Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 12

Helgarpósturinn - 15.11.1984, Blaðsíða 12
HP HELGARPÓSTURINN Rítstjóri: Ingólfur Margeirsson Ritstjórnarfulltrúi: Hallgrímur Thorsteinsson Blaðamenn: Jóhanna Sveinsdóttir, Ómar Friðriks- son og Sigmundur Ernir Rúnarsson. Útlit: Björgvin Ólafsson Ljósmyndir: Jim Smart Handrit og prófarkir: Magnea Matthíasdóttir Útgefandi: Goðgá h/f Framkvæmdastjóri: Guðmundur H. Jóhannesson Auglýsingar: Steen Johansson Markaðsmál, sölustjórn og dreifing: Hákon Hákonarson og Sigþór Hákonarson Innheimta: 'Garðar Jensson. Afgreiðsla: Ásdís Bragadóttir Lausasöluverð kr. 35 Ritstjórn og auglýsingar eru að Ármúla 36, Reykjavík, sími 8-15-11. Afgreiðsla og skrif- stofa eru að Ármúla 36. Sími 8-15-11 Setning og umbrot: Leturval s/f Prentun: Blaðaprent h/f Gróði og þjónusta Fjármagnstilfærslur. Þetta orð kemur æ oftar fyrir í umræðu um íslenskt efnahagslíf og oft á tíðum með miklum þunga og fyrirlitn- ingu, einkanlega úr munni stjórnar- andstöðuþingmanna. Tíðni þessa orðs í stjórnmálaumræðunni er ekki alveg að tilhæfulausu. Ljóst er að miklar tilfærslur hafa orðið á fjár- magni milli atvinnuveganna á und- anförnum mánuðum. Straumurinn hefur svo til verið í eina átt: Til milli- liðanna. Ofsagróði er líka vinsælt orð þessa dagana og kemur til af þess- 1 um straumhvörfum í peninga- stjórninni. Á meðan hinn almenni launamaður hefur mátt taka á sig hverja kjaraskerðinguna á fætur annarri og er nú hótað gengisfell- ingu og verðbólgufári á þær bætur sem hann fékk fram í nýafstöðnum samningum, maka þjónustugrein- arnar og allskonar verslun krókinn. Andstæðurnar eru að skerpast í ís- lensku efnahagslífi. Bilið er að breikka milli almúgans og nýríkrar millistéttar. Helgarpósturinn sýnir fram á það í dag hvert fjármagnið streymir, hvar gróðann er að finna og hvernig á að bera sig eftir honum. Mönnum er hreinlega bent á hraðvirkustu leiðirnar til tekjuöflunar. Þær liggja í átt til fjölskyldufyrirtækja í um- boðsverslun, búðarrekstri og sjálfstæðri starfsemi sem dafnar á þeim molum sem falla af borðum stóru fyrirtækjanna og atvinnuveg- anna (landinu. Allt eru þetta milli- liðir og þangað benda reyndir við- skiptamenn fólki að sækja gróðann ef það þori og hafi dug. Og þá má spyrja: Hvaða heilvita launamaður þorir ekki að taka þá áhættu sem felst í stofnun smáfirma? Hann hef- ur engu að tapa, svo lág eru laun hans í raun. Það má búast við miklum straumi fólks inn i þjónustugrein- arnar á allra næstu árum. Þar er ein- faldlega vænlegustu bitana af þjóðarkökunni að finna og gott ef ekki þá bragðbestu. Þetta má vera stjórnvöldum mikið umhugsunar- efni. Með óbreyttri atvinnustefnu verður fótunum endanlega kippt undan þeim atvinnurekstri sem hingað til hefur verið nefndur í tímamótaávörpunum: Undirstöðuat- vinnuvegunum. Ef fram heldur sem • horfir eiga milliliðirnir eftir að sliga þessa grunnþætti 1 íslenskri efna- hagsafkomu. Meira að segja milliliðirnir sjálfir, heildsalar og nýríkir ráðgjafar I einkageiranum, eru farnir að óttast þessa þróun, eins og skýrt kemur fram í grein Helgarpóstsins I dag. Einn þeirra bendir einfaldlega á að það sé of einfalt að ana út I eigin smárekstur á sviði þjónustu í dag og gróðinn á því sviði sé svo aug- Ijós, að enginn dugandi maður hugsi sig tvisvar um hvar hann eigi að leggja fram vinnuafl sitt. Þjóðfé- lagið sé allt að verða ein þjónustu- grein. Ef sú hefur verið stefna stjórnvalda, þá ér hægt