Helgarpósturinn - 25.10.1984, Qupperneq 31
islenska óperan fer af stað af
fullum krafti þ. 2. nóvember n.k.
Það er hvorki meira né minna en sú
vinsæla og víðþekkta ópera Car-
men sem siglir upp á svið íslensku
óperunnar í upphafi vetrarvertíðar.
Um eitt hundrað manns taka þátt í
sýningunni að hljómsveit meðtal-
inni og þykir víst að þessi uppsetn-
ing eigi eftir að njóta hylli óperu-
gesta. Leikstjóri er Þórhildur Þor-
leifsdóttir og hljómsveitarstjóri
Marc Tardue en hanr hefur áður
starfað með íslensku óperunni eins
og þekkt er og hlaut reyndar 1.
verðlaun fyrir hljómsveitarstjórn í
Sviss í haust. Sigríður Eila Magn-
úsdóttir flýgur frá Loncon til að
leika og syngja sjálfa ótemjuna Car-
men en Don José er í höndum
Garðars Cortes. Með hlutverk
Escamillo fer Simon Vaughan eig-
inmaður Sigríðar Ellu. íslenska
óperan tekur upp þá nýjung að
veita öðrum söngvurum tækifæri til
að spreyta sig á aðalhlutverkum og
mun t.a.m. Anna Júlíanna
Sveinsdóttir syngja Carmen síðar í
vetur og aðrir söngvarar taka að sér
gestahlutverk í sömu óperu. Þá
mun vera í deiglunni að setja aftur
á svið La Traviata og ennfremur
hefur Leðurblakan heyrst nefnd úr
herbúðum Islensku óperunnar. . .
I#
B^^.vikmyndahátíð Listahátíð-
ar verður með öðru sniði en tíðkast
hefur, eins og við á HP höfum áður
greint frá. Nú mun vera ákveðið að
hátíðin verði ekki haldin í febrúar
eins og verið hefur heldur verða
kvikmyndirnar sýndar í maílok eða
júníbyrjun. Þá munu aðstandendur
kvikmyndahátíðar íhuga að flytja
sýningar frá Regnboganum sem
þeim þykir búa yfir of litlum sýning-
artjöldum og hafa önnur kvik-
myndahús í huga...
c
^[^taða bankanna mun ekki
vera ýkja beysin þessa dagana.
Einkum er erfitt að innheimta
skuldir vegna víxil- og skuldabréfa-
lána. Fróðir menn úr bankaheim-
inum segja ókkur að staðan sé eig-
inlega þríliðuð: Þriðjungur skulda
sé greiddur á umsömdum tíma,
þriðjung sé samið um en einn þriðji
skuldunauta hirði alls ekki neitt um
skuldastöðu sína við bankana...
v
W ið á HP höfum aður sagt
skýrlega frá gangi ritstjóramála við
Þjóðviljann og giskuðum réttilega á
að Ossur Skarphéðinsson hlyti
ritstjórastöðuna. (Sjá viðtal við Öss-
ur á bls. 3.) Hins vegar gekk sú bar-
átta ekki alveg átakalaust fyrir sig.
Á lokuðum 12 manna fundi útgáfu-
félags Þjóðviljans fyrir nokkru
ræddu menn heitir um komandi rit-
stjóra og sýndist sitt hverjum. Flest-
ir voru þó sammála um að Óskar
Guðmundsson, núverandi rit-
stjórnarfulltrúi blaðsins, væri fall-
inn sem kandídat. Svavar Gests-
son formaður Alþýðubandalagsins,
bar þá fram tillögu um að Vilborg
Hardardóttir, varaformaður Al-
þýðubandalagsins yrði gerð að rit-
stjóra Þjóðviljans. Tillagan var
rædd allítarlega en hlaut dræman
stuðning. Tillaga um Össur var enn-
fremur borin upp og rædd en engin
ákvörðun tekin. Tíu dögum síðar
var aftur fundað og tillagan um Öss-
úr rædd á nýjan leik. Var þá Svavar
orðinn hlynntur framboði Össurar,
enda mun hann hafa stungið upp á
Vilborgu meira af skyldurækni við
varaformanninn en af eigin sann-
færingu. Á þessum fundi var sam-
þykkt eftir stuttar umræður að Öss-
ur Skarphéðinsson yrði pólitískur
ritstjóri Þjóðviljans.
. . . á bak við velklædda konu
er hin fullkomna, alhlíða og einfalda saumavél sem
laðar fram sköpunargieði þess sem saumar.
Þótt hin nýja Sínger saumavél sé tæknilega
fullkomin, þá er hún eínföld í meðförum -
og svo sparar hún þér stórfé.
SINGER
spori Jramar.
LEYNDARMALIÐ.
fíHiBÚa
^SAMBANDSINS
ÁRMÚLA3 SÍMI 681910
HELGARPÓSTURINN 31