Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 9
YFIRHEYRSLA nafn. Jón Baldvin Hannibalsson fæddur: 21.02.1939 staða: Alþingismaður heimilf Vesturgata 38 heimilishagir: Kvæntur Bryndísi Schram, á 4 börn og 1 hund bifreið: Opel Cadett árg. 1984 áhugamal: I\lú um stundir: Saga ítölsku borgríkjanna á miðöldum. mánaðarlaun: Um 45.000 kr. Eg á mér draum eflir Ómor Friðriksson myndir iim Smort Flokksþing Alþýðuflokksins verður haldið um næstu helgi. Jón Baldvin Hanni- balsson er í kjöri til formanns gegn núverandi formanni, Kjartani Jóhannssyni, sem stefnir ad endurkjöri. Jón Baldvin situr í yfirheyrslu HP um þessi mál í dag. — Þegar þú stefnir nú i formannssæti Alþýduflokksins lýsir þú þvi yfir ad flokkurinn eigi að hasla sér vöU vinstra megin við miðju í fiokkakerfinu. For- maður flokksins fullyrðir hins vegar að hann sé þar staðsettur nú þegar og það sem flokkur launafólks. Hvar er mál- efnaágreiningurinn? „Ég skai skýra hvað ég á við. Við búum í fjöiflokkakerfi með 7 stjórnmáiaflokkum og ég á nákvæmlega við þetta: Til vinstri við okkur eru 2 flokkar. Lengst til vinstri er Kvennalistinn. Hann er samtök stjórnleys- ingja, með femínisma sem grundvallarhug- mynd; apartheid kynjanna. Þegar þú fyigist með störfum Kvennalistans á þingi, þá kem- ur á daginn að hann er vinstra megin við Al- þýðubandalagið, í utanríkismáium, í at- vinnumálum og hugmyndafræði. Alþýðu- bandalagið er a.m.k. tvískiptur flokkur. Annars vegar eru það vinstri róttæklingar og hins vegar er þar armur sem á æ bágara í flokknum og má kaiia verkalýðssinna og raunsæismenn. Hægra megin við okkur er Sjálfstæðis- fiokkurinn. Hann er a.m.k. fjórir fiokkar: Þar er frjálshyggjusöfnuðurinn sem er að taka völdin í flokknum, í öðru lagi eru þar fram- sóknarmenn sem leiðist í Framsókn, því næst koma pilsfaldakapítalistarnir, þ.e.a.s. hagsmunaverðir stórfyrirtækja, og loks hef- urðu stóran hóp í Sjálfstæðisflokknum sem er frjálslynt og sósíaldemókratískt fólk sem af einhverjum ástæðum hefur ekki kosið Al- þýðuflokkinn. Að lokum er svo Bandalag jafnaðarmanna sem er að eigin sögn jafnað- armannaflokkur. Alþýðufiokkurinn á fyrst og fremst að ieita samstarfs við Bandalag jafnaðarmanna, þessi sósíaldemókratísku öfl í Sjálfstæðis- flokknum og verkalýðssinnana og raunsæis- mennina í Alþýðubandalaginu. Ég á mér draum um að breyta þessu flokkakerfi þann- ig að þetta stjórnmálaafl, vinstra megin við miðju, verði stjórnmálaflokkur með 20 til 30% fylgi í flokkakerfinu. Þetta eru forsend- ur fyrir því að hann verði ráðandi afl í ríkis- stjórnum og þetta er mitt markmið.“ — Mikið er rætt um sameiningu fé- lagshyggju- og vinstri afia. Getur ekki allt eins verid að frambod þitt ásamt hördum skeytum að Alþýðubandalag- inu verði til að viðhalda áratuga klofn- ingi á vinstrivængnum? „Stöldrum við þessi tvö hugtök „vinstri sinnað fólk“ og „félagshyggjufólk". Bæði Framsókn og Alþýðubandalag nota þau mikið en sá fyrrnefndi er erki-kerfisflokkur og hinn síðari íhaldssamur hentistefnufiokk- ur sem verður aldrei sameiningar- og for- ystuafl vinstri manna. í stjórnartíð þessara flokka hefur misrétti og ranglæti farið hrað- vaxandi í þjóðfélaginu. Á móti þessu stilli ég upp