Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 2
Engar ákvarðanir frá ríkisstjórninni Engar ákvarðanir hafa enn borist frá ríkisstjórninni um aðgerðir í efnahagsmálum. Stefnuræðu forsætisráðherra á þingi sem flytja átti i dag hefur verið f restað um óákveðinn tíma og jafnf ramt hefur fjárlagaræðu fjármálaráðherra ver- ið fresta. Ákvörðun um gengisfellingu vofir nú yfir og er tal- ið að vænta megi hennar í kringum helgina. BSRB-samningar samþykktir Um 64% þeirra sem þátt tóku í atkvæðagreiðslu BSRB samþykktu nýgerðan kjarasamning við ríkið. Kosninga- þátttakan varð tæp 82%. Sjómenn vilja launahækkun Á sjómannaþingi er lauk um helgina var samþykkt ein- róma að krefjast tvöfalt hærri kauptryggingar en er í dag. Síldin bjargar í Eyjum Mikil síldarsöltun hefur verið undanfarið í Vestmanna- eyjum. Mikið atvinnuleysi hefur verið undanfarið í bænum en þegar síldin kom skyndilega svamlandi nánast upp í fjöru gjörbreyttist ástandið og listi yfir atvinnulausa tæmd- ist. Er sögð ríkja mikil síldarstemmning í Vestmannaeyjum um þessar mundir. Spenna fyrir flokksþing Flokksþing Alþýðuflokksins verður haldið um næstu helgi. Mikil spenna ríkir meðal flokksmanna vegna for- mannskjörs. Formaðurinn, Kjartan Jóhannsson, sækir endurkjör en Jón Baldvin Hannibalsson er einnig i kjöri til formanns. Magnús H. Magnússon núverandi varaformaður gefur ekki kost á sér áfram og í það embætti býður Jóhanna Sigurðardóttir sig fram. Meiri loðna Stækkun loðnukvótans, sem ákveðin var um seinustu helgi, er talin geta skilað þjóðarbúinu allt að 600 milljóna króna aukningu í útflutningsverðmætum. Flugleiðir fá undanþágu Flugmálayfirvöld og samgönguráðuneyti Bandaríkjanna, hafa óformlega veitt Flugleiðum undanþágu frá nýjum regl- um um hávaðamengun flugvóla, sem ganga eiga í gildi í Bandaríkjunum um næstu áramót. Er talið að formlega fá- ist þetta staðfest innan skamms. Kröfluvirkjun enn til vandræða Til stendur að Landsvirkjun kaupi Kröfluvirkjun. Hún er nú eign ríkis og sér RARIK um reksturinn en talið er að ef hún verði keypt á kostnaðarverði, 3.000 milljónir, muni rafmagnsverð i landinu þurfa að hækka um nálægt 25%. Framfærsluvísitala hækkar í yfirliti sem viðskiptaráðherra lagði fram i siðustu viku kemur fram að á fyrstu 9 mán. þessa árs hækkaði fram- færsluvísitalan um 11%. Þeir liðir hennar sem háðir eru verðlagsákvæðum hækkuðu um 12% en aðrir um 9%. Fiskiþing Miklar umræður urðu á fiskiþingi fyrir síðustu helgi. Var m.a. deilt um leiðir i stjórnun fiskveiða og lögðu nokkrir fulltrúar á þinginu til að aflamarksleiðin yrði farin. Var hún samþykkja með 14 greiddum atkvæðum en aðrir sátu hjá. Einnig var samþykkt að leggja til að hámarksafli á þorski á næsta ári yrði 270.000 lestir. Valda sólarlampar húökrabba? Bjarki Magnússon meinafræðingur hefur unnið að at- hugunum á tíðni og ástæðum aukningar á húðkrabbameini á undanförnum árum. Hafa vaknað upp spurningar hvort einhverjar ástæður þessarar aukningar megi rekja til auk- innar notkunar sólarlampa undanfarið. r Lá vifl flugslysi? Þær fréttir hafa borist frá Noregi að fyrir nokkru hafi legið við að DC-9 þota SAS-flugfélagsins og þota frá Flugleið- um