að tala um árangur af starfi þeirra. isráðherra er einstök uppákoma í ís- lenskri pólitík, en hún er lýsandi fyr- ir andrúmsloftið í ríkisstjórninni þessa dagana. Teljandi ágreiningur virðist ekki vera uppi milli stjórnar- flokkanna um væntanlegar efna- hagsráðstafanir, heldur ríkir eins konar firring á stjórnarheimilinu gagnvart þeim hefðbundnu lausn- um sem menn standa frammi fyrir. Sjálfstæðismenn hafa troðið mar- vaðann og ekki getað sameinast um úrræði né leið út úr sjálfheldunni. Frestunin á stefnuræðunni skrifast að mestu leyti á reikning þeirra. Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur að miklu leyti borið hitann og þungann af átökunum við Framsóknarflokkinn í hverri ríkisstjórnarkrísunni á fæt- ur annarri, en ekki dreift byrðunum á ráðherrana fyrr en nú. Og þá er eins og flokkurinn sé framkvæmda- lamaður í ríkisstjórn. Albert Guö- mundsson, fjármálaráðherra, heidur samt sólói sínu áfram. Yfir- lýsing hans um að 600 milljón króna tekjuskattslækkuninni yrði haldið til streitu og að engir nýir neysiu- skattar kæmu á móti var ótímabær einleikur; viðræður stjórnarflokk- anna voru ekki komnar svo iangt að hann gæti slegið neinu slíku föstu, þó yfirlýsing hans hafi yijað mörg- um sjálfstæðismanninum. . . /Í^^^ikið hefur verið þrýst Þorstein Pálsson formann Sjálf- stæðisflokksins að taka sæti í ríkis- stjórn Steingríms Hermannssonar. Það eru ákveðin öfl innan Sjálfstæð- isflokksins sem hafa reynt hvað mest að koma Þorsteini inn í stjórn- ina og mun Fridrik Sophusson vera þar einna fremstur í flokki. Það er til marks um kapp Friðriks að þegar hann hélt hina frægu ræðu sína á Seltjarnarnesi um að koma formanninum á stall, hafði Þor- steinn ekki hugmynd um að Friðrik ætlaði að tala um þetta mál. Það frétti hann fyrst síðar. Öll þessi um- ræða um aðild Þorsteins að ríkis- stjórninni hefur haft mjög neikvæð áhrif á stöðu Þorsteins innan flokks- ins og setur hann í óheppilegt ijós sem linan formann. Þess vegna er það heldur engin tiiviljun að Stein- grímur tönnlast sí og æ á því að „heppilegt væri að fá Þorstein Páls- son í ríkisstjórn". Nú eru hins vegar sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins með sjálfstæðismenn í Reykjavík í broddi fylkingar sem berjast gegn því að Þorsteinn setjist í ráðherra- stól. Hafa þeir aðilar átt óformlegar viðræður sín á milli og við formann- inn og bendir allt til þess að Þor- steinn dragi sig í hlé um stundarsak- ir, efnt verði til nýrra kosninga að vori og þá fái Þorsteinn sinn ráð- herrastól í nýrri ríkisstjórn. .. || ■ H inar fjölbreyttustu útvarps- stöðvar skutu upp kollinum um land allt í nýafstöðnu verkfalli. Það hefur vakið nokkra umræðu á Ak- ureyri að Hermann Sveinbjörns- son, ritstjóri Dags og fréttaritari sjónvarpsins, startaði ólöglegri út- varpsstöð í verkfallinu. Þykir mörg- um að starfsmaður Ríkisútvarpsins sé ekki beint heppilegur sem aðal- hvatamaður að hinni skammlífu út- varpsstöð Dags. Önnur ólögleg út- varpsstöð sendi í einn dag áður en henni var lokað. Sú stöð var rekin af Sigga Helga kántrísöngvara (Kú- rekar norðursins) og Pálma „Bimbó“ Guðmundssyni plötu- útgefanda. Þessir félagar tveir höfðu fyrir nokkrum mánuðum komið að máii við Jónas Jónas- son, útvarpsstjóra RÚVAK, og beð- ið um fastan þátt fyrir ungt fólk. Út- varpsstjórinn mun hafa tekið vel í málaleitan þeirra en farið fram á að þeir gerðu fyrst einn reynsluþátt sem hann fengi að hlýða á. Gerðu félagarnir