hugmyndinni um samtök og nýtt stjórn- málaafl jafnaðarmanna. Það er mitt samein- ingarmál og mín sigurformúla." — Þú vilt fylgja íhaldssamri stefnu í öryggis- og varnarmálum. Heldurðu ekki að það fæli vinstri menn frá flokkn- um og þeir hægri sinnar sem styðja slíka stefnu telji betri kost að snúa sér að hreinum hægri flokki? „Nei. Fyrri forystumenn flokksins áttu mikinn þátt í að móta þá stef nu sem fylgt hef- ur verið frá stríðslokum og hún hefur gefist vel og það verður ekki vefengt að um hana hefur skapast samstaða mikils meirihluta þjóðarinnar. Svo hef ég einfaldlega þá sann- færingu að hlutleysispólitík Aiþýðubanda- lags og Kvennalista, og hugmyndir um aðild að kjarnorkuvopnalausu svæði á Norður- löndum, sé stórhættuleg stefna. Alþýðu- flokkurinn á því að taka af öll tvímæli um það að hann er andstæðingur Aiþýðubanda- iags og Kvennalista í utanríkismálum. Ég vil bæta því við, að ég er sjálfur fyrrverandi kommúnisti og marxisti á unglingsárum og ég skil vel tilfinningaleg og þjóðernissinnuð sjónarmið ungs fólks í þessum málum og er reiðubúinn til að sýna því mikið umburðar- iyndi." — Við hvað styðstu helst þegar þú tel- ur þig nú eiga erindi í formannsstól? Áttu vísan .stuðning meðal flokks- manna? „Stundum er talað um sannfæringar- stjórnmálamenn, og hins vegar eins konar diplómata eða reikningshausa. Ég byrjaði ekki á því að telja hausana heldur því að ræða málin við flokksmenn. Mitt framboð er rökrétt niðurstaða af umræðum og kröfu um breytingar. Það er það sem ég styðst við. Það verður aðeins spurt um eitt eftir flokks- þing: Þorði flokkurinn eða þorði hann ekki? Þorði hann að hætta á breytingar eða var það óttinn við þær sem varð ofan á? Ég veit að allir hugsandi jafnaðarmenn eru sam- mála mér um það, að þörf er á breytingum á Alþýðuflokknum, á flokkakerfinu og þjóö- félaginu.“ — Það var dræm þátttaka í kjöri fiokksþingsfulltrúa í Reykjavík... „Það er rétt að hún var ekki nægileg, eitt- hvað yfir 200 manns kusu, en þá lá ekkert fyrir um það að krafan um breytingu fengi málsvara sem fylgdi henni eftir inn á fiokks- þing. Síðastliðinn vetur var deyfð í féiagsstarfi. Alþýðuflokksmenn höfðu orðið fyrir sárum vonbrigðum með klofninginn '82 og '83, og einnig með hlut flokksins í stjórnarmynd- unarviðræðunum að loknum kosningum og eygðu ekki von. Þegar menn eygja ekki von þá er ekki áhugi, ekki þátttaka. Þetta hefur breyst á síðastliðnu sumri, og ekki síst í Reykjavík. Á vikuiegum fundum í Alþýðu- húsinu, félagsmiðstöð jafnaðarmanna, hefur stundum verið hátt í fjórða hundrað manns." — Frá ’78 hefur flokkurinn glatað geysilegu fylgi, s.s. hér í Reykjavík þar sem þú hefur verid í oddaaðstödu. Má ekki segja þad sama um þig og þú segir um formanninn: Skipperinn fiskar ekki? „Líkingin um skipstjórann er ágæt og ég vil skjóta því inn að ég hafði geysigaman af því að fyrsti maðurinn sem hafði samband við mig að loknum útvarps- og sjónvarps- viðtölum var skipstjóri minn á Gerpi, stúd- entsprófssumarið ’58, og sagði: „Mér fannst nú fyrir löngu kominn tími til að messagutt- inn minn færi að hypja sig upp í brú.