rækjust saman í lofti yfir Osló. Er enn allt á huldu um hvort svo hefur raunverulega verið og af hvaða ástæðum. Hafa talsmenn Flugleiða fordæmt fréttaflutning norskra blaða af málinu. Færri en dýrari bækur í ár í ár munu um 100 færri bækur koma út en komu á mark- að síðastliðin3 ár. Verð bókanna hækkarum 10—15% milli ára og verður meðalverð hverrar bókar á bilinu 600—800 1 krónur. Fréttamolar • Tollverðir í Reykjavík hafa fundið mikið smygl i togar- anum Arinbirni RE 54 er hann kom úr söluferð frá Cux- haven. Meðal góssins voru 830 flöskur af víni. • Samkvæmt skýrslum útlendingaeftirlitsins komu til landsins í október 7.913 farþegar, sem eru nokkru færra en á sama tíma í fyrra. • Bandarískir bílaframleiðendur vilja fjárfesta fyrir 12 milljónir dollara í bílaverksmiðju hér á landi. Loraine-verk- smiðjan sem hér um ræðir er nú gjaldþrota en einhverjir aðilar þykjast ætla að rífa fyrirtækið upp á ný. • Ríó-tríó kom fram á Broadway um síðustu helgi eftir langt hlé og mun skemmta borgarbúum og öðrum um helg- ar eitthvað fram eftir vetri. • Allir flokkar á þingi hafa endurflutt frumvarp um end- urmat á störfum láglaunahópa. • Alþýðubandalagið heldur flokksráðsfund um næstu helgi. Það er æðsta stofnun flokksins milli landsfunda. • Islenskir námsmenn í París hafa sent frá sér mótmæli vegna lánamála námsmanna og segja að bankastjórar eigi ekki að ráða því hverjir stunda nám í framtíðinni. • 50 þús. manns hafa séð kvikmyndina Dalalíf íþróttir Ómar Ragnarsson hefur hlotið íslandsmeistaratitilinn í ralli í ár. Wales sigraði ísland Landslið Wales sigraði íslenska landsliðið í knattspyrnu 2—1 á Ninan Park i Cardiff, Englandi, í landsleik sem leik- inn var sl. miðvikudagskvöld. Pétur Pétursson skoraði eina mark íslands í síðari hálfleik. Landsleikurinn var liður í Heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. FRETTAPOSTUR ItMDtiESTUnE Öryggisins vegna! Nú eru fyrirliggjandi hjá hjólbarðasölum um land allt Bridgestone radial og diagonal vetrarhjólbarðar. Sérlega hagstætt verd. BÍLABORG HF Smiðshöföa 23 sími 812 99 Hér sést Jón Þorsteinsson lögfræðingur og kunnur skákmaður óska Guðlaugi til hamingju með tímamótin. Af sextugsafmæli sáttasemjarans Fjölmargir félagar úr öllum herbúðum vinnumarkaðarins mættu í veisluna ásamt öðrum kunningjum Guðlaugs. Var ekki að sjá annað en vel færi á með mönnum og allt launaþjark væri víðs fjarri, svo sem vera ber við slík tækifæri. ★ Það var margt um manninn í veitingahúsinu Hrafninum í Skipholti sunnudaginn 11. nóv. sl. þegar Guðlaugur Þorvaldsson ríkissáttasemjari hélt þar síðdegis upp á sextugsafmæli sitt. Að vísu er afmælisdagur Guðlaugs í október, en öllum ætti að vera kunnugt hvað hann þurfti þá að fást við. Nú hefur verkfallsöldur lægt og samningar eru í höfn svo að í herbúðum samningamanna hafa menn slíðrað sverðin og gátu því af stakri friðsemd glatt sáttasemjarann í tilefni afmælisins. Voru það og ekki eingöngu vinir og kunningjar af kjaramálavettvanginum sem mættu til veislunnar heldur bar fjölda annarra gesta að garði svo sem meðfylgjandi myndir Jims Ijósmyndara HP bera með sér.tir 2 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.