það og leyfðu Jónasi að heyra. Eftir að hafa hlýtt gaumgæfi- lega á afrakstur þeirra Bimbó og Sigga Helga, sagði útvarpsstjóri RÚVAK að þessi þáttur væri um margt athyglisverður en að annar félaganna væri blæstur í máli en hinn taiaði svo hratt að ógjörningur væri að skilja hann. Ráðiagði hann þeim að leita aðstoðar hjá talkenn- ara, og mun hafa nefnt sjálfan sig sem dæmi um mann sem þurfti tai- kennslu við í æsku, en leita síðan til sín að náminu loknu. Fóru þeir vinir snúðugir á brott af fundi útvarps- stjóra og næst þegar heyrðist til þeirra var það á ólöglegum öldum ljósvakans. Sú sending stóð hins vegar aðeins í einn dag, eins og fyrr segir, því Ársæll Magnússon, umdæmisstjóri Pósts og síma, lét loka stöðinni samdægurs og stöðv- aði ennfremur sendingar Dags á byrjunarstigi... B ^^^lessuð bokin atti að vera komin fyrir löngu. En fyrst skall á verkfall prentara og bókagerðar- manna sem seinkaði útkomu henn- ar mikið. Að verkfalli loknu héldu útgefendur að bókin myndi halda innreið sína á markaðinn með pomp og prakt fljótlega eftir að prentarar voru teknir til að nýju. Vinnslan hefur þó gengið óeðlilega seint í prentsmiðjum og hafa innan við 30 bækur komið út nú og koma líklega ekki á markaðinn fyrr en upp úr næstu mánaðamótum. Þá flæða 350 bækur á markaðinn, svo óhætt verður að tala um jólabóka- flóð í ár... u H ýtt líf sf. undir formerkjum þeirra Jóns Hermannssonar og Þráins Bertelssonar reyndi fyrir nokkru að kaupa Nýja Bíó á Akur- eyri eins og komið hefur fram í frétt- um. Húsið var hins vegar ekki falt þótt það þjóni ekki öðrum tilgangi eins og stendur en að hýsa rottur. Þeir félagar í Nýju lífi hafa hins veg- ar ekki gefist upp: Nú hafa þeir keypt væna lóð á Akureyri, nánar tiltekið fyrir neðan Smiðjuna og hyggjast byggja þar kvikmyndahús. Á Akureyri er aðeins starfrækt eitt kvikmyndahús, Borgarbíó, og mun reksturinn hafa verið þar í máttlaus- ara lagi. En nú á sem sagt að hleypa nýju lífi í bíórekstur á Akureyri... S-...-.................. lega slöpp að mati flestra. Og enn slappari er andstaöan í borgar- stjórn. Forystumenn stjórnarand- stöðuflokkanna eru lúnir menn og þreyttir eins og Kristján Bene- diktsson, Sigurjón Pétursson, Adda Bára og Sigurður E. Guð- mundsson. En slappir forystusauð- ir eru ekki eina skýringin á lömuð- um málflutningi borgarstjórnarand- stöðunnar. Ein meginástæðan mun vera seta Kvennalistans í borgar- stjórn. Fulltrúar Kvennalistans hafa nefnilega ruglað talsmenn hinna hefðbundnu flokka gjörsamlega í ríminu með nýstárlegum málaflutn- ingi svo þeir vita ekki lengur sitt rjúkandi ráð. Málglaðar konur eins og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Guðrún Jónsdóttir koma nefnilega iðulega á óvart með því að ræða ítarlega um ólíklegustu mál og fara ofan í saumana á þáttum borgarlífsins sem aðrir pólitíkusar gera ekki. Fulltrúar Alþýðubanda- lagsins sem hafa gjarnan litið á sig sem forystumenn andstöðunnar í borgarstjórn vita ekkert lengur í sinn haus, og hafa gjörsamlega misst andlitið. Sömu sögu er að segja af fulltrúum Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins. Hin hefð- bundna flokkapólitík hristist öll og skelfur í sölum borgarstjórnar. Er talið langt í land að fulltrúar and- stöðu borgarstjórnarmeirihlutans nái sér á strik. . . þetta mál hafi beinlínis verið tekið' upp og notað gegn sér í vetrarkosn- ingunum 1979 til að bola honum út af þingi, en hann var þá efsti maður á lista