“ Það er enginn sá skipstjóri sem ég þekki sem kennir öðrum um ef ekki afiast. Hann kann að vera á vondu skipi eða með bág- borin veiðarfæri, og vera kann að áhöfnin sé ekki fyrsta fiokks, en allir skipstjórnarmenn vita að það er karlinn í brúnni sem ber ábyrgðina. Hann tekur afleiðingunum. í Al- þýðufiokknum er það svo, að framkvæmda- stofnanir flokksins eru mjög veikar og for- mannsembættið er sterkt og formaðurinn ræður því mikið tii sem hann vill ráða. Ef spurt er hvort ég sé samábyrgur um bág- borið gengi flokksins, er hægt að segja með sama hætti, að háseti sé ábyrgur fyrir lé- legum aflabrögðum. En hvað segir háset- inn? Ég beini því til sjómanna." — Engu að síður hefur fylgið hrunið hér í Reykjavík... „Má ég minna þig á kosningarnar 1983. Þá háðum við Jóhanna kosningabaráttu við erfið skilyrði. Klofningur var í Reykjavík vegna Bandalags jafnaðarmanna og við vor- um talin af í öllum skoðanakönnunum. Þrátt fyrir það snerum við taflinu við og fengum 1600 atkvæði umfram fylgi flokksins í borgarstjórnarkosningunum á undan. Það er ekki vondur fiskari." — Hefur það verið þér metnadarmál í gegnum árin að verða formaður flokks- ins? „Ég hef ekki lifað lífinu með það sem enda- markmið að verða formaður Alþýðuflokks- ins, en ég get sagt stutta sögu, því ég er kannski svolítið forlagatrúar: Eg er fæddur í Alþýðuhúsinu á ísafirði. Móðir mín var mjög veik þegar hún átti mig og ég var fyrirburð- ur; tekinn með keisaraskurði til þess að bjarga lífi hennar. Það hafði verið ákveðið löngu áður að ég ætti að heita Þórhailur en þessa seinustu daga fyrir fæðinguna vitjaði fjarskyldur ættingi ákaft nafns í draumum á þessum hvítvoðungi. Þessi maður var Jón Baldvinsson og því heiti ég Jón Baldvin. Og hver er ég að streitast á móti örlögunum?" — í fjölmidlum hefur verið talið að iandsbyggðin muni ráða úrslitum á flokksþinginu. Hvaðan telur þú þig fá helstan stuðning? „Það fer ekkert milli mála af þeim við- brögðum sem ég hef fengið og aí viðtölum við flokksmenn, að stuðningur við mig kemur alls staðar að. Ég á gott fylgi meðai Vestfirðinga, Norðlendinga, Vestmann- eyinga, og reyndar Reyknesinga. Ekki bara í Reykjavík." — Þegar Kjartan fór fram gegn Bene- dikt 1980 varð nokkuð fræg sú yfirlýs- ing hans að honum þætti vænt um Bene- dikt og væri vinur hans. Ert þú vinur Kjartans? „Við erum ekki persónulegir vinir en samstarfsmenn, og ég met Kjartan fyrir hans kosti. Hann er vel menntaður maður og er flinkur fagmaður, góður nefndamaður og reyndist vel sem fagráðherra. En við erum algerar andstæður. Ég er „generalisti”. Hef víðtæka menntun og er húmanisti en þó ekki fyrst og fremst gætinn maður og var- kár, heldur er ég stríðinn, áreitinn og hef gaman af átökum og nýt mín í slagnum. Ég er baráttumaður og ef það á að spila sóknar- leik verða menn að veija sér sóknarleik- mann sem hefur gaman af sóknarleik.” — Telurðu að lyktir mála á fiokks- þinginu geti hreinlega ráðið úrslitum um framtíðarstöðu Alþýðuflokksins? „Tvímæialaust. Framtíð hans er fólgin í því hvort krafan um breytingar nær fram eða ekki." — Og því hvort skipt verður um sókn- arleikmann? „Já. Hvernig hafa þeir þetta í landsliðinu: Ekki hola þeir Pétri Péturssyni aftast í vörn- ina? Hann skorar ekki mikið þaðan, er það?“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.