki nógu vel menntaðir og fjármálaráðherra að þeir væru letingjar. Éinn kennari orti brag um samskipti Alberts og ríkisstarfsmanna. Þar greinir frá því að eftir að kennararnir sultu í hel vegna „launabrottnáms" hafi Albert hlaupið í skarðið og farið að kenna, en verið drepinn von bráðar af litlu elskunum í grunnskól- unum. Látinn komst hann þó fyrst í vandræði, því Lykla-Pétur vildi ekki hleypa honum inn í himnaríki með öll vínumboðin af ótta við að englarnir lentu á fylliríi. Þvi fór Albert með umboðin sín niður á við til óformlegra þreifinga um vistun þar. Málalok urðu sem hér segir: En lengi getur versnaö það sem vont er orðið fyrr það vissi best hann Albert er hann stóð við næstu dyr. Er sá hann inn til helvítis hann hrolli sleginn var því allir hungurdauðu kennararnir voru þar. Albert fékk ekki vist í neðra. Albert brást hinsta vonin sín. Albert má nú eigra milli vistanna með umboð fyrir Dubonnet og rósavín. (Syngist undir laginu „Palli Hall“.) Þá rak á fjörur mínar þessa vel kveðnu limru sem inniheldur m.a.s. bókmenntalega vísun: Hún er liðin sú tíð minnar trúar á þann tudda sem launafólk púar á annars finnst mér að héðan væri fljótskroppið með'ann í bíltúr austur að Brúará. „LÚTERSKUR TIMBRAÐUR MAÐUR GERIR EKKI BYLTINGU" Vöruskortur af verkfallsvöldum er orðinn tilfinnanlegur, þ.á m. á „nauðsynjavöru" eins og klósettpappír, áfengi og tóbaki. Fréttir herma að sum þéttbýlustu hverfi Reykjavíkur séu fyrir löngu orðin klósett- pappírslaus. Fyrst hafi fólk gripið til dag- blaða eins og oft er gert þegar þannig stend- ur á, en þau dugað skammt í prentaraverk- fallinu. Grunsamlegt þykir í hve ríkum mæli þingskjöl eru farin að hverfa úr Alþingishús- inu. . . Öldurhús höfuðborgarinnar hafa smám saman verið að tæmast af tóbaks- og áfengis- birgðum, á flestum kránum er t.a.m. ekkert að hafa annað en bölvað bjórlíkið. Hálf var það nú ömurlegt að horfa á samninganefnd- armann nokkurn orna sér við síðustu dreggj- arnar af Invalid porto (táknrænt?) á Gaukn- um sl. föstudagskvöld. Síðan var ekkert ann- að á boðstólum en glundrið sem grunur leik- ur á að farið sé að þynnast. Sama föstudagskvöld var troðið á Hellin- um (enda lokaði Gaukurinn snemma kvölds vegna einkasamkvæmis). í fljótu bragði leit helst út fyrir að til selskapsins hefði verið boðið samkvæmt úrtaksaðferð úr þjóðskrá. Þetta litríka mannhaf hálfskelfdi vesalings þjónustufólkið og varla nema von. Og þar sem gindreitli Hellisins sleppti tók bjórferlíkið við... Þarna sátu kamparíistar, pernodistar og viskýingar og sötruðu malt- froðuna grimmdarlegir á svip. Pernodistarn- ir kváðust hafa búið til sprengju fyrr um kvöldið, ætlaða til að tæta í sundur ákveðna líkamsparta ákveðinna ráðherra. Kamparí- istarnir ræddu æstir um útvarpslagafrum- varp Ragnhildar. Tóku hatramma afstöðu gegn því, en sögðust ætla að fara þess á leit — næði frumvarpið fram að ganga — að hin- um „frjálsu" útvarpsstöðvum yrði gert að út- varpa á ensku (sumir töldu önnur erlend mál vel koma til greina), því á þann máta einan væri hægt að koma í veg fyrir að íslenskri tungu yrði nauðgað, um hana skyldu þeir standa tryggan vörð og berjast fyrir ef á þyrfti að halda, hver einasti einn! Enn aðrir istar og ingar æstu sig yfir