Helgarpósturinn - 25.10.1984, Síða 32

Helgarpósturinn - 25.10.1984, Síða 32
arkús Örn Antonsson hreppti stól útvarpsstjóra eins og við var búist. Markús hefur ákveðið að láta af störfum sem borgarfull- trúi og segja þar með af sér ýmsum trúnaðarstörfum sem hann hefur gegnt á vegum borgarinnar. Losnar því heil sióð embætta eftir Markús og munu margir í kapphlaupinu um hina lausu stóla. Fyrst og fremst verður staða forseta borgarstjórnar laus. Fyrsti varaforseti er Páll Gíslason og mun hann að öllum lík- indum hljóta forsetastöðuna. Þá verður stóll Markúsar í borgarráði laus. Fyrsti varamaður skv. lögum er borgarstjóri Davíð Oddsson en annar varamaður er Hulda Valtýs- dóttir, þriðji Sigurjón Fjeldsted, fjórði varamaðurinn Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Ljóst er að einhver hinna þriggja síðasttöldu fær borg- arráðsstöðuna og mun hart barist um sætið sem er talsverð áhrifa- staða. Markús Örn var formaður Fræðsluráðs Reykjavíkurborgar. Ragnar Júlíusson er varaformað- ur í ráðinu og mun óefað setjast í formannsstólinn. Markús var enn- fremur formaður í Félagsmálaráði borgarinnar og er talið fullvíst að Ingibjörg Rafnar varaformaður taki við formannsstöðunni í ráðinu. Þá var Markús Örn formaður út- varpsráðs. Tvö nöfn munu berjast um um þá stöðu, Inga Jóna Þórd- ardóttir og Jón Þórarinsson sem bæði eru fulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins í útvarpsráði. Talið er öruggt að Inga Jóna fái formannsstöðu út- varpsráðs þar eð formaðurinn er skipaður af menntamálaráðherra en Inga Jóna er einmitt aðstoðar- maður Ragnhildar Helgadóttur. Þá losnar ennfremur sæti í útvarps- ráði eftir Markús og mun varamað- ur Sjálfstæðisflokksins í útvarps- ráði, Magnús Erlendsson, forseti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi ganga upp í ráðið. Að síðustu losnar embætti Markúsar sem borgarfull- trúa í borgarstjórn. í hans stað siglir inn Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður Verndar sem er númer 13 á Iista Sjálfstæðisflokksins til borg- arstjórnar og hefur áður setið í borgarstjórn en vék fyrir Albert Gudmundssyni er hann tók aftur sæti í borgarstjórn. Það eru sannarlega margar eyð- urnar sem Markús Órn Antonsson skilur eftir sig. .. BSilsta hús Reykjavíkurborgar, fyrrum verslun Silla og Valda við Aðalstræti, mun nú taka enn einum stakkaskiptunum. í hinu sögufræga húsi er nú rekin leiktækjasalur sem eigendur Hótel Borgar starfrækja. Húsið sjálft er hins vegar í eigu Sig- urðar Valdimarssonar (syni Valda). Sigurður hefur nú leigt hús- ið Erlendi Halldórssyni, ungum manni er fengið hefur leyfi borgar- ráðs fyrir veitingahússrekstri í hinu gamla húsi. Húsið, sem er friðlýst, mun sennilega verða keypt af borg- inni er fram líða stundir en á næstu misserum og ef til vill árum mun þarna verða rekinn veitingastaður sem fyrr segir, og mun verða lögð áhersla á menningarlegan blæ. Ymsar breytingar verða gerðar í húsinu sem færa það í upprunalegra horf, m.a. mun gluggunum breytt og þeir rammaðir inn í minni rúð- ur.. . Eitt af síðustu málum Alþingis á síðastliðnu vori var afgreiðsla á nýjum lögum um kvikmyndamál. í kjölfar þessara laga hefur nú verið kjörin stjórn kvikmyndasjóðs. Hana skipa: Sigurður Sverrir Pálsson, frá Félagi kvikmyndagerðar- manna, Kristín Jóhannesdóttir frá Bandalagi íslenskra listamanna, Sigurdur Guðmundsson, forstjóri Nýja bíós frá Sambandi kvikmynda- húsaeigenda og Hrafn Gunnlaugs- son frá Sambandi kvikmyndafram- leiðenda. Menntamálaráðuneytið hefur skipað Knút Hallsson í stjórnina og er hann jafnframt for- maður. Stjórn kvikmyndasjóðs mun síðan skipa þriggja manna úthlut- unarnefnd og er sérstaklega tekið fram í reglugerð um sjóðinn að í þeirri nefnd megi ekki sitja menn sem hafa hagsmuna að gæta í kvik- myndagerð. Telja kunnugir að erfitt verði að finna hæfa menn sem upp- fylla þessi skilyrði... s ^^^öngleikjahúsið nefnist nýtt leikhús sem fengið hefur inni í ís- lensku óperunni og mun sýna ýmsa söngleiki. Aðalhvatamenn að baki leikhússins eru þeir Páll Baldvin Baldvinsson og Sigurjón Sig- hvatsson. Fyrsta verk sem tekið verður til flutnings verður „Little Shop og Horrors" — eins konar Rocky Horror Show og munu þeir kumpánar ríða á vaðið með útgáfu plötu um jólin en þar verða lögin úr hinum bandariska söngleik... Fullkomin aldeyrís - iónusta er ekki lenfur einkamál ríkisbankanna tJQir ff. — m ...... t %x|ai(ieyns Banki Það er með sérstakri ánægju að við skýrum frá því, að frá og með 1. október veitir Iðnaðarbankinn, fyrstur einkabanka, fulla og ótakmarkaða gjaldeyrisþjónustu. Þjónusta okkar eykst því verulega. • Við opnum ábyrgðir vegna innflutnings. • Við önnumst innheimtur vegna innflutnings. • Við veitum aðstoð og höfum milligöngu við opnun ábyrgða vegna útflutnings. • Við sjáum um innheimtur vegna útflutnings gegnum erlenda banka. • Við kaupum og seljum erlendan gjaldeyri til ferðamanna, námsmanna og annarra, samkvæmt reglum þar að lútandi. Tilgangurinn með þessum breytingum er að sjálfsögðu sá að koma til móts við viðskiptavini bankans og aðra sem kjósa að nota þjónustu hans. Verið velkomin til viðskipta. Iðnaöartankinn 32 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.