sjálfstæðismanna í Norður- landskjördæmi eystra. Segir Sólnes þetta vera skipulagða aðför Hall- dórs Blöndals gegn sér en Halldór var þá yfirskoðunarmaður Ríkis- reiknings og tók síðan sæti Sólness á þingi. Heldur Jón því fram að þetta plott gegn sér hafi verið gert með stuðningi Geirs Hallgríms- sonar en sjálfur segist Sólnes hafa verið eindreginn stuðningsmaður Gunnars Thoroddsen og ef hann hefði tekið sæti á þingi eftir kosn- ingarnar 1979, hefði Gunnar gert hann að ráðherra í stjórn sinni... || I H araldur Hamar gefur út tímaritin Storð og Iceland Review. Storð mun nú vera prentað í 10 þús- und eintökum en hins vegar mjög dýrt í framleiðslu enda rit hið veg- legasta. Haraldur Hamar hefur nú brugðið á nýstárlegt ráð til að auka eintakafjölda tímaritsins. Samning- ar hafa tekist milli útgefandans og VISA um prentun 20 þúsund ein- taka aukalega af næsta tölublaði Storðar sem út kemur í desember. Verður blaðið þá sent öllum aðal- korthöfum VISA með nýárskveðju fyrirtækisins. .. Í^^^^eðal bóka á jólavertíð- inni verður ævisaga Jóns Sólness, fyrrverandi alþingismanns og bankastjóra á Akureyri, sem Hall- dór Halldórsson skráir. Margir bíða þessarar bókar spenntir því Sólnes mun vera mjög berorður um refilstigu stjórnmálalífsins. Meðal annars fjallar Sólnes um símamálið svonefnda en hann varsakaður um að hafa þegið tvöfalda greiðslu fyrir notkun á opinberum síma. Heldur Jón Sólnes því fram í bókinni að || H H inn mikli óperusöngvari okkar íslendinga, Kristján Jó- hannsson er nú búinn að slá end- anlega í gegn í Bandaríkjunum að sögn kunnugra. Um daginn birtu helstu stórblöð New York mikil við- töl við hinn íslenska söngvara með flennistórum myndum og fyrirsögn- um að loknum velheppnuðum hljómleikum hans í heimsborginni. Kristján hlaut mjög góða dóma fyrir frammistöðu sína og vitnaði einn gagnrýnendanna til nýlegs viðtals við meistara Pavarotti og sagði: „Hér á eftir getur Pavarotti ekki lengur sagt „The Icelandic singer, what’s his name again. ..?“ A Jlflestir bílstjórar hjá Stein- dóri hafa nú fengið aftur aksturs- leyfin eftir stríðið við yfirvöldin. Hins vegar brá svo við um daginn að leigubílstjórar hjá Bæjarleiðum kærðu tvo vinnufélaga sína fyrir yf- irmanni bifreiðastöðvarinnar. í ljós hafði nefnilega komið að Bæjar- leiðabílstjórarnir tveir keyrðu einn- ig hjá Steindóri... l sfilm hefur enn ekki ráðið fram- kvæmdastjóra þótt undarlegt megi virðast þegar jafn stórt fyrirtæki á í hlut. Við höfum hins vegar frétt að fyrirtækið hugðist gera skrifstofu- stjóra sinn Hjörleif Kvaran að framkvæmdastjóra en eftir nokkra umhugsun sagði hann nei takk. Mun það hafa verið töluvert bak- slag... LAUSN Á SPILAÞRAUT Þannig voru öll spilin: S 7 H 7-2 T K-D-4-3 L K-D-G-6-4-2 S Á-D-10-9-5-2 H 6-5-4 T Á-G-10 L Á S K-G-8-6-4 H Á-G-10-8 T 6-5-2 L 9 S 3 H K-D-9-3 T 9-8-7 L 10-8-7-5-3 Okkur vantar fjögur myndaspil. Sé eitthvert þeirra á hagstæðum stað hverfa áhyggjurnar. Þess ut- an gæti tígulnían verið einspil eða tvíspil. I öllu falli er tryggt að loka- spilið er afar hagstætt. Þú spilar hjartaásnum og síðan tíunni. Suður tekur slaginn og læt- ur tígul. Tían látin og norður fær slaginn. Spili norður einhverju öðru spili en hjarta, er spilið unnið. En láti hann lítið hjarta, þá svínum við. Og haldi svínan ekki, þá verður áttan fríspil. Eiginlegá er sárast að mega ekki taka þessar ljómandi freistandi svínur. 12 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.