að- skiljanlegum málefnum og ekki stóð á heit- strengingunum. En hrædd er ég um að timb- urmennirnir hafi borið þær ofurliði næsta dag. Því, eins og haft verður eftir Gerard Le- marquis í næsta blaði: „(Laumu)lúterskur timbraður maður gerir ekki byltingu." Ekki ef hann fær útrás í áfengi um helgar. Fáir virðast þó hafa uppgötvað vinina í tó- baks- og áfengiseyðimörk höfuðstaðarins: Hótel Borg. Þar hefur verið hægt — í friði og ró eins og heima í stofu — að þíða nefbrodd- inn yfir hvers kyns veigum (kamparíið klár- aðist að vísu á föstud.), framreiddum af henni Ransý Björns, sem hefur ekki aðeins tvö fjallavatnsfagurblá alsjáandi augu, held- ur sér hún líka með hnakkanum og hverjum fingri. Og hún fann strax réttu deilitöluna, þegar tveir ungir leikarar á uppleið sem rétt HUGLÆGARSÖGUR ÚR VERKFALLINU eftir Jóhönnu Sveinsdóttur höfðu uppgötvað vinina, áfengisþyrstir mjög, pöntuðu hvor fyrir sig: „Tíu viský!" sagði annar. Hinn: „Þrefaldan pernod, tvö- faldan viský og fjórfaldan koníak!" Tóbak Borgarinnar rann hins vegar til þurrðar sem víðar á mánudagskvöld. Þá hafði verið stanslaus straumur fólks af göt- unni í örvæntingarfullri nikótínleit alla helg- ina. „Það er eins og fólk kjósi fremur að svelta heldur en að standa uppi tóbaks- laust," sagði kollega Ransýar með sýnilegri vanþóknun í röddinni. (Samkvæmt bestu fá- anlegu heimildum er gangverð á sígarettum á svörtu 20 kr. stykkið þessa dagana.) En tóbaks- og áfengisþörf eru gerviþarfir, áskapaðar nautnir eða helsi eftir því sem menn kjósa heldur að kalla það. Ef verkfall BSRB stendur í 1—2 vikur til viðbótar, nægir það til að þurrka upp landsmenn (ég reikna ekki með að margir hafi efni á að kaupa sér flösku á svörtu fyrir 3—4 þús. kall), og þá, þegar þessi sjálfsagða útrás yfirvinnuþrælk- aðra íslendinga er úr sögunni, þá fyrst skap- ast kannski þetta byltingarástand sem AI- bert Guðmundsson hefur ranglega marglýst yfir í íslenskum jafnt sem erlendum fjölmiðl- um að ríki hér nú þegar. Hins vegar er nokk- uð hæpið að flokka barnaheimili undir gerviþarfir — í þjóðfélagi þar sem algengast er að báðir foreldrar þurfi að vinna úti — eins og sumir íslenskir þingmenn vilja meina. ÞIÓDARLEIKHÚSID VIÐ AUSTURVÖLL Í verkfallinu hefur leikhúslíf að mestu leg- ið niðri. Bót er þó í máli að leikhúsið við Austurvöll hefur verið opið almenningi — og það alveg ókeypis — allt frá frumsýningu 10. þ.m. Mjög fjölmennt hefur verið á þingpöll- um það sem af er þings. Fólk hugsar með sér að fróðlegt sé að fylgjast með því hvernig þjóðkjörnir þingmenn þess takist á við „mik- il örlög smárrar þjóðar" af „festu og ábyrgð“, frjálsir með ábyrgð (svo notaðar séu nokkrar algengar klisjur úr máli stjórn- málamanna) á þessum „voveiflegu tímurn". Margir hafa þó orðið fyrir vonbrigðum, einkanlega með endalausar utandagskrár- umræður, t.d. í framhaldi af kennaraskít- kasti Alberts. Það var þó býsna fróðlegt, ég segi ekki meir, fyrir einstæðar mæður og aðra for- eldra að heyra það úr munni Arna Johnsen, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, að barna- heimili væru nú eiginlega gerviþörf, — forð- ast bæri umfram allt að gera stofnanamat úr börnunum — í umræðu um dagvistunarmál sem átti sér stað í efri deild miðvikud. 17. þ.m. að frumkvæði Sigríðar Dúnu Krist- mundsdóttur, Samtökum um kvennalista. Hugmynd Árna var nánar útlistuð af flokksbróður hans, Birni Dagbjartssyni (varamanni Lárusar Jónssonar). Honum mæltist eitthvað á þessa lund (þingræður hafa enn ekki verið fjölritaðar vegna prent- araverkfallsins svo ógerlegt er að hafa þetta orðrétt eftir þingmanninum): „Ekki vildi ég hafa misst af þeirri reynslu að hafa farið í fjósið með honum föður mín- um þegar ég var drengur. Það voru heldur ekki til nein barnaheimili í þá daga. Ég veit að öll börn eiga þess ekki kost að vera í sveit, en þau sjá alveg um það sjálf að velja sér leik- félaga við hæfi. Það sjáum við nú bara á göt- unum hérna í Reykjavík. Hér þarf ekki stofn- anir til.“ Þingmaðurinn kvaðst einu sinni hafa kom- ið inn á barnaheimili og það hafi verið í Sov- étríkjunum. Óhugnanlegt hafi verið að horfa þar á 60 sofandi börn, öll eins klædd. Ef það væru svona barnaheimili sem hún Sigríður Dúna væri að berjast fyrir, hlyti hann að vera þeim afdráttarlaust mótfallinn. Hér eru háttvirtir þingmenn að gefa í skyn að það sem lúti að uppeldi barna sé svo „eðlilegt" og „sjálfsagt" að það sé ekki þess virði að ræða það. „Ekkert mál“, hvað þá þingmál. Vonandi er framangreint viðhorf þó ekki viðhorf „hins almenna karlkyns þingmanns", mótað af ótrúlega þröngum reynsluheimi. Oft fór kliður um þingpalla efri deildar téðan miðvikudag, þó fálæti ríkti í sjálfum salnum; sömuleiðis palla neðri deildar sama dag þar sem verið var að ræða frumvarp til nýrra útvarpslaga, alias „frjálsa" útvarpið. Ætla mætti að lífleg og fjörug umræða færi fram um þetta hitamál, en flestir viðstaddir þingmenn sýndu furðulegt tómlæti (allir með fyrirfram ákveðnar skoðanir sem eng- inn málflutningur fær breytt?) Æsingurinn var sýnu meiri á þingpöllum. „Hvers vegna þessi móðursýki um frjáls tæki, fjölmiðla- frelsi, þegar stór hluti þjóðarinnar sveltur?" hvæsti kona fyrir aftan mig. „Hafa þeir ekk- ert þarfara að ræða, mennirnir?" Lognmollan í þingsalnum náði þó hámarki eftir þinghlé við sömu umræðu. Þá voru sárafáir þingmenn í salnum utan þeirra fjög- urra sem enn voru á mælendaskrá. Fáir voru því til að meðtaka þann boðskap Guð- rúnar Agnarsdóttur, Samtökum um kvenna- lista, að þau myndu á næstunni leggja fram eigið frumvarp til nýrra útvarpslaga sem gengi um margt þvert á frumvarp mennta- málaráðherra. Á þeirri stundu sátu t.d. tveir þingmenn (sinn úr hvorum stjórnarflokki, karlkyns að sjálfsögðu) fyrir miðjum sal, skoðuðu saman ljósmyndir (sem annar þeirra hefur væntanlega tekið í fríinu), hvískrandi og pískrandi. „Eitt er víst að nem- endur mínir kæmust ekki upp með að sýna mér og öðrum þvílíka óvirðingu í kennslu- stund!“ sagði konan fyrir aftan mig. Niðurstöður skoðanakönnunar D/V (gerðri dagana 12,—14. okt.) leiða í ljós að meirihluti þeirra er afstöðu tóku eru andvíg- ir ríkisstjórninni (53,1% á móti 46,9%). Fyrir nokkrum mánuðum var aftur á móti yfir- gnæfandi meirihluti könnunarúrtaksins stjórninni hlynntur. Merkir þetta að lang- lundargeð launþega sé loks á þrotum? Viku- verkfall í viðbót og þá gerist eitthvað! Völvan forna þrumar: „Vituð þér enn eða hvað?